Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.02.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Þriðjudagur 22. febrúar 1972 Krú fyrsta fundi Norðurlandaráðs i Helsingfors. Forseti fundarins, V.J. Sukselainen, er i ræðustól. Jón Skaftason á fundi Norðurlandaráðs: (UPI) TREYSTUM A AÐSTOÐ NORÐUR LANDA VIÐ GERÐ SAMNINGANNA VIÐ EFNAHAGSBANDALAG EVRÓPU Slysavarnafélagið reisir nýtt hús á Grandagarði OÓ-Reykjavík. Slysavariiafélag Islands mun í sumar láta reisa nýtt hús vestur á Granda-, verður það Grandavegur 1. Húsið verður tæpir 200 fermetrar og grunnfleti, tvær hæðir. Eru teikningar tilbúnar og verður verkið boðið út bráðlega. Er miöað við að byggingarfram- kvæmdir hefjist I marzmán- uöi. t húsi þessu verður birgða- geymsla SVFl og aðstaða til æfinga fyrir björgunarsveitir. Mjög er farið að þrengjast um starfsemina i húsinu á Grandagarði, en þar eru skrif- stofur félagsins og birgða- geymsla. Einnig er þar sam- kötnlisalur og Grandaradió er þar einnig til húsa. En viðar þarf að byggja fyr- ir Slysavarnafélagsdeildirn- ar. Grindvikingar hafa farið fram á aöstoð til að koma upp nýju húsi, en þar er gamalt hús, sem notazt er við og er fyrir löngu orðið allt of litið. Björgunardeildin i Grindavik er ein hin mikilvægasta hér á landi og hefur margsannað til- verurétt sinn og nauðsyn. Hef- ur deildin bjargað ekki færri en 170 mannslifum úr bráðum háska, auk allra þeirra sem aðstoðaðir hafa verið. 1 Sandgerði er einnig brýn nauðsyn á að koma upp nýju húsi fyrir björgunarsveitina, en þar var byggt skýli fyrir björgunartæki árið 1926, og er það notað enn. I Höfn i Horna- firði stendur einnig til að byggja yfir björgunarsveitina. Stórgjafir til Staða- staðarkirkju Vifrguðsþjónustu á gamlárs- dag s.l. var kveikt i fyrsta sinn á fallegum ljósakrossi, sem komið hafði verið fyrir á kirk- junni á Staðastað. Þau hjónin Laufey Karlsdóttir og Gunnar Asgeirsson frá Hofgörðum höfðu gefið andvirði krossins, en þau eru nú búsett á Akra- nesi. Krossinn er til minningar um fósturforeldra Laufeyjar, þau Guðrúnu Arnadóttur og Jón G. Sigurösson frá Hof- 'görðum. Við sama tækifæri tilkynnti sóknarpresturinn, séra Þor- grimur Sigurðsson prófastur, ennfremur, að orgelsjóði kirk- junnar hefði borizt gjöf að upphæð 10 þús kr. Gefendur eru Elin Gisladóttir og Þórður Kárason maöur hennar, Sund- laugarvegi 28, Reykjavik. Þau tileinka þessa gjöf minningu Gisla Þórðarsonar frá öl- keldu, föður Elinar. Sóknar- nefndin flytur fyrir hönd safnaðarins öllum þessum gefendum þakkir fyrir hinar góðu gjafir og þann hug, sem að baki býr. Starf Mæðrastyrksnefndar Kópavogs Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs hefur gert yfirlit um starfsemi sina fyrir s.l. jól. Nefndin úthlutaði peningum og matvælum samtals fyrir 143 þús. kr.,en auk þess mikl- um fatnaði, sem safnaöist meðal bæjarbúa. Aðstoðar þessarar nutu milli 50 og 60 konur og heimili þeirra. Kópa- vogsbúar reyndust örlátir til hjálpar eins og áður, og safn- aðist mikið i fé og fatnaði. Nefndin færir öllum þeim, sem veittu henni stuðning i starfi eða létu eitthvað af hendi rakna til þessa hjálpar- starfs, sem mikil þörf var fyr- ir, beztu þakkir. Skátar unnu mikið og gott starf við söfnun, og var aðstoð þeirra ómetan- leg. Fjórir lögfræðingar veittu konum, sem á þurftu áð halda, ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir milligöngu nefndarinnar. Jón Skafason alþingismaöur flutti ræöu I almennum umræöum á fundi Noröurlandaráös I Helsingfors, og fer ræöa hans hér á eftir. Hr. forseti. Virðulegu ráðsmeðlimir. Saga norrænnar samvinnu innan vébanda Norðurlandaráðs spannar nú yfir tvo áratugi. Reynslan af þvi samstarfi er yfir- leitt góð og sérstaklega við- burðarik siðari áratuginn, enda mætti meö ólikindum telja, ef svo væri ekki vegna skyldleika fólks- ins, er Norðurlönd byggir, sam- eiginlegs menningararfs og likra þjóðfélagshátta. Dæmi um jákvæðan árangur þessa samstarfs blasa viða viö i löggjöf þjóðanna og millirikja- samningum, ekki sizt á sviði félags- og menningarmála, og i vaxandi mæli á sviði efnahags- mála. Ég minni á hinn endur- skoðaða samstarfssamning Norðurlandanna, er tók gildi á miðju s.l. ári, á ráðherranefndina, á forsætisnefndina og skrifstofu hennar i Stokkhólmi, á norrænu menningarmiðstöðina i Kaup- mannahöfn og siðast en ekki sizt siaukna samvinnu og samstarf Norðurlandaþjóðanna innan EFTA, sem leitt hefur til stór- aukinna viðskipta þeirra i milli öllum tiThags. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka þá aðstoð, er aðrar Norðurlanda- þjóöir veittu Islendingum i samningunum við EFTA, sem vissulega voru ekki vandalausir fyrir okkur. En saga norrænnar samvinnu á þessu timabili greinir lika frá vonbrigðum og ósigrum. Stærst tel ég þau, að okkur tókst ekki að koma NORDEK á laggirnar, enda voru vonbrigði margra mikil i marz 1970, er það varð ljóst. Sumir segja, að NORDEK hug- myndin hafi aðeins verið kistu- lögð um sinn og að alltaf megi opna kistuna aftur og gera NORDEK að veruleika. En er það raunhæft mat i dag? Ég held ekki. Þvert á móti sýnast mér ýmis teikn á lofti, er benda eindregið til þess, að samstarfi Norðurlanda- þjóðanna, ekki sizt á efnahags- og viðskiptasviðinu, sé stefnt i nokkra tvisýnu vegna þeirra samninga, sem þjóðir þessar standa nú i við EBE og sem verða brátt til lykta leiddir, að þvi er sumar þjóöirnar varðar a.m.k. Að sjálfsögðu verður hver Noröurlandaþjóðanna að gera upp hug sinn til þessa máls.miða við sina hagsmuni fyrst og fremst. En þvi hefir verið marg- yfirlýst af hálfu forystumanna Norðurlandaþjóðanna, að þeir muni leitast við að styrkja og efla norrænt samstarf, um leið og þeir semja fyrir lönd sin við EBE En verður þetta hægt i reynd, þegar á hólminn er komiö? Ég dreg ekki i efa góðan vilja for- ystumanna Norðurlandaþjóð- anna i þessum efnum. Um hitt efast ég meir, að embættismenn- irnir i Brússel og stjórnmála- foringjar Efnahagsbandalags- rikjanna telji sig geta komið nægilega til móts við óskir þjóða okkar um undanþágur frá ák- væðum Rómarsáttmálans vegna þess yfirlýsta tilgangs foryrstu- manna EBE að efna til eins náins samstarfs rikja V-ÞEvrópuþjóða og mögulegt er á sem flestum sviðum. Bandariki V-Evrópu er hugsjón þeirra margra. Af þessu höfum við nýja reynslu, þar sem voru erfiðleikar Norðmanna i samningunum við EBE um að fá að halda einkarétti i framtiöinni til fiskveiða fyrir norska rikisborgara innan norsku fiskveiðilandhelginnar. öll þekk- jum við þá sögu og skal hún ekki rakin hér. Fyrir þjóö sem tslendinga, sem eru fámennir og með einhæfa atvinnuvegi, verða erfiðleikarnir stórkostlegir, þegar þeir standa frammi fyrir þeim vanda að semja við risabandalag eins og EBE. A tslandi er enginn flokka- ágreiningur um, að útilokað sé með öllu fyrir Island að gerast aðili að þvi bandalagi. En islenzka rikisstjórnin. Allir stjórnmálaflokkarnir hafa lýst yfir þeirri stefnu að reyna að ná samskonar friverzlunarsamningi við EBE oe Island náði við EFTA. Eins og stendur virðast á þvi miklir örðugleikar. Forystumenn EBE hafa á kurteisan hátt látið þau boð berast, að færi Islend- ingar út fiskveiðilandhelgina 1. sept. n.k., eins og ákveðið er, þá muni það torvelda mjög alla samningsmöguleika okkar við bandalagið. Við erum þvi óneitanlega i nokkrum vanda. Verndun fiski- miöanna umhverfis Island er forsenda áframhaldandi búsetu i landi okkar þ.e. conditio sine qua non. An gjöfulla fiskimiða um- hverfis landið og nýtizku fisk- iðnaðar hröpuðu lifskjör landa minna niður á eymdarstig. Islenzk stjórnvöld hafa sýnt það i verki, að þeim er full alvara, þegar þau leggja svo rika á herzlu á að vernda miðin fyrir rányrkju. Hvergi, það ég þekki til, eru strangari reglur um veiðar en innan islenzku fisk- veiðilandhelginnar. Það nýjasta i þeim efnum er nokkurra vikna gömul reglugerð, er leggur al- gjört bann við sildveiðum i 11/2 ár innan islenzkrar fiskveiðiland- helgi. Þessar reglur eru settar til þess að reyna að koma i veg fyrir útrýmingu sildarstofnsins, eins og þess norska, og það eru fleiri en Islendingar, sem munu njóta þess i framtiðinni, ef tekst að koma i veg fyrir eyðingu þýðingarmikilla fiskistofana i N- Atlantshafi. Ólik tengsl Norðurlandaþjóð- anna viö EBE hafa, sem fyrr segir, áhrif á eðli norrænnar samvinnu. Eftir þvi sem EBE stækkar, verður voldugra og færir starfsemi sina inn á fleiri svið, þeim mun meir takmarkast rými hins norræna samstarfs, ef Danir og Norðmenn gerast aðilar. Það er ljóst, að lendi reglum EBE og Norðurlandasamstarfsins saman,verða þær siðari að vikja. Samstarf Norðurlanda hefir leitt til raunhæfs árangurs und anfarna tvo áratugi og á vissu lega mikla möguleika i fram- tiðinni, verði ytri þróun þvi ekki fjötur um fót. Hvergi i heiminum mun lýðræðisfyrirkomulagið standa fastari fótum en á Norðurlöndum. Hvergi mun frelsi og öryggi einstaklingsins meira en þar. Norðurlönd hafa á alþjóðavettv. verið helztu boð berar friðar og talsmenn afvopn- unar undir alþjóðlegu og tryggu eftirliti. Margir bera kviða i brjósti um, að þessi sérkenni glatist að einhverju leyti, eftir að þau hafa samið við EBE Ég fagna þeirri athugun, sem i gangi er á vegum ráðherranefndar- innar um áhrif mismunandi tengsla Norðurlandaþjóðanna á norrænt samstarf. Sú athugun hefði þurft að byrja fyrr og meiri upplýsingar liggja fyrr fyrir. En ljóst má hverjum verða, að smáriki eins og tsland getur af augljósum ástæðum ekki gerzt aðili að EBE, meginreglur Rómarsáttmálans eru sniðnar við allt aðrar þarfir en okkar. Hins vegar þurfum við að ná viðhlitandi samningum um tolla og viðskipti við bandalagið án afarkosta, og við treystum á þá frændur okkar á Norðurlöndum, sem fá þar einhverju um ráðið,að aðstoða okkur i þeirri samnings- gerð. í þvi sambandi minni ég á, að við höfum um langt árabil keypt langt um meira frá V-Evrópu- þjóðunum, heldur en við höfum getað selt þeim. Við teljum þvi, að siðferðilegan rétt eigum við sterkan og trúum þvi ekki fyrr en á reynir, að V-Evrópuþjóðirnar beiti okkur viðskiptaþvingunum og hrekji okkur úr þeim þjóða- hópi, sem við teljum okkur skyldastan. Vöruafgreiðslu Skipaútgeröar rikisins verður lokað frd kl. 12-16 i dag vegna jarðarfarar. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.