Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.02.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞRIDJUDAGUR 1. febrúar 1972 Kiwanisklúbburinn NES: Gaf Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra 90 þúsund krónur Nýlega heimsóttu 14 meðlimir Kiwanisklúbbsins Nes, Seltjarn arnesi, Æfingastöðina að Háa leitisbraut 13 og færðu félaginu að gjöf kr. 90.000, sem eingöngu á að verja til styrktar fóstru, sem nú dvelst i Sviþjóð, til framhalds- náms, varðandi gæzlu fjöl- fatlaðra barna og verður starf- andi hjá félaginu við gæzludeild, Leiðrétting Kallið hafa niður i prentun nokkur orð úr grein minni „Stóra- Laxá i Hreppum og hennar mál”, sem helzt ekki máttu missa sig. 1 blaðinu stendur: ,,I máldaga Hrunakirkju Laxárgljúfur öll frá Kaldbaks- landi”. En á að vera: 1 máldaga Hrunakirkju frá 1331 segir: Þórarinn Hrólfsson i Hörgsholti gaf Hrunakirkju Lax- argljúfur öll frá Kaldbakslandi. Núpstúni 24.1. 1972 Guðm. Guðmundsson. Leiðrétting 1 blaðinu á föstudag misritaðist nafn frú Sigurlaugar Rósinkranz. t frétt um boðsferð þjóðleikhús- stjóra og hennar til Hamborgar á frumsýningu Zorba var hún nefnd Guðlaug. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. sem verið er að koma i fram- kvæmd og mun taka á móti börnum til gæzlu innan skóla- skyldualdurs. 1 framhaldi af ofangreindu hafa borizt gjafir varðandi sama verkefni og safnað af eftirtöldum aðilum: Frá Stykkishólmi, safn að af Svanhviti Pálsdóttur, kr. 55.200, St. Francisku systrum kr. 20.000, Kvenfélagi Þingvalla- hrepps kr. 10.000, starfsfólki Raf- veitu Reykjavikur kr. 4.400 og nokkrum aðstandendum þessara barna kr. 22.800. Ennfremur hefur barnaheimili félagsins i Reykjadal, Mosfells- sveit.borizt kr. 10.000 áheit Jðns Jónssonar, bónda, Öxl A-Húna- vatnssýslu, sem lézt 17. sept. sl., ákveðið af honum sjálfum og komið til skila af ekkju hans Sigriði Björnsdóttur. Til barna- heimilisins og skólans i Reykja- dal kr. 100.000 frá Rebekkustiik unni nr. 4 Sigriði, I.O.O.F. Til skólans i Reykjadal, 10 skólaborð og 10 stólar, frá Steinari Jó- hannessyni, Stálhðsgagnagerð- inni, Skeifunni 8. Auk þessara gjafa til starf seminnar að Háaleitisbraut 13, hafa borizt: ágóði af Ppp knattspýrnu i Laugardalshöllinni, kr. 42.014, frá ónefndum kr. 5.000, kr. 1.000, frá konu i Kópavogi, kr. 5.000, dánar- minning kr. 10.000 og Hvai h.f. kr. 100.000. Heilbrigðismálaráðstefna á Húsavik: Mikill einhugur um að styðja Tryggva Helgason við kaup hans á nýrri sjúkraflugvél Fyrir nokkru var haldin í Húsavík ráðstefna um heil- brigðismál. Til ráðstefn- unnar voru boðaðir odd- vitar og fleiri sveitar- stjórnarmenn úr tHúsavik- ur- og Breiðumýrarlæknis- héruðum, auk oddvita Kelduness-, og öxarfjarð- ar- 0g PRESTHÓLA- HREPPS í Kópaskers- héraði. Einnig mættu á fundinum sjúkrasamlags- formenn, læknar, starfs- menn sjúkrahússins í Húsavík og fleiri aðilar úr héraðinu. Þá komu til fundarins þeir Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Tryggvi Helgason flugmaður. Miklar umræður urðu um ástand heilbrigðismála i héraðinu og væntanlegar skipulags- breytingar heilbrigðismála i landinu, um læknaskort, sjúkra- flutninga, mál sjúkrasamlaganna o.fl. Kom þar m.a. fram, að fyrir hugað er að sjúkrasamlögin starfi i öbreyttri mynd út þetta ár, þótt innheimta hjá einstaklingum falli niður, en eignir og skuldir sam- laganna verða gerðar upp miðað við s.l. áramót og þeim skipt á riki og sveitarfélög. Mikill einhugur var meðal fundarmanna um að styðja fyrir- huguð kaup Tryggva Helgasonar á nýrri sjúkraflugvél með kaupum eða milligöngu um sölu skuldabréfa, eða á einhvern annan hátt, og sýna með þvi i verki hug almennings i héraðinu gagnvart þeirri mikilsverðu þjónustu, sem Tryggvi hefur innt af hendi með sjúkraflugi sinu. Þá urðu miklar umræður um læknamiöstoöina, sem i reynd hefur starfað i Húsavik að undan- förnu og þjónað hefur Húsavikur- og Breiðumýrarlæknishéruðum auk Kópaskers- og Raufarhafnar- læknishéruðum lengst af, eftir þvi sem unnt hefur reynzt. Á Húsavik starfa nú 4 læknar. 1 fundarlok var samþykkt svo- hljóðandi ábending til sveitar- stjórna i héraðinu: „Fundur um heilbngöismai, haldinn i Húsavik 8. janúar 1972, telur, að setja beri á stofn og lög- gilda læknamiðstöð i Húsavik fyrir Húsavikur- og Breiðu- mýrarlæknishéruð ásamt Kópa- skerslæknishérað, eða hluta þess, þótt siðar yrði. Jafnframt verði komið upp starfsaðstöðu fyrir lækna á nánar tilteknum stöðum i umdæminu. Beinir fundurinn þvi til viðkom- andi sveitarstjórna, að þær geri með sér samstarfssamning um þessi mál. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson formaöur Kiwanisklúbbsins Nes (t.v.) afhendir varaformanni Styrktarfélagssins, Friðfinni Ólafssyni, gjöfina, i húsa- kynnum Styrktarfélagsins. 16. Fossinn kominn KJ Reykjavik Aðfararnótt föstudagsins kom sextándi ”foss” Eim- skipafélagsins til Reyk- javikur, — Múlafoss, sem Eimskip keypti fjögurra ára I Þyzkalandi. Eimskip á von á systurskipi Múlafoss á næstunni, og var það sömuleiðis keypt notað. Skip þessi eru ekki mjög stór, eða 1150 tonn DW opin og 2.624 tonn DW lokuð. Múlafoss er smiðaður i Hollandi, og er yfirbygging öll aftast á skipinu. Lestar eru þannig, að þær henta vel til eininga- flutninga á vörupöllum, og auðvelt er að koma við gaffal- lyfturum. Þá eru lestirnar einnig miðaðar við flutninga á lausu korni. Aðalvél er Deutz, og ganghraði 12 milur. Skip- verjar á skipinu eru 11, og skipstjóri Valdimar Björnsson og yfirvélstjóri Kristján Hafliðason. (Timamynd G.E.) Múlafoss í Reykjavíkurhöfn í fyrsta sinn. DANMÖRK-FÆREYJAR Ódýmr 11 daga hrmgferdir með m.s. GULLFOSSI i marz- og aprílmánuði til Kaupmannahafnar með viðkomu i Tórshavn. Verð kr. 14.500.00 - gisting og morgunverður innifalið í verðinu, á meðan dvalizt er í Kaupmannahöfn. Brottfarardagar: 3. marz, 16. marz, 6. apríl og 20. april. Ferðizt ódýrt — Ferðizt með Gullfossi EIMSKIP Allar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS Sími 21460 9.1. 1972. piija 25%j : hækkun j • • KJ—Reykjavik. í ;; Fulltrúar yfirmanna á kaup- T !. skipum og fulltrúar skipa- I •• félaganna komu saman á T ;; fyrsta viðræðufund sinn i t • • s.l. viku, en yfirmenn hafa f -• verið með lausa samninga T __ frá 1. október s.s. Á þessum I • • fundi lögðu fulltrúar yfir- t ;; manna fram kröfur sinar, og T ,. þar á meðal var krafa um 25% + beina kauphækkun. Auk þess f lögðu yfirmennirnir fram I margar sérkröfur, sem þýða T verulega kauphækkun.verði að t þeim gengið. M.a. er krafa t um sérstaka þóknun i vinnu- + tima fyrir að vera við út-og t uppskipun, en þetta var eitt af > þeim atriðum,sem undirmenn t t fengu áfram, eftir 40 daga t 4. verkfall á dögunum. -f t Næsti viðræðufundur yfir- t f manna og fulltrúa skipafé- t ^laga verður á miðvikudag. £ TT+++TT-f-M--f-f-f-fT+T+TTT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.