Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 1. febrúar 1972 TÍMINN 3 Ivar Guömundsson með bók slna. (Timamynd Gunnar) Tæplega þrjú hundruð stúdentar frá USA í þessari viku eru væntanlegir hingað til lands 290 stúdentar frá háskólum viðsvegar i Bandarikj- unum. Koma þeir í tveimur hópum og er sá fyrri, 150 manns væntaniegur með áætiunarvéi Loftleiða frá New York snemma á þriðjudag en sá siðari að morgni föstudags, 4. þ.m. Hvor hópurinn mun hafa tveggja daga viðdvöl hér, áður en ferðinni verður haldið áfram til Kaup- mannahafnar, þar sem þeir sæk- ja tima næstu mánuði i norrænum fræðum við Hafnarháskóla. Efnt verður til sérstakrar íslandskynninga fyrir stúdentana og stendur Kennaraskóli fslands að hinni fyrri, en Háskóli Islands að hinni siðari. öðrum degi Is- landsheimsóknarinnar verður varið til kynnisferða um Reyk- javíkurbæ og nágrenni og til Hveragerðis. Þá munu stúdent- arnir hitta að máli félaga sína is- lenzka og standa þeir fyrir sam- eiginlegum kvöldvökum. Skemmdarvargar Brotizt hefur verið inn i skáta- skálann i Garðahreppi tvær helgar i röð og skemmdarverk unnin. Um siðustu helgi var farið inn i skálann og allt brotið og eyðilagt fyrir skátunum, sem voru þó búnir að gera við skemmdirnar frá helginni áður. Hlerar eru fyrir gluggum skálans, en nokkrir voru brotnir frá. Þar sem hlerarnir voru ekki brotnir var búið að brjóta allar rúður innan frá. Allt innbú var eyðilagt. Hús- gögnum var kastað á glugga og veggi og vegna slagveðurs voru dýnur og teppi rennblautt. Lögreglan i Hafnarfirði leitar skemmdarvarganna. Evrópuráðið samþykkti til lögu Ingvars Gíslasonar Áskorun á Efnahagsbandalagið að leita góðrar samvinnu við Islendinga á grundvelli viðskipta- og tollasamninga! Sl. miðvikudag, 26. jan. flutti Ingvar Gislason, alþingismaöur, ræðu á fundi Ráögjafaþings Evrópuráðsins um landhelgis- málið, er til umræðu var þar stefna Efnahagsbandalagsins i sjávarútvegsmálum. Einnig tók þátt i þessum umræðum Þor- valdur Garðar Kristjánsson, al- þingismaður. Brezki þingmaðurinn Scott Hopkins, er var framsögumaður sjávarútvegsnefndar Ráðgjafa- þingsins átaldi Islendinga fyrir stefnu þeirra um einhliða út- færslu fiskveiðilögsögunnar. Engin ályktun var þó gerð i þá stefnu, enda voru fisk- veiðilögsögumál ekki til ályktunar. Ingvar Gislason, sem á sæti i landbúnaðar- og sjávarútvegs- nefnd Rágjafaþingsins, vakti sér- staka athygli á nauðsyn þess, að Efnahagsbandalagið yrði hvatt til þess að sýna sanngirni i skiptum við fiskveiðiþjóðir eins og Is- lendinga, sem stæðu utan banda- lagsins. Var þeirri ábendingu vel tekið og landbúnaðar- og sjávarútvegsnefndin samþykkti einróma, að leggja til að breyt- ingatillaga frá Ingvari Gislasyni yrði samþykkt. Mælti Ingvar fyrir tillögu sinni á þingfundi á miðvikudaginn, og var tillaga Ingvars samþykkt óbreytt og einróma. Tillaga Ingvars Gislasonar var svohljóðandi: „Ráðgjafaþingið litur svo á, að stefna Efnahagsbandalagsins i sjávarútvegsmálum eigi að vera með þeim hætti, að hún megi leiða til góðrar samvinnu milli þess og þeirra fiskveiðiþjóða i Evrópu, svo sem Islendinga, sem ekki hugsa til aðildar að banda- laginu, en æskja samvinnu við það á grundvelli sérstakra viðskipta- og tollasamninga”. Ræða Ingvars Gislasonar, er hann mælti fyri tillögunni á Ráð- gjafaþinginu verður birt i heild siðar. Bók um S.Þ. eftir ívar Guðmundsson AK, Rvik. — Þessa dagana kemur út á vegum lsafoldar- prentsmiöju „Bókin um Sam- einuðu þjóðirnar” eftir ívar Guð- mundsson, fyrrverandi fréttarit- stjóra Morgunblaðsins og nú i mörg ár starfsmanns i upp- lýsingaþjónustu S. Þ. — lvar áir hér þessa daga á ferð til Evrópu á vegum S. Þ. og átti ásamt full- trúuin tsafoldarprentsmiðju fund með blaöamönnum i gær. Bók Ivars um Sameinuðu þjóð- irnar átti að koma út fyrir jólin, en hana dagaði uppi i verkfallinu. Eins óg kunnugt er kom út bók um S. Þ. 1947 eftir ólaf Jóhannes- son, prófessor, núverandi for- sætisráðherra, eða tveimur árum eftir stofnun samtakanna. Sú bók er um stofnun og stöðu sam- takanna og lagalega stöðu þeirra og frá þvi greint, hvernig ráðgert var að byggja þau upp. Hins vegar hefur starfsemin að sjálf- sögðu tekið mikklum breytingum, og þvi hefur vantað ýtarlegt heimildarritum S. Þ. og stofnanir þeirra eins og þær eru nú. Úr þvi er nú bætt með útgáfu bókar Ivars. Bókin er um 200 bls. að stærð og vel úr garði gerð af hendi útgefanda. Emil Jónsson, fyrr- verandi utanrikisráðherra ritar formála og skýrir þar frá þvi að Ivar hafi hreyft þeirri hugmynd á 25 ára afmæli samtakanna i fyrra, að þau minntust afmæl- isins m.a. með þvi að hvetja til þess að fræðsla um S. Þ. yrði tekin upp i öllum aðildarrikjun- um. Þetta hefði fengið góðar undirtektir, en ekki orðið af fram- kvæmdum, en hugmyndinni mun vera haldið vakandi. I bókinni fjallar Ivar um aö- draganda aö stofnun S. Þ. og siöan þróun og starf helztu stofnana þeirra, fjárhagsmál og framkvæmdir, millirikja- stofnanir tengdar S. Þ., starfsemi S. Þ. sjálfra, og birtir skrá um aöildarriki og sáttmála S. Þ. Að siðustu er kafli um þátt Islands i S. Þ. I eftirmála segir Ivar, að hann hafi oft fundið til þess, er hann veitti upplýsingaþjónustu S. Þ. fyrir Norðurlönd forstöðu, að handbók á islenzku skorti um S. Þ. Tilraunir hefðu verið gerðar til þess að fá hæfa menn til þess að taka saman bókarkorn um S. Þ. en ekki tekizt. Þ>egar for- ráðamenn Isafoldarprentsmiðju hefðu farið þess á leit við sig s.l. sumar, að hann ritaði bók um S. Þ. hefði hann látið til leiðast. Hann kvaðst hafa reynt að hafa bókina ekki þurrt heimildarrit og vona að hún yrði til nokkurrar skemmtunar og fróðleiks þeim sem áhuga hefðu á nánari kynn- um af S. Þ. Einnig ættu skólar að geta haft hennar not. Ivar Guðmundsson hefur nú náö sextugsaldri, en það er hinn yfirlýsti hámarksaldur embættis- og starfsmanna S. Þ. Þó eru gerðar undantekningar frá þeirri reglu stundum, og svo er um Ivar. Hann hefur verið ráðinn áfram um óákveðinn tima og starfar nú hjá Mannfjöldasjóðnum, og á hans vegum er hann nú i þessari Evrópuferð. AÐEINS FJORIR DAGAR HERRADEILD Jakkar 1 kr. 2.400,00 Föt kr. 2.950,00 Peysur kr. 495,00 Skyrtur kr. 100,00 DÖMUDEILD Peysur 1 kr. 480,00 Pils 1 kr. 500,00 Kjólar kr. 950,00 SKÓDEILD Herraskór 1 kr. 490,00 Kvenskór 1 kr. 550,00 Barnaskór 1 kr. 390,00 Inniskór kr. 195,00 Stígvél kr. 195,00 KOMIÐ OG GERIÐ GOÐ KAUP cyiusturstræti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.