Fréttablaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 12
12 16. febrúar 2004 MÁNUDAGUR KÁT MEÐ HVOLPANA FRÁ PÚTÍN Margot Klestil Loeffler, forsetafrú í Austur- ríki, virðist ánægð með labradorhvolpinn Orchi, annan tveggja hvolpa sem Pútín Rússlandsforseti gaf austurrísku forseta- hjónunum þegar þau heimsóttu Pútín á dögunum. HEILBRIGÐISMÁL Undirritaður hefur verið þjónustusamningur heil- brigðisráðuneytis og Krabba- meinsfélags Íslands um skipulega leit að leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Fer hún fram á vegum leitarsviðs Krabba- meinsfélags Íslands. Ríkissjóður greiðir vegna þess kostnaðar sem ætlaður er að standa undir þjónustu og kröfum við samninginn 240,9 milljónir króna og takmarkast fjárhagsleg ábyrgð ríkisins við þá fjárhæð. Greiðsla ríkissjóðs miðast við að heildarfjöldi skoðana á ári í leghálskrabbameinsleit verði að lágmarki 24.300 og að hámarki 34.100, þar af annist verksali að lágmarki 15.800 skoðanir eða 65% af heildarfjölda. Fjöldi skoðana hjá leitarstöð Krabbameinsfélags- ins með brjóstamyndatöku verði að lágmarki 13.100 á ári og að há- marki 18.400 á ári. Starfsemi leit- arsviðsins fer fram í Skógarhlíð 8 í Reykjavík en auk þess er leitað skipulega á heilsugæslustöðvum um allt land. Landlæknir og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hafa með höndum faglegt eftirlit með störfum leitarsviðs Krabbameins- félagsins í samræmi við þjónustu- samninginn og samkvæmt þeim reglum sem gilda á hverjum tíma. Samningurinn er til fimm ára og miðast gildistakan við 1. janúar 2004. ■ Ríkisstjórnin vakti upp öflugan draug Formaður VG, er sammála forsætisráðherra um að aðgerða sé þörf til að sporna gegn hringa- myndun. Segir stjórnarflokkana eiga sök á ástandinu með glannalegri einkavæðingu og telur að „þetta lið“ ætli ekki að aðhafast. STJÓRNMÁL „Stjórnarflokkarnir eru farnir að hafa áhyggjur af því hvert þjóðfélagið stefnir. Þeir hafa vakið upp svo kröftugan draug að nú ráða þeir illa við hann,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, formaður vinstri grænna, um yfirlýsingar Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra á viðskipta- þingi um auðhringamyndanir á Ís- landi og aðgerðir til að sporna gegn þeirri þróun. Athygli hefur vakið að Stein- grímur J. og Davíð virðast vera á sama máli um að í óefni stefni og báðir hafa ljáð máls á lagasetn- ingu til að hemja hringamyndun. S t e i n g r í m u r segir að þótt hann sé sam- mála forsætis- ráðherra um að grípa þurfi til aðgerða þá megi ekki gleymast að stjórnar- flokkarnir beri ábyrgð á því hvernig nú sé komið. Þar vísar hann til einkavæðingar bankanna. „Þetta ástand var fyrirséð því menn fóru alltof geyst í að mark- aðs- og einkavæða samfélagið á þreföldum hraða. Allt er þetta einn allsherjaráfellis- dómur yfir því hvernig ríkis- stjórnin hefur staðið að þessari t r ú a r b r a g ð a - kenndu og glanna- legu einkavæð- ingu,“ segir hann. Steingrímur J. segir að það hafi verið út í hött að einkavæða báða ríkisbankana á sömu mánuðunum. „Nær hefði verið að halda að minnsta kosti öðrum bankanum. Nú spyr ég hvort þetta leiði til þess að horfið verði frá því að einkavæða Landssímann? Þetta er spurning sem gott er að láta brenna á þeim í ljósi þess að sömu aðilar og hafa fjárfest í búlgarska landssímanum hafa áhuga á Landssímanum,“ seg- ir Steingrímur J. Hann segir að stjórnarliðar hafi sagt eitt í upphafi einkavæð- ingarferlisins en síðan gert annað. „Þeir hafa síðan látið þessa þróun ganga átölulaust. Það er al- gjörlega gagnslaust að þetta lið, Davíð og Valgerður Sverrisdóttir, komi og lýsi áhyggjum þegar þjóðinni ofbýður en geri ekki ann- að en að skipa nefnd. Þetta verður enn ein ræðan sem Davíð flytur og enn einar áhyggjurnar sem Valgerður flytur án þess að neitt verði aðhafst. Þetta hefur því eng- an tilgang hjá þeim því ég sé ekki að til standi að setja þessu skorð- ur. Ég fullyrði að þessir hlutir eru að verða hættulegri í dag en nokkru sinni fyrr. Ástæðan er að þessi mikla samþjöppun fjármuna og eigna hér á landi er í beinum tengslum við umsvif þeirra er- lendis og áhuga á því að taka þátt í leiknum með stóru körlunum er- lendis. Fé getur tekið á rás og horfið til útlanda fyrirvaralaust,“ segir Steingrímur J. Hann segir að hugtakið útrás sé í tísku þessa dagana en að baki því séu áhættufjárfestingar er- lendis. „Eins gott er að þær fjárfest- ingar mistakist ekki því þar er um að ræða fé sem þjóðin nurlaði saman í bönkunum sínum og at- vinnulífið byggði upp í fjarfest- ingalánasjóðum sínum. Eiga þetta að vera spilapeningar í áhættu- fjárfestingum úti í heimi?“ segir Steingrímur J. rt@frettabladid.is ÞRÍR FULLIR UNDIR STÝRI Þrír ökumenn voru stöðvaðir í Reykjavík í gærdag vegna gruns um ölvun við akstur. Að sögn lög- reglu voru mennirnir ekki mikið ölvaðir en nóg til þess að vera yfir leyfilegum mörkum. ÁTTA ÓHÖPP Í UMFERÐINNI Á AKUREYRI Átta umferðaróhöpp urðu á Akureyri í síðustu viku og hlutu ökumaður og farþegi minniháttar meiðsli í tveimur þeirra. Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti, einn fyrir ölvun við akstur og nokkrir eiga von á sek- tarboði fyrir að tala í farsíma auk annarra umferðarlagabrota. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Segir ríkisstjórnina bera fulla ábyrgð á ástandinu. RÆTT UM HRINGAMYNDUN Davíð Oddsson forsætisráðherra og Björgólfur Guðmundsson, aðaleigandi Landsbankans, á viðskiptaþingi þar sem forsætisráðherra lýsti áhyggjum sínum af hringamyndunum. „Nú spyr ég hvort þetta leiði til þess að horfið verði frá því að einka- væða Lands- símann.                                 ! "       # ! $%&    ' $() * ( $$  (            JÓN KRISTJÁNS- SON Undirritaði fyrir hönd ráðuneytisins. SIGURÐUR BJÖRNSSON Undirritaði fyrir hönd Krabbameins- félagsins. Nýr þjónustusamningur undirritaður: Víðtæk krabbameinsleit KÁRAHNJÚKAR Impregilo segir að öllum endanlegum lagfæringum á vistarverum starfsmanna við Kárahnjúka verði lokið fyrir 25. febrúar. Í kjölfar óveðursins fyrstu helgina í febrúar, fóru vist- arverur hjá sumum starfsmanna Impregilo og undirverktaka að leka. Um leið og þetta var ljóst var strax ráðist í að lagfæra helstu skemmdir. Um helgina lauk bráðarbirgðalagfæringu á öllum svefnskálum. Alþýðusamband Íslands krafð- ist þess í síðustu viku að starfs- mannaaðstaða yrði lagfærð svo tryggt yrði að heilsu manna og öryggi væri ekki stefnt í hættu. ASÍ segist hafa vakið athygli Impregilo á því í ágúst í fyrra að svefnskálarnir sem settir voru upp við Kárahnjúka hentuðu ekki íslenskum aðstæðum. ASÍ vill að Landsvirkjun og stjórnvöld grípi nú þegar inn í þessar aðstæður og leggi allan þunga sinn á að þess- um málum verði komið í lag. Þá fer ASÍ fram á að lögum verði breytt á þann hátt að starfs- mannabúðir við virkjunarfram- kvæmdir verði úttektarskyldar af byggingaryfirvöldum. Í tilkynningu talsmanns Impregilo segir að verktakinn hafi vanmetið áhrif vinds og snjó- komu á Kárahnjúkasvæðinu þeg- ar ráðist var í kaup á núverandi svefnskálum. Impregilo segir það miður og vonast til þess að lag- færingar og umbætur nú verði til þess að slíkt endurtaki sig ekki á Kárahnjúkavirkjunarsvæðinu. ■ Óveðursskemmdir á starfsmannaskálum við Kárahnjúka: Lagfæringum lýkur í næstu viku ■ Lögreglufréttir Belgískur tölvuþrjótur: Bjó til tölvu- veirur BRUSSEL, AP Belgíska lögreglan hefur handtekið nítján ára konu sem bjó til tölvuveirur og setti þær á heimasíðu sína. Þegar lögreglan handtók konuna var hún um það bil að setja nýjar veirur út á heimasíðu sína. Hald var lagt á fimm tölvur í eigu konunnar og heimasíðu hennar lokað. Konan óprúttna, sem kallar sig „Gigabyte“ í heimi tölvuþrjóta, hefur verið ákærð fyrir að skemma tölvugögn. Verði hún fundin sek á hún yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi og sekt sem svarar til um 8,7 milljóna ís- lenskra króna. Gigabyte byrjaði að hanna tölvuforrit þegar hún var aðeins sex ára gömul. Fjórtán ára bjó Gigabyte til sína fyrstu tölvu- veiru. Gigabyte hefur meðal annars varið gjörðir sínar með því að benda á að hún hafi aðeins búið „vopnin“ til en ekki beitt þeim. ■ FRÁ KÁRAHNJÚKUM Impregilo segist hafa vanmetið veðurfars- áhrif þegar starsfmannaskálar voru reistir. Töluverðar skemmdir urðu á dögunum þegar óveður gekk yfir landið. Impregilo segir að lagfæringum ljúki í næstu viku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.