Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.01.1972, Blaðsíða 16
Andstæðingar Nixons forseta í bandaríska þinginu: Áæflun Nixons um frið í Vietnam breytir engu NTB-WASHINGTON Upplýsingar Nixons Band- arlkjaforseta um, aö haldið sé uppi leynilegum viðræðum viö Noröur-Vietnam og þjóð- frelsishreyfinguna um deiluna i Indó-KIna, hafa ekki orðið til að draga úr gagnrýni á Vietnam-stefnu hans i band- ariska þinginu. Samt sem áöur þukir ljóst að honum hafi tekizt að draga úr þýðingu málsins i kosningabaráttunni, sem nú er framundan. Nixon lagði fram hina umfangsmiklu friðaráætlun sina i útvarps- og sjónvarpsræðu i nótt. Framsóknarfélögin bjóða páskaferð til Mallorca á aðeins 13.500.- Framsóknarfélögin i Reykjavik efna til feröar til Mallorka um páskana. Flogið veröur frá Keflavik með þotu beint til Palma. Brottför er miðvikudags- kvöld 29. marz fyrir páska kl. 7. og komið heim frá Mallorka að morgni þriðjudagsins 4. april. Flugferö ásamt fullu fæði ( 3 máltiðir á dag ) og hóteldvöl kostar kr. l3.5oo. — Þar sem aðeins er um tak- markaðan fjölda að ræða, eru þeir, sem hafa hug á að notfæra sér þetta einstaklega hagstæða boö, beðnir að tilkynna þátttöku nú þegar á skrifstofu félaganna á Hringbraut 30 eða i sima 24480. Fékk riffilkúlu í kviðinn OÓ—Reykjavik. Ekki er með öllu ljóst hvernig á þvi stóð að 17 ára piltur á isafirði varö fyrir riffilskoti í dag. Hann var meö tveim félögum sinum á svip- uðum aldri I herbergi að Aðal- stræti 42, og voru þeir eitthvað að fikta með riffil, þegar skot hljóp úr Iioiiuni og lenti i kviði piltsins. Atburðurinn varð laust eftir kl. 2. Var pilturinn, sem heitir Sigurður Sigurðsson til heimilis að Hafnarstræti 11, fluttur á sjúkrahúsið á Isafiröi. Ekki var geröur á honum upp- skurður þar, heldur var kallað á sjúkraflugvél, sem flutti Sig- urð suður og var hann lagður inn á sjúkrahús i Reykjavik. Læknir fylgdi honum suður. Siguröur var með meðvit- und, þegar hann var fluttur á s jukrahúsið og eins pegar hann var fluttur suður. Lögreglan á Isafirði hefur máliö til rannsóknar, og segir, að þott athugun sé enn á frum- stigi, liggi ljóst fyrir, að hér sé um óviljaverk að ræða, en annar piltanna, sem voru með Sigurði, hélt á byssunni þegar skotið hljóp úr henni. Aætlunin er i átta liðum og eru þeir helztir, að Bandarikin skuldbinda sig til að kalla allar hersveitir sinar frá S- Vietnam, innan sex mánaða frá þvi að andstæðingarnir hafa lýst sig sammála áætl- uninni. A sama tima skulu bandariskir striðsfangar látnir lausir og halda skal frjálsar kosningar i S-Vietnam undir alþjóðlegu eftirliti. Van Thieu forseti skuldbindi sig til að segja af sér forsetaembætti mánuði áðui' en kosningarnar fara fram og Bandarikin munu hlita úrslitum kosning- anna, sem þjóðfrelsishreyf- ingin fær einnig að taka þátt i. Samtimis verða N- Vietnamar þó að samþykkja aö kalla allar sinar hersveitir frá S-Vietnam, Kambódiu og Laos. Andstæðingar Nixons I bandariska þinginu sögðu strax eftir ræðuna, að þessi áætlun væri svo sem góð og gild, en hún breytti engu, þar sem andstæðingarnir myndu ekki samþykkja hana. Þeir höfðu rétt fyrir sér þar, þvi strax i morgun visaði stjórnin i Hanoi áætluninni á bug og sagði.að hún væri gegnsýrð nýlendusjónarmiðum og að greinilegt væri að Nixon vildi auðsjáanlega styðja stjórn Ván Thieus i S-Vietnam áfram. Kosningarnar, sem hann talaði um, yrðu bara endurtekning á kosn- ingaskripaleiknum frá 3. okt- óber i haust, þegar van Thieu var eini frambjóðandinn. I Paris visuðu fulltrúar þjóðfrelsishreyfingarinnar einnig áætluninni á bug og sögðu, að hthí væri aðeins kosningaáróður og til þess eins fallin að lengja styrj- öldina i Vietnam. Bann við tóbaksauglýsingum hitamál i Norðurlandaráði? SKERÐING Á PRENTFRELSI SEGJA FULLTRÚAR SVÍA EB—Reykjavlk. Sem kunnugt er, voru tóbaks- augiýsingar I blöðum^og á fleiri stöðum hér á landi, bannaðar með löguin frá slðustu áramótum, en frumvarp um það efni var sam þykkt á Alþingi I fyrravetur. Að 7.7 millj. í bætur vegna bryggju ásiglingar á Djúpavogi KJ — Reykjavik. t frétt frá fjármálráðuneytinu segir að á miðvikudag hafi Jóhannes Nordal seðlabanka - stjóri undirritað i umboði fjár- málaráöherra samning um 15 milljón dollara lánsútboð á hínum alþjóðlega dollaramarkaði. Samsvarar upphæðin um 1300 milljónum isl. króna. Lánið er til 15 ára, nafnvextir 8% og afborg- unarlaust fyrstu þrjú árin, og 60% af endurgreiðsiunum falla ekki fyrr en á slöustu sex árum lánstimans. Andvirði lánsins verður varið til raforkuframkvæmda á vegum Landsvirkjunar, þar á meðal til endurgreiðslu skammtimalána vegha framkvæmda Land- svirkjunar á árinu 1971. sjálfsögðu er löggjafarþing okkar ekki hið eina, sem fjallað hefur um þetta mál. Til dæmis hefur þetta mál oft verið rætt á löggjafarþingi Svia, en sænska rlkisstjórnin visað þvi á bug með þeim rökstuðningi, að sllkt auglýsingabann sé skerðing á prentfrelsinu. Hins vegar hefur nú meirihluti laganefndar Norðurlandaráðs sent frá sér það álit, að tóbaksauglýs- ingar skuli takmarka með lögum, og mælt með þvi, aö fulltrúar á fundi Norðurlandaráðs i Finnlandi I febrúar, skori á ríkisstjórnir aðild- arlandanna aö gera eitthvað I þessu máli. Þetta tóbaksmál olli miklum deil- um innan laganefndarinnar, og reiknað er með að ekki verði síður um það deilt á fundi Norðurlanda- ráðs. Tveir finnsku nefndarmann- anna og tveir Norðmannanna, óska eftir þvi, að ríkisstjómir Norður- landa takmarki tóbaksauglýsingar, framfylgi því að hafa aðvörunar- miða I vindlingapökkunum og geri eitthvað til þess að upplýsa fólk um skaösemi tóbaks. Sænskur nefndarmaður og dansk- ur, horfa með meiri ró á málið og eru þeirrar skoðunar, að þetta mál sé ekki svo þýðingarmikið, að það þarfnist samnorrænnar lausnar. Þjóðaratkvæði um ítalskan skilnað NTB-4lóm. Dómstóll á Italiu úrskurðaði i gær, að þjóðaratkvæðagreiðsla megi fara fram um, hvort afnema beri lögin, sem leyfa hjónaskilnaði. Þjóðaratkvæöagreiðsla hefur aðeins einu sinni áður farið fram á Itallu, árið 1946, þegar þjóðin ákvað, að Italla skyldi ekki vera konungsríki áfram. Deilurnar um hjónaskilnaðarlögin voru ein ástæða þess, að rikis- stjórn Italiu sagði af sér fyrir 11 dögum. Margir stjórnmála menn, menntamenn og framámenn kirkjunnar hafa varað til at- kvæöagreiðslunni og sagt, að hiin gæti klofið Itölsku þjóðina I tvennt og Hfgað við á ný ýmsan trúarlegan ágreiriing, sem legiö hefur i láginni ilrum saman. STRÍÐSGLÆPARÉTTAR- HÖLD í AUSTURRÍKI NTB—Vinarborg. Sextugur Austurrikismaður, sem eitt sinn hafði þann starfa aö skrif a dánarvottorð í hinum ill ræmdu Auschwitz-fangabúðum nazista, sagði ný- lega frá þvi.hvernig fólki, sem þjáðist af bletta- taugaveiki, var útrýmt i búðunum árið 1942. Frá- sögn hans leiddi til þess að tveir menn, fyrrverandi embættismenn nazista voru ákærðir fyrir þátttöku í útrýmingunum. Mennirnir, sem eru 63 og 71 árs, hafa báðir lýst sig saklausa, en játuðu að hafa tekið þatt I byggingu búðanna, án þess að hafa þa vitað, til hvers ætti að nota þær. Langbtin, maðurinn, sem skrifaði dánarvottorðin, segist hafa verið sóttur frá Dachau til Auschwitz þegar blettataugaveikin herjaði. Hann var settur til starfa á skrif- stofu eins af aðallæknum búðanna. Læknarnir völdu úr þá, sem taka átti af Hfi, lir hópi sjúklinganna á yfirfullu sjúkrahúsinu. Oft voru dánarvottorðin skrifuð, áður en af- takan fór fram. Flestir, sem áttu að deyja voru Gyöingar, þó ekki nema fáir þýzkir. Ef einhver sjúklingurinn hélt, að hann væri orðinn friskur, þá var honum bara gefið eitur I staðinn. Skrifstofan, sem Langbtin starf- aöi á, var beint á móti gasklefunum og brennsluofnunum. Oft segist hann hafa séð flutningabilana koma fullhlaðna Gyöingum og siðan óku hermenn kringum húsin á mótor- hjólum til að ópin heyrðust slður, en tveir SS-menn með gasgrimur voru uppi á þakinu til að dæia gasinu niður I klefana með sérstökum búnaði. Skömmu síðar kom svo svartur reykur Ut. Þá sagði Langbtin, að gasklefarnir heföu þegar verið I notkun, er hann kom þangað 1942. Réttarhöldin eru fyrstu strlös- glæparéttarhöld I Austurrlki, og er talið að þau muni standa yfir allt aö þremur vikum. FIMMTUDAGUR, 27. janúar 1972. /^tk^ lÉÍl ';* i /i Wmm '.'¦'' '¦¦¦' Apollo á skotpallinum. Tunglskoti Appofo 76. frestað? NTB-^íennedyhöf ða. Einn af eldsneytisgeymum st- jórnarfarsins I Apollo 16. skemm- dist I tilraun á skotpalliuum á Kennedyhöfða á þriðjudagskvöld. Skemmdirnar geta orðið til þess, að tunglskotinu verði frestað enn um einnmánuð. Viðgerðgetur tekið nokkurn tima, þvi flytja verður Apollo aftur I verk- smiðjuna, taka hann allan I sundur og hreinsa hann. Er þetta I fyrsta sinn, sem þurft hefur að taka Apollo-far af skotpalli, eftir aö skot- undirbúningur er hafinn. Akveðið var, að Apollo 16. yrði skotið upp 16. apríl með þeim Matt- ingly, Young og Duke um borö. Frumvarp um Iþróttakennara- skóla EB — Reykjavik. Rikisstjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um Iþróttakennaraskóla Islands. Er þetta frumvarp samhljóða þvi, sem lagt varfyrir siðasta þing, af þáverandi rikisstjórn, en hlaut ekki afgreiðslu þá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.