Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.02.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 17. febrúar 1972 Vísur og ljóð frá Vöglum eftir Magnús Gislason Bók meö þessu yfirlætislausa nafni barst mér i hendur nú i Þorrabyrjun. Höfundurinn er Magnús Gislason skáldbóndi á Vöglum i Blönduhlið. Bókin er 135 blaðsiður og flytur, svo sem nafnið bendir til, visur og kvæði ort i þvi skáldskaparformi, er gerði visuna að visu og ljóðiö að ljóði i vitund þjóðarinnar. Magnús á Vöglum er löngu kunnur sem skáld og hagyrðing- ur, enda eru nær tveir áratugir siðan ljóðabók hans ,,Ég kem norðan Kjöl” kom út. Sú bók er löngu ófáanleg og mun þessi bók vekja ljóðaunnendum forvitni og fögnuð eigi siður en hin fyrri. Efni þessarar bókar má vafa- laust telja misjafnt að skáld- skapargildi, enda kveðið viö margbreytt tækifæri og margt i gamansömum tón. En viða kveður Magnús með orðsnilld og krafti, sem góðskáldum einum er gefið. Magnús hefur eigi, þaö er ég bezt veit, troöið lönd annarra þjóða, en i ljóðum sinum fer hann um hásléttur Himalaya og strendur Kyrrahafs, sem væru Blönduhliðarfjöll og Borgar- sandur. Slik ferðalög veitast eigi öðrum en skáldum. Hvað sé góður eða lélegur skáldskapur er bezt að hver dæmi að eigin smekk, en ég vil gripa niður hér og hvar i bókinni um sýnishorn. Fyrsta kvæðið „Island” hefst á blaösiöu 7, en úr þvi eru þessi erindi: Island, eyjan kæra, okkar fósturmóðir, fjalladrottning frið. Þér skal þakkir færa Þúsund brenna glóðir höft af hrelldum lýð. Laus ert þú úr viðjum kóngsvalds kvala, er krepptu að þinni byggð frá strönd til dala Hungurgöngu lifs á hyrjarbala hörmunganna lokið vaidatið. Þig við elskum allir, einni þér við lútum, Sóley sumarbliö, tún og hamrahallir, meö hraunborgum og skútum, bjartri blómahlið, engi, sanda, elfar, fossa háa, eldfjöll, jökla, skriður, firði bláa, læki prúða, mela mosagráa, mararsund og eyjalöndin friö. Manst þú móabörðin, melinn gróöurvana, brotholts blásinn stig, forarflóa svöröinn, feyskju i mýrarrana, þar gróður gekk á svig. Hyl þú aftur örfoksland með skógi, erja fen, með skurögröfu og plógi Svörður verður sáðakur hinn frjói, sálubótarvinna fyrir þig. Þótt ógni tslands frelsi austan hafs og vestan öflin ill og flá. Harðdrægtskulda helsi háska tel þó mestan og gjafagull að þrá Brezkir nokkvar vikja munu af vegi ef vorrar þjóðar kjarkur dvinar eigi. Réttlætisins ris með nýjum degi röðull yfir sævardjúpin blá. Dýrt varð okkur áður afsal landsihendur erlends umboðsvalds. Lýöur þjökun þjáður, þrælsmerkinu brenndur, svikinn gnægðum gjalds. Ættland verndi almættisins kraftur. Oláns spor þau stigin verði ei aftur. I þjóöarbygging fúni fyrr hver raftur en Frón sé öðrum selt til traustsog halds. Vist á þetta kvæði erindi til okkar allra. A blaðsiðu 18 er kvæöið „Vorkoman" Magnús er vor- maður, kveður viða um vorið og gróandann: Vorið er komið með vaxandi máttinn, vonir um gróandi svörð. Ég heyri i andblænum hörpusláttinn frá hljómkviðu drottins á jörð. Lundurinn skrýöist litfögru blómi, lifgrösin vaxa um tún. Vorblærinn syngur sólnátta rómi um sumar að háfjalla brún. Meö fagnandi hug býð ég velkomið vorið með vonir og nýjan dag. Ljá þú mér, alfaðir, lifskraft og þorið til liösinnis gróandans hag. Undir bláhimni bliðsumars nætur barstu i arma mér rósfagra mey. Þar sem döggin i grasinu grætur, gárast tjörnin i suðrænum þey Ég var snortinn af yndisleik þinum, ástarþráin er vonunum felld. Þú ert ljósblik á lifshimni minum, þú ert ljóð mitt og stjarnan I kveld. Þetta ljóð vildu örugglega mörg skáld kveðið hafa. A blaðsiðu 40 er kvæðið „Tibet”: Knýja bölvaldar bryndreka fjöld, um fiðsælt land fátækrar þjóðar. Sök sem enga á utan verja frelsi dýrmætt fósturjarðar. Brenndar eru borgir brotin klaustur, hreysi hjarðmanna höggvin i rústir. Flúinn er Lama, felldir munkar, þúsundir fluttar i þrælabúðir. Fallnir eru feður og fræknir synir, svivirt móðir á sorgargöngu, vannært barn vefur hún örmum á flótta til fjalla, frelsisvon engin. Skin sól yfir sviðna akra, höggnar hjarðir hernumdra byggða. En blóði lituð Bramaputra, þylur liksöng látnum hetjum. Vaka geimþotur gráðugs arnar yfir hásléttum Himalaja. Varnir eru á vegum, Vélbyssu kjaftar spúa eldregni yfir dali. Hrýs þér ei hugur, horska þjóð, er frelsi hlauzt eftir fjötur alda, að svo getur kaldrátt kærleikssnautt vald milljónir troðið sem mara heljar. Megnar ei veröld hins hvita kyns bróður i nauðum bjargir veita. Má hún sorgþrungin söltum tárum gráta yfir sinu getuleysi. Ég hef nú gripið niður i bókina með ellefu blaðsiðna millibili, og látið blaðsiðutal ráða vali ljóöa. Ef svo væri haldið áfram yrði mál nokkuð langt og litum þvi næst á siðasta kvæði bókarinnar: Kennedy forseti er fallinn, fjöldinn tregar hans bana. Þeir eru djarfir i Dallas að drepa foringjana. Börnin þau hrópuðu húrra. Það heyðist ei sorgar stuna. Þar kepptist hver við annan að kvikmynda aftökuna. Siöar var moröinginn myrtur. Það mátti ei fella tjaldið, svo lögreglan lokasýning landsfræga gæti haldið. Þar örlar á alheims menning, ýmsir kannast við hana. Kröpp eru kjör i Dallas i kapphlaupi um peningana. Hvað hefur þjóðlifið þokazt til þroska um tvö þúsund ár? Gengíð kærleikans götu og grætt hin blóðugu sár? Enn geysa hrinur harðar hjaðninga vigum i. Væri Kristur kominn til jarðar, þeir krossfestu hann á ný. Þetta ljóð hefði gjarnan mátt kveðast á ensku. Ekki er hægt að skiljast svo við bókina að visna sé hvergi getið. Þar eru Magnúsi töm snilldar- tökin. Samskiptum manns og hests lýsir hann svo: Fáksins hylli fjörs við ris flestum spillir trega. Oft þar snilli almættis eygist fyllilega. Skjálfa löndin skeiði þrengd, skyrpt er af söndum grösum. Svigna bönd i brjósti strengd, brimar á þöndum nösum. Glæstur teygir taum frá dreng, titrar, beygjast hlýtur. Skjótt sem eygi ör af streng áfram veginn þýtur. Stökki linnti, töltið tók taumum sinnti þjálum, gáska hrinti, ganginn jók, gleði-brynnt úr skálum. Stefán Vagnsson var lengi einn ástsælasti hagyrðingur Skag- firðinga. Magnús kveður hann meðal annars með þessari stöku: Yljar lengi ljóðið þeim, listagengi er metur gleðistreng i hugarheim hreyfði enginn betur. Ekki miklast Magnús af verkum sinum. Það sýnir þessi visa, er hann kvað til Glsla Olafssonar: Þegar gleymd er gröfin min og glötuð ljóðahylli lækjarvisan lifir þin landshornanna milli. Og enda skal með þessari stöku: Auði og skarti ýmsir ná aðra margt þó bagi, glitrar bjartast gullið frá góðu hjartalagi. Ég vil að endingu þakka hinu sjötuga skáldi fyrir ljóðin hans bæði fyrr og nú. Þau eru mér kærari og geymast betur i muna, en andleg pródúkt flestra hinna yngri verðlanaskálda. Þau eru kveðin af vitru hjarta og þroskuðum anda. Bókin og boð- skapur hennar á vissulega erindi til þjóðarinnar. Meðan alþýöu- skáld kveður svo vel(þarf vart að ugga um islenzka menning. Gunnar Oddsson 45 ökumenn hafa hlotiö viðurkenningu Fundur um skattamál - og klappað fyrir landhelginni fyrir 20 ára öruggan akstur - á fjórum aðalfundum klúbbanna ÖRUGGUR AKSTUR óskar ólason yfirlögregluþjónn erindi: Vandamál umferð- arinnar. Albert Jóhannsson Skógum var endurkjörinn for- maður klúbbsins i Rangárvalla- sýslu. A öllum fundunum mætti Baldvin Þ. Kristiánsson félags- málafulltrúi Samvinnutrygginga. Avarpaði hann fundarmenn og afhenti verðlauna- og viðurkenn- ingarmerkin. Fundarmenn þágu kaffiveitingar i boði klúbbanna á fundunum og á þeim var sýnd umferðarkvikmyndint Innan tiunda hluta úr sekúndu. LL-Hafnarfirði. i fyrrakvöld héldu Fram- sóknarfélögin i llafnarfirði, Garða- og Bessastaðahreppi fund með fjárinálaráðherra, Ilalldóri E. Sigurðssyni, um skattamálin. Var fundurinn haldinn I Skiphóll og var fjölsóttur. 1 upphafi fundarins kvaðst fundarstjóri, Eirikur Pálsson, vilja segja nokkur orð i tilefni þess, að Alþingi þann sama dag hefði verið samþykkt með öllum atkvæðum tillaga um útfærslu landhelginnar. Orðum sinum lauk Eirikur svo: Fögnuður ris við fréttir þær að Alþingi hafi i einu hljóði samþykkt gjört, er sigurheill hljóti, að fiskhelgi landsins sé fimmtiu milur. Risum úr sætum, reisn er yfir þjóð. Og Alþingi fyrir ákvörðun þessa virðingu vottum. Megi auðna fylgja, heill og hamingja. Klöppum fyrir einhug i örlagariku máli, stórri stund i þjóðarsögunni. Risu fundarmenn, sem voru um eða yfir 100 að tölu, úr Sætum og klöppuðu hraustlega fyrir einhug i örlagariku máli. Halidór E. Sigurðsson flutti þessu næst framsöguerindi um skattamálin. Skýrði hann þær breytingar, sem gert er ráð fyrir að verði með nýju frumvörp- unum. Drap hann m.a. á nokkur atriði, sem litið sem ekkert hafa verið rædd og gerði samanburð á tekjuöflun hins opinbera á nágrannalöndunum og á íslandi. Var sá samanburður á þá lund, að mun meira er innheimt með beinum sköttum i öðrum löndum en á Islandi, t.d. er með beinum sköttum i Sviþjóð innheimt 2-3 sinnum meira en á tslandi. Nokkrar fyrirspurnir bárust um ýms atriði, og leysti ráð- herrann greiðlega úr þeim öllum. Fundahöld hjá klúbbunum ÖRUGGUR AKSTUR eru hafin á nýbyrjuðu ári, og að venju voru fyrstu aðalfundirnir haldnir i Reykjavik, á Akureyri og i Arnes- og Rangárvallasýslu. Allir þessir fundir voru vel sóttir og alls var úthlutað á þeim 305 viður- kenningar- og verðlaunamerkj- um fyrir 5 ára öruggan akstur, 122 fyrir 10 ára öruggan akstur og 45 fyrir 20 ára öruggan akstur. A Reykjavikurfundinum flutti Pétur Sveinbjarnarson fram- kvæmdastjóri Umferðaráðs erindi: „Umferðarvandamál Islendinga”, Hörður Valdimars- son varðstjóri var endurkjörinn formaður kiúbbsins. A Akureyri flutti Sverrir Pálsson skólastjóri erindi um umferðarfræðslu I skólum og Einar B. Pálsson verkfræðingur flutti erindi um skipulag og um- ferð á Akureyri. A þessum fundi flutti formaður LKL ÖRUGGUR AKSTUR ávarp. Stefán Tryggvason forstjóri var endur- kjörinn formaður. A Selfossfundinum flutti Arn- þór Ingólfsson varðstjóri erindi: Hvað er athyglisverðast I um- ferðarmenningu okkar. Karl Eiriksson á Selfossi var endur- kjörinn formaður klúbbsins i Arnessýslu. A fundinum á Hvolsvelli flutti Yfirmaður FÍ á Akureyri Um mánaðamótin janúar-febrú ar s.l. tók Sveinn Kristinsson við stjórn skrifstofu Flugfélags Islands á Akureyri og umdæmis- stjórn félagsins á Norðurlandi. Sveinn er fæddur á Akureyri 1936 Stundaði nám við Menn- taskólann þar og lauk stúdent- sprófi vorið 1957. Hann hóf siðan störf hjá Flugfélagi Islands i Kaupmannahöfn 1961 og var stöðvarstjóri félagsins á Kastrup flugvelli. Árið 1965 fluttist Sveinn til Akureyrar og starfaði I sölu- skrifstofu Flugfélagsins i Kaup- vangsstræti þar til i febrúar 1967 að hann tók við stjórn skrifstofu félagsins á Egilsstöðum og um- dæmisstjórn á Austurlandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.