Fréttablaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 4
4 16. febrúar 2004 MÁNUDAGUR Er hagnaður bankanna of mikill? Spurning dagsins í dag: Á að takmarka aðgang að spilakössum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 15% 85% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is VIÐSKIPTI Á aðalfundi Landsbanka Ís- lands var samþykkt tillaga stjórnar um að greiða 10 prósenta arð og sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður bankans, að arð- greiðslurnar væru minnihluti af hagnaði en stefnt væri að sökum þess að ákvörðun hefði verið tekin um að styrkja eigið fé félagsins vegna mikils vaxtar á síðasta ári. Landsbankinn skilaði tæplega þriggja milljarða króna hagnaði eft- ir skatta en það er tæplega 50 prósentum meira en á árinu 2002. Arðsemi eigin fjár var 20,9 prósent (fyrir skatta) en var 17% próesent árið áður. Björgólfur sagði að á fyrsta starfsári eftir einkavæðingu hefði Landsbankinn fylgt þeirri stefnu sem boðuð var á síðasta aðalfundi; að leika sóknarbolta. Þetta hefði skilað sér í því að eignir bankans jukust að verðmæti um 61 prósent og markaðsverðmæti bankans hækkað um 75 prósent. Og áfram er boðaður „sóknarbolti“ í starfi bank- ans. „Uppgjör ársins er liðin tíð. Framtíðin skiptir máli. Á þessari stundu segi ég aðeins að breyting- arnar eru rétt að byrja. Landsbank- inn mun á þessu ári halda ótrauður á sömu braut. Við væntum stuðnings ykkar [hluthafa] til frekari sóknar,“ sagði Björgólfur. Á aðalfundinum á laugardag var samþykkt tillaga um skipan stjórnar félagsins og er hún óbreytt frá síð- asta aðalfundi. Í henni sitja ásamt Björgólfi, Andri Sveinsson, Einar Benediktsson, Kjartan Gunnarsson og Þorgeir Baldursson. ■ Handtökutilskipun gefin út á fjóra menn Lögreglan leitar tveggja Íslendinga og tveggja Litháa í tengslum við líkfundinn í Neskaupstað. Samanburður á fingraförum hins látna við skrár lögregluyfirvalda annarra ríkja hafði ekki borið árangur í gærkvöldi. LÖGREGLUMÁL Lögreglan hefur gef- ið út handtökutilskipun á tvo Ís- lendinga og tvo Litháa í tengslum við líkfundinn í Neskaupstað í vik- unni sem leið. Rannsóknin var í gærkvöld sögð á afar viðkvæmu stigi. Engin viðbrögð höfðu í gær- kvöld borist lögreglunni erlendis frá, eftir að alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra dreifði fingraförum af líki mannsins á net alþjóðalög- reglunnar Interpol. Með fylgdi beiðni þess efnis, að lögregluyfir- völd annarra ríkja beri fingraför- in saman við fingrafarabanka sína til að kanna hvort hægt sé að bera kennsl á líkið. Lögreglumennirnir, sem hafa rannsóknina með höndum, hafa að undanförnu spurt eftir grun- samlegum mannaferðum á öll- um gististöðum á Neskaupstað, Egilsstöðum og víðar. Í fyrradag ræddu þeir meðal annars við umsjónarmann sumarbústaða- hverfisins á Einarsstöðum við Egilsstaði. Þá hefur lögreglan ekki aðeins mannaferðir um Keflavíkurflugvöll til rannsókn- ar, heldur einnig allar þær hafn- ir sem erlend skip hafa komið á tilteknu tímabili. Ennfremur hefur rannsóknin beinst að bíla- leigum á svæðinu. Lögreglan hefur enn ekki úti- lokað að hinn látni sé Íslendingur. Skipverjar á norska loðnuskipinu Senior hafa verið hreinsaðir af öllum grun eftir að þeir voru yfir- heyrðir í Bodö, en skipið hafði haft viðkomu í Neskaupstað 6.–8. febrúar. Fjölmennt lið lögreglumanna ríkislögreglustjóraembættisins, lögregluembættisins á Seyðisfirði og tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík vinnur áfram að rann- sókn málsins. Lögreglan hefur óskað eftir því að allir þeir öku- menn sem voru á ferð um Fagra- dal og Oddskarð eftir miðnætti aðfaranætur mánudagsins 9., þriðjudagsins 10. og miðvikudags- ins 11. febrúar síðastliðna hafi samband við lögreglu. Hún er nú að fara yfir myndir úr eftirlits- myndavélum vegagerðarinnar af þeim bílum sem fóru þá leiðina á tímabilinu. ■ STJÓRNARFORMAÐUR OG BANKASTJÓRAR Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, bankastjórar Landsbankans, ásamt Björgólfi Guðmundssyni stjórnarformanni. LÖGREGLUMÁL „Fíkniefnaheimur- inn á Austurlandi er smækkuð mynd af fíkniefnaheiminum syðra,“ segir Steinar Gunnarsson, varðstjóri lögreglunnar í Nes- kaupstað. Hann telur líka að aukin harka í fíkniefnaheiminum eigi jafn vel við eystra og syðra. Steinar telur að neyslumynstur hafi breyst og aukning sé í notkun sterkari efna. Hann nefnir þar e-töfluna, en neysla á henni hafi verið sérstak- lega áberandi. Vikublaðið Austurglugginn hefur gert samantekt á þróun glæpatíðni á Austurlandi. Þar kemur fram að glæpum á Austur- landi fer fjölgandi. Um er að ræða töluverða aukningu í nokkrum af- brotaflokkum frá árinu 2002. Þetta eru upplýsingar sem byggð- ar eru á upplýsingum fyrir síðasta ár frá sýslumannsembættinu á Seyðisfirði en tölur frá embætt- inu á Eskifirði liggja ekki fyrir. Fíkniefnabrotum, ölvun- arakstri og líkamsárásum hefur fjölgað. Ekki er þó talið að aukin neysla fíkniefna sé orsök þess- arar fjölgunar afbrota, heldur sé farið að sinna þessum málaflokk- um betur en áður. ■ Varðstjóri lögreglunnar á Neskaupstað: Aukin harka í fíkniefnaheiminum Heyrnartæki: Um 700 manns bíða HEILBRIGÐISMÁL Um það bil 700 ein- staklingar bíða nú eftir heyrnar- tækjum, samkvæmt svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráð- herra við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur al- þingismanns. Af þessum 700 eru um 630 á biðlista hjá heyrnar- og talmeinastöð. Um 70 bíða hjá Heyrn- artækni ehf. Í svari ráð- herra kom fram að biðlistinn eftir heyrnartækjum hefur styst verulega á einu ári, en í upphafi þess biðu 1.100 manns eftir slíkum tækjum. Almennur biðtími hefur því styst úr 15–18 mánuðum í 8–9 mánuði. ■ Íraskur ráðamaður handtekinn: Tíu ganga enn lausir BAGDAD, AP Íraska lögreglan hand- tók í gær fyrrum leiðtoga Baath- flokksins í héruðunum Nineveh og Tamim í norðurhluta Íraks. Mohammed Zimam Abdul Razaq var númer 41 á lista Bandaríkja- stjórnar yfir eftirlýsta ráðamenn í Írak. Að sögn íraskra yfirvalda veitti Abdul Razaq enga mót- spyrnu þegar hann var handtek- inn á heimili sínu í úthverfi Bagdad. „Hann verður dreginn fyrir dómstóla og þar verða örlög hans ákveðin“ sagði Ahmed Kadhum Ibrahim, aðstoðarinnanríkisráð- herra Íraks. Af 55 íröskum ráðamönnum sem Bandaríkjamenn hafa lýst eftir ganga 10 enn lausir. Ein milljón Bandaríkjadala er sett til höfuðs hverjum þeirra. ■ Landsbankinn: Spilar áfram „sóknarbolta“ JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR Spurði um heyrnartæki. KEÐJUHRÚGUR Keðjum var vafið utan um líkið sem fannst við netagerðarbryggjuna í Neskaupstað, þar sem þessi mynd var tekin. GRJÓTHOPPARAR Líkið var þyngt niður með svokölluðum grjóthoppurum, en þeir liggja í haugum á netagerðarbryggjunni. NETABRYGGJAN Í NESKAUPSTAÐ Netabryggjan í Neskaupstað er vettvangurinn þar sem hið umfangsmikla mál hófst sem nú hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu í tæpa viku.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.