Fréttablaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 26
■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Diana Wallis, þingmaður frá Evrópuþinginu, flytur fyrirlestur í Nor- ræna húsinu á vegum Háskóla Íslands. Fundarstjóri verður Ólafur Stephensen. Í erindinu, sem flutt verður á ensku, mun Diane Wallis fjalla um það sem nefnt hefur verið „hinn tvöfaldi lýðræð- ishalli“, þ.e. sú staða Íslands innan EES að hafa hvorki bein áhrif á störf ráð- herraráðs ESB né Evrópuþingsins. 26 16. febrúar 2004 MÁNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 FEBRÚAR Mánudagur Sú tegund rokktónlistar semLostprophets spilar er ekki alveg minn tebolli. Þetta er ofur- sterílt, dauðhreinsað af öllum mannlegum brestum og oft svo- lítið kauðalegar eróbiksrokk laga- og textasmíðar. Minnir svolítið á Linkin Park sem ég hef ekkert dá- læti á. Vanalega myndi ég ekki gefa svona sveit mikinn séns en ég hef það fyrir reglu að renna plötum nokkrum sinnum í gegn áður en ég skrifa um þær. Þá gerist oft eitthvað undarlegt, eins og í til- viki Start Something, að maður byrjar að heyra margt gott í því sem veikur hausinn á manni hafði ákveðið fyrirfram að væri við- bjóður. Þessi plata er nefnilega merki- lega vel unnin, heilsteypt og laga- smíðar grípandi. Lostprophets eru lausir við þunglyndis nin- tendo rappruglið sem hrjáir Linkin Park. Frekar bjart er yfir lögunum og sveitin nær að hljóma einlæg á köflum, sem ég hafði hingað til talið ómögulegt í þess- um geira. Sveitin er svo ekkert feimin við að semja stór epísk „singalong“ viðlög, sem er frábær kostur. Á milli laganna eru skemmti- legir lagabútar sem tengja öll lög- in og gefa plötunni heildarbragð þannig að hún rennur ljúflega í gegn. Ég hefði ekki trúað þessu, en þessi plata er samþykkt af rokkráði Fréttablaðsins. Birgir Örn Steinarsson Kemur á óvart! Umfjölluntónlist LOSTPROPHETS: START SOMETHING BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 6 M. ÍSL. TALI BJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 8 M. ENSKU TALI THE HAUNTED MANSON kl. 4, 6, 8 og 10 kl. 5.30, 8, og 10.30LOVE ACTUALLY kl. 3.40 M/ÍSL TALILOONEY TUNES kl. 3.45 M/ÍSL TALIFINDING NEMO kl. 6HONEY SÝND kl. 5.45, 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8 og 10.30 kl. 3.45 og 5.50UPTOWN GIRLS kl. 8 og 10.40BIG FISH SÝND kl. 4 & 8 SÝND Í LÚXUS kl. 5 & 9 SÝND kl. 8.15 og 10 B i 14 ára EINGÖNGU SÝND Í VIP kl. 5 kl. 7.15 B. i. 14 áraTHE LAST SAMURAI kl. 6 M. ÍSL. TALIBROTHER BEAR HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 kl. 8 og 10.20 B.i. 12 áraTHE HUMAN STAIN kl. 6 og 8.15KALDALJÓS kl. 10.10 B.i. 16 áraMYSTIC RIVER kl. 5.30HEIMUR FARFUGLANNA FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Sýnd kl. 10PROXIMÍTAS FILM-UNDUR KYNNIR HHH Kvikmyndir.com HHH H.J Mbl. B.Ö.S Fínasta skemmtun Fréttablaðið ★★★ S.V Mbl. ★★★ Ó.H.T RÁS2 Mögnuð mynd með Óskarsverðlauna- höfunum Ben Kingsley og Jennifer Conelly SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 SÝND kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 B. i. 16 ára HHH1/2 SV MBL HHHH Kvikmyndir.com 4 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Rúrí segir frá Feneyjum Á síðasta ári var myndlistar-maðurinn Rúrí fulltrúi Íslend- inga á Feneyjatvíæringnum, sem teljast verður einn stærsti við- burður í myndlistarheiminum. Í hádeginu í dag ætlar hún að flytja erindi í Listaháskóla Íslands þar sem hún segir frá reynslu sinni af Feneyjatvíæringnum. „Ég kalla þetta Feneyjarímur, en þetta verður nú bara frásögn af þessu. Rímur eru ákveðin tegund af frásögn,“ segir Rúrí. „Það tókst að mörgu leyti afar vel til úti í Feneyjum,“ segir hún, og bætir við að það sé að miklu leyti sýningarstjóranum, Lauf- eyju Helgadóttur, að þakka. „Hún stóð svo vel að forkynn- ingu að það var eiginlega brotið blað með þátttöku Íslendinga í Feneyjatvíæringnum. Við virð- umst hafa fengið í skálann til okk- ar alla gesti sem komu á sýning- una. Það komu yfir 200 þúsund manns í skálann hjá okkur, og það er búið að fjalla mikið um þetta í heimspressunni.“ Hún segir að þótt myndlistin sé vitaskuld í aðalhlutverki, „þá nýt- ist sú orka sem lögð er í sjálft verkið ekki til fulls nema kynn- ingin sé í lagi. Það er mjög mikil- vægt að hafa þetta í huga fram- vegis þegar Íslendingar taka þátt í sýningum erlendis“. Rúrí sýndi úti í Feneyjum verkið Archive - endangered waters, sem er einskonar gagna- banki um fossa á hálendi Íslands. Þegar mynd af fossi er dregin út til skoðunar fylgir niðurinn með, hver foss brestur þannig á með eigin lagi, og vakti þetta verk sterk viðbrögð hjá mörgum sýn- ingargestanna. „Fólk heillast mjög af fegurð íslensku fossanna og svo þegar hljóðið kemur líka verður fólk sem bergnumið. Það talar líka mikið um að það vilji sjá þessa fossa og þetta land.“ Verkið er engin smásmíði og fjölda manns þurfti til að gera það að veruleika. „Allt í allt tóku yfir 20 aðilar þátt í gerð verksins. Þetta er því ekkert eins manns verk, heldur miklu líkara því að gera heila kvikmynd. Og kostnaðurinn er eftir því.“ ■ DRYNJANDI FOSSAR HÁLENDISINS Í ÍSLENSKA SKÁLANUM Í FENEYJUM Verk Rúríar þar vakti sterk viðbrögð sýningargesta. Í hádeginu í dag segir Rúrí frá reynslu sinni af Feneyjatvíæringnum. ■ MYNDLIST

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.