Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. febrúar 1972 TÍMINN 7 Giftist varnarmálaráöherranum Það þótti heldur i frásögur færandi i Sviþjóð nú fyrir ára- mótin, er varnarmálaráðherra landsins, Sven Anderson, kvæntist einkaritara ensku ambassadorsfrúarinnar, Ullu Holmquist. Hjónin eru bæði sextug, og hafa bæði verið gift áður. Nú hyggjast þau eyða elli- dögunum saman, og gleðjast yfir framtiðinni og hjóna- bandinu. Hjónavigslan fór fram á Þorláksmessu. Þá brugðu brúðhjónakornin sér i næstu kirkju, og létu pússa sig saman, og ekki voru aðrir nærstaddir en meðhjálparinn og kona hans, og voru þau vigsluvottar. Að athö- fninni lokinni höfðu Sviar eignazt nýja ráðherrafrú. Sven og Ulla hittust fyrst fyrir nokkru i boði hjá. yfirmanni sænska flughersins, Stig Nyrén. Var- narmálaráðherrann lagði þegar til atlögu, sennilega eftir leið- beiningum frá upplýsingaþjón- ustunni! — Hvaða dama er þetta? spurði hann, — velþekkt frú i Stokkhólmi, og ritari i brezka sendiráðinu. Fyrr um kvöldið hafði Ulla sjálf spurt einhvern gestanna, hver þessi huggulegi maður væri, þvi hún var svo fáfróð, að þekkja ekki i sjón eigin varnarmálaráðherra. Næsta kvöld hittust þau svo aftur þessi tvö, og nú eru þau gift. Aðalsdraumurinn rætist Að lokum virðist margra ára draumur Frankos einræðis- herra á Spáni ætla að rætast. Heitasti draumur hans hefur alltaf verið að mægjast ein- hverri aðals- eða konungsætt, og nú er dótturdóttir hans.Maria, i þann veginn að ganga i hjóna- band með sendiherra Spánar i Sviþjóð, Don Alfonso deBourbon y Dampierre, en hann er prins. Sagt er, að undanfarin þrjátiu ár hafi Franko ekki átt sér stærri draum en að mægjast eða tengjast á einhvern hátt konungsættum og aðli landsins, og með brúðkaupinu, sem fer fram 8. marz næst komandi, rætist draumurinn. Franko vonaðist lengi vel til þess, að éirikadóttir hans, Carmencita, gæn oroiö til þess að uppfylla óskir hans. Hún hafði fengið heldur slæmt uppeldi. Faðir hennar dýrkaði hana, og sama má segja um móðurina. Franko reyndi að koma þvi til leiðar, að dóttir hans og greifinn af Barce- lona, faðir Juan Carlos rikis- erfingja, giftust, en úr þvi gat ekki orðið. Siðar gafst Franko tækifæri til þess að hefna sin á þeim feðgum með þvi að banna Juan Carlo að kvænast Mariu- Gabriellu af Savoyen af þeim ástæðum, að hún hefði oft sézt úti um nætur með þekktum nautabönum. Franko gerði allt sem hann gat til þess að finna ★ C> hæfan eiginmann fyrir dóttur sina, en endirinn varð sá,að hún giftist ungum og dugandi manni, Cristobal Martinez, markgreifa af Villaverde, sem stundaði nám i Madrid. Þau eignuðust svo dótturina Mariu del Carmen Martinez Bordin, sem nú ætlar að verða til þess að tengja afann aðlinum. Hér er unga parið á skiðum i heima- landi sinu, Spáni. * Mynd um morðið á Kennedy Pierre Salinger, sem eitt sinn var ritari Kennedys forseta, og nú er kaupsýslumaður i London og skáldsagna- höfundur, er búinn að semja kvikmyndahandrit um morðið á Kennedy Myndin á að heita The File, og stjórnandi hennar verður hinn þekkti kvikmyndastjóri John Frankenheimar. ★ Hoover er hundavinur Edgar Hoover, yfirmaður FBI — bandarisku leyniþjón- ustunnar, sem verið hefur æðsti maður þessarar miklu stofn- unar i 38 ár, á ekki marga vini. Hann er nú 77 ára gamall, og hefur orðið fyrir miklum árásum, og margt hefur verið gert til þess að reyna að koma honum frá stjórn leyniþjónust- unnar, en ekkert dugar. Eigin- lega á Hoover aðeins tvo vini. Annar þeirra er aðstoðarmaður hans, hinn 72 ára gamli Clyde Tolson og hitt er 71 árs gamall einkaritari. Hoover hefur aldrei verið kvæntur. Hann hefur átt marga hunda, og er einstaklega mikill hundavinur. 1 hunda- kirkjugarðinum i Washington eru sjö grafir, sem hann heim- sækir með jöfnu millibili. Sem stendur á hann tvo hunda Gee- Boy og Cincy. Kirkjugarðs- vörðurinn i kirkjugarðinum i Washington hefur sagt: ,,Annað hvort hefur maður mikið dálæti á hundum, eða maður getur alls ekki þolað þá. Hoover elskar hunda af öllu sinu hjarta. Eigin- menn fylgja konum sinum til grafar, af þvi að þeir verða að gera það, en hann fylgir hund- unum sinum til grafar af þvi að hann langar til þess. Óli hafði oftsinnis kvartað við húseigandann, að mikill raki væri i ibúðinni, en árangurslaust, þar til Óli kom með músagildrurnar sinar og sýndi honum, að i þeim voru tveir lifandi álar. (rU BiUe — Viltu þá viðurkenna, að systir min hafi fallegri fætur en systir þin? Tveir fjónskir bændur urðu ó- sáttir og nú var málið komið fyrir sýslumann. Annar bóndinn spurði lögfræðing sinn, hvort það mundi ekki hjálpa að senda dómaranum feita og fallega andasteik fyrir réttarhöldin. Lögfræðingurinn ráðlagði honum að gera það alls ekki, þvi það yrði litið á sem mútur og gæti haft þveröfug á- hrif. Bóndi þessi vann málið og þegar hann gekk út úr réttarsaln- um, sagði hann við lögfræðinginn, að það hefði nú samt verið gott, að hann sendi dómaranum önd- ina. Lögfræðingurinn varð yfir sig hissa og ætlaði að fara að skamma bónda, þegar sá greip fram i og sagði: —En ég sendi öndina ekki i minu nafni... Rikur maður, sem var þekktur fyrir nizku, fékk dag nokkurn heimsókn betlara, sem bað um tvær brauðsneiðar. Eftir nokkurt — Já, þú getur kannski náð þér i karlmann svona, en heldurðu, að þú getir haldið i hann? þras fékk hann brauðið og greip blað sem lá a' borðinu og vafði utan um brauðið. —Heyrið mig! hrópaði riki mað- urinn. —Þetta er blaðið i dag og ég er ekki einu sinni búin að lesa það. —Vertu rólegur, svaraði betlar- inn. —Það er ekki svo oft, sem þér gefið eitthvað, að þá verður það að fara i blööin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.