Tíminn - 29.01.1972, Side 7

Tíminn - 29.01.1972, Side 7
LAUGARDAGUR 29. janúar 1972 TÍMINN 7 Wlwwwi 1 l t ÚigvfwtH; Prantíólwusrflofckurfrtn | Þáraftnssorv fátj), Andrés KrWjsnssÞrt, lón Heigeifcn, fhdrBH G. Þor iteinsson og T<5m«j. Ksrfjson. Aogfýsinsiastióri: Steirt- grifrtor sfmar léittöt - 183Q6. Skrifjtofur GankOStræri 7. Af&reKSsiosfmÍ ] 14345. Augiýsingaslmi 19SÍ3t Attrar sk rjfstofur: simj: T8300, Áskriff argfalá kr> 52$,ÖQ á:: mánuSi Innaniands. f: ta usasöló kr. lí.ðó afnUkte, — öiaSaprertt h.f. (GHnrt) Ríkisstjórnin tók við óhæfu skattakerfi Það var viðurkennt af sjálfri „viðreisnarstjóm- inni“, að skattakerfi það, sem hún lét eftir sig, væri ekki nothæft lengur. Vorið 1970 skipaði Magnús Jónsson fjármálaráðherra, sérstaka embættismanna- nefnd til að endurskoða allt skattakerfið með það fyrir augum að gera það einfaldara og réttlátara. Á síðastl. vori fól hann svo enn fjölmennri nefnd að annast þetta verkefni. Þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda, hlaut hún þannig í arf skattakerfi, sem sjálfir höfundar þess voru búnir að dæma óhæft, en öll helztu skattalög, sem nú gilda, hafa verið sett í tíð „við- reisnarstjórnarinnar". Þannig eru lögin um tekju- stofna sveitarfélaga frá 1964 og lögin um tekju- og eignarskatt frá 1965 að meginefni til. Það hafði verið eitt af aðalloforðum „viðreisnar- stjómarinnar“ að koma á fullkominni og heilbrigðri skattalöggjöf. Alþýðuflokkurinn hafði lofað því til við- bótar, að tekjuskattar skyldu ekki lagðir á venjulegar launatekjur. Það er ekki ofmælt, að skattalögin, sem voru sett í tíð „viðreisnarstjórnarinnar", hafi verið í litlu samræmi við þessi loforð hennar. Skattakerfið var gert enn flóknara en áður. Bætt var við fjölmörg- um nýjum sköttum og er frægastur þeirra aðstöðu- gjaldið svonefnda. í stað þess að fella niður skatta af launatekjum, voru þeir þyngdir stórlega. Skattvísi- talan var slitin úr sambandi við framfærsluvísitöluna og látin haldast óbreytt sum árin, þrátt fyrir stórfellda dýrtíðaraukningu. Ef því fordæmi „viðreisnarstjómar- innar“ væri fylgt nú, myndi skattbyrðin reynast ein- staklingum alveg óbærileg. Eins og rakið er hér á undan, var aðkoma nú- verandi ríkisstjórnar sú, að hún tók við óhæfu skatta- kerfi, og varð því strax að hefjast handa um að koma nýju skattakerfi á laggimar. Venjulega tekur undir- búningur slíkra breytinga langan tíma. Hér gafst ekki neinn slíkur frestur, heldur varð að gera víðtækar breytingar strax á þessu þingi. Þegar þetta er haft í huga, verður ekki annað sagt en að fjármálaráð- herra og samverkamönnum hans hafi tekizt vonum betur. Fjölmennur fundur sveitarstjómarmanna hefur viðurkennt, að frumvarpið um tekjustofna sveitarfé- laga marki mikilvæg spor í rétta átt. Niðurfellingin á nefsköttum og frumvarpið um tekjuskattinn era verulegt spor í þá átt að lækka skattbyrðar hinna tekjuminnstu. Á þeim grandvelli, sem hér hefur verið lagður, á að vera hægt að byggja upp nýtt, einfaldara og réttlátara skattakerfi, þótt ekki verði hægt að gera nema hluta af því verki á þessu þingi. Það verður ekki annað sagt en að hlutskipti stjóm- arandstöðuflokkanna sé aumkunnarvert í þessu máli. Þeir létu eftir óhæft og hranið skattakerfi og geta nú ekki lagt annað til mála en blekkingar og nöldur um nýju skattaframvörpin. Mbl. og framtölin Mbl. er nú farið að taka undir þá gagnrýni, að ekki megi Ijúka framtölum meðan frumvörp um skatta- breytingamar liggi fyrir Alþingi. Bæði á síðasta og næstsíðasta Alþingi vora þó gerðar víðtækar breyting- ar á skattgreiðslu fyrirtækja eftir að framtölum var lokið. Þá taldi Mbl. þetta ekkert athugavert, enda var þá Sjálfstæðismaður fjármálaráðherra! — Þ.Þ. Sydney H. Scanberg, New York Times: Þar ríkir vongleði þrátt fyrir vandann Ameriskur blaðamaður segir frá heimsókn til Bangladesh Mujibur Rahman BÚIÐ er að sá hrísgrjón- um í nýplægða akrana. Karl- mennirnir frá þorpunum eru aftur farnir að klifra upp kókospálmana til þess að ná sér í safa, sem þeir nota í pálmatoddy, en það er all- áfengur drykkur, sem mikið er notaður til sveita. Telp- urnar eru famar að ganga í skóla aftur, og nýþvegin andlitin eru óttalaus. Farþegahjólin þjóta um götumar á ný og aftur má heyra háværar raddir á mark aðstorgunum, þar sem verið er að þrefa um verð. Vændis konurnar eru smátt og smátt að koma á vettvang að nýju og farnar að reyna að koma sér upp kofum í útjöðmm borganna. Fyrir skömmu vora gamm- arnir á sífelldu hringflugi yfir Bengal, vakandi yfir l£k- um þúsundanna ,sem her Pakistana lagði af velli. Nú sjást þeir sjaldan, enda ekki annað fyrir þá að hafa en hræ kúa og hrossa, sem drep ast kunna á víðavangi. AF þessu má sjá, að Hfið er aftur farið að ganga sinn gang í Austur-Pakistan, sem nú heitir Bangladesh, síðan að Bengalir lýstu yfir sjálf- stæði þess. Ekki er þó nema röskur mánuður liðinn síðan Bengölum tókst, með aðstoð Indverja, að hrinda tilraun ríkisstjórnarinnar í Vestur- Pakistan til að kæfa frelsis- hreyfinguna í landinu. Ég hitti að máli hindúann B.B. Das, sem er forstöðumað ur fangelsins í Faridpur. Hann hafði flúið langt inn í land til þess að forða sér undan þeim örlögum. sem margir landa hans urðu að lúta, en er nú kominn til starfa að nýju. „Nú teljum við okkur ör- ugga. Óttinn er á bak og burt og við kunnum allir vel við okkur að nýju“, sagði hann. ÉG FERÐAÐIST 300 mfl- ur um vesturhluta ríkisins og varð hvarvetna var við mikla athafnasemi, en hún er ein- mitt ljósasti vottur þess, að endurreisnin sé hafin. Meðan her Pakistana var í landinu var hvarvetna hljótt, og þeir heimamenn, sem ekki höfðu flúið langt inn í land eða til Indlands, sátu að jafnaði hljóðir og horfðu út f fjarsk- ann. Þögnin var afar áber- andi hvarvetna í samfélaginu. Nú er þögnin rofin. Hinn hvelli hlátur Bengala er að nýju jafn algengur og brakið í uxakerrunum og skellimir frá fljótunum, þar sem kon- umar era að klappa þvott- inn. Mikilsverðast er þó, að fólkið er hvarvetna tekið til starfa. Stjarfinn er horfinn. Flóttamennimir, sem komn- ir era heim, era þegar famir að reka niður bambusstafi í grind í nýja kofa. Sjómenn- irnir eru famir að smíða flat byttur og eintrjáninga. ALMENNINGUR nær sér í byggingarefni með þvf að rffa hermannaskála Pakist- ana. Þar fæst timbur í stoð- ir og bita og eins bárajám. Múrsteina má fá í rústum sundurskotinna húsa, sem búið er að yfirgefa. Hinir látlausu árásir Frels ishreyfingarinnar (Mukti Ba hini) vora búnar að lama her Pakistana og draga úr hon- um kjarkinn áður en ind- verski herinn kom á vett- vang. Ungu mennirnir, sem þarna voru að verki, hafa nú flestir snúið sér að endur- reisninni og kappkosta að halda hinum þjóðlega frelsis- anda vakandi. FJARRI fer að ætlun mín sé að halda fram, að allt sé komið á græna grein. 10 milljónir flóttamanna snúa nú heim frá Indlandi og að koma þeim fyrir að nýju kann að reynast umfangs- meira og erfiðara verkefni en dæmi era um. Lagfæring samgöngukerfisins er einnig risavaxið verkefni. Matarskorturinn kann þó að reynast erfiðari viðfangs en allt annað. f sumum hér- uðum eru nálega engin hrís- grjón í birgðageymslum rfkis ins, en hrísgrjónin era megin fæða landsmanna. Verð hrís grjóna og annarra helztu fæðutegunda fer ört hækk- andi. ekki einvörðungu vegna vöntunarinnar, heldur hafa spákaupmenn reynt að notfæra sér aðstæðumar. Matvælaskortur verður fram að næstu aðaluppskera, en hún verður í haust. Efa- lítið verður um sult að ræða í sumum héraðum, en hvorki valdhafar heima fyrir né sér- fræðingar um erlenda að- stoð gera ráð fyrir mann- felli. GERT er ráð fyrir, að er- lend aðstoð bæti úr skortin- um að miklu leyti. Auk þess era bengalskir bændur dug- legir og þrautseigir. Þeir hafa lifað af matvælaskort fyrr og lagt sér til munns nálega allt, sem grænt er, annað en gras. Þrátt fyrir alla erfiðleika era horfumar ekki eins slæm ar og ætla mætti. í því efni hefur sitt að segja, að fólkið er ánægt, og það léttir veru- lega undir í bráð að minnsta kosti. Einnig verður vart nýs samhjálparvilja í ríkum mæli. Þess sáust merki f hverri borg, sem ég lagði leið mína um, að þeir, sem haldið höfðu heimilum sfn- um og eignum að mestu þrátt fyrir hernámið, veittu hinum aðstoð, sem harðar höfðu orðið úti. Taka má Faridpur sem dæmi í þessu efni. Kaup- mannasamtökin þar hafa að undanförnu gefið 4000 fátækl ingum ókeypis khicuri einu sinni á dag blanda af hrís- grjónum, grænmetismauki og kindakjöti. Fátæklingam- ir neyta máltíðarinnar í hóp- um £ húsagarði, en félagar í Frelsishreyfingunni og aðr- ir ungir sjálfboðaliðar ann- ast framreiðsluna. AÐKOMUMAÐURINN öðl- ast þá sannfæringu, að unga fólkið, sem annað hvort barfð- ist með vopnum eða helgaði sig baráttunni gegn yfirráð- um Vestur-Pakistana með öðra móti sé dýrmætasta eign Bengala. Hjá mörgum ungmennum ræður úrslitum, að her Pakistana eða Þegn- arnir, sem með honum unnu, tóku foreldra þeirra af lífi. Sum ungmennin hafa misst alla fjölskyldu sína, en aðrir urðu að horfa á mæðram sfn um og systram nauðgað. „Við förum aftur í skóla og til starfa f stjórnmálabar- áttunni" sagði Mohammed Abu Jafar, ungur skæruliða foringi frá héraðinu umhverf is Jessore. „Við ætlum að berjast fyrir myndun sam- félaga, sem gefur öllum jöfn tækifæri. Arðrán má aldrei framar viðgangast." Konumar era aftur famar að koma fram í dagsljósið og af þvf má einna gleggst sjá, að dagfar er að komast í eðli- legt horf. Fjölmargar konur urðu að leita sérstakra bragða til þess að komast undan áleitni pakistanskra her- manna. Þær, sem héldu kyrra fyrir heima, létu afar sjaldan sjá sig á götum úti. Nú era konumar aftur famar að ganga um úti við og gera sér sérstakt far um að ganga fram hjá búðunum, sem indversku hermennimii halda til f. og virða þá fyrir sér.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.