Tíminn - 03.03.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.03.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. marz 1972. TÍMINN 15 Sveinn Gunnarsson: KVI BÆ ON- iNA SAI GA 54 Fyrir einu ári fékk Skafta- fellssýslu sýslumaður sá, er Skafti heitir. Nú er það mitt ráð, að þú farir nú þegar og finnir þennan mann. Þar sem Skafti lögmaður býr, heitir á Tindum, hann hefir á sér valinkunnasta orð, vegna staðfestu og réttsýni í öllum hér- aðsmálum. Hann kvað og vera há- lærður mnður. Ríddu nú dag og nótt og hafðu þrjá til reiðar, þína beztu gripi. Gáttu ekki frá Skafta fyrr en hann hefir lofað þér að fylgja málinu í Lögréttu. Hér eru peningar ef þarf, því Skafti er fé- gjarn og þú skalt heldur ekki vera nízkur við hann. Lát hann ráða, hann er gæfumaður og verð- ur þér hreinn og beinn sigurveg- ari. Vertu kominn heim, 'áður en Fjölnir kemur úr erfisdrykkjunni. Þú ríður á þing og hefir í för með þér alla þá, sem geta aðstoð- að málið. Þú kcmur við. Ef ég yrði frískur, þá fylgi ég þér á leið, Þú þarft hvort sem er einhvern til að hjálpa þér, að halda sauð- um þínum saman. — Ég breytti eftir ummælum Tryggva og fann Skafta. Hann tók við málinu. Ég komst heim á und- an Fjölni. Safnaði gögnum og góð um vinum, reið svo til Alþingis, en lofaði Fjölni að vera förnum fyrir tveim dögum. Vitni mín fylgdu mér. Við riðum að Fugla- gili. Tryggvi var ferðbúinn. Það hermir ekki af forð vorri fyrr en á þingstað var komið. Hittum við þar Skafta og fagnaði hann okk- ur vel. Árdegis næsta dag hóf Skafti göngu sína til Lögréttu. Engi þingherra hefði jafnfrítt lið, scni Skafti. Hann og hópur hans var auðþekktur úr þingmannafylk- ingum. Hann hefði með sér tvo tugi riddara, skrautbúna skart- menn úr Skagafirði alla óháða ektabandsviðjum. Nú til Lögréttu þennan morgun lét hann lið sitt ganga eftir takti, þannig að hann skipti liðinu og lét sinn helming- inn ganga við hverja hlið og þess- ir skrautriddarar skyldu raða sér hver út frá öðrum og enginn fót- ur mátti koma öðrum framar. Skafti, Tryggvi og ég, við vorum í miðið. Þannig voru ellefu menn við hvora hlið Skafta. Skafti og Tryggvi báru stórum af hópnum, hamingjulegur herðasvipur hölda prýddi. Þeir gengu liðugt. Þegar þeir komu framunclan búð þeirra Fjölnis, kallaði Skafti í valdsleg- um rómi, að Fjölnir skyldi ganga til Lögréttu og hlýða á sakarorð, er hann væri kjörinn til að flytja honum. Lögmaður okkar, sem Fjölnir var með, varð fyrir svör- um og spurði úr hvaða átt sá skafrenningur hefði upptök sin. Skafti kvaðst skýra frá því í Lög- réttu. Eftir litla stund voru máls- aðilar komnir í Lögréttu, ég stóð upp og sagðist gera það heyrum kunnugt, að Skafti sýslumaður frá Tindum hafi tekið við málum mín um, sem sóknaraðili mót Fjölni og skal hann vera sem ég sjálf- ur í sókn og vörn í hverju einu atriði málinu viðvíkjandi. Þar til það er til lykta leitt. Stóð þá Skafti upp og nefndi sér votta viðvíkjandi því að hann fjallaði um rétt mál. Spurði hann næst hvort varnaraðili væri svo nástæð- ur, að hann 'gæti heyirt mál sitt. Nefndi hann að nýju votta við- víkjandi því, að þessi tjáði varn- araðili væri sakaður um það og hitt. Allt var til týnt. Varnaraðili sagði, að úlfaldi væri smíðaður úr mýflugunni, allt væri rangfært og margt hæfulaust. Hann hafði ráð með að umsnúa málefninu og klæða það í kápu að mér hitnaði' og ruddi mér til útgöngu. Hestur minn var söðlaður og ég reið í kasti eftir vitnunum. Varnacað- ili skoraði 'á sóknaraðila að leggja fram sannanir, en Skafti kvað ekkert á liggja, því ákæra sín héldi enn rétti sínum, því alit, sem hinn hefði borið fram, væri óstaðfestar rangindaflækjur. l;m það leyti bað ég að gefa mér rúm til inngöngu og lciddi þar öll vitni mín fram fyrir réttinn. Skafti sagði, að þar væri menn sem gætu upplýst málið. Voru svo vitnin kölluð í röð samkvæmt því, sem sóknaraðili taldi upp sakar- giftir. Varnaraðili rengdi allt. Ósk aði rétturinn þá að vitnin legðu af eið, ef þau væru rétt í fram- burði sínum, með ánægju unnu þau eiðsorðið. Heimtaði Skafú þá að málið væri lagt í dóm og var þá gengið til atkvæða áhrærandi því, hvað margir skyldu fjalla um dómsákvæðin og urðu menn á það sáttir, að tylft manna skyidi sitja í dómara sæti og málsaðilar skyldu kjósa sína sex mennina hvor. Tryggvi hlaut dómssæti og lögmaður okkar og svo vitrir öld- ungar, margæfðir málafylgju- menn. Þeir s>átu að dómi þessum daginn eftir og þeim sýndist það rétt vera, að Fjölnir yrði þar á þinginú hýddur stórt hundrað vandarhögg, frekasta hirting sam- kvæmt þátíðarlögum, og hann færi frá Fögruvöllum, héraðsræk- ur, óalandi og óferjandi, og Fögruvellir ættu að falla að öllu leyti undir mig og ég skyldi hafa jörðina fyrir skaðlegar mótgerð- ir, fjörráð og málskostnað, er ég hlyti af ilimennsku og undirferl- um af Fjölnis hálfu, ennfremur var ákveðið að hann mætti ekki hafa bústað sinn nær en í þriðju sýslu frá og ef nokkurs háttar ójöfnuður sannaðist á hann gogn mér síðar, skyldi hann álítast Brimarhólmsmaður og sendast í danskt þrælahald. Þegar buið var að birta Fjölni dóminn vildi hann út úr réttarsalnum, en Tryggvi var þar nástæður og tók í öxl hans og kvað rétt væri að hann afstæði hegninguna svo ai)t væri klái't. Það dæmdist á mig að vera böðullinn, en Helga magra gaf ég spesíu til að leysa mig við það og kvaðst hann ekki vera tillfinn- inganæmur fyrir því, þótt Fjölnir yrði hýddur, því hann hcfði einu sinni ráðizt á sig og rétt verið búinn að troða sig í sundur. Helgi fékk sér stóran hrísvönd og iiýddi Fjölni 70 högg í lotunni og var þá liðið yfir hann. Strax og hann rankaði við tók Helgi til aftur og hýddi 30 og þá var Fjölnir aftur lið inn í óvit og vor honum þá sleppt. Hann dróst á hest og settist að á næsta bæ. sem hann náði og lá þar í hálfan mánuð og var þá að mestu gróinn. Aftur hins veg- ar riðum við af þingi, glaðir og mCð þennan meðlætisdóm í brjósti og brjóstvasa. Hver settist að búum sínum og Fjölnir var á Fögruvöllum það sem eftir var þess fardaga á-rs. Ekki breytti hann út af dómsorði, heldur af- henti mér jörðina og fór á ann- að horn landsins og dró þar hána 'á litkjálka íslands það sem eftir var óliðinna lífsstunda og er svo Fjölnir karlgreyið litdreginn út sögunni. — Ég flulti á Fiigruvelli og bjó þar lengi. Þar stóð bú- skapur minn í mcstum blóma. Litlu síðar sálaðist Fróði og var mjög harmdauður. Blessaður karl- .. 1) Vietnam. 2) Ný. 3) Drang- Lareu ur. 4) Ið. 5) Gaurinn. 8) Svo. 9) 1) Innheimtumaður. 6) Dreif. Mal. 13) Au. 14) MI 7) 1001. 9) Utan. 10) Hinma- verurnar. 11) Ónefnd. 12) Útt. 13) Bókstafi. 15) llátinu. Lóðrétt 1) Land. 2) Mynt (skst.) 3) Hrópaði. 4) Keyr. 5) Saman- við. 8) Fljót. 9) Kindina. 13) Keyri. 14) Greinir. Ráðning á gátu No. 1052 Lárétt 1) Vending. 6) Ýrð. 7) Es. 9) Mu. 10) Tvinnar. 11) No. 12) LI. 13) Aum. 15) Maurinn. , A ROCKET- SIEP W/iL BE WAIT/HG AT T//E BENPEZVOUS PO/NT E/ASH/ I'M HEAP/NG FOR THE HORTH P/A/NS UNPER. T7/E /CE, BAP/N' f IF there's ANy TROUBLE USE THE RAPIO' yOU'VE ENOUSH f, SUPPLIES TO REACH J? THE ICE PALACE/ //. GO OP LUCK, FLASH. Ég stefni i norður, i átt til hinna miklu óbyggðu svæða. Ég fer undir isinn. Barin. — Eldflaugarsleði mun biða þin, Hvellur. — Þarna eru þeir á viðkomu- staönum. — Þú hefur nægar birgðir til þess að þú getir náðalla leið á Ishöllinni. — Góða ferð, Hvellur. — Ef eitthvað kemur fyrir notaðu þá sendistööina. IlililllWiftíllÍ. Föstudagur 3. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Þáttur um uppeldismál (endurt. þáttur). Jóhann Hannesson prófessor flytur hugleiðingu um ferminguna. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan; Abdul Itahman Putra fursti. Haraldur Jóhannsson hag- fræðingur les lokalestur úr bók sinni um sjálfstæðis- baráttu Malaja (5). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Tónlist frá Suður-Ameriku. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.40 Útvarpssaga barn anna: „Kata Irænka’’ eftir Kate Seredy. Guðrun Guð- laugsdóttir endar lestur sögunnar, sem Steingrímur Arason islenzkaði (12). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Þáttur um verka- lýðsmál. Umsjónamenn: Ólafur R. Einarsson og Sig- hvatur Björgvinsson. 20.00 Kvöldvaka. 21.30 Útvarpssagan: „Hinumegin við heiminn" eftir Guðmund L. Friðfinns- son. Höfundur les (16). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (28). 22.25 Kvöldsagan: „Ást- mögur Iðunnar" cftir Sverri Krisljánsson.Jóna Sigur- jónsdóttir les (5). 22.45 Þetta vil ég heyra. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 3. marz. 20.00 Frcttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Vaka. Dagskrá um menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmenn Njörður P. Njarðvik, Vigdis Finnbogadóttir, Björn Th. Björnsson, Sigurður Sverrir Pálsson og Þorkell Sigur- björnsson. 21.10 Adam Strange: skýrsla nr. 4821. llefndarþorsti. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.00 Erlend málefni. 22.30 Dagskrárlok. BÆNDUR ATHUGIÐ Höfum kaupendur að: Vörubilum. Fólksbilum. Dráttarvélum og búvélum. Öllum árgerðum og tegundum. BÍLA, BÁTA OG VERÐBRÉFASALAN. Við Miklatorg. Simar 18675 og 18677. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Tómas Árnason, hrl. og Vilhjálmur Árnason, hrl. Lækjargötu 12. (Iðnaðarbankahúsinu, 3. h.). Símar 24635 — 16307. Hér kemur löggan. — Flýtiö ykkur. —Hverjir eru þessir dularfullu ræningjar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.