Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. febrúar 1972
TÍMINN
3
M
Wrfí
jmi
Wí
JMl,
iiiii
Spellvirki unnin á
félagsheimili Fram
Voru einhverjir óánægðir með rírslit Islandsmótsins að verki?
varð Islandsmeistari i hand-
knattleik.
Flestar rúður i heimilinu
voru brotnar og spellvirki
unnin á innanhússmunum.
Sagði Alfreð borsteinsson, ný-
kjörinn formaður Fram, að
mjög óliklegt væri, aö félags-
heimilið yrði notað framar, en
fyrir dyrum stendur, að Fram
flytji starfsemi sina á nýtt
félagssvæði við Alftamýri, en
það átti þó ekki að gerast fyrr
en siðar á árinu, enda á Fram
eftir að byggja nýtt félags-
heimili. Það verk hefur nú
verið boðið út.
„Þetta kemur sér óneitan-
lega illa fyrir okkur”, sagði
Alfreð i stuttu viðtali. ,,Það
verður tæplega lagt út i við-
gerðarkostnað, þar sem fyrir
dyrum stendur, að félagið
flytji starfsemi sina á annan
stað. í augnablikinu stöndum
við á götunni. Annars mun
stjórn félagsins fjalla um
þetta mál á fundi á morgun, og
þá verður tekin ákvörðun. Ég
býst við, að við munum leita á
náðir skólastjóra Alftamýrar-
skóla um einhverja aðstöðu i
skólanum i bili, en vonandi
getum við hafizt handa um
byggingu nýs félagsheimilis á
næstunni og þá munu vand
ræði okkar leysast, áöur en
langt um liður.”
Ekki hefur verið haft upp á
þeim, sem ollu skemmdunum,
en það er hald sumra, að
þarna hafi verið að verki ein-
hverjir náungar, sem ekki
gerðu sig ánægða með úrslitin
i Islandsmótinu.
...........IIIIIHI.............. ............ ........ r
BÓKAMARKAÐURINN BÝÐUR UPP
A FLEIRI BÆKUR EN FYRR
EB-Reykjavik. -Skemmd mi'ðvikudkv eða aðfaranótt
arverk voru unnin á félags fimmtudags, aðeins nokkrum
heimili Fram við Skipholt s.l. klukkustundum eftir að Fram
Alfreð Þorsteinsson, formaður Fram, virbir fyrir sér skemmd
irnar i félagsheimilinu. (Tímamynd Gunnar).
islenzk Ijósmyndafyrirsæta
í Extra Bladet.
Heldur er það sjaldgæft að sjá
kvennmannsfatnað i Extrablað-
inu dansk, — konur þar eru
yfirleitt sýndar á Evuklæðum
einum. Þannig er það lika um
unga stúlku i blaðinu nýlega, sem
sögð er islenzk og væntanlegur
keppinauturi fegurðarsamkeppni
tslands. Mynda þeir stúlkuna i
malarbing, sem sagður er eign
föður hennar, — og hraðinn sem
ljósmyndarinn stillti myndavél-
ina á er 1/125 úr sekúndu, — til að
stúlkan fengi ekki hálsbólgu, eins
og blaðið segir.
Tvöföld hátíö
Að visu var 40. nemendamótið
þeirra Verzlunarskólamanna
ekki venjuleg afmælisveizla að
þessu sinni. Hinsvegar vildi svo
skemmtilega til að skólastjórinn,
dr. Jón Gislason, átti einmitt af-
Tók sæti á Alþingi
EB-Reykjavik.
Tómas Arnason 1. varaþing-
maður Framsóknarflokksins i
Austurlandskjördæmi, tók i gær
sæti á Alþingi i stað Páls Þor-
steinssonar sem verða mun frá
þingstörfum um skeið.
Netabátar frá Reykjavik:
Hafa fengið
30 tonn í róðri
ÞÓ-Reykjavik.
Afli netabáta frá Reykjavik
hefur verið sæmilegur undan-
farið, yfirleitt hafa bátarnir verið
með 9-10 tonn i róðri en hafa
komizt allt upp i 30 tonn af einnar
nætur fiski, sem þykir mjög gott
miðað við árstima.
Netabátum hefur fariö fjölg-
andi undanfarið og nú munu 10
bátar vera byrjaðir róöra með net
frá Reykjavik.
Dóms- og
lögreglumál á
Suðurnesjum
EB-Reykjavik.
Á fundi sameinaðs þings s.i.
fimmtudag var samþykkt sam-
hljóöa, sem ályktun Alþingis til-
laga um skipan dóms og lögreglu-
mála á. Suðurnesjum, sem allir
þingmenn Reykjancskjördæmis
lögðu fyrir þingið i haust.
Tillagan var samþykkt svo-
hljóðandi-
,,Alþingí ályktar að skora á
rikisstjórnina að láta leggja fyrir
Alþingi frumvarp til laga um
skipan dóms- og lögreglumála á
Suðurnesjum á þann veg, að á
svæðinu sunnan Hafnarfjarðar-
kaupstaðar heyri þessi mál til
einu embætti”.
mæli 23.febrúar, daginn sem
mótið var haldið. Nemendamótið
fór fram með nýju sniði, en
heppnaðist ákaflega vel.
Skemmtiatriði fóru fram i Há-
skólabiói, en dansinn dunaði á
eftir i Sögu. Myndin er af einu
skemmtiatriðanna, nýrri útgáfu
af Ævintýri á gönguför.
Nýr maður tekur við hjá Fí
á Egilsstöðum.
Ynging á sér stað þessa dagana á
yfirmannaliði Flugfélags Islands
á ýmsum stöðum, bæði heima og
erlendis. Fyrir nokkru tók einn
þessara ungu manna við starfi
yfirmanns Egilsstaðaskrifstof-
unnar. Er hann Jóhann D. Jóns-
son, 26 ára Reykvikingur, sem
starfað hefur um nokkurra ára
skeið hjá félaginu á Reykjavikur-
flugvelli. Myndin er af Jóhanni.
Vilja viðurkenningu á
stjórn N-Víetnam.
Utanrikisráðherra má vænta
heimsóknar fulltrúa Samtaka
námsmanna erlendis á næstunni.
Meðferðis munu þeir hafa lista
með nofnum 267 námsmanna i
Moskvu, Hannover, Álaborg,
Kaupmannahöfn, Gautaborg,
Lundi og Malmö. Er þar skorað á
rikisstjórnina að gera nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess aö
stjórnmálaleg viðurkenning
Islands geti orðið án tafar.
Kaupmenn
vilja fá að
selja mjólk
100 fulltrúar viðs vegar af land-
inu sátu aðalfund Kaupmanna-
samtaka Islands, sem haldinn
var a.l. fimmtudag. A fundinum
var Hjörtur Jónsson endurkjörinn
formaður samtakanna, en
meðlimatalan er nú 740 verzlanir.
A fundinum urðu miklar um-
ræður um sölu mjólkur i mat-
vöruverzlunum. Var samþykkt
eftirfarandi álýktun:
„Aðalfundur Kl. haldinn að
Hótel Sögu fimmtudaginn 24/2.
1972 ályktar að eigi verði lengur
unað þvi misrétti, sem rikjandi
er, um það hverjir megi selja
mjólk og mjólkurvörur og hverjir
ekki.
Þar sem fullvist má telja, að
um leið og þessu misrétti yrði
eytt, þá myndi smásölukostnaður
mjólkur læxka, — en neyzla
mjólkur aukast - neytendum
bændum og verzlunum til hags-
bóta, þá skorar aðalfundur K.l. á
Alþingi að samþykkja, fram-
komna lagabreytingartillögu um
endurbætta skipan mjólkursölu-
mála”.
SJ-Reykjavik.
Arlegur bókamarkaður
Bóksalafélags Islands var opn
aður i morgun, þriðjudag, i
Glæsibæ við Alfheima og er nú
stærri en nokkru sinni fyrr. Ná-
lægt 4000 bækur af ótal tegundum
i mismunandi stórum upplögum
eru þar á boðstólum. Af sumum
bókanna eru aðeins fáein eintök,
en á hverjumbókamarkaöi hverfa
margar bækur úr umferð. Búast
má við að 5% bókanna, sem eru
á þessum markaði, eða um 200
bækur, verði ekki á bókamarkaði
1973.
Elzta bók i frumútgáfu á
markaðinum er frá 1880, fyrsta
bindi af þrem Islenzkra forn-
sagna, sem Hið islenzka bók-
menntafélag gaf út á árunum
1880-1883. Einnig er mikið af
nýlegum bókum á markaöinum,
þó ekki bókum ársins 1971, og allt
þarna á milli.
Formaður Bóksalafélagsins,
Valdimar Jóhannsson sagði á
blaöamannafundi, aö yfirleitt
tæki langan tima að selja bækur á
lslandi, enda væri bókaútgáfa hér
yfirskilvitlegt fyrirbæri. Algengt
væri að þriðjungur upplags
seldist fyrsta árið, 2/3 seldust
næstu áratugi. Alger metsala á
bókum fyrsta áriö eftir útgáfu
væri 4000-5000 eintök.
Valdimar sagöi ennfremur, að
bókamarkaðirnir virtust vinsæiir
meöal ungs fólks, sem margt
hvert hæfi þar sin bókakaup. A
bókamarkaðinum gefst tækifæri
til að sjá miklu fleiri bækur en al-
mennt i bókaverzlunum. Þar fást
einnig bækur með afborgunar-
skilmálum.
Bókamarkaðurinn verður opinn
á venjulegum verzlunartima og
til kl. 22 á þriðjudags- og föstu-
dagskvöldum. Siðasti dagur
markaðarins verður laugardagur
11. marz.
OÓ-Reykjavik.
Kjórir piltar 13 og 14 ára
gainlir, voru staðnir að innbroti á
sunnudagskvöld. Voru þeir i
veitingastofunni Austurbrún,
I.augavegi 168.
Lögreglan frétti af mannaferð-
um i veitingastofunni á lO.timan-
um, en þá var búið að loka henni
fyrir nokkrum klukkustundum.
Þegar lögreglumenn komu á
staðinn var allt með kyrrum kjör-
um að sjá. Var búið að ganga svo
snyrtilega frá hurðinni, sem brot-
inn var upp, að ekkert sást at-
hugavert að utan. Var hringt i
eigandann og kom hann og opnaði
fyrir lögregluþjónunum. Sáu þeir
i fyrstu engan þar inni, en allt i
einu þustu fjórir strákra fram úr
felustöðum sinum og ætluðu út, en
voru gripnir.
Ekkert þýfi fannst á strákun-
um, en Ijóst er að búið var að
stela sigarettum og skiptimynt úr
veitingastofunni. Liggur ekki ij-
óst fyrir hvort piltarnir sprengdu
upp bakdyrnar, sem þeir fóru inn
um, eða hvort einhverjir hafa
verið þar á ferðinni á undan þeim.
Aðfararnótt laugardags var
brotist inn i kjörbúðina Norðurás,
Laugarásvegi 2, en litlu stolið.
Reykviskir bóksalar á bókamarkaðinum i kjaliara Glæsibæjar. (Tlmamynd Gunnar)