Fréttablaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 25
■ Handbolti 25MÁNUDAGUR 16. febrúar 2004 Golfdeild Úrvals-Úts‡nar Hlí›asmára 15, Kópavogi • sími 585 4116 e›a 585 4117 www.urvalutsyn.is • peter@uu.is • signhild@uu.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 23 43 09 /2 00 3 Golffer›in flín er í öruggum höndum reyndra fararstjóra! 27.3 - 3.4 Golffer› afrekskylfinga til Matalascanas - UPPSELT 2. - 15.4 Mojacar á Spáni (páskar) - 6 sæti laus 3. - 14.4 Islantilla á Spáni (páskar) - UPPSELT 3. - 14.4 Matalascanas (páskar) - UPPSELT 3. - 14.4 Golfskóli á Matalascanas - UPPSELT 14. - 24.4 El Rompido á Spáni og Islantilla í sömu fer› - UPPSELT 14. - 24.4 El Rompido - ÓTAKMARKA‹ GOLF - 10 sæti laus 14. - 24.4 Tavira í Portúgal - UPPSELT 14. - 24.4 Islantilla - UPPSELT 14. - 24.4 Matalascanas - UPPSELT 14. - 24.4 Golfskóli á Matalascanas - UPPSELT 15. - 25.4 Mojacar - 6 sæti laus 15. - 25.4 Golfskoli á Mojacar - 4 sæti laus 24.4. - 2.5 Matalascanas - UPPSELT 24.4. - 2.5 Golfskóli á Matalascanas - UPPSELT 24.4. - 2.5 Islantilla - ÓTAKMARKA‹ GOLF - 6 sæti laus 24.4. - 2.5 El Rompido - ÓTAKMARKA‹ GOLF - 12 sæti laus 24.4. - 2.5 El Rompido og Islantilla í sömu fer› - ÓTAKMARKA‹ GOLF - 6 sæti laus 24.4. - 2.5 Tavira - 8 sæti laus Íslenskir kylfingar kunna svo sannarlega a› meta okkar fljónustu, gæ›i og hagstætt ver›. Bókunarsta›an í vor: fiökkum frábæra r vi›töku r! Sigur›ur Hafsteinsson Einar Lyng Hjaltason Peter Salmon Signhild Borgflórsdóttir Kjartan L. Pálsson Ólafur Jóhannesson Ingi Rúnar Gíslason Ottó Ö. Pétursson Magnús Birgisson Hör›ur Arnarson Hagfiskur Lyngási 12 - Garðabæ - S. 567 7033 www.hagfiskur.is Sent heim: ÝSA Í OSTASÓSU Tilboð 696 kr/kg ÍBV VANN Í FRAKKLANDI ÍBV vann franska liðið Le Havre með 30 mörkum gegn 22 í 16 liða úrslitum Áskor- endakeppni Evrópu í Frakk- landi í gær. Staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Eyjastúlkur, sem voru sterkari aðilinn allan leikinn. Síðari leikur liðanna verður háður í Eyj- um 22. febrúar. BARÁTTA Michael Mancel (13), leikmaður Hauka, berst um boltann í leiknum í gær. Hann skoraði 14 stig. Óvæntir sigrar Breiðablik vann óvæntan útisigur á Njarðvík og Tindastóll vann öruggan sigur á Keflavík í Intersportdeild karla í gærkvöldi. KÖRFUBOLTI Tindastóll vann Kefla- vík óvænt með 105 stigum gegn 81 á Sauðarkróki í Intersportdeild karla í gær. Staðan í hálfleik var 49-43 fyrir Tindastól og juku þeir forskot sitt smátt og smátt í síðari hálfleik. Clifton Cook var stigahæstur hjá Tindastóli með 33 stig og Dav- id Sanders kom þar á eftir með 24 stig. Nick Boyd átti einnig góðan leik fyrir heimamenn. Hann skor- aði 21 stig og tók fimmtán fráköst. Hjá bikarmeisturum Keflavíkur var Nick Bradford sterkastur með 23 stig og tíu fráköst. Derrick Allen var næststigahæstur með 22 stig. Auk þess tók hann átta fráköst. Með úrslitunum er ljóst að Keflvíkingar eru dottnir út úr toppbaráttunni í deildinni. KFÍ fékk Hamar í heimsókn á Ísafjörð og vann með tíu stiga mun, 89-79. Heimamenn lögðu grunninn að sigrinum mikilvæga í fyrri hálfeik og voru hálfleikstöl- ur 48-32, KFÍ í vil. Troy Wiley var stigahæstur hjá KFÍ með 33 stig. Næstir honum komu Bethuel Fletcher með 21 stig og Ja Ja Bey með 17. Chris Dade var stigahæst- ur hjá Hamar með 21 stig og Mar- vin Valdimarsson skoraði 16. Haukar unnu KR-inga með 76 stigum gegn 74 á Ásvöllum. Þetta var leikur mikilla sviptinga. KR- ingar voru 13 stigum yfir í hálf- leik, 57-44 en Haukarnir sneru leiknum sér í vil í fjórða og síð- asta leikhluta. Þá skoruðu þeir 32 stig á móti 17 stigum KR. Halldór Kristmannsson var hetja Haukanna. Hann skoraði 15 af 23 stigum sínum í fjórða leikhluta og var stigahæstur sinna manna. Michael Manciel var næststiga- hæstur með 14 stig. Whitney Robinson skoraði 12 stig fyrir Hauka og Predrag Bojovic 11. Bojovic skoraði jafnframt sigur- körfuna þegar 10 sekúndur voru til leiksloka. Joshua Murray var stigahæstur hjá KR með 27 stig og Baldur Ólafsson skoraði 18 stig og tók níu fráköst. Vítanýting Hauka fleytti þeim langar leiðir í leikn- um því þeir skoruðu úr 25 af 27 vítaskotum sínum. Hittu þeir úr öllum 16 vítaskotum sínum í síð- ari háfleik. Breiðablik vann afar óvæntan sigur á Njarðvík með 91 stigi gegn 86 í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Kyle Williams skoraði 36 stig fyr- ir Blika, Brandon Woudstra skor- aði 25, þar af 21 úr þriggja stiga skotum, og Mirko Virijveic setti niður 18 stig. Njarðvík tapaði 26 boltum í leiknum og gerði það gæfumuninn fyrir Breiðablik, sem fengu þarna dýrmæt stig í botnbaráttunni. Þess má geta að Njarðvíkingar voru 44-39 yfir í hálfleik en misstu forskotið illi- lega niður í síðari hálfleik. Snæfell vann ÍR í Stykkishólmi 92-84. Þetta var níundi sigur Snæ- fellinga í röð og halda þeir fyrir vikið toppsæti deildarinnar. Cor- ey Dickerson var stigahæstur heimamanna með 24 stig og Ed- mund Dotson skoraði 18. Hjá ÍR var Eugene Christopher stiga- hæstur með 20 stig og Maurice Ingram var næstur með 18 stig. ■ Meistaramót Íslands: Sigur hjá Jóni Arnari FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Meistaramóti Ís- lands í frjálsum íþróttum lauk í gær. Jón Arnar Magnússon, Breiðabliki, sigraði í 60 metra grindahlaupi á 8,21 sekúndu og Ólafur Guðmundsson, HSK, vann þrístökk karla með því að stökkva 14 metra. Vilborg Jóhanns- dóttir, UMSS, vann 60 m grindarhlaup kvenna á 8,95 sekúndum og Jóhanna Ingadóttir, ÍR, sigraði í þrístökki með 11,34 metrum. Í kvennaflokki sigraði Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, með því að hlaupa 1500 metrana á 5:04,27 sek- úndum. ■ Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins: KR-sigur í sjö marka leik FÓTBOLTI KR-ingar eru Reykjavík- urmeistarar í karlaflokki eftir 4-3 sigur á Fylkismönnum í Egilshöll í gærkvöldi. Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn mikil skemmtun frá upphafi til enda. KR-ingar voru betri framan af en Fylkismenn efldust eftir því sem á leið. Voru þeir öllu sterkari í síðari hálfleik. Það dugði þeim hins vegar ekki til sigurs. Sölvi Davíðsson kom KR-ingum yfir á 12. mínútu og Veigar Páll Gunn- arsson bætti öðru marki við fyrir KR tveimur mínútum síðar. Eyjólfur Héðinsson minnkaði síð- an muninn fyrir Fylki á 27. mín- útu með glæsilegu skoti af 25 metra færi. Staðan í háfleik var 2- 1 KR-ingum vil. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Eyjólfur sitt annað mark og jafnaði metin fyrir Fylkismenn. Arnar Gunn- laugsson, sem hafði komið inn á fyrir tvíburabróður sinn Bjarka, kom KR-ingum aftur yfir á 69. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Helgi Valur Daníelsson fyrir Fylkismenn. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka skoraði Arnar sigurmark KR af stuttu færi eftir að markvörður Fylkis- manna hafði varið skot frá Veig- ari Páli. ■ TITILL Í HÖFN Kristján Finnbogason, fyrirliði KR, lyftir Reykjavíkurmeistarabikarnum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T STAÐAN Í INTERSPORTDEILD KARLA Í KÖRFUBOLTA Snæfell 18 15 3 1543:1448 30 Grindavík 17 14 3 1528:1440 28 Keflavík 17 11 6 1647:1480 22 Njarðvík 18 11 7 1653:1553 22 Haukar 18 11 7 1454:1424 22 KR 18 10 8 1650:1585 20 Hamar 18 9 9 1502:1529 18 Tindastóll 18 9 9 1676:1606 18 ÍR 18 5 13 1553:1652 10 Breiðablik 18 4 14 1468:1586 8 KFÍ 17 4 13 1556:1737 8 Þór Þorl. 17 3 14 1416:1606 6 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.