Tíminn - 17.02.1972, Page 8

Tíminn - 17.02.1972, Page 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 17. febrúar 1972 r i i i Þar fornar flutu á land Málfriður Sigfúsdóttir Guðrún Magnúsdóttir Pétur Maack Jenný Bjarnadóttir LAUGARNESHVERFI OG — Mér likar ágætlega hreint hér i hverfinu, sagði Málfriður Sigfúsdóttir. — Ég á heima i prentarablokkinni við Laugar- nesveg og það kunna allir vel við sig i því húsi. Og þeir sem flytja burt vilja koma aftur. — Jú, ég er héðan úr hverfinu, bý i Hátúni 5, hér er indælt að vera með krakka, sagði Guðrún Magnúsdóttir, sém á fjögur börn, sem alizt hafa upp i Laugar- neshverfi. — Það er alveg prýðilegt að búa hér, rólegt og gott, sagði Jenný Bjarnadóttir, sem við hitt- um i bókabúð við Sundlaugaveg, þar sem hún hefur starfað i 11—12 ár. — Ég hef átt heima i Laugar- neshverfi i 24 ár, fyrst á Hólum og siðan viö Kleppsveginn. Hún er ósvikinn hverfisbúi og starfar i Kvenfélagi Laugarnessóknar, sem á sér það aðalbaráttumál að koma upp safnaðarheimili fyrir félagsstarfið i hverfinu, einkum æskulýðsstarfið. Verið er að teikna safnaðarheimilið, sem á að standa á kirkjulóðinni. — Nú ættu konur úr hverfinu, sem eiga börn og unglinga á þeim aldri, sem þörf hafa fyrir æskulýðsstarf innan hverfisins að fjölmenna i félagið og leggja okkur lið, sagði Jenný Bjarnadóttir. Kvenfélag Laugarnessóknar er elzta kirkjukvenfélag I Reyk- javik, varð 30 ára i fyrra. For- maður þess er prestsfrúin Vivan Svavarsson. Félagskonur vinna i kyrrþey, en markvisst að sinum málum, sem eru m.a. þjónusta við aldraða og fjáröflun fyrir safnaðarheimili og kirkju. Bræðrafélag starfar einnig i Laugarnesprestakalli og er for- maður þess sr. Þorsteinn Jó- hannesson fyrrum prófastur. Að sögn sr. Garðars Svavarssonar sóknarprests er mikið lif og fjör á fundum i félaginu, þar sem oft eru fluttir fróðlegir og skemmti- legir fyrirlestrar. Þá starfar æskulýðsfélag i Laugarnessókn. Við hittum að máli Pétur Maack guðfræðinema og kennara við Laugarlækjar- skóla, en hann hefur verið einn helzti leiðtogi félagsins undan- farin ár. — Við höfum fundi hálfs- mánaðarlega og sækja þá um 100 unglingar, fermingarbörn þessa árs, vinir, systkini og kunningjar. Fundir þessir hefjast með bæn og siðan eru skemmtiatriði. Þátt- takendur greiða yfirleitt ekki inn- gangseyri, þvi það finnst okkur vera að brjóta grundvallarreglur kirkjunnar. Á æskulýðsdag þjóðkirkjunnar ætlum við að efna til þeirrar ný- breytni, að unglingarnir fari á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna, Hrafnistu, og barna- heimiliðvið Dalbraut, og reyni að gera vistfólki einhvern dagamun. Fólk um tvitugt, 4—5 manns, og nokkrir unglinganna sjálfra veita æskulýðsfélaginu forystu auk Péturs Maack. Og þá leggjum við leið okkar i Laugarnesskólann, þriðja elzta barnaskóla i Reykjavik, annan elzta, sem enn starfar sem slikur. Þegar inn er komið kemur helzt i hug að við séum á listasafni. Mál- verk úr þjóðsögum og þjóðlifi prýða veggi. Þau hefur Jóhann Briem, fyrrverandi kennari við skólann málað. Og framan við e.k. pall eða svið i forsalnum er grindverk eftir Asmund Sveinsson með myndum úr atvinnulifinu, einnig eru styttur eftir hann við uppganga á efri hæð. Og hér er lika visir að náttúrugripasafni, en einn af kennurum skólans^ Jón Guð- mundsson er einn fárra manna á landinu, sem kann að stoppa upp dýr. 1 þessum sal og á svölunum fyrir ofan koma nemendur saman til söngs tvisvar á dag. Gunnar Guðmundsson skóla- stjóri segir okkur, að um 930 nem- endurá barnaskólaaldri 6—12ára stundi nú nám i skólanum. All- mikil breyting hefur orðið á kennslu i þessum skóla eins og öðrum á undanförnum misserum. Þetta er annar veturinn, sem sex ára börn eru i skólanum, og sækja svo til öll sex ára börn i hverfinu þá kennslu. Þá hafa orðið breyt- ingar á reiknings-, eðlisfræði- og dönskukennslu. En þvi hefur orðið samfara nokkur lenging á bóklegum kennslutima nemenda, — sem er til bóta, sagði Gunnar Guðmundsson, skólastjóri, — þvi hér á landi er kennslutimi yfir árið fremur naumur og munar um alla viðbót. Helzta nýmæli i starfi Laugar- nesskóla er skólabókasafn, sem tók til starfa i október 1970. Aður var þar lesstofa á vegum Borgar- bókasafnsins, en nú er skóla- bókasafnið orðið allt annað, meira og nytsamara fyrir skóla- starfið. Það er nú notað sem les stofa, nemendum er kennt að nota bókasafnið, farið er með heila bekki út i bókasafnið, eða minni hópar sendir þangað til að vinna að ákveðnum verkefnum undir stjórn bókavarðar Ragnhildar Helgadóttur, en hún er kennari að mennt, en hefur einnig kynnt sér skólabókasöfn. Þá er útlán úr safninu tvo daga i viku, og heilir bókaflokkar eru einnig lánaðir út i sjálfan skólann. Einnig má nota safnið á margvislegan annan hátt. — Ég held, að að i fram- Hrafn Bachmann i Kjötmiðstööinni. tiðinni verði góð skólabókasöfn með miklum og góðum bókakosti ómissandi þáttur i skólastarfinu, sagði Gunnar Guðmundsson. Og þá er komið að viðskiptalifi i Laugarneshverfi. Við Laugalæk 2 er Kjötmiðstöðin og þar hittum við Hrafn Bachmann. — Mér likar alveg sérlega vel að þjóna fólkinu i þessu hverfi, sagði hann. Það er sérstaklega gott i viðmóti og tekur þátt i gleði manns og óförum. Ég verzlaði i tiu ár á Laugavegi 32 og þar kynntist ég Gunnar Guðmundsson þvi, að það geta verið heil hverfi i borginni, þar sem mjög erfitt er að þóknast fólki. Ég byrjaði að vinna i kjöt verzlun Tómasar þegar ég var i gagnfræðaskóla og fannst starfið strax lifrænt og skemmtilegt, og gefa manni færi á að kynnast mörgum hliðum á fólki. Svo vann ég um tima hjá Ragnari Ólafs- syni, sem rekur Matvörumiðstöð- ina hér við hliðina, og með okkur hefur verið mjög gott samstarf siðan ég keypti þessa verzlun fyrir fjórum árum. Við höfum opið hér til sex á laugardögum og naut það vin- sælda meðal fólks bæði i hverfinu og utan. En eftir að lögin um opn- unartima breyttust hættum við þvi að sjálfsögðu og leggjum nú áherzlu á að halda vöruverði eins i skefjum og unnt er, og þá fyrst og fremst með þvi að vinna sem mest sjálf, og framleiða allt sem við getum sjálf. Þetta held ég stuðli að þvi að koma á eðlilegum verzlunarháttum, og það má geta þess að samkeppnin er hörð hér i hverfinu og margar ágætar verzlanir. SJ Fyrsti bekkur L i skólabókasafni Laugarnesskóla. Tímamyndir GE.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.