Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN FIMMTUDAGUR, 27. janúar 1972. Buðu stúlkum í bíltúr og rændu þær OÓ-Reykjavik. Þrátt fyrir nýjan lifsstfl ungs fólks er gamaldags riddaramennska ekki úr sögunni. Tveir ungir menn i blágrænum Cortinubfl buou s.l. laugardagskvöld þrem ungum stúlkum aö aka þeim heim, en þær voru staddar i miðborginni og voru ao reyna aö ná i leigubil, sem þaá var nær ógjörlegt. Þáöu stúlkurnar boöiö. Þær voru að koma frá höfninni. Ein stúlknanna var að koma frá Vestmannaeyjum með Herjólfi, hinar voru aö taka á móti henni. Ekki var stúlkunum ekið beint heim, heldur óku piltarnir með þær eitthvað um borgina og sfðan var haldið i Umferðarmiðstöðina þar sem stúlkurnar fóru allar út til að kaupa hressingu. En þa brunuðu piltarnir á brott og hafa stúikurnar ekki séð þá siðan, sem kannski er allt i lagi út af fyrir sig. En hitt er verra, að tvær stúlknanna skildu töskur sinar eftir i afturglugga bils- ins. 1 tösku stúlkunnar, sem var að koma frá Eyjum, voru 10 þús. kr. I peningum og i báðum töskunum voru persónuskilrfki stúlknanna og aðrar eigur. Er þvl vandalaust fyrir strákana aö skila töskum og pen- ingum ef þeir kæra sig um. En stúlkurnar leituðu aöstoðar lögregl- unnar til að hafa uppi á þessum elskulegu piltum, sem buðu þeim i bíltúr. Björgvin með bilaðaða vél SB-Reykjavik Er togbáturinn Björgvin EA frá Dalvik var staddur út af Langanesi á sunnudaginn, bilaði aðalvél hans, og ekkert varð að gert. Vonzkuveð- ur var þarna, ein 10 vindstig. Vél- báturinn Sigurbjörg frá ölafsfiröi kom að og tók hún Björgvin i tog, en illa gekk að draga, þvl að togvírar slitnuðu hvað eftir annað. Togarinn Kaldbakur frá Akureyri fékk tilskipun um að halda sig nærri og vera við öllu búinn. Ekkert kom þó fyrir, og kom Sigurbjörg með Björgvin til Dalvíkur um kl. hálf niu á mánudagskvöldið. Enginn skip verji meiddist i þessum átökum viö náttúruöflin. J-T •.*#¦ *%&•* ;**»;»" a#> «v <**• : * ^v ¦rff „"* ¦ ¦>-- *' J": ,A~.' - ¦ :¦ ¦ *&?¦ ¦zfr'- ,•>:%-¦ ¦-ií» ~<<ÍL ** : 10ti<. «.. -ÍZjfc <«<•»! GulKoss á Akureyrí og kafirði um páskana Ms. Gullfoss veröur „fljótandi hótel" á Isafirði um páskana að venju, en fer auk þess til Akur- eyrar. Frá Reykjavik fer skipið 28. marz og verður fyrst þrjá daga á Isafirði, en þar fer Skiða- landsmót íslands fram. Siðan heldur skipið til Akureyrar og verður þar um páskahelgina, föstudag, laugardag og sunnu- dag. Nær fullbókað mun þegar vera I páskaferðina. TYND FLUGVÉL ÞO, Reykjavik. Litillar, tveggja hreyfla flugvélar af gerðinni Beachcraft 65 er saknað, á svæðinu i grennd við Narsassuaq á Grænlandi. Tvennt mun vera i vélinni. Vélin fór frá Reykjavik kl. lo:33 I gærmorgun, og áætlaður len dingartimi á Grænlandi var kl. 15:19. önnur vél sömu tegundar lagði af stað stuttu seinna frá Reykjavik til Narsassuaq, en vegna veðurs gat hún ekki lent á Grænlandi, og lenti i gærkvöldi heílu og höldnu i Syðri—Straumfirði. Sú vél hafði siðast haft samband við týndu vélina kl. 16:15, og virtist þá allt vera i lagi. Siðan hefur ekkert til vélarinnar spurzt. Sjö farartæki voru send til leitar frá Narsassuaq en þau urðu að hætta vegna slæms skyggnis og hvassviðris. Ef vélin kæmi ekki fram i gærkvöldi, var áformað að senda flugvélar og leitar flokka snemma i morgun. ....... ¦ i m Skrifstofa Sþ á Norðurlöndum 25 ára Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd var opnuð fyrir réttum 25 árum i Kaup- mannahöfn,og var hún ein af þeim fyrstu sinnar tegundar I heiminum. Tiigangurinn var að upplýsa al- menning um hin nýju samtök og SÞ um almenningsálitið. Á þeim25 árumsem skrifstofan hefur starfað, hefur hún unnið mikið og dýrmætt starf á Norðurlöndum, dreift þekkingu, samúð óg skilningi á þýðingu Sameinuðu þjóðanna. Þetta hefur farið fram gegnum blöð, útvarp, sjónvarp, skóla, bóka- söfn, samtök, rannsóknarstofur og fleiri aðila. Forstjórar upplýsingaskrif- stofunnar I Kaupmannahöfn hafa frá upphafi verið þeir Viggo A. Christensen, Danmörku, Jan Gunnar Lindström, Sviþjóð, ívar Guðmundsson, íslandi, Hugh Williamson, USA og núverandi for- stjóri er Dik Lemkuhl, Noregi, sem verið hefur I þjónustu SÞ I 26 ár. A skrifstofunni starfa átta manns, frá öllum Norðurlöndunum. Hátiðahöld voru fyrirhuguð I tilefni afmælis skrifstofunnar, en þeim var aflýst vegna útfarar Friðriks konungs. Loksins farið að ryðja snjóinn af göfum borgarinnar Engin sérstök fjárveiting til snjómoksturs OÓ-Reykjavik, Snjóruðningur á götum Reykja- vfkurborgar er nú hafinn af fullum krafti, en undanfarna sólarhringa hefur mikið snjóað en lltið verið rutt, enda margar götur illfærar og sumar ófærar með öllu, nema jepp- um og stórum bflum með keðjur. I>;1 daga, sem snjókoman var sem mest, þýddi lltið að moka, þvl að ekki hafðist undan, en reynt var að halda aðalsamgönguæðunum opnum. Götur I Arbæjarhverfi og Breiðholti voru nær alveg afskiptar, og jafnvel i morgun var ekki hægt að komast að þessum hverfum eða úr þeim á litlum bilum. t þessum hverfum, og sérstaklega Breiðholtinu, er mun snjóþyngra en I þeim hluta Reykja- vlkur, sem er vestan Elliðaánna. Úrkoma er þar meiri, enda eru hverfi þessi um 100 metrum hærra yfir sjávarmáli en miðborgin. Ingi Ú. Magnússon, gatna malastjóri, sagöi i dag, að nú væri lögð miklu meiri áherzla á snjó- ruöning af götunum en var fyrir heigina. Eru nú notaðír átta veg- heflar og ýtur til að hreinsa göturn ar. viö tórum nægt at stað I moksturinn, sagði gatnamálastjóri, þvi okkur fannst þetta vera eins og að kasta peningum i sjóinn með þvi að moka og aka snjónum i sjó meðan á hriöarveðrinu stóð. Engin sérstök f járveiting er veitt til snjó- moksturs, heldur verður að taka kostnaðinn frá þvl fé, sem ætlað er til nýrra götulagna. —1 dag höfum við verið að athuga hvar mest væri þörfin á að moka. I Arbæjarhverfinu var færðin hvað þyngst, sérstaklega i Hraunbænum. Erfitt var að komast Reykjanes- brautin upp i Breiðholt. Yfirleitt er ástandiö verst á þeim götum, sem liggja ab opnum svæðum, þar sem skafið hefur ínn á þær. Nokkrar tafir eru á snjómokstrinum, þvi að litlir bilar eru vlða fastir og mokst- urstækin komast ekki að til að ryðja. Þðtt bilar séu sendir til að draga litlu bilana»sumardekkjunum upp,þá koma bara aðrir, sem ekki eru betur búnir, i þeirra stað og festast. Þangað til I dag hafa ein- göngu veríð notaðír þrir vegheflar I eigu borgarinnar til snjóruönings, en búiö er að bæta við leigutækjum til að flýta verkinu. Þóttist hafa fengið sprautu af heróini Enginn ,.eiturlyfjasali"fannst OÓ — Reykjavik. „Heróln, heróin, ég var sprautaður með heróíni," hrópaði ungur piltur á skemmtistað I Reykjavik, s.l. sunnudagskvöld. En staður þessi er mikið sóttur af ungu fólki. Manngreyið engdist sundur og saman og hrópaði á hjálp og umlaði, en lét þó sem flesta heyra, að hann hefði keypt heróin af útlendingi, sem hefði sprautað þvl I sig. Var piltur fluttur á slysa- deild Borgarspitalans. Þar hélt hann áfram þvælunni um herólnið, og hélt sjálfsagt að haann gæti vakið aðdáun starfsfólks þar fyrir að leika kaldan karl, eins og meöal jafnaldra sinna I diskótekinu. Læknar komust brátt að þvi, að ekkert heróin var I strák. Fannst hvergi far eftir sprautu á likama hans, og sjúkdómseinkenni voru önnur en hann viidi lata i veðri vaka. Þegar hann var nokkurn veginn búinn að ná sér, var hann yfirheyrður hjá rann sóknarlögreglunni. Þegar honum varð að lokum ljóst, að ekki dugði að halda áfram með lygaþvæluna, viður- kenndi pilturinn, að hann hefði veriö drukKinn í samkomu- húsinu og að kunningi sinn hafi gefið sér pillu, og sagt það vera amfetamin, en það getur allt eins hafa verið magnyl- pilla, eða verk og vindeyðandi. Eftir pilluátið drakk pilturinn meira áfengi og varð fár- veikur. En þessi ungi maður er með magasár og blður eftir aö komast inn á sjúkrahús. Hvort sem það hef ur verið af pillunni eða áfengisdrykkjunni, nema hvorutveggja sé, fékk hann miklar magakvalir. En það gengur ekki fyrir ungan mann i diskóteki að viðurkenna, að honum se illt i maganum, en að hann sé nær dauða en lifi af heróinsprautu,er allt annað mál. Lögreglan gerði árangurs- lausa leit að „eiturlyfja- salanum".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.