Tíminn - 03.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.03.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 3. marz 1972. Aðstoðar- og umboðsmenn lækna í héruðunum Peir Ingvar Gislason og Vil- hjálmur lljálmarsson flytja I sameinuðu Alþingi tillögu um að fela rlkisstjörninni að kanna, hvort ekki sé timabært og nauðsynlegt að hafa sem vlðast um byggðir landsins starfandi sérstaka umboðs- og aðstoðarmcnn lækna, sem fólk gæti leitaðtil I neyðartilfellum og I samband.i við ýmis minni háttar erindí, þegar ekki næst til læknis og væru þeir þjálfað- ir I slysahjálp, umönnun sjúkra, umsjón með lyfja- birgðum, lyfjaafgreiðslu o.s.frv. I þessu sambandi væri athugað, hvort ekki væri Ifk- legt að nýta mætti starfs- krafta Ijósmæðra frekar en ú er gert á sviði heilbrigðis- þjónustu. I»á leggja flutnings- menn tit, að efnt verði sem fyrst til sérstakra námskeiða fyrir það fólk, sem veldist til sllkra starfa og hér um ræðir. I framsöguræðu sinni fyrir tillögunni sagði Ingvar Gfsla- son, að ekki bæri að lita á þess a tillögu sem ,,lausn” á lækna- vandamálum landsbyggðar- innar, en hins vegar væri það skoðun flutningsmanna, að það væru til þjónustu I hverri sveit* eða þvl sem næst, sér- stakir hjúkrunarmenn, sem fólk gæli leitað til I neyðartil- fellum, ekki slzt þegar slys bæri að höndum og langt væri að leita læknis. I þvl fælist mikið öryggi og myndi létta störf héraðslækna, ef þeir hefðu sér til fulltingis þjálfaða sjúkraliða sei, vfðast I byggðum landsins. Benti Ingvar á, að slfkt hjúkrunar- fólk gæti orðið að líði á ýmsan annan hátt en I slysatilfellum. Mætti þar nefna ýmis konar umönnun sjúkra, umsjón með lyfjabirgðum, lyfjaafgreiðslu og sitt hvað fleira, sem varð- aði aðstoð við lækna og þjón- ustu við sjúklinga. Aukið öryggi fyrir fólkið A það má benda I þessu sambandi, að þessir umboðs- menn og aðstoðarmenn hér- aðslækna gætu I öllum alvar- legri tilfellum haft slmasam- band við lækna og fengið ná- kvæm - fyrirmæli þeirra um meðferð sjúklinga eða slas- aðra manna þar til sjúklingur kæmist undir læknishendur, og hefðu þessir hjálparmenn fengið þá nauðsy nlegustu menntun, sem tryggði að skynsamlegustu bráðabirgða- meðferð yrði fylgt. Slfkt gæti I vissum tilfcllum beinlfnis bjargað sjúklingum frá var- anlegum skaða eða dauða, og þessi skipan mála yðri ómet- anlegt öryggi fyrir það fólk, sem býr fjarri héraðslæknum, eða þar sem samgönguerfiö- leikar hamla, að sjúklingar komizt i tæka tið undir læknis- hendur. t.a.m. þar sem snjóar hindra samgöngur á vetrum, að ekki sé talað um þau héruð, sem læknislaus eru að meira cða minna leyti. i umræðunum, sem um þetta mál uðru á Alþingi, sagði Magnús Kjartansson, hcilbrigðismálaráðherra, að hér væri hreyft athyglisverðu máli, sem rétt væri að kanna til hiitar. Benti hann á I þvi sambandi, aö þegar væru starfandi i landinu (14) svo- nefndar héraðshjúkrunarkon- ur i óveittum læknishéruðum og ynnu þær þar ómetanlegt gagn. — TK „Helgi vill ekki unaþví, að ég riti honum til lofs og dýrðar” Hér kemur bréf frá Benedikti frá Hofteigi, og er Helga Haralds- syni bent á að lesa það öðrum fremur: „Landfari Karlinn „Illur lækur, eftirleiðis ég skal muna þig.” Ég skrifaði lltið eitt um bók Helga á Hrafnkelsstöðum, sem kom út I haust. Bókin ber háðs- heiti og bitnar mjög á Helga sjálf- um. Ég vissi.að hann var grátt leikinn, og ég vildi duga honum nokkuð I nokkru, i þessari ómak- legu niðrun. Nú vill Helgi ekki una þvi, er ég ritaði um bókina honum til lofs og dýrðar. Helgi hafði tekið að rita um nokkur fræðileg efni, og þar var ég hon- um ósammála og lét ekki kyrrt liggja. Það væri ekki vandi að eiga við fræði, ef allir væru sam- mála, og er þetta þekkt og nátt- úrulegt fyrirbæri með fræði- mönnum, auk þess, að ég held, að mér sé óhætt að tala um fræði á borð við Helga á Hrafnkelsstöð- um. Út af þessu alþekkta og vin- samlega ágreiningsefni færði manna. reiöist Helgi nú ákaflega og skrifar sjö dálka grein i Tim- ann. Ég vissi, hvað var á ferðinni og hafði Helgi flandrað um Reyk- javik meðal höfðingjanna til að leita að vopnum, sem gætu bitið mig eftirminnilega. Flestir mögnuðuHelga og bjuggust við góðri skemmtun. Og nú er Helgi kominn. Þessu rausi hans svara ég ekki neinu teljandi, enda er hér ekki haggað við neinu, er ég kenndi honum, oghann vill ekki læra, og sorglegir hlutir lafa hér á gömlummanni, sem brestur nú dómgreind. 1 þvi efni tel ég, að það sé eins og háðiö geti ekki losnað við Helga. Nú birtir hann sér til dýrðar, kveðskap og fyrst visu úr Þingeyjarsýslu, og hefur aldrei annar eins leirburður verið kveðinn þar i þingi og getur ekki verið nema háð. „Einn hann veit, hver Njálu skrifað hefur, er visuórð, sem segir sex. Aöra visu birtir Helgi i sama tilefni. Henni lýkur á þessa visuorði: „Sem ætlar að gefa Njálu Snorra.” Helgi skilur ekki háðið,að hann sé að gefa Njálssögu Snorra. Hvar skyldi Helgi hafa Snorra i Njálu? Og áfram heldur háðið, og eykur Helgi i það sjálfur mikilli smán, er hann upplýsir, að það kostaði fimmtán þúsund krónur, að afmá háðsheiti bókarinnar og láta hann sjálfan sleppa með heilt skinn. Þetta var of stór biti fyrir sál Helga að kyngja. Hér er allt brjóstumkennanlegt og ógeðslegt um að ræða. Þegar kemur að þvi atriði að gefa Njálu Snorra, segir Helgi, eftir að hann fékk sprautu við óþægilega fljótri afrás i fræð- unum: „Það játa ég að hafa enga hug- mynd um það af rannsóknum, hver hefur ritaö Heimskringlu, bara aldrei efazt um, að það er Snorri eins og allir fullyrða.” Þannig er það i einu og öllu, sem Helgi heldur fram, að ekkert hefur hann nnnsakað bara trúað, og hann ætti að spara sér allt of- læti og svivirðingar i garð þeirra manna, sem er auðvelt að vita betur, en rannsóknarausir kjaftaskúmar. Samt gengur of- laeti Helga svo langt, að hann segir af þvi tilefni, að i Njálssögu hefur verið bætt i afritum eftir 1230, sem vani er fræðibóka: „en af Valgarði er kominn Kolbeinn ungi.” „Gráa,” bætir Helgi i Njálu, sem von er, að ekki vildi hann „grálaus vera.” Þá segir Helgi harla gleiður: „Þarna stendur það svo skýrt sem verða má, það sem ég hef haldið fram, að Snorri hafi skrifað Njálu kringum 1230.” Þannig rökum beitir Helgi, en allt hefur hringlað um stund i höfðinu á Helga, sem von er, á áttunda dálkinum i endi- leysunni, og sést, að hann hefur veriö nokkra stund: að jafna sig eftir Heimskringlusprautuna, og kemur i ljós, að Helgi þekkir ekki ritöld á Islandi. En það stendur lika i Njálu: „Frá honum er kom- inn Einar Hjaltlendingur, inn vaskasti maður.” (Njálss. bls. 181 G.J.) Einar Hjaltlendingur, vá Þorstein Hallvarðsson 1119 (Gömlu annálar, leturbreytingar minar). Helgi þarf ekki að athuga svona smámuni i Njálu, að Einar er á dögum 1119 i Njálu. Svona er öll trúfræði Helga, við þau mun enginn eltast. Að lokum snýr Helgi svo góðri visu um mig i nið, og hefur þá erindi sem erfiði, að allt lof mitt við Helga og bók hans, verður háð. En mesta háðið er heiti bókarinnar, sem Helgi segir að tekið sé úr Njálu og nefnir til Sigurð jarl og Flosa. Sigurður jarl sagði. „Engum manni er Kári likur i hvatleik sin- um.” Flosi sagði: „Er Kári eng- um manni likur, þeim sem nú eru á landi voru.” Er Helga ekki vandgert við Njálu, og fer hún lik- lega að verða eftir Helga. En ekki veit ég, hvaða skepnu jarðar er þetta mest að háði. En það hefur ekki þótt fært að telja Helga engum manni likan. Rvik. 27. febrúar, 1972. Benedikt Gislason frá Hofteigi. Tæknifræðingur — Teiknari Óskum að ráða byggingartæknifræðing og teiknara á Teiknistofu vora. Upplýsingar hjá forstöðumanni Teikni- stofu S.l.S. Starfsmannahald Samband isl. samvinnufélaga Hálf jörðin Ægissiða, Þverárhreppi V-Hún. er til sölu og ábúðar i næstu far- dögum. Á jörðinni eru: íbúðarhús, fjós fyrir 26 kýr ásamt hlöðu og fóðurgeymslu, fjárhús fyrir 300 fjár ásamt hlöðum fylgja húsinu að hálfu. Stórt og gott tún og beitiland. Góð silungs- veiði á stöng og i net i Sigriðarstaðavatni. Möguleikar á að koma upp æðarvarpi. Upplýsingar gefur eigandi, Sveinbjörg Ágústsdóttir, Harastöðum, Þverárhreppi, og i sima 21750, Reykjavik. S. Helgason hf. STEINIÐJA íinholtí 4 Slmar 26677 og 142S4 Góóar bækur Gamalt veró BOKA MARKAÐURINN '<||> SILLA OG VALDA- 2^2 HÚSINU ÁLFHEIMUM iJvfjr.tv" Auglýsið í Tímanum Kastdreyfarinn ódýri fyrir tilbúinn áburð Vicon kastdreifarinn er tvímælalaust liprasti, afkastamesti og ódýrasti áburðardreifarinn á markaðnum. Margra ára reynsla þessara dreifara hér á landi. Tengdur á þritengibeizli dráttarvélarinnar og er knúinn frá aflúr- taki hennar. Sérstök stilling og hrærari sem gefur jafna og góða dreifingu. Vinnslubreidd 6-8 metrar—tekur 400 kg. Einfalt er að þrífa dreifarann, ekkert ryð eða tæring. Verð aðeins um kr. 24.500.00 Hafið samband viðokkur strax og tryggið yður afgreiðslu tímanlega fyrir vorið. Globus? Lágmúla 5, Reykjavík. Simi 81555. jt/yrr/7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.