Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.12.1971, Blaðsíða 1
FÉLAGSLYNDI OKKAR HJÁLPAR FLENSUNNI Ellefta plága veraldar, asíu- inflúenzan, sem alltaf kemur aftur, er nú enn einu sinni á leiðinni til okkar. Eins og við er að búast, eiga margir von á alð liggja í rúminu með hita og hóstakjöltur í kuldanum. En þó er ekki víst, að þetta verði neinn faraldur á borð við það sem verið hefur í ýmsum suð- lægari löndum, þar sem fólk hefur lagzt í rúmið og dáið úr ýmsum fylgikvillum flensunn- ar. Um alla Evrópu liggur nú fólk endilangt, á Spáni 50 þús- und, þegar þetta er skrifað og í Ungverjalandi hálf milljón. Aðeins í Búdapest hafa 86 lát- izt, flestir af fylgikvillum, en ekki flensunni sjálfri. Kddi, eða hvað? Ýmsir hafa velt því fyrir sér, hvers vegna inflúensan komi áHtaf til okkar a@ vetrarlagi. Eznt af algengustu skýringunum er sú. aS kuldi í votum fótum sendi taugaboð upp í slímhúð- hirnnu nefsins, þannig að háræð ar hennar dragast saman. Við þetta minnkar mótstöðuafl slimhimnunnar gegn þeim bakt- eríum, sem við öndum að okk- ur. Að minnsta kosti verðum við kvefuð á þennan hátt. Auk þess minnkar veturinn í heild mótstöðuafl fólks, en það skýrir ekki, hvernig flens- an getur breiðzt út með slík- ur ógnarhraða, þegar hún er komin inn fyrir landamæri í hverju landi. Tilraunir með kjúklinga En hvernig breiðist hún þá út? Vísindamenn um allan heim hafa árum saman reynt að finna svar við þessari spurn- / ingu, m.a. veirufræðingurinn Christopher H. Andrews, sem starfar á mikilli tilraunastofu í Salisbury í Bretlandi. 'Hann gerði tilraun á daggömlum kjúklingum, með Því að yfir- færa á þá sérstaka tegund af inflúenzu, sem einkum leggst á öndunarfærin. Fljótlega fengu allir kjúklingarnir veikina. Þá reyndi Andrews a@ aðskilja veika kjfiklinga og heilbrigða með neti, en það dugði ekki til, þeir smituðu í gegn um möskvana. í líkingu við kjúklinga er mannfólkið félagsvera. Að minnsta kosti hópuðust kjúk- lingarnir saman, þannig að þeir frísku urðu brátt sjúkir. Þá gerði Andrews þriðju til- raunina. Hann skipti kjúklinga- búrinu í þrent og setti, veika kjiiklinga lengst til vinstri, en fríska í hin tvö hólfin. Þann- ig gátu þeir frísku í miðhólf- inu ráðið , hvort þeir vddu heldur vera nálægt þeim veiku vinstra megin, eða þeim frísku til hægri. Svo fór, að mið- kjúklingarnir misstu allan á- huga á veikum félögum sínum og sneru sér tU hægri. Afleið- ingin varð sú, að hvorki þeir í miðhólfinu, né því hægra, fengu veikina. Enn félagslyndari? Ut frá þessu, og raunar mörgum fleiri tilraunum, telur Andrews, að hægt sé a® full- yrða, hvers vegna vírussjúk- dómar breiðast hraðar út að vetrinum, en að sumrinu. Það sé ekki, eins og flestum hættir við að halda, vegna kulda og gegnumtrekks. í verstu vetrarkuldum hefur ver- ið reynt að láta fólk fara í heitt bað og standa síðan úti í kuldanum í hálftíma, án þess að svo mikið sem hnerri feng- ist út úr því. Andrews telur einfaldlega að það séu félagsvenjur fólks, sem breiði flensu hraðar út að vetr inum. Þá hópist fólk saman, ýmist heima hjá sér, eða í strætisvögnum og lestum, á veitingahúsum. Þannig fær vír- usinn betri skilyrði til að ber- ast milli manna. Sé Þessi skýring rétt, þá er erfitt að svara því, hvers vegna flensan sé þá svo snögg yfir landamæri. Samkvæmt skýrslum Alþjó@a heilbrigðisstofnunarinnar (W- HO) eru sívaxandi flugsam- göngur ein orsökin. Árið 1962 voru flugfarþegar 28 milljónir, en 1970 voru þeir orðnir 350 milljónir. Auðvitað er það ekki aðeins inflúensa, sem breiðist þannig út, heldur einnig alvarlegri i 7. ■V.'* '. '**’• *? '« m** ‘ ^tifÍídftrfer^ eins 0‘g5 kðláfa, hlaupabóla, malaría, taugaveiki og mænuveiki svo eitthvað sé nefnt. Aðvörunarkerfi WHO hefur tekið afleiðing- unum af breyttum samgöngu- leiðum og byggt upp alþjóðlegt aðvörunarkerfi, ef svo mætti kalla. Hvar sem vera kann í heiminum að upp komi far- sótt, er hægt að láta allan heim inn vita á minna en einum sól- arhring. Að sögn WHO hafa læknar á Vesturlöndum meiri áhuga á innflúensu, sem kemur austan frá, en þeim sjúkdómum, sem óður voru upp taldir. I nokkr- um tilfellum hefur komið fyrir, að sjúkdómsgreining hefur koimið það seint, að ekki hefur verið hægt að bjarga malaríu- sjúklingum. WHO leggur áherzlu á, a® fólk eigi að láta lækni sinn vita, ef það hefur verið á ferðalagi í Austurlöndum eða Afríku, einn ig þótt margir mánuðir séu liðn ir. Það reynist oft ekki aðeins inflúensa, sem kemur þarna austan að. En bezta ráðið til a® losna við að smitast af inflúensu, er að halda sig einan og forðast sem mest allan mannfjölda. — SB.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.