Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.03.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 10. marz 1972. ÞM RÆDIR VIÐ PÁL VALDIMARSSON Á KORPÚLFSSTÖÐUM MAÐUR—EKKI MEISTARI ÞwnrnwwwwnwniTWBriinwwrrwnfflnminnniwnniniinmininiiiMiWiiiWiiiiiiiiTTr^r’i^wBsgMraæiKiiBæBiBa^^ Eitt vetrarkvöld, þegar máninn glóöi yfir Mosfellssveit, lagöi ég leiö mina upp aö Korpúlfsstööum, til þess helzt aö koma þar i f jósiö og standa enn einu sinni nærri uppsprettu þeirrar lindar, sem ég ungur haföi svo margan sopa þegiö af. É minnist þess, aö á málum þegar búib var að mjólka kýrnar var það eitt fyrsta verkiö hennar móður minnar eftir aö hún haföi siaö mjólkina, aö taka frá i merkurmál handa hverju okkar krakkanna af spenvolgri nýmjólk og skyldum við drekka hana strax. Þetta kvöld var mér oröiö þaö ljóst, að ég var öfuguggi á mal- biki höfuöborgarinnar og stritaöi vonlaust i þeim lifsstraumi, sem þar haföi fundiö sér far-veg. Þaö var þvi naumast furöa, þótt flest min fyrirtekt á þeim slóðum reyndist fremur óhagstæö, og ég þess vegna leitaöi tómstundaaf- þreyingar út fyrir borgarmörk in. Og þaö var einmitt þetta kvöld, sem ég fyrst hitti Pál Valdimarsson, hressilegan mann, sem lá ekki lágt rómur og var fús aö eiga við mig orðaskipti. Hann var þarna mikils ráðandi,aö mér virtist,og fylgdi mér um fjósiö, talaöi ósköp vinsamlega um kýrnar en lét þó sérstaklega i ljósi aödáun sina á bolunum, enda sumir þeirra engir hokurgripir. Siöan þetta var er IiUiö hátt á annan áratug. Ég hef öðru hverju rekízt á Pál eöa haft af honum spurnir, og nú á stjörnubjörtu miðsvetrarkvöldi er ég gestur á notalegu heimili hans uppi I Blesugróf og heyri hann bregða upp svipleiftrum iiöinna daga. Ég heiti Páll Aöalbjörn og er Valdimarsson, fæddur aö Einars- stöðum i Reykjahverfi i Suöur- Þingeyjarsýslu 26. september 1898. Frumkvöölar að þvi Voru for- eldrar minir, hjónin Valdimar Guömundsson og Sigriöur Páls- dóttir, vinnuhjú hjá Benedikt Gislasyni og Guörúnu Árnadóttur. Ég var vist ekki nema tveggja ára þegar foreldrar minir fluttu húshjón aö Holtakoti i Reykja- hverfi. Þaðan fluttust þau svo vorið 1902 og þá vinnuhjú aö Bakka á Tjörnesi. Þar fékk ég fyrst i mig þrótt, þvi að viö krakk- arnir gengum i lýsistunnurnar og höfðum þar að auki þvi nær alltaf nýmeti að borða. Þar sem foreldrar minir voru alla tið vistfólk hjá öðrum get ég ekki státað af stórbóndakyni, en eg ætla að ég sé náfrændi Einars Olgeirssonar og það tel ég mér hagstæða ættleiðingu, þvi að þó ekki sé ég mælskur jafnt'sem hann, get ég töluvert kjaftað. Vorið 1904 er faðir minn oröinn vinnumaður i Sköröum I Reykja- hverfi og ég kominn þangað með honum. Móðir min er farin inn á Húsavik þar sem hún er eitt ár, en fer svo aö Sandi i Aðaldal. Ekki slitu foreldrar minir sam- vistum vegna ósamkomulags né neinna annarlegra orsaka, heldur vegna þess, aö kringumstæður þeirra buöu ekki uppá möguleika til sjálfstæörar heimilisstofn- unar og viö þau skilyröi er ekki óliklegt aö rómantiskasti bjarm- inn fari af samlifinu. A tiunda ári fór ég frá Skörðum að Svartárkoti i Báröardal, til Þóröar Flóventssonar og Jakobinu Jóhannsdóttur. Þessi vistaskipti min báru skjótt að og meödálitiö sérstæöum hætti. Þórður kom i byrjun april að Sköröum og meö honum Egill Þorláksson kennari. Þórður var veikur i maga og haföi nú fengið kast svo illt, aö hann gat ekki haldiö áfram ferö sinni, en settist upp i Sköröum og var þar eihn eða tvo daga. Ég var aö sniglast þarna i kringum hann, þvi aöauðvitaövar nýr gestur alltaf áhugavert fyrir- bæri. Einu sinni vikur Þórður'sér aö mér og segir: „Heyrðu, drengur minn. Viltu ekki koma heim með mér?” Jú, mér var alveg sama um það. Eitthvaö var frekar um þetta talað og þær uröu niðurstöðurnar, aö strax þann sama dag var gerð- ur minn heimanbúnaöur og ég fór með Þóröi aö Svartárkoti, og var þar siöan i átta ár. 1 Svartárkoti var gott að vera. Þar var ekki verið aö ala mann á gamalli og útvatnaöri fæöu. Nýr silungur var mestallt sumarið og kjötið.sem lagt var til heimilisins á haustin var ekki af neinum hor- bjálfum. Hins vegar býst ég við, að nútima unglingum þætti árla risið og til litilla aufúsu verka að ganga, væri hann rifinn upp hvern morgun klukkan sex, til þess að smala 60—70 kviaám. Það var oft kátt á heimilinu i Svartárkoti og ekkert einungrunarsnið á fólkinu, þótt tveggja stunda leið væri til næsta bæjar, í Viðiker. Börnin fóru aö heiman til skólanáms yfir vet- urinn og hafa þvi vafaiaust borið meö sér goluþyt menningarinnar heim i fásinniö. Einu sinni i mánuði var ég lát- inn fara póstferð úr að Lindar- brekku og jafnframt átti ég að sækja nýjustu bækurnar i lestrar- félagið. Fólkið vildi fylgjast með timanum. Sá siður hélzt lengi að lesa uppháttá vökunni fyrir fólkið og einnig kveða rimur. Þórður var mikill kvæðamaður og man ég þar bezt eftir rimunum af Þor- steini uxafót. Ef ég hefði ungur mátt kjósa mér stað, þar sem ég gæti unað ævinni, hefði staður sá án alls efa veriö Svartárkot. Er þá aðeins talað um þau skilyrði, sem nát- túran sjálf býður til samskipta. Arið 1916 fór ég frá Svartárkoti að Baldursheimi f Mývatnssveit, til þeirra hjóna Þorólfs og Sól- veigar. Það var rausnarheimili. Sólveig var úrvalskona og myndarhúsmóðir, sem vildi velliðan allra, sem hún haföi yfir að ségja. Þarna var ég i þrjú ár en fer eftir það til Helga hreppsstjóra á Grænavatni og var hjá honum i eitt ár en fór þá til Guðna Ás- mundssonar.'Þeir, hann og Helgi, bjuggu i sama bænum. Tengdasonur Guðna var Páll Jónsson frá Helluvaði, kvæntur Hólmfriði dóttur hans. Þau hjón fóru aö búa á parti af Græna- vatni. Ég réðist til þeirra vinnu- maður og var þar i ellefu ár. Ég vil meina, að þessi ár hafi veriö mér gildismeiri fyrir lifið en þótt ég hefði farið á búnaðarskóla og nasaö þar i einhvern bóklær- dóm. Páll var sérstakur búhyggju og fjárræktarmaður, sem kunni verkshátt allan og hvað eina það, er að búsumsvifum laut. Aö lokinni veru minni á Græna vatni fékk Páll mér þennan grip, og nú dregur Páll Valdimarsson upp silfurbúna svipu, vandaða og vel gerða. A hana er letrað fanga- mark hans og auk þess: frá Bf. ís. 1934 — Þessi verðlaun fékk hann fyrir langa og dygga þjónustu. Ég vann fyrir mina húsbændur án nokkurs undirlægjuháttar, sem fullkomlega sjálfstæð og hugsandi persóna. Seinna var ég aftur þrjú ár i Svartárkoti og svo eitt ár á Stóruvöllum i Bárðardal hjá Páli H. Jónssyni og Sigriöi Jónsdóttur konu hans. Þar var hugsaö um mig og vakað yfir vel- ferð minni eins og væri ég einn fjölskyldumeðlimurinn. Það var siður i Mývatnssveit að reka hesta á Austurfjöll á haust- in. Það er austur fyrir Nýjahraun, langleið að Jökulsá. Til hross- anna var venjulega gengið þrisvar á vetri, þó oftar, ef veðrátta og hagar þóttu gefa til- efni til. Þessar hrossagötur voru stundum aðeins lystitúrar en gátu einnig orðið eitt það erfiðasta sem unnið var við. Oftast tóku þær sex daga en lengst, það ég man eftir, tiu daga. Þá vorum við þrjá daga að koma hrossunum af fjöllunum niður i Mývatnssveit. Við vorum venjulega sex sam- an, sem fórum úr Mývatnssveit og svipað margir af Hólsfjöllum. Þeir höfðu lika hross á göngu. Oftast gistum við á Grimsstöð- um eða i Hólsseli. Við fórum á ferju yfir ána ef hún var ekki á haldi. Ég man eftir þvi, að einu sinni, þegar við fórum út frá Grimsstöðum var 28 stiga frost og suðvestan goluþytur. Um nóttina áður hafði frostið orðið 36 stig. Það var skolli napurt. Okkur fannst hlýtt um kvöldið, þá var það komið niður i 18 stig. Við Jökulsá er sæluhús. Þar hafa margir orðiö varir við ein- hvern slæöing. Ég hef einu sinni gist þar i hestagöngum. Einn fé- lagi okkar, sem var veill i hné, treysti sér ekki austur i Hólssel og varð þvi ekki undan vikizt að hafa náttstað i sæluhúsinu. Enginn var fús til að vera þar hjá honum, en ég kvaðst ekki láta hann einan eftir og varð þvi niðurstaöan sú, að við tveir dvöldumst þar. Hinir fóru austur. Hestarnir voru settir inn i kjallarann og gefið hey á stallinn, en viö bjuggum um okkur i innra herbergi af tveimur, sem voru á hæðinni. Þar var rúm- bálkur til að liggja á og „kamina” til að hita upp herbergið. Við gátum þvi látið fara vel um okkur. Uppi á lofti var svo geymt hey og eitthvaö fleira. Þegar við erum fyrir nokkru háttaðir, heyrum viö gengið um fyrir utan húsið. Svo er komið inn og gengið upp á loftið og eitthvað farið aö sýsla þar. Ekki löngu seinna er barið bylmingshögg neðan undir rúmbálkinn sem við lágum á. Við létum sem ekkert væri og sofnuðum fljótlega. Um klukkan fjögur vaknaði fé- lagi minn við högg mikið neðan undir bálkinn. Ég vaknaði skö- mmu seinna og um stund var mikill ófriður að þessu raski. Það leið svo hjá og eftir það bar ekki á neinu, enda sá sem þarna var á ferð búinn að vekja á sér athygli svo að um tilveru hans var naum- ast villzt. trr Þingeyjarsýslu fór ég 42 ára gamall og þá að Saltvik á Kjalar- nesi, fjármaður til Stefáns Thorarensen lyfsala. Þegar ég fór aö norðan átti ég mörgum vinum á bak að sjá en aðeins einn þeirra verður nefndur hér. Þessi vinur minn var jarpur hestur, sem ég kallaði Smyril. Hann var keyptur frá Hörgsholti i Hrunamannahreppi vorið 1932, þá fimm vetra gamall, litiö taminn og kostaði 160 krónur i peningum. Smyrill var vikingshestur að dug- naði, brokkgengur með mjúku tölti. Hann hafði harðan vilja og gat haft til að beita skapi sinu þannig, að hann var fárra með- færi. Enginn var ofsæll af þvi að sýna honum hörku með taum- haldinu.-Þá fannst honum sér misboðiö og fór með sem honum fundust efni standa til, þvi að hesturinn var vitskepna. Mér var hann ætið þjáll, enda beitti hvor- ugur ofriki. Frá Saltvik fór ég að Korpúlfs- stöðum. Þar var þá ung stúlka um það bil tuttugu árum yngri en ég. Mér leizt vel á konuna en hugði þó^að mitt tækifæri til kvonbæna væri hjá garði gengiö og mundi henni finnast ég gamall orðinn. Hún var ,nú ekki alveg á þvi, að aldur minn þyrfti að vera þar til fyrirstöðu. Kvað hún mér fremur til gildis að vera roskinn og ráð- inn, mundi mér þvi minna hætt við fávislegum vixlsporum. Ekki réðust þó okkar mál til fulls þessu sinni. Ég fór að Lágafelli um vorið, en þá flutti húsbóndi minn Thor Jensen þangað, og þar var ég til ársins 1946. Þann 30. mai það vor kvæntist ég svo stúlkunni sem ég fyrr gat um, Astu Mariusdóttir: Hún var fædd úti i Vestmannaeyjum en átti ættir að rekja upp til landsins. Afasystir hennar var sú merka kona, Guðbjörg Þorleifsdóttir i Múlakoti i Fljótshlið. Já, þetta fór nú svona. Skammdegisdraumar Astu þann vetur höfðu orðið mér hagstæðir. Fyrst stofnuðum við heimili á Sæbóli á Seltjarnarnesi og vorum þar til ársins 1951. Ég stundaði þau störf, sem voru hendi næst var t.d. þrjá vetur, eftir þvi sem kirkjubækur segja, skráður ráðs- maður á búinu i Melshúsum hjá Thor Jensen. Þann 2. júni vorið 1951 fór ég svo að Korpúlfsstöðum og þá ráð- inn þangað fjósamaður — ekki meistari, bara maður. Þar vann ég i fjósinu i fimm ár en varð þá að hætta þeirri vinnu sökum krankleika. Þrjú siðustu árin þar var ég svo maður „sitt á hvað”. Ef sá gamli fór i bæinn og ég spurði hann hvernig verkum skyldi haga var hann vanur að segja: „Þú finnur þér eitthvað til”. Ég held aö enginn maöur mér óvandabundinn hafi reynzt mér betur en ráðsmaðurinn á korpú1fsstöðum , Stefán Pálmason, sérstaklega það ár sem ég mátti heita þvi nær ó- vinnufær sjúklingur. Haustið Í959 fór ég — fjandans verr — til Reykjavikur og hef verið hér innlyksa síðan. Fyrst var ég settur til aðstoðar höfuð- borgarbúum við hreiniætisaö- geröir og nú vinn ég á „Þrif- naöarskansinum” öðru nafni Sorpeyðingarstöðinni. Lifið er mér eftir öllum vonum- miðað við það hvernig heimurinn er orðinn. Ég ætlaði aldrei aö verða borgarbúi, að svo fór leiddi af bölvaðri mæðiveikinni. Hún lék margan grátt. Hérna i Blesugrófinni býr ósköp venjulegt fólk, hávaöa- og sun- durgeröarlaust, en stendur full- komlega fyrir sinu. Fæstir munu hér hafa reist sér hurðarás um öxl vegna munaðargirni i húsa- kosti eða þvi sem kallað er hýbýlaprýði. En sumir, sem hér búa, eru vist þegar fram liður ofurseldir hraðbrautinni eða ein- hverjum öðrum tæplega mann- legum pappirsgjörningum, sem kallaðir eru skipulag. Ég hef aldrei verið' neinn drykkjumaður, en gott hefur mér þótt aö fá dálitið bragð á góðri stund ekki sizt á hestbaki og brá honum Smyrli minum ekki við það. Göngur voru hjá okkur Mývetn- ingum hátiðisdagar. Maður hlakkaði til þeirra og misjafnt veöur hafði þar sjaldan neina úr- slitaþýðingu. Ég hef orðið svo for- framaður að leita bæöi Grafar- lönd ogHerðubreiðarlindir.Ég var fremur ratvis og minnist þess ekki að hafa nokkru sinni villzt um hársbreidd. 1 réttum voru Mývetningar hófsamir gleðimenn eins og þeirra er háttur. Ég hef svo sem ekki slitið til fulls tengslin við sveitina. Þegar okkur gefst tóm til, förum við á flakk og þá vísar nefið oftast i norður. Við Asta eigum saman einn son, Ingvar Má, sem nú er fullveöja maður, þótt ennþá hafi heims- lystin ekki flæmt hann frá okkur, foreldrum sinum. Já, bændabýlin taka breyt- ingum frá ári til árs hvað snertir byggingu húsa og ræktun jarðar. En svipmót umhverfisins er það sama og fyrr, þegar ég gekk ungur til gegninga hjá Páli nafna minum á Grænavatni, sem varð mérsá lifsskóli, sem ég hef lengst að búið. Þ.M. 1 Reykjahlfðarrétt. Páll Valdfmarsson og Halldór Arnason bóndi f Garði hressa ögn upp á „sálarskarnið” Föstudagur 10. marz 1972. nw TÍMINN 11 Páll Valdimarsson og Smyrill Lækjarbrekka f Blesugróf tJr Músagildrunni: f.v. Sigurður Grétar Guðmundsson, Auður Jónsdóttir, Björn Magnússon, Arnhildur Jónsdóttir, Leifur Hauksson. Leikfélag Kópavogs: MÚSAGILDRAN eftir Agöthu Christie Þýðing: Halldór Stefónsson Leikstjórn: Kristjón Jónsson Leiktjöld: Magnús Pólsson mátti hefla af þá agnúa, sem enn óprýöa leik hans. Fleiri leikendur leika ekki. Hvaö Björn Magnússon gerir á leiksviðinu, veit ég ekki, en eitt er víst, að hann leikur ekki. Mér er spurn, hvernig nokkrum heilvita leikstjóra dettur i hug að skipa vitahæfileikalausan mann i aðal- hlutverk Músagildrunnar. Slikt val ber ekkiglöggskyggniné næmu listmati fagurt vitni. Beri stjórn leikfélagsins ábyrgð á þessari hlutverkaskipan, hefði leikstjór- inn aldrei átt aö samþykkja hana. Annar galli á leikstjórn Kristjáns Jónssonar er sá, að leikendur hlusta ekki nógu gaumgæfilega hver á annan og verður þvi þögull leikur þeirra hvorki nógu virkur né lifandi. Að öðru leyti virðist Kristján hafa unniö gott verk. Mörg eru leikhús á höfuðborg arsvæðinu tröllriðin af afmælum á þessu leikári. Fari svo, að Músagildran verði sýnd næstu tiu árin i Lundúnum, vona ég, að stjórn Leikfélags Kópavogs hafi manndóm i sér að verða ekki við tilmælum umboðsfyrirtækis Agötu Christies að taka Músa- gildru hennar enn einu sinni til endursýningar, hversu kröftug- lega sem að þeim verður lagt. Ilalldór Þorsteinsson Rvk. 7.inarz. Auður Jónsdóttir og Magnús Bæringur Kristinsson. Leikfélag, sem velur verk á borð við Músagildru Agöthu Christies til sýningar, spennir menningarbogann ekki ýkjahátt. Sé hliðsjón höfö af þvi stórflóði sakamálaverka, sem streymir endalaust til okkar eftir, öörum greiðari farvegum, og nær þvi vitanlega til langtum meiri fjölda heldur en sjónleikir, sem leiknir eru á þrengri vettvangi fyrir færri áhorfendur, er ekki ör- grannt, að mönnum þykji, að hér sé verið að bera i bakkafullan lækinn. En jafnvel þó að það heföi verið stjórn félagsins kappsmál að sviðsetja sakamálaleik þessu sinni, þá átti hún á betra völ og má hér nefna leikskáld eins og Svisslendinginn, Friedrich Diirrenmatt, sem ljær þessu við- fangsefni nyja vidd og aukna dýpt. Séu hans verk og Agöthu Christies borin saman,sést undir eins, hversu rýr að listgildi og æðri fegurð sögur og leikrit þeirr- ar siðarnefnda i rauninni eru. Þaö er ef til vill fulldjúpt tekið i árinni að segja, að annað þeirra ástundi list, en hitt listiðn — og þó. Meö lagni má það til sans vegar færa. Agatha Christie hugsar og starfar i anda krossgátuhöfunda. Henni er það leikurinn léttur að búa til flóknustu gestaraunir og leikfléttur og leysa þær siðan á mjög snjallan hátt og óvæntan. Af ráðnum hug hagar hún orðum og atburðum á þann veg, að athygli og grunur lesenda eða áhorfenda beinist fremur aö saklausum en sekum. Af þessu sést greinilega, að sögur hennar eru samdar eftir ákveðinni forskrift og óum- breytanlegri, en þótt við séum kunnug vinnubrögðum hennar og atburðaskipan út i æsar, tekst henni þrátt fyrir það að villa okkur svo sýn og afvegaleiða hverju sinni , að við erum alltaf jafnforviða, þegar henni þóknast að afhjúpa sökudólg eða illvirkja rétt fyrir sögulok. Þótt bókmenntalegt gildi eða aðrir listrænir verðleikar saka- málasagna Agöthu Christies hafi hér verið stórlega vefengdir, er hins vegar skylt og sjálfsagt að viðureknna, að þessi furðulega kona á — á sinu sérsviði— hugvit- semi og skopvisi, útsjónarsemi og mannekkingu, og það á allháu stigi. Arnhildi Jónsdóttur, i hlutverki gistihússtýrunnar frá Mollies Ralstone, eru mjög mislagðar hendur. Á köflum er túlkun hennar sannferöug, ýkjulaus og eðlileg, eins og t.d. þegar hún hrópar upp yfir sig af skelfingu, er hún uppgötvar óvænt morð i húsi sinu. Þegar til stærri átaka kemur nær leiksIokum,hefur hún hins vegar ekki nægilegt hóf né hemil á geðshræringum sinum. Persónusköpun Sigurðar Grét- ars Guðmundssonar er sóma samleg aö flestu leyti. Hann gerir hvorki að ofleika né hrifa leikendur. Frammistaða hans er þvi á mörkum meöalmennsku og allgóöra tilþrifa. Enda þótt Leifur Hauksson sé enn ungur að árum og hafi þvi ekki ýkjalanga starfsreynslu að baki, þá er honum samt sem áður hvorki ótamt né stirt að túlka meö góðum leikbrigðum hugsanir og tilfinningar lifsflðttamannsins litla, Kristófers Wrens. Hann skortir vitanlega ennþá nokkra skólun og þjálfun, en hitt fer ekki á milli mála, að i þessum unga manni býr góður efniviður og at- hyglisverður. Að öðrum leikendum ólöstuðum hugsa ég þó, að Auður Jónsdóttir seilist lengst i list sinni. Henni skeikar yfirleitt ekki. Hún skilur hlutverk sitt réttum skilningi. Að framsögn hennar og svipfari er fátt aö finna. Æskilegt væri, að hún fengi að glima viö átakaverð- ara verkefni á þekktara vettvangi i framtiðinni. Með þvi að forðast bægslagang og viðvaningslegar tiktúrur ratar Arni Kárason á rétta túlkunarleið i hlutverki Metcalfs majórs. Hér hefur að visu ekki verið unninn neinn annálsverður leiksigur, en Arni verðskuldar hinsvegar lof fyrir hófstillingu sina og látleysi. Hugrún Gunnarsdóttir er sæmi- lega liðtæk leikkona,þótt ofmælt sé, að persónusköpun hennar sé blæbrigðarik og hnitmiðuð. Hugrún býður af sér góðan þokka. Ég kann hins vegar ekki við raddblæ hennar, sem virðist skorta hlýju og mýkt. Enda þótt Magnús Bæringur Kristinsson fari ekki á hreinum kostum, þá tekst honum samt að bregða upp harla góðri skopmynd af Paravicini. Með litilli fyrirhöfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.