Fréttablaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 16
Þátturinn Ísland í bítið á Stöð 2 ísamvinnu við Ruth Reginalds söngkonu hugðist sjónvarpa lýta- aðgerð söngkonunnar. Lýtalækn- ir samþykkti þáttargerðina. Hér var því um að ræða þrjá aðila sem sömdu sín á milli og vildu færa al- menningi aðgang að ferlinu. Þessi sjónvarpsþáttur sækir sennilega fyrirmyndina í bandaríska þátt- inn „Extreme Makeover“, sem er bæði fróðlegur og skemmtilegt afþreyingaefni. En ekki á Íslandi. Sjálfskipaðir eftirlitsmenn Því miður er okkar þjóðfélag, enn þann dag í dag, mjög lokað. Það sem verra er að hér eru yfir- völd og nefndir í eftirlitshlutverki og vita alltaf betur en almenning- ur og stýra því sem við fáum að aðhafast í okkar daglega lífi. Fyrsti „eftirlitsmaðurinn“ Dagný Jónsdóttir skrifaði bréf í fjölmiðlum og lýsti yfir að hún væri mótfallin sjónvarpsútsend- ingunni og mótfallin lýtaaðgerð- um í fegrunarskyni. Þetta er auð- vitað í lagi að Dagný hafi persónu- lega skoðun á slíkum aðgerðum, en hún er stjórnmálamaður og þar með að tala fyrir þá sem hún vinn- ur fyrir, kjósendur. Næstu „eftir- litsmennirnir“ sem stigu fram voru fulltrúar landlæknisembætt- isins. Þeir kölluðu lýtalækninn á fund, lýtalæknirinn guggnaði og afþakkaði þátttöku. Þess ber að geta að landlæknisembættið vinn- ur líka fyrir okkur, kjósendur. Einstaklingsfrumkvæði þarf frið til að blómstra Læknum á Íslandi er bannað að auglýsa starfsemi sína, og það sama gegnir í Bandaríkjunum, en því þá þessi mismunur? Læknar á Íslandi auglýsa vinnu sína í læknaritum sem dreift er um landið. Læknar í Bandaríkjunum auglýsa vinnu sína í sams konar ritum. Og það er viðurkennt. Sjón- varpsþáttagerð í Bandaríkjunum er ekki auglýsing og greinar á síð- um dagblaða um lækningar og lækningaaðferðir er ekki auglýs- ing. Því ætti það að vera á Íslandi? Því miður fyrir okkur þjóð- félagsþegna eru öfl í samfélaginu sem enn telja að það beri að sann- færa okkur um hvernig við eigum að lifa. Væri ekki undarlegt ef Dagný Jónsdóttir og landlæknisembætt- ið kæmust að þeirri niðurstöðu að „eftirlitsmennirnir“ fylgdust með þeim sjálfum! Hér þarf mikla breytingu í okkar þjóðfélagi svo einstaklings- frumkvæði fái að blómstra óhindrað af eftirlitsmönnum. En svona er Ísland í dag eða réttara sagt Ísland í bítið. ■ Ég hef verið í meðferð í Byrginu.Mig langar að koma á framfæri hvað meðferðin hefur gert fyrir mig og svo marga aðra. Ég leitaði til Byrgisins þann 17. júní 2002 og var þá verulega illa farin af eiturlyfja- neyslu. Ég er ekki viss um að ég hefði lifað mikið lengur hefði ég ekki leitað mér hjálpar og fengið hana strax. Lífsviljinn var farinn Ég gat ekki orðið hugsað um börnin mín vegna neyslu og van- líðan og endaði á götunni. Þegar ég var komin í Rockville tók ég trú að nýju og lífslöngunin óx fljótt. Ég fór að taka virkan þátt í dagskránni og starfi Byrgisins. Svo kom reiðarslagið, Byrgið átti að flytja úr Rockville. Hvert verð- ur farið? Hvað verður um okkur? Þetta voru spurningar sem komu frá fólkinu og glumdu allan dag- inn. Afleiðingin var ótti og kvíði. Að lokum flutti Byrgið að Efri Brú í Grímsnesi. Þar er engin að- hlynning starfrækt enda staður- inn of lítill og rúmar rétt helming- inn af þeim vistmönnum sem voru í Rockville. Aðstaða til að taka á móti veiku fólki er því farin enda tóm vitleysa að reka afeitrunar- deild lengst uppi sveit. Langt er fyrir sjúkrabíl að koma ef óhöpp verða. Neyðaróp Nú eru nokkrir mánuðir frá því að við fluttum hingað og neyðarópin berast ríkisstjórninni um aðhlynn- ingarstöð í mannabyggðum. Ekkert gerist nema fólkið á strætum borg- arinnar deyr í eymd og kvöl sem vímuefnaneyslan hefur í för með sér. Fyrst voru þau fimm nú eru þau orðin fjórtán mannslífin sem eru farin. En hver er skýringin? Þetta fólk eru oftar en ekki langt gengnir vímuefnaneytendur sem ítrekað hafa farið í meðferð. Ekkert hefur gengið, sama hvert leitað er. Stundum er hreinlega lokað á fólk sem er búið að koma „of oft“ í með- ferð en það hefur Byrgið aldrei gert nema þegar heimilið er fullt. Þetta fólk er búið að missa alla von og hefur leitað hjálpar án árangurs. Það er farið að skammast sín að leita eftir frekari hjálp og það verður að sækja þetta aumingja fólk, sem ráfar um stræti borgar- innar, af því það hefur ekki rænu eða kjark að koma sjálft. Koma þarf fólkinu í hlý og góð rúm í öruggu umhverfi. Umvefja það kærleika til að ná upp lífsviljanum og gefa þeim von, sem þau eru búin að missa. Hvað þurfa margir að deyja? Mig langar að spyrja háttvirta ríkisstjórn Íslands. Hvað þurfa margir að deyja áður en eitthvað er gert í málinu? Eru ekki nógu marg- ir þegar látnir? Hvað þarf eiginlega að gerast svo þið lítið til okkar og réttið okkur hjálparhönd? Er ekki til húsnæði sem getur hentað fyrir þetta líknarstarf? Þarf kannski sér- stakt leyfi til að bjarga mannslíf- um? Er þetta fólk kannski ekki fólk í ykkar augum? Er ykkur sama um þetta fólk sem er að deyja í kvöl sinni? Ég vænti einhverra skýringa og svara. ■ 16 16. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Sjávarútvegsfyrirtæki eru afmisjöfnum toga. Í þessum pistli vil ég bera saman fram- legð annars vegar á veiðum og vinnslu íslenskra frystiskipa og hins vegar veiðum og vinnslu hjá strandveiðibátum með kyrr- stæð veiðarfæri sem koma með ferskt hráefni að landi. Misjöfn framlegð Frystiskip sem fer á þorsk- veiðar í einn mánuð kemur að landi með 200 tonn af þorskflök- um fyrir Bretlandsmarkað. Áætlað aflaverðmæti er 70 milljónir króna (FOB). Verð er mishátt eftir stærðum. Uppi- staða aflans er 8–16 únsur og 16–32 únsur roðflök. Þó heldur meira af 8–16 únsur. Sam- kvæmt stuðli fiskistofu drag- ast því um það bil 450 tonn af kvóta viðeig- andi skips. Raunin er þó sú að veiðin er í heildina um 500 tonn. Ástæðan er ekki vegna brottkasts held- ur fyrst og fremst vegna skurðar á þunn- ildi sem er langtum meiri en samkvæmt nýtingarstuðli – og prufum m a t s m a n n s sem er í starfi hjá útgerðinni. Þetta er alvitað hjá sem þeim þekkja eitthvað til. Starfs- mannafjöldi við veiðar og vinnslu: 25. Tuttugu smábátar á línuveið- um landa hver fyrir sig 25 tonn- um (eftir mánuðinn) eða sam- tals 500 tonnum af þorski. Þorskurinn er unninn ýmist fyr- ir ferskfiskmarkaði í Bretlandi eða saltfiskmarkaði í Suður- Evrópu. Meðalfallþungi þessa fiskjar er ívið hærri en hjá frystiskipum. Áætlað aflaverð- mæti vörunnar (FOB) er því samtals um 100 milljónir króna. Aukaafurðir, sem haus, lifur, hrogn, klumpa og dálkur, eru allar fullnýttar. Þessar sömu af- urðir fara í hafið hjá frystiskip- um. Það sem vekur athygli er starfsmannafjöldinn sem kem- ur að veiðum og vinnslu þessa sama magns. Beiting (miðað við 100 kg á bala) eru 30 starfsmenn, veiðar 40 starfsmenn og vinnsla 25 starfsmenn. Samtals eru þetta 95 starfsmenn. Athyglisverð staða Það vekur athygli að fyrir- tæki í lið tvö skila af sér meiri framlegð en í lið eitt. Ástæðan er fimmþætt. a) Launakostnaður útgerðar hjá frystiskipum er langtum hærri á hvert veitt kíló en hjá hinum fyrirtækjunum. b) Olíukostnaður frystiskipa er þrefalt hærri á hvert veitt kíló en hjá strandveiðibátum. c) Áðurnefndar aukaafurðir eru ekki nýttar hjá útgerðum frystiskipa svo neinu nemi. d) Afurðaverð á saltfisk – og ferskmörkuðum, er töluvert hærra en á sjófrystum afurð- um. e) Flakanýtingin er mun betri af lönduðum ferskum fiski en í vinnslu flaka úti á sjó. Jákvæð þróun fyrir norðan Framsækið fyrirtæki norðan heiða, eitt það öflugasta á land- inu, hefur að undanförnu snúið blaðinu við. Sum skipanna hjá útgerðinni sem áður veiddu og frystu aflann um borð hafa haf- ið ísfiskveiðar og koma því með aflann ferskan að landi. Fleiri fyrirtæki hafa fylgt í kjölfarið. Þetta er mjög jákvæð þróun. En því miður leggja fyrirtækin áherslu á botntrollsveiðar sem eru ekki þær vistvænustu. Ég vona og í raun spái að línuveið- ar verði framtíðin hjá þessum öflugu útgerðum. Frá byggðar- tengdum sjónarmiðum er þessi þróun afar jákvæð. Með tilliti til atvinnumála sér hver heilvita maður hversu miklu munar milli tveggja útgerðarþátta (lið- ur eitt og tvö). Það er ákaflega dapurt til þess að líta að stjórn- arliðar með ráðuneyti sjávar- útvegsmála í broddi fylkingar skulu ekki láta kné fylgja kviði. Frá þeim vantar stefnu inn í framtíðina. Gæta þarf að um- hverfinu með notkun vistvænna veiðarfæra, efla þarf hlutdeild strandveiðiflotans og auka þar með tekjur þjóðarbúsins. Löð- um að ungt og öflugt fólk inn í greinina. Eflum fiskvinnsluna og lítum á hana sem hágæða matvælaiðnað. Atvinna getur aukist ef rétt er að farið Það hlýtur að vera fréttnæmt að 50.000 tonn af heilum bolfiski sem veiddur er af frystiskipum getur aukið atvinnu í landi um samtals 7.500 heilsársverk ef rétt er að farið. Það yrði okkur öllum til heilla að endurvekja gömlu vertíðarstemninguna. Félagslegt umhverfi lands- byggðarinnar myndi braggast, tekjur aukast og umhverfi okk- ar yrði virt með ofuráherslu Ís- lendinga á þátt vistvænna veiða inn í framtíðina. Sú stund má ekki koma upp að síðasti þorsk- urinn verði veiddur við Íslands- strendur. Þakka þeim sem lásu. ■ Ákall starfsmanna OR Eðli máls samkvæmt taka umræð- ur um fyrirtæki mið af því, sem þar er að gerast. Því miður verður að segja þá sögu eins og er, að tilefni til neikvæðra umræðna um OR eru meiri en almennt gengur og gerist um fyrirtæki. Þar er að sjálfsögðu ekki við starfsfólk OR að sakast heldur þá, sem stjórna för þess og störfum. Ég sat um tíma í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og hreyfði því þá oftar en einu sinni opinberlega, meira að segja í ræðu á Alþingi, að mér þætti fáheyrt, hvernig komið væri fram við stjórnarmenn, þegar þeir óskuðu eftir upplýsingum um fyrir- tækið á vettvangi stjórnar. Í því efni nægir að vitna til bókana í stjórninni, sem lagðar voru fram af mér. Allt andrúmsloftið í stjórn fyr- irtækisins er því miður þannig, að það laðar ekki menn til samstarfs eða sameiginlegra úrræða um mál- efni fyrirtækisins. BJÖRN BJARNASON Á BJORN.IS 7.500 ný störf? ■ Af Netinu ■ Bréf til blaðsins ÚTIGANGSMENN „Mig langar að spyrja háttvirta ríkisstjórn Íslands. Hvað þurfa margir að deyja áður en eitt- hvað er gert í málinu? Eru ekki nógu margir þegar látnir,“ segir Linda Rós Jóhannsdóttir. Lýtaaðgerð fyrir eftirlitsþjóðfélagið „Það hlýtur að vera frétt- næmt að 50.000 tonn af heilum bolfiski sem veiddur er af frystiskipum getur aukið atvinnu í landi um samtals 7.500 heilsársverk ef rétt er að farið. Laus staða bíleiganda ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 23 69 8 0 2/ 20 04 Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. MMC Pajero DI-D Fyrst skráður: 04.2001 Ekinn: 63.000 km Vél: 3200 cc ssk. Litur: Grár Verð: 4.280.000 kr. Búnaður: 33" breyting Tilboð: 3.890.000 kr. Umræðan LINDA RÓS JÓHANNSDÓTTIR ■ skrifar frá Byrginu um skort á aðstöðu fyrir vímuefnaneytendur. Umræðan GUNNAR ÖRN ÖRLYGSSON ■ alþingismaður, skrif- ar um misjafna fram- legð á veiðum og vinnslu í sjávarútvegi. Umræðan BALDVIN BERNDSEN ■ framkvæmdastjóri skrifar um sjónvarp og eftirlitshlutverk. Hver ræður? Áhyggjufull og einstæð móðir skrifar: Ég get ekki orða bundist yfir þvísem ég heyrði í Ísland í bítið á föstudag. Það var opið fyrir símann og fyrir svörum var Hanna Kristín Didriksen, snyrtifræðingur og verk- efnastjóri alhliða fegurðaraðgerða á söngkonunni Ruth Reginalds. Kona hringdi inn og spurði: „Hvernig ætlar þú að útskýra fyrir 14 ára stelpu að hún þurfi ekki að fara í svona aðgerð þegar Ruth er að fara í þetta og lítur alls ekki illa út?“ Hanna Kristín svar- aði að stúlkan ætti eftir að hafa gagn og gaman af þeim upplýsingum sem ættu eftir að koma fram á næstu mán- uðum. Hvernig dettur þessari móður í hug að láta í ljósi fávisku sína að hún geti ekki svarað barni er það spyr ein- faldrar spurningar. Auðvitað er ekki sambærilegt að vera 14 ára eða um fimmtugt. 14 ára barn er ekki orðið fullþroskað, kannski móðirin ætli þá að leyfa stúlkunni að drekka áfengi af því að þau eru að smakka það í Ísland í bítið á föstudögum. ■ Fjölskylduábyrgð misskipt Þetta er heildartala. Ef tekið væri tillit til mismunandi starfsvals, menntunar og fleira, yrði talan miklu lægri. Vinnumarkaðurinn er enn mjög kynskiptur. Aðalástæðan fyrir mismunandi starfsvali og þeim launamun sem framangreindir þætt- ir skýra ekki virðist vera sú að fjöl- skylduábyrgð er ekki jafnskipt. Konur taka ennþá almennt á sig meiri skyldur á heimilunum og það bitnar á stöðu þeirra á vinnumark- aði. Nóg framboð á leikskólarými og nýtt fæðingarorlof eru dæmi um þætti sem skapa fólki val í þessum efnum. Þegar fram í sækir munu þeir leiða til frekari jöfnunar. Ari Edwald er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samkvæmt launakönnun nefndar um efnahagsleg völd kvenna kemur í ljós að konur hafa einungis 72 prósent af launum karla fyrir sambærileg störf. Bætiflákar Opið bréf til ríkisstjórnarinnar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.