Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 22, febrúar 1972 TÍMINN n idyke Arabíu arnir aðlagast menningunni mannsins Gunnars Filseth miðstöð fyrir hirðingja eyði- merkurinnar. I dag ræður ,,gull”æðið rikjum. Á götunum mætum við marg- litum mannsöfnuði, fólki, sem komið er hvaðanæva að úr Mið- Austurlöndum, frá Indlandi og Pakistan, til að freista gæfunnar i oliuflaumnum. tbúatalan eykst hröðum skrefum, nú búa yfir SQpOO manns i höfuðborginni. Upprunalegu ibúarnir, bedúinarnir, eru orðnir minni- hluti i sinu eigin landi. Bedúinar gerast borgarbúar Alls staðar rekst gamalt og nýtt á — og það nýja nær yfirtökum. Bedúinarnir — siðustu frjálsu eyðimerkurbúarnir — eru að verða að borgarbúum og bygg- ingaverkamönnum. Sifellt færri lifa sem hjarðmenn á gamla visu. Bedúinar, sem fyrir fáum árum sátu á bökum úlfalda sinna, geta nú lifað góðu lifi sem leigubil- stjórar. Nýtizku ibúðir eru komn- ar i stað tjaldanna þeirra — og húsaleiga er engin. Ibúar landsins bera skiptar til- finningar i brjósti vegna nýfeng- innar velmegunar. Efnahagsbvlt- ingin hefur rofið hina gömlu sam setningu þjóðfélagsins. Sumir harma það, að gamlar venjur hverfa, en aðrir fagna nýrunninni öld. —■ Ötrúlegur staður, hér er mesta peningaalda i Mið-Austur- löndum, segir Saliem al-Shaer, arkitekt frá Libanon, sem vinnur hjá skipulagsskrifstofu borg arinnar. Þegar ég kom hingað fyrir þrem árum liktist staðurinn sveitaþorpi. Nú byggjum við heila borg i nýtizku sniðum. Hér er allt mögulegt. . . Túlkurinn minn frá upplýsinga- þjónustunni, Sayed Múhameð Juma, hefur átt heima i Abu Dhabi öll sin 30 ár. Hann er hrif- inn af nútimalifinu og bendir og talar meðan við svipumst um á aðalgötunni: Næturklúbbar og kvikmyndahús. við flóann geti séð útsendingar okkar. Sjónvarpið er stöðutákn Sjónvarpið er nefnilega orðið metnaðarmál við Persaflóa. Bahrain og Qatar, furstadæmin lengra fyrir norðan (200.000 og 100.000 ibúar) hafa einnig sinar sjónvarpsstöðvar. Sömu sögu er að segja um næsta nágranna Abu Dhabi, Dubai, en sjónvarpið i Abu Dhabi sýnir meira af innlendu efni, fullyrðir Jarrar. Útvarpsstjórinn er frá Jórdaniu og flestir dagskrármennirnir og tæknimennirnir eru lika útlendir. Þulan Samira Baltasi frá Libanon sveiflar sér um i pinupilsi, en það er ekki sýnt á skerminum, enda ganga flestar konur i landinu al- hjúpaðar i svartar slæður. Aðeins það, að hún bar ekki blæju fyrir andliti, vakti gremju i fyrstu, en nú hafa menn vanizt þvi, segir Jarrar. Furstinn og peningarnir Oliuöldin rann upp i Abu Dhabi fyrir nær tiu árum, þegar fyrsta oliufarminum var skipað út. En þróun landsins i nútima átt hófst ekki fyrr en 1967 þegar Zaid fursti hafði náð völdum i landinu, eftir að hafa gert stjórnarbyltingu og steypt bróður sinum Shakbut fursta af stóli. Shakbut var alræmdur fyrir samhaldssemi sina — margir kalla hann beinlinis mesta nizku- púka við Persaflóa. Hann neitaði að nota nokkuð af oliupening- unum. Fursteinn hafði enga trú á bönkum. hann neitaði að taka við ávisunum frá oliufélögum og i fyrstu geymdi hann allan oliuauð- inn i kistum undir rúminu sinu og vakti þar bókstaflega yfir þeim nótt og dag. Shakbut óttaðist, að nútima- áhrif eyðilegðu samfélag bedúina og hreinræktaða arabamenningu þeirra. En hann barðist án árangurs á móti straumnum. Kröfurnar um að oliumilljónirnar yrðu notaðar jukust eftir þvi sem Enn bera konur blæju i Abu Dhabi. þær urðu fleiri. Zaid fursti hrifs- aði völdin og tilkynnti sem eins konar kosningaslagorð sitt: Peningar eru einskis virði, séu þeir ekki notaðir i þágu fólksins. Zaid fursti setti oliupeningana i umferð og er nú hylltur sem mesti umbótamaður i Abu Dhabi. Furstinn stjórnar landinu sam- kvæmt gamla arabiska ættakerf- inu, en hann hefur fært fram- kvæmdastörfin i nútima horf. í júli var fyrsta rikisstjórn landsins mynduð og ráðuneytisstjórar tóku til starfa. Elzti sonur Zaids, Khalifa fursti, varð fyrsti for- sætisráðherra landsins. Aður var fé úthlutað samkvæmt happa og glappa aðferð, en nú hefur verið gerð regluleg fjár- hagsáætlun. Andstætt fyrir- rennara sinum litur Zaid fursti ekki á oliulindirnar sem sina einkaeign, heldur lætur sér nægja fjórðung teknanna. Það eru hvorki meira né minna en hátt i 100.000 kr á timann — en lurstinn er örlátur að útdeila sinum hluta á ný. — Margir öfunda okkur vegna peninganna, en þeir eru lika vandamál fyrir okkur, segir félags- og atvinnumálaráð- herran, Múhameð bin Butto. Vandinn er ekki að útvega fé, heldur að útdeila þvi réttilega og einnig á þann hátt að það verði þjóðinni til góðs til frambúðar. Markmiðið er að byggja upp velferðarriki á breiðum grunni, segir ráðherrann, og telur upp að- gerðir i félagsmálum: Arið 1967 gengu aðeins 587 börn i skóla i landinu, nú eru þau orðin yfir 11.000. Læknishjálp og lyf eru ókeypis, og einnig þjónusta svo sem simi og rafmagn. Trygg- ingum hefur verið komið á stofn fyrir þá, sem ekki geta sjálfir séð sér farborða. Fram til þessa hafa verið byggðar 3.600 ibúðir, sem fengnar hafa verið til umráða lá tekjufólki endurgjaldslaust. Sérstök áherzla er lögð á að bæta lifskjör bedúina og reynt um leið að brjóta ekki mjög i bága við fyrri lifsbaráttu þeirra. Mörg þorp hafa verið byggð úti á landi og búið i haginn fyrir landbúnað og kvikfjárrækt i þvi skyni að hamla gegn þvi að bedúinarnir flytjist til stórborgarinnar. Menn veðja á landshlutaáætlanir einnig i Abu Dhabi. Mitt i vimu auðæfanna byrja menn að óttast hinar svimandi framtiðarsýnir, sem birzt hafa. Sumir spyrja: Hvernig endar þetta? Þolir þjóð, sem vön er ýtr ustu sparsemi, að búa skyndilega við allsnægtir? Halda harðgeru og stoltu eyðimerkurbedúinarnir jafnvæginu, ef þeir verða milljónamæringar eða eitthvað nálægt þvi? Og hvað um næstu kynslóð — þegar mörgum oliu- milljörðum til viðbótar hefur verið dælt upp úr sandinum? Abu Dhabi fær að sanna máltækið, að það þarf sterk bein til að þola góða daga. — Allt þetta er til orðið á 4—5 árum. Fyrir sex árum höfðum við hvorki rafmagn né almennilegt drykkjarvatn. . . Þarna er nýja stórverzlunin.og þarna er verzl- anamiðstöð með 90 búðum. — Hún kemur i stað gamla markaðstorgsins. Þarna er Hiltonhótelið, sem verður opnað i marz, þar verður einnig nætur- klúbbur. . . Þarna er kvikmynda- hús. Fyrir fjórum árum var hér ekki eitt einasta kvikmyndahús, en nú eru þau fjögur, segir Múhameð sigri hrósandi, og talar með nokkrum hryllingi um hvernig ástandið hafi verið áður fyrr. Útvarp og sjónvarp Múhameð hefur enn eitt tromp á hendinni. Við ökum upp að háhýsi nokkru og förum með lyft- unni upp á 8.hæð og göngum inn i upptökusali sjónvarps Abu Dhabi. Sjónvarp er vinsælt i Abu Dhabi eins og annars staðar. Útvarp og sjónvarp hófu nær samtimis starfsemi i furstadæminu — aðeins hafði verið útvarpað i fimm mánuði þegar stökkið var tekið út i sjónvarpsöldina i janúar 1970. Þróunin gengur hratt fyrir sig i landinu einnig hvað fjölmiðla snertir. Sjónvarpstæki eru aðeins 800—900 enn sem komið er i Abu Dhabi, en útsendingatimi er 47 klst. á viku! Frá kl. 17.30 til mið- nættis alla daga nema föstudaga, sem eru heilagir, þá er byrjað kl. 16 á að sýna iþróttakappleiki. — Á árinu 1972 verður starf- semin aukin, segir Farouk Jarrar útvarpsstjóri. Við byrjum , á skólasjónvarpi og tilraunaút- sendingum i litum. Auk þess veröur byggður nýr og öflugur sendir i þvi skyni að allt svæöið Ný moska í Abu Dhabi — hún er ein sú stærsta I Miö-Austurlöndum — var fullbyggö 1970.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.