Tíminn - 29.02.1972, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 29. febrúar 1972
TÍMINN
15
íslenzk uppfinning:
Heybjörgin reynd er-
lendis með góðum árangri
Þurrkun á heyi til skepnufóðurs
hefur jafnan verið eitt af þýðing-
armestu viðfangsefnum islenzkra
bænda. En allt fram á siðustu
tima hefur þessi þáttur land-
búnaðarins algerlega verið háður
duttlungasömu veðurfari, og þvi
gefist misjafnlega. Af þessum
sökum hafa bændur oft orðið fyrir
meira og minna tjóni i óþurrka-
tið.
Flestum mun i fersku minni
óþurrkarnir, sem herjuðu mikinn
hluta landsins sumarið 1969, og
þær þungu búsifjar, sem bændur
á óþurrkasvæðunum urðu þá
fyrir. Mikið var þá rætt og ritað
um þessi efni, og virtist það lýsa
lofsverðum áhuga á, að eitthvað
yrði að gera til að hjálpa bændum
og losa þá undan áhrifavaldi
óþurrkanna. Hugleiðingar um
þetta leiddu til þess, að haustið
1969 gerði ég uppdrált að þurk-
hjalli sérstaklega geröum fyrir
hey, i þeirri von að orðið gæti til
hjálpar. Hjallinn hef ég nefnt
heybjörg til samræmis við það
hlutverk, sem honum er ætlað,
þ.e. að bjarga heyi i óþurrkatið.
Ég lagði leið mina eftir tilvisun til
eins af ráðunautum Búnaðarfél.
Islands með uppdráttinn ásamt
greinargerð dags. 13. sept. 1969.
Hjá honum lá hvorutveggja i
nokkra mánuði, án þess að þvi
væri gaumur gefinn, og vitjaði ég
þess þá aftur. Hugleiðingar min-
ar beindust einkum að þvi að
nota þau eðlislögmál, sem fyrir
hendi eru, til að þurrka heyið.
Þ.e.a.s. hvarvetna þar sem illa
þurru heyi er hrúgað saman,
myndast i þvi hiti fyrir tilverknað
gerilsins bacillus subtilis, sem
ekki lætur á sér standa. Hitinn
kallar á súg, og þannig vinna
saman sjálfgefinn hiti og súgur að
þvi að þurrka heyið. Heybjörgin
hefur það hlutverk að bera heyið
uppi þannig, að það verji sig, og
halda þvi á lofti frá jörðu, svo
súgurinn geti hindrunarlaust
streymt inn undir það frá öllum
hliðum og upp í gegnum það.
Þann 16. mai 1970 birtist grein-
arkorn eftir mig i Morgunblaðinu,
þar sem ég benti á og lýsti þess-
ari heyþurrkunaraðferð, sem er
alger nýjung. Fyrst eftir að
greinin birtist komu nokkrir
menn að máli við mig um efni
hennar, og létu i ljós að hér væri
athyglisverð nýjung á ferðinni.
Mér vitanlega var enginn
þessara manna úr bændastétt, né
nokkur framámaður i búnaðar-
málum. En meðal þeirra var vel-
metinn háskólaborgari, Svein-
björn Bjarnason, guðfræðinemi.
Kvaðst hann hafa áhuga á
þessu, þvi hann hafi
hafa áhuga á þessu, þvi hann hafi
unnið sumarið áður (1969) hjá
tengdaföður sinum úti i Skotlandi
að heyþurrkun, sem aðsumu leyti
svipaði til þess, sem ég bendi á,
Þegar Sveinbjörn fór út til Skot-
lands óskaði hann þess að fá að
hafa með sér teikningu mina að
heybjörginni, sem ég með ánægju
Jóhann Teitsson.
lét honum i té, með ósk um að þeir
tengdafeðgarnir notfærðu sér
hana. Jafnframt bað ég Svein-
björn að láta mig fá hlutlausa
umsögn um reynsluna. Varð hann
góðfúslega við þeirri beiðni, og
fer hér á eftir umsögn hans:
„Sumarið 1969 var ódrjúgt til
heyverkunar i Skotlandi. Voru þá
ýmsar leiðir reyndar til þess að
bjarga þvi sem bjargað varð.
Meðal annars var þá reynd aðferð
svipuð þeirri, sem Jóhannes
Teitsson hefur vakið á hérlendis.
Þetta þótti gefast vel og var þvi til
þessa ráðs gripið sumarið 1970,
sem var vætusamt með eindæm-
um. Viðuppslátt heybjargarinnar
höfðum við til hliðsjónar teikn-
ingar Jóhannesar, þó okkar smfði
væri mun minni og ófullkomnari.
Þetta sumar settum við upp 5
grindur um 4 metra langar.
Þegar búið var að setja heyið upp
loftaði um það bil fet undir, en
þykktin var um 2 fet. Óhætt er að
fullyrða,að þessi heyverkunarað-
ferð bjargaði heyafla þessa sum-
ars, þó einhver úrkoma væri
flesta daga. Jafnvel rennvott hey
var sett upp á þennan hátt og
verkaðist vel. Það eina, sem gæta
þurfti að,var að ekki mynduðust
Einn útgefandi
á hverja 6-7 þús.
íbúa landsins
Oó-Reykjavík.
Bókasafnstiðindi nefnist nýtt
rit, sem gefið er út á vegum bóka-
fulltrúa rikisins. Er blaðið
einkum ætlað bókavörðum og for-
ráðamönnum bókasafna. 1 ritinu
er yfirlit um bæjar- og héraðs
bókasöfn. Getið er um nýtt laga-
frumvarp um almenningsbóka-
söfn,og sagt er frá bókaeign ein-
stakra safna.
Fram kemur, að á árinu 1970
keyptu almenningsbókasöfn
bækur fyrir um 14 millj. kr.
Borgarbókasafnið i Reykjavik
keypti bækur fyrir rúman
helming upphæðarinnar.
Talið er að bókasöfnin kaupi
um 35 þús. bindi á ári. Er siðan
dæmið lagt þannig fyrir, að ef
útgáfukostnaður er lagður á 1000
eintök, sem algengt mun vera,
standa bókasöfnin undir útgáfu á
35 titlum, sé reiknað með að hvert
eintak sé keypt á 400 kr.
1 Bókasafnstiðindum segir, að
útgefendur kvarti yfir versnandi
afkomu og höfundar fái greidd
mjög lág ritlaun og að bækur
seljist i færri eintökum en áður.
Þvi skýtur þá nokkuð skökku við
að hér á landi eru að minnsta
kosti 35 útgefendur, samkvæmt
Bókaskrá Bóksalafélags Islands,
og þó er nokkrum sleppt, sem
gefa út eina eða tvær bækur. Er
þá útgáfufyrirtæki á hverja 6-7
þúsund ibúa landsins, og er varla
von, að allir fái mikið i aðra hönd
Þó er sýnt, að almenningsbóka-
söfnin kosta með kaupum sinum
útgáfu að minnsta kosti á einni
bók hvers útgefanda.
Talið er að bókasöfnin hafi
keypt um 20 þús. eintök islenzkra
bóka árið 1970. Samanlögö útlán
eru 1,2 millj. binda, en samanlögð
bókaeign allra almenningsbóka-
safna var um 800 þús. bindi.
geilar i heyið, þvi þá gegnblotnaði
það, annars varði það sig mjög
vel .Eftir þessa reynslu tel ég
engan vafa á þvi,,að heybjörgin
geti bjargað heyafla i vætutið.
Reykjavik 18. jan. 1972.
Sveinbjörn Bjarnason”
Sign
Mér þótti að sjálfsögöu vænt
um að sjá þessa umsögn Svein-
bjarnar, og að heybjörgin skuli
hafa orðið hinum skozka bónda að
svo góðu liði. Er það i fullu sam-
ræmi við það, sem ég hafði búizt
við. Mér þótti einnig vænt um að
heyra Sveinbjörn, sgja að
hér eftir yrði heybjörgin notuð á
þvi heimili.
Ég beini máli minu til islenzkra
bænda, og þó einkum þeirra ráða-
manna, sem annast rannsóknir
hér að lútandi, að reyna þetta
tæki, sem gefist hefir svo vel i
nágrannalandi okkar. Það er til-
tölulega ódýrt og reksturskostn-
aðurinn hverfandi litill . Skozki
bóndinn lét sér ekki nægja minna
en 5 hjalla. Hvað gera bændur
hér?
Hver veit nema hér sé fundið
tæki, sem gerir mögulegt að
þurrka hey undir beru lofti i
óþurrkátið. Tæki sem islenzkir
bændur hafa þráð en vantað i 11
aldir.
Heybjörgin með 10 m mænis-
lengd og 2 m sperrulengd tekur
um 80 hesta af þurru heyi fullnýtt,
eftir minni áætlun, og að sjálf-
sögðu má margnýta hana sama
sumarið.
Ég er reiðubúinn að láta i té
frekari skýringar og teikningar ef
óskað verður, og Sveinbjörn hefur
lofað að svara fyrirspurnum.
Reykjavik 19. jan. 1972.
Jóh. Teitsson.
Breiðabólstaðar-
kirkja á Skógarströnd
Þegar það varð kunnugt, að
hin fámenna Breiðabólstaðar-
sókn á Skógarströnd væri ráðin i
þvi að endurreisa kirkju sina, en
hún brann eins og kunnugter á
s.l. hausti, hófst þegar hreyfing
nieðal velunnara sveitarinnar
hér syðra uin það að styðja
heiinamenn i þessu góða verki.
Nokkurl fé hefur þegar safnazt i
byggingarsjóðjOg ncmur sú upp-
hæð, sem skrifstofa min hefur
veitt viðtöku til þessa. rúmum
80 þúsund kr. Mikill hluti þessa
fjár er andvirði jólakorta, sem
nokkrir vinir málsins tóku sig
saman um að gefa út og dreifa
meðal Skógstrendinga i Reykja-
vik og nágrenni. Auk þess hafa
borizt gjafir. Hæsta gjöfin hing-
að til er frá rosknum hjónum,
kr. 10 þúsund. Bústaðasókn i
Reykjavik hefur gefið fimm
þúsund kr. Einn einstaklingur
gaf kr. 4 þúsund. Lengst að rek-
in gjöf, kr. 2 þúsund, frá hjónun-
uin Margréti og dr. Richaril
Beck, prófessor, Canada. t bréfi
þvi. sem fylgdi gjöfinni, segir
prófessor Bcck m.a.: „Djúpt
snart það okkur hjónin, þegar
við fréttum um þann kirkju-
bruna...Söfnuðurinn, þótt fá-
mennur sé, getur ekki sætt sig
við það, að ekki risi þar af
grunni ný kirkja...Heiður og
þökk sé safnaðarfólkinu þar fyr-
ir þann trúnað við kirkju sina og
kristni. Og til þcss að sýna það i
verki, að við kunnuin þann hug
þess og viðleitni að meta meir
en i orði, hef ég beðið góðvin
okkar hjóna...að afhcnda þér
sem gjöf frá okkur Margréti
2000 kr. i byggingarsjóð kirk-
junnar á Breiðabólstað á
Skógarströnd". Þá nefnir dr.
Beck tengsl þjóðskáldsins sr.
Matthiasar Jochumssonar við
þessar slóðir, en móðurbróðir
hans, sr. Guðmundur prófastur
Einarsson, reisti kirkjuna, sem
brann.
Öll þau frainlög, sem borizt
hafa hingað til, þakka ég i nafni
stuðningsmanna Breiðabólstað-
arkirkju. Enn er ekki búið að
gera uppdrátt að hinni nýju
kirkju. Mun meira fé þarf að
safnast fyrir vorið, þegar hafið
verður að reisa kirkjuna. llerð-
um þvi róðurinn, kæru Skóg-1
strendingar og aðrir, sem viljið
leggja gott lið i mikilli nauðsyn.
Sigurbjörn Einarsson.í
TRESMIÐJA til sölu
ásamt vöruskemmu á 7000 ferm. lóð á
Reykjavikursvæðinu. Húsnæðið er mjög
hentugt til annars reksturs.
Nánari upplýsingar veitir, undirritaður,
ERLINGUR BERTELSSON,
Héraðsdómslögmaður
Kirkjutorgi G, simar 15545 — 14965.
^sláttuþyrlan
er betri
ódýrari
Ef þér eruð að hugsa um kaup á sláttuþyrlu i ár, þá borgar sig að kynnast kostum
-JF- sláttuþyrlunar.
Stillanleg sláttufjarlægð, -JF- fer þvi betur meö túnin,
þó óslétt séu, en nokkur önnur sláttuvél.