Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 22. febrúar 1972 TÍMINN 17 Fram var einu víti frá titlinum Fram nægði jafntefli gegn FH til að vera næstum með íslandsmeistaratitilinn í höndunum, en Birgir Finnbogason varði vítakast frá flxel Axelsyni á síðustu mínútu, er staðan var 13:12 fyrir FH. Siðustu mínúturnar i leik Fram og FH i Laugar- dalshöllinni á sunnudagskvöldið, voru fyrir Fram- liðið og hina dyggu stuðningsmenn þess i fullsetnum áhorfendapöllunum, nánast harmleikur. Þeir voru svo til komnir með takið á íslandsmeistarabik- arnum á lokasekúndunum, og jafnvel fyrr, en fádæma óheppni ogklaufaskapur kom i veg fyrir að þeir héldu takinu, og bikarinn rann úr höndum þeirra, — þó ekki með öllu, þvi að enn hafa þeir möguleika á að ná honum af FH, þar sem mótinu er ekki lokið. Evrópu- meistari Partisan Bjclovar, Júgóslav- neska handknattleiksliöið sem sló FH svo eftirminnilega út úr Evrópukeppninni i vetur, varð Evrópumeistari félagsliða um helgina. Þá lék liöið við Gummersbach i Dortmund I Vestur-Þýzkalandi og var það úrslitaleikur keppninnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik 9:9, náöi Partisan vfirhöndinni I síðari hálfleik og sigraði með 5 marka mun 19:14. Keflavík sér um unglingamótið Meistaramót unglinga i frjáls- um iþróttum innanhúss 1972 fer fram i Iþróttahúsinu i Keflavik 27. febrúar og hefst kl. 2. Þátttökutilkynningar sendist til Halldórs Pálssonar, Faxabraut 75, simi 2241 i Keflavík i siðasta lagi 23. febrúar. 2. deildin á hreinu! Grótta og Ármann sigurvegarar í riðlunum Klp-Reykjavik. Þróttur gerði vonir Þórs frá Akureyri, um að komast i úrslit i 2. deildarkeppn- inni i handknattleik, að engu á laugardaginn, með þvi að gcra jafntefli við Þór í lþrót- taskemmunni á Akureyri 15:15. 1 siöari leiknum, sem var viö KA sigraði Þróttur 24:15. I hinum riðlinum i 2. deild sigr- aði Armann Fylki 18:12 og er þar með á hreinu hvaða lið mætast um sigurinn i 2. deild og sæti i fyrstu deild næsta ár, en það eru Ármann og Grótta. Liðin mætast i tveim úrslitaleikjum, sá fyrri fer Golfmynd hjá GR Golfklúbbur Reykjavikur, sýnir á morgun (miðvikudag) golfmynd- ir i félagsheimilinu i Grafarholti. Sýndar verða nýjar myndir og hefst sýningin kl. 20,30. fram i íþróttahúsinu á Seltjarn- arnesi 16. marz og sá siðari i Laugardalshöllinni 26. marz. iniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiMi ( „Landsliðið” = ( að jafna sig i j= Orvalslið KSl i knatt- = = spyrnu lék á iaugardaginn = við Breiðablik á Melavellin- EE = um. Crvalið sigraði I leikn- = = um 3:0 og skoruöu þeir Stein- = ar Jóhannesson, Eirikur; = Þorsteinsson og Hermann i = Gunnarsson mörkin. = „Landsliðið” er nú óöumi = að sækja sig og er það ólikt; = betra en það var i fyrstu æf-i = ingaleikjunum, — fastara j H form aö komast á það ogi = áhuginn meiri meðal leik-; - manna. Ekki mun af þvi = veita, þvi skammt er i fyrstu = landsleikina. — klp — ílilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Eftir að hafa verið undir 10:7 i upphafi fyrri hálfleiks náði Fram að minnka bilið i 12:11 þegar 5 min. voru eftir af leiknum. Þá fengu FH—ingar dæmt vitakast, sem Geir Hallsteinsson tók.en það var varið af Þorsteini Björns- syni. Framarar voru illa á verði þegar knötturinn hrökk frá honum og náði Þórarinn Ragnarsson til hans og skoraði 13:11 fyrir FH. Axel Axelsson minnkaði aftur bilið i eitt mark, 13:12 með föstu skoti og voru þá 3 min. eftir af leiknum. Skömmu áður höfðu Framarar fengið vitakast, sem Birgir Finnbogason varði frá Pálma Pálmasyni. FH-ingar reyndu að halda knettinum þessar siðustu 3 min. en á þá var var dæmd töf á siðustu min. leiksins og Fram náði skyn- disókn. Sigurbergur Sigsteinsson brauzt inn úr horninu, en þar var brotið á honum og dæmt vitakast. úrslit mótsins raunverulega byggðust á, var falið Axel Axels syni að taka. Ef honum heppn- aðist, var titillinn i höndum Fram, þrátt fyrir að liðið ætti eftiraðleika við Hauka, en það er talið nokkuð öruggur sigur fyrir Fram, en ef honum mistækist var FH sigurvegari i leikn- um — jafntefli nægði Fram til að hljóta titilinn. Axel gaf sér góðan tima — þrýsti knettinum fast inn i hægri hendina og horfði á Birgi Partizan —Ég á hann, —nei, ég hef hann! Sigurbergur Sigsteinsson, Fram, slæst um boltann við FH-ingana Viðar og Örn, og enginn lætur sig. Vitið voðalega, sem gerði út um Ieikinn milli Fram og FII. Axel Axelsson hefur kastað i ált að marki. en Birgir Finnbogason tekur eitt litið skref til vinstri og ver. Allir áhorfendur eru staðnir upp,og komnir inn á völlinn, sumir hverjir. (Timamyndir Itóbert) Finnbogason, sem stóð i marki FH, stifur af spenning en með bros á vör. Axel reiddi hendina á loft, og lét knöttinn vaða af öllu afli i átt að markinu. Birgir stóð grafkyrr, og það var það sem bjargaði honum og FH. Knött- urinn lenti i vinstri hendi hans og þaðan út til Geirs Hallsteins- sonar, sem brunaöi upp með Axel á hælunum, og á miðjum velli setti Axel fót fyrir hann, svo Geir kútveltist um allan völl. Axel var visaö útaf, en um leið gall flautan við — leiknum var lokið. Eftir dauft húrrahróp hlupu Framarar inn i búningsklefa, en þangað lá FH-ingum ekkert á að fara. Þeir vissu að þeir ættu aukakastiö eftir, og biöu þar til öllum áhorfendum hafði verið visað útaf og að einhver kæmi i markið hjá Fram, en þegar eng- þó ekki fyrir að hann væri svo sérlega vel leikinn, heldur fyrir þann mikla spenning og baráttu, sem i honum var. FH tók þegar forystuna en Fram jafnaði og svona gekk þaö þar til staöan var 6:6, en þá komst FH i 2ja marka forystu I fyrsta sinn, 8:6. Þann mun hafði svo liðið i hálfleik eða 9:7. Siðari hálfleiknum er óþarft að lýsa betúr en þegar hefur veriö gert. Það var ekki til i dæminu i þessum leik, að Fram hefði meö sér nokkuð sem héti heppni. Með smá aðstoð hennar hefði titillinn verið i húsi, en þvi miöur fyrir Fram var hún ekki meö. Það var fleira en heppnin, sem var fjarri Fram. Hvert upphlaupið af öðru var misheppnað — markvarzlan var litil sem engin — og menn brugðust unvörpum. Eitt gott dæmi um það er Axel Axelsson, sem allt gekk á afturfótunum fyrir og eyðilagði hvert upp- hlaupið á fætur öðru. Af þeim 60 minútum leiksins voru Framarar i 8 min. einum fleiri á vellinum og höfðu ekkert út úr þvi. Þá átti að gera svo mikið, að ekkert varð úr neinu fyrir óðagoti og látum ein- stakra manna. Þeir sem báru af öðrum hjá Fram i þessum leik, voru þeir Ingólfur Öskarsson, Sigurður Einarsson og Sigurbergur Sigsteinsson, sá siöastnefndi varð þó oft illa fyrir barðinu á dómurunum, sem létu það óáreitt, að tekið væri i hendina á honum, þegar hann fór inn af linu. FH liðið barðist mjög vel og skemmtilega i þessum leik. Leik- menn vissu hvað i húfi var og unnu samkvæmt þvi. Vörnin var hreyfanleg og föst með ,,litlu tröllin” Birgir Björnsson og Gils Stefánsson, sem beztu menn. Hjá þeim var ekkert hálfkák við hlut- ina, enda báðir hraustmenni. Sem fyrr var Geir Hallsteinsson beztur FH-inga i sókninni. Viðar Simonarson átti einnig góðan leik og nú loks með FH átti Þórarinn Ragnarsson sæmilegan leik — skoraði mikilvæg mörk og var góður i vörninni. Dómarar leiksins voru þeir Valur Benediktsson og Karl Jóhannsson. Þeim gekk upp og ofan eins og gengur og gerist hæði hjá leikmönnum og öðrum, en þó ekki svo illa að þeir þyrftu að verða fyrir aðkasti i leikslok. —klp— inn lét sjá sig, sendi Birgir Björnsson knöttinn i tómt mark Fram og þar með var staðan orðin 14:12, og þegar það kom á markatöfluna kvaö við mikið hrifningarhróp frá áhorfenda- skaranum, sem var ánægður með þessa aukaskemmtun. Það var vert að sjá þennan leik, 2. deild kvenna: ÞAR VERÐA ÞAÐ KR 0G FH SEM BÍTAST Klp—Reykjavik. KR stendur bezt að vigi með að komast upp i 1. deild kvenna i handknattleik, en það er eina lið- ið i deildinni, sem hefur ekki tap- að leik. Hið unga lið FH stendur næst KR, en það sigraði IBK 11:9 á sunnudaginn. Annar leikur fór fram I 2. deild kvenna um helg- ina, 1R og Fylkir léku i Laugar- dalshöllinni og sigraði 1R með 10 mörkum geng 4. Ekki var handknattleikur þess- ara liða sérlega merkilegur, en allt var i lagi með hann á milli. 1R hafði enga skiptimanneskju, en Fylkis-liöið var betur sett að þvi leyti, þó svo að ein húsmóðirin úr Arbæjarhverfinu, sem lék meö liðinu með skuplu á höfði og öll i rúllum, yrði að yfirgefa leikvöll- inn og halda heim i miðjum leik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.