Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 22. febrúar 1972 AÐSTOÐARAAENN LÆKNA VERÐI SEAA VÍÐAST í BYGGÐUM LANDSINS Tillaga Ingvars Gíslasonar og Vilhjálms Hjálmarssonar um það efni til umræðu á Alþingi EB-Reykjavik. Á fundi i Sameinuðu Alþingi síðast liðinn fimmtu dag mælti Ingvar Gislason (F) fyrir tillögu til þingsályktunar um að rikisstjórninni verði falið að kanna, hvort ekki sé timabært og nauðsynlegt að hafa sem viðast um byggðir landsins starfandi sér- staka umboðsmenn og aðstoðarmenn lækna, sem fólk gæti ieitað til i neyðartilfellum og i sambandi við ýmis minni háttar erindi, þegar ekki næðist til iæknis, ogyrðu þeir þjálfaðir í slysahjálp, umönnun sjúkra, umsjón með lyfjavirgðum, lyfjaafgreiðslu o.sfrv. Skuli athuga i þessu sambandi, hvort ekki sé liklegt, að lita mætti á starfskrafta ljósmæðra framar þvi, sem nú er, á sviði heilbrigðisþjónustu. Þá skuli sem fyrst efna til sérstakra námskeiða fyrir það fólk, er veldist væri um að ræða. Meinsemd í þjóöarlíkamanum Ingvar Gislason flytur þessa tillögu ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni (F). Sagöi Ingvar i upphafi framsöguræðu sinnar, að ekki væri ofsagt að hinn tilfinnan- legi og almenni skortur á héraðs- og heimilislæknum væri eitt af meiri háttar vandamálum is- lenzka þjóðfélagsins. Þetta væri að visu ekki nýtt vandamál, það ætti sér alllangan aðdraganda og hefði vaxið eins og meinsemd i þjóðfélagslikamanum á alllöngu timabili. Eins og eðli margra meinsemda væri háttað, hefði þessi meinsemd ekki staðnæmzt við eitt eða fá svæði þjóðar- likamans, sem segja mætti, að hefðu verið veik fyrir. Mein semdin hefði breiðzt út um allan þjóðarlikamann að meira eða minna leyti. Þessa gætti i þéttbýli hér á landi sem dreifbýli. Ástandiö kemur þyngst niöur á þeim,sem f jærst búa Rvik. Ingvar sagði að eins og fram kæmi i greinargerð tillögunnar, væri ekki ætlun þeirra Vilhjálms nú að fjalla um heilbrigðis- þjónustuna og læknaskortinn á breiðum grundvelli. Þeim væri ekki kunnugt um annað en að stjórnvöld, sem þessi mál hefðu meö höndum, ynnu að þvi af áhuga að finna viðunandi lausn á læknaskortinum sem mæddi mest og tilfinnanlegast á þeim, sem byggju lengst frá Reykjavik og verst væru settir um samgöngur, ýmist vegna fjarlægðar eða tor- farinna samgönguleiða á sjó eða Iandi eða i lofti. Þannig háttaði til hérá landi, að langtimum saman kynni aö vera ófært eða illfært milli byggðarlaga, sem þó gætu ekki talizt fámenn eða litilsmeg- andi á islenzka visu. Minnti Ingvar i þvi sambandi á Ólafs- fjarðarbyggð. Þar væri myndar- legt framleiðslubyggöarlag, sjó- sókn og fiskverkun annars vegar, en hins vegar verulegur sveita- búskapur. Þarna væri saman- komið fjölmenni á okkar mæli- kvaröa, fólk, sem stundaði erfiö framleiöslustörf, sem meðal annars stafaði af veruleg slysa- hætta. öryggisleysi —Ólafsfjörður er sérstakt læknishérað og fram til hausts 1971 hefur læknir átt búsetu i Ólafsfirði til ómetnalegs öryggis fyrir ibúana þar, sagði Ingvar. til slikra starfa, sem hér lngvar Gislason —Eftir að héraðslænirinn sagði starfi sinu lausu og fluttist burt, hefur ólafsfjarðarhéraði verið þjónað frá nágrannabyggð, sem einnig á við öryggisleysi i lækna- málum að búa,eða verið upp á sérstaka náð reykviskra lækna komið, sem hafa gripið i það aö gamni sinu að sitja stund og stund i héraðinu. Slikt er vissulega betra en ekkert og vissulega þakkarvert. ólafsfirðingar eru ekkert einsdæmi að þessu leyti. Dæmi eru til þess, að heilar sýslur hafi verið læknislausar árum saman, ef undan er skilin stutt þjónusta einstaka læknis eða aukaþjónustu nágrannalækna, sem annars eru störfum hlaðnir i sinu eigin héraði. Oryggisleysið, sem þetta fólk býr við, er augljós staðreynd og i rauninni óþolandi. Sérstaklega hlýtur það að vera þungbært ástand, að vita sig varnarlausan og öryggislausan gagnvart slysum, stórum og smá um, sem ekki gera boö á undan sér, en eru þó alltaf yfirvofandi i lifi fólks, sem stundar islenzka at- vinnuvegi til lands og sjávar. Sérstaklega þjálfaöir hjúkrunarmenn Þessu næst sagði Ingvar, að þeir flutningsmenn þessarar til- lögu litu svo á, að þaö yrði til stórra bóta, ef þjálfaðir væru til þjónustu i hverri sveit, eða þvi sem næst, sérstakir hjúkrunar- menn, sem fólk gæti leitað til i neyðartilfellum, ekki sizt þegar slys bæri að höndum. Yrðu slikir hjúkrunarmenn sérstaklega þjálfaðir og nánast fastráðnir að- stoðarmenn héraðslækna og ynnu undir þeirra stjórn og eftirliti. Að sjálfsögðu yrði þó að gera ráð fyrir þvi i langílestum tilfellum, að þessir hjúkrunarmenn hefðu slika þjónustu að aukastarfi, en þó þannig, að þeir gætu sinnt kalli hvenærsem á þyrfti að halda. Til þessara starfa gætu bæði konur og karlar valizt. Bent væri á i til- lögunni og greinargerðinni, að möguleiki kynni að vera á þvi að breikka starfsvettvang ljós- mæðra og nýta starfskrafta þeirra á fleiri sviðum en nú væri gert ráð fyrir. Störf ljósmæðra hefðu dregizt saman viðast hvar, enda yfirleitt ósk barnshafandi kvenna að fæða á sjúkrahúsum, þar sem þvi fylgdi meira öryggi en fæðingum i heimahúsum. Sýndist rétt að kanna til hlitar, hvort mögulegt væri að samræma ljósmóðurstörfin þeim hug- myndum um hjúkunarþjónustu, sem hér væri hreyft. Að öðru leyti væri nærtækast að leita til hæfi- leikafólks i byggðunum sjálfum. Menntunarþörf þessa fólks yrði að leysa með námskeiðahaldi eða ef til vill skólarekstri, þegar fram i sækti. Tveggja ára hjúkrunar- nám til handa Ijósmæðrum Magnús Kjartansson heil- brigðismálaráðherra sagði m.a. að ljósmæðrum yrði gefinn kostur á tveggja ára hjúkrunarnámi. Þá sagði ráðherrann að héraðs- hjúkrunarkonur væru komnar talsvert viða um landið. Auð- veldara hefði verið að fá þær til að setjast þar að en búizt hefði verið við. Ráðherrann taldi að með flutningi þessarar þings- ályktunartillögu væri þarflegri hugmynd hreyft. Karvel Pálmason (SFV) lagði áherzlu á að læknavandamálið yrði leyst sem fyrst og þing- maðurinn skoraði á rikisstjórnina að gera sitt bezta i þeim efnum. Ný verkefni fyrir Ijósmæöur. Vilhjálmur Hjálmarsson (F) minnti á, að ljósmæður hefðu um langan aldur verið starfandi i ná- lega öllum sveitarfélögum lands- ins. Nú værihinsvegar svo komið, að verkefni fyrir ljósmæður i hinum fámennari sveitarfélögum væru orðin sáralitil og i sumum tilvikum nánast engin árum saman, vegna þess hversu al- gengt væri, að konur fæddu á sjúkrahúsum. Flutningsmönnum þessarar til- lögu væri vitanlega kunnugt um athuganir þær, sem fram hefðu fariö á þvi að auðvelda ljósmæðr- um að ljúka hjúkrunarnámi, og mætti ætla að þaö væri fyrst og fremst gert i þeim tilgangi að fá aukinn fjölda hjúkrunarkvenna til starfa við sjúkrahúsin og að þær gætu orðið héraðshjúkrunar- konur. Þingmaðurinn sagði siðan, að það sem sérstaklega vekti fyrir sér i sambandi við þetta mál, væri að sá möguleiki yrði kann aður, hvort ekki væri hægt eftir einhverjum leiðum að efla þann þáltinn i starfi ljósmæðra, sem alltaf heföi verið nokkur i gegnum árin, að veita hjálp og leið- beiningar i ýmsum tilvikum öðrum heldur en beint heyrðu undir þeirra fag,og þá i þeim til- gangi að draga úr a.m.k. fækkun i stéttinni. Tækniskólinn verður í Reykjavík sagði menntamálaráðherra. - Tækifæriðj sem nú býðst verði notað til að flytja skólann til Akureyrar, sagði Ingvar Gíslason. EB —Reykjavik. Á fundi í Sameinuðu Alþingi siðast liðinn fimmtudag var til umræðu fyrirspurn frá Ingvari Gislasyni (F) og I.árusi Jónssyni (S) um það, hvort vænta mætti að Tækniskóli íslands yrði fluttur til Akureyrar og cf svo væri ekki, hvaða rök mæltu þá gegn þvi. Fram kom i svari Magnúsar Torfa Ólafssonar, mennta- málaráðherra, að Tækniskólinn verður áfram i Reykjavik, enda komið fram stjórnarfrum varp um skól- ann, þar sem lagt er til að hann verði staðsettur þar, hins vegar væri sú stefna mörkuð, að annar fullgildur Tækniskóli risi á Akureyri I framtiðinni. Ingvar Gislason (F) minnti á samþykktir, sem Fjórðungs þing Norðlendinga og bæjar- stjórn Akureyrar væru búin að gera i þá átt, að Tækniskóli tslands yrði fluttur til Akur- eyrar. Ingvar sagði, að nauð- synlegt væri að vinna skipu- lega ; dreifa opinberum stofnunum um landsbyggðina i stað þess að þjappa þeim saman i Reykjavik. Lagði Ingvar áherzlu á, að það tæki- færi sem nú byðist i sambandi við þennan þennan skóla, yrði notað og hann fluttur til Akur- eyrar. Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, sagði að auðveldara væri að fá sér- menntaða kennara til starfa i Reykjavik en á Akureyri. Þá skorti á Akureyri rannsókna- stofnanir, sem þörf væri á við tækninám. Minnti ráðherr ann á, að búið væri að marka þá stefnu, að á Akureyri risi sjálfstæður fullgildur tækni- skóli jafnframt þeim sem yrði i Reykjavik. Ljóst væri, að með vaxandi iðnþróun þyrfti tvo slika skóla i landinu. — Tækniskólinn er enn i upp- byggingu og þarf að ljúka henni til fulls áður en ráðizt er i nýjan skóla. Það eru ekki hugmyndir uppi um að flytja þennan skóla til Akureyrar, sagði ráðherrann. Ingvar Gislason sagðist harma það að ekki væru fyrir- ætlanir uppi um að staðsetja Tækniskólann á Akureyri. Hann sagði, að óliklegt væri, að annar fullgildur tækniskóli yrði byggður á næstunni, slikt yrði ekki gert fyrr en eftir 10 ár eða svo. Endurtók Ingvar þvi næst það, sem hann sagði áður, að nota ætti tækifærið nú og flytja skólann norður. Magnús Torfi ólafsson Gisli Guðmundsson (F) benti á, að lögin um Tækni- skóla tslands væru frá 1963. Þegar þessi lög hefðu verið til meðferðar á Alþingi, hefðu verið uppi raddir um að skólinn yrði staðsettur á Akureyri. Niðurstaðan hefði orðið sú að inn i þessi lög hefði verið sett, að auk þess sem undirbúningsdeild Tækni- skólans yrði starfrækt á Akur- eyri skyldi stefnt að því, að fullgildur tækniskóli risi á Akureyri. Nú kæmi hins vegar fram, að ekki væri stefnt að þessu. Lagði Gisli til, að þetta mál yrði að nýju tekið til at- hugunar. Að lokum sagði þingmaður- inn, að hann væri orðinn þreyttur á hinu sifellda tali á Alþingi um nauðsyn þess að dreifa opinberum stofnunum um landið, þar sem fram- kvæmdir væru engar i þá átt. Guðlaugur Gislason (S) lýsti yfir stuðningi við það, að dreifa rikisstofnunum um landið. Eftir stjórnarskiptin i sumar hefði hins vegar orðið afturkippur i þeim efnum. Ennfremur ræddi þingmaður- inn um staðsetningu Fisk- vinnsluskólans. Eggert G. Þorsteinsson (A) lýsti yfir stuðningi sinum við það að Tækniskóli fslands yrði staðsettur i Reykjavík. Lárus Jónsson (S) sagði,að þótt auðveldara væri að hafa Tækniskólann i Reykjavik, væri ekki þar með sagt, að ekki væri hægt að staðsetja slika stofnun sem hann, annars staðar á landinu. 27 luku prófum frá Háskólanum Tuttugu og sjö stúdentar luku prófum frá Háskóla íslands i lok haustmisseris. Tveir stúdentar luku lögfræðiprófi, hvorttveggja stúlkur, Erla jónsdóttir og Sigur- veig H. Eiriksdóttir. Úlfar Guð mundsson lauk embættisprófi i guðfræði, Jón Þórarinn Þór kandidatsprófi i sagnfræði, Jón G. Friðjónsson kandidatsprófi i islenzku og Agnar Hallgrimsson og Hjörtur Pálsson kandidats- prófi i islenzkum fræðum. Guð- mundur Óskarsson og Þorkell Guðbrandsson luku embættis- prófi i læknisfræði. Eftirtaldir luku embættisprófi i viðskipta- fræðum: Alexander G. Arnason Arni Björn Birgisson Bjarni Jónsson Guðlaugur Björgvinsson Guðrún Sveinbjarnardóttir Jón Helgi Guðmundsson Jónas Þór Steinarsson Ragnar Hafliöason Þorsteinn Thorlacius B.A. — prófi luku: Arnheiður Guðmundsdóttir Guðrún Sveinbjarnardóttir Halldóra J. Rafnar Jóhanna M. Guðjónsdóttir Matthildur M. Asgrimsdóttir Ragnheiður M. Asgrimsdóttir Sveinn B. Rögnvaldsson Ogmundur Kr. Helgason Islenzkupróf fyrir erlenda stúd- enta: (1) Gunna Hofdahl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.