Tíminn - 12.03.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 12. marz 1972, Arelíus Níelsson: Múrarar 2 - 3 múrarar óskast til starfa við innihúð- un við Sjúkrahús Akraness um 2gja - 3gja mánaða skeið. Hvað hefur kirkjan að bjóða? Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Simi 1211 og 1785. Oft er þeirri fuilyröingu fleygt, og helzt af þeim, sem minnst þekkja málefniði að kirkjan sé staðnað og steinrunnið fyrirtæki, sem tæpast hafi nokkurn tilveru- rétt. Það væri þvi ekki úr vegi, að athuga, hvað hún hefur að bjóða heimilisfólki einhvern sunnudags morgun að vetri, vori eða hausti, þar sem á annað borö er fylgzt með þvi, sem gert er. A helgidögum lúrir þó fólkið lengur en venjulega. En prestur- inn verður að vakna. Og einmitt vegna þess, að hann vinnur sina helgidagavinnu, geta börnin komizt i barnasamkomu kl. hálf- ellefu að morgni. Reyndar eiga þau, sem syngja i barnkór kirkj- unnar, að koma til æfinga klukkan tiu. Ekkert gerist af sjálfu sér. Það verður að æfa tvisvar i viku til þess að unnt sé að hafa hæO- legan söng i kirkjunni á barna- samkomum. En i barnaguðsþjónustuna, sunnudagaskólann eða hvað það nú nefnist, koma yfirleitt aðeins börn á aldrinum fimm til tólf ára. Þau, sem eru eldri á þeim heimilum, sem nota sér það, sem kirkjan hefur aö bjóða, fara i hóp- ferðir stundum út úr bænum, stundum i heimsóknir til kirkna og kynnisferðir til annarra starfs- hópa. Þar býður kirkjan æsku- lýðsstarfsemi með fjölbreyttum viðfangsefnum. Sumir ungling- anna eru i föndurklúbbum. Fjöl- breytnin er furðuleg i félagsstarf- semi ungs fólks innan kirkjunnar, ef það á annað borð fylgist með þvi, sem verið er að gera. Og ailt æru þetta holl viðfangsefni, sem eiga sinn tiigang i að skapa trausta og trúa þegna, fjölhæfa til starfa og félagslynda i umgengni. Ekki má heldur gleyma kirkju- legri skátastarfsemi. En þar eru viðfangsefnin einnig fjölbreytt og unnin eftir föstum reglum, sem eru frægar uppeldisaðferðir um viða veröld. Nú eru einnig tið- kaðar smáferðir i þessum kirkju- lega félagsskap ungmenna til þess að efla náttúruskoðun og vekja athygli á umhverfisvernd. Sýna og kenna hvernig á að fegra og græða umhverfið og verja gegn mengun, skemmdum og voða. Einnig má minna á það, að æskulýðsstarfsemi kirkjunnar hefur fjölbreytta iþróttastarfs- semi á sinum vegum, þar sem vel :er að staðið og sumir hóparnir fara um helgar i sund, knatt- spyrnu og frjálsar iþróttir Góð móðir og framsýnn nær- gætinn faðir gera þvi allt, sem þau geta til þess að hvetja börn sin til slikrar þátttöku og hlynna að þessari starfsemi. Það verður þvi stundum að vakna snemma, útbúa morgun- mat og nestisbita og gæta þess.að allir komist af stað i tæka tið þangað, sem ferðinni er heitiö, ekki sizt ef börnin eru mörg á ýmsum aldri og áhugamálin fjöl- breytt. Sumir flokkarnir stunda ef til vill bibliulestur eða lesflokk til fræðslu, aðrir heimsækja elli- heimili og sjúkrahús, barnahæli eða heimili vangefinna. Koma jafnvel i fangelsi, lesa upp, leika og syngja. Margter hægt að gera. Sumir prestar hafa einnig smá- samkomur með frjálslegu formi siðdegis á sunnudögum, eitthvað fyrir alla. Þar er sungið, sagöar sögur, sýndar kvikmyndir og farið i smáleiki. Stundum nefnast þessar sam- komur i safnaðarheimilum óskastundir barnanna og eru mjög vinsælar og vel þegnar bæði af börnurn og eldra fólki. Svo mætti sjálfsagt spyrja: Gerir þá kirkjan ekkert nema fyrirbörnogunglinga? Hefur hún ekkert að bjóða eldra fólki og ein- mana manneskjum? Jú, sannarlega hefur hún margt að bjóða og eitthvað handa öllum. Þar eru hinar almennu messur, sem fyrst má nefna og telja mætti frumkjarna alls, sem fram fer i kirkjustarfi. Kirkjan býður einnig fjöl- breytta félagsstarfsemi i kirkju- kórum, kvenfélögum, bræðra- félögum, lesklúbbum, helgi- sýningum, að ógleymdri allri þeirri fjársöfnun, sem verður að stunda til að koma upp kirkjum. Þar eru spilakvöld, bingó og kaffikvöld. En allt þetta er þó reynt að helga heinleika og hátt- visi, þar sem nautnatizka og ærsl, taumleysi og græðgi aldarfarsins komast ekki að. Þetta er mikill vandi, en tekst furðanlega. Og margar eru milljónirnar, sem áhugafólkið i söfnuðum, þessir postular Krists, nú á dögum, leggja fram með fórnfýsi, dug og höfðingslund, svo að hægt sé að lifa kristilegu lifi og efla sanna menningu i þessu litla, kalda og hrjóstuga landi. Segja má, að kirkjan sé móðir allra mennta á Islandi, ef vel er að gætt. Og að siðustu, spyrjið svo eldra fólk, sem kemur i fótsnyrtingu og höfuðsnyrtingu i safnaðar- heimilin, hvað kirkjan hafi þeim að bjóða. Þangað kemur margur dapur i huga og fótsár. En við móttöku ástúðlegra safnaðar- kvenna, sem tala af skilningi og bjartsýni við gestinn og bjóða ilmandi kaffisopa og kökur, verð- ur mörgum orðið léttara i huga, þegar kvatt er en komið. Þarna er einnig unnið af hljóð- látri alúð og fórnarlund i anda hans, sem þvoði fætur lærisveina sinna, og lærisveinarnir óskuðu, að hann laugaði einnig höfuð jeirraog hjarta. Jú, kirkjan hefur margt að bjóða. En hún æpir ekki á torgum og þvi taka færri eftir tilboðum hennar i öllum ópum dagsins. Arelius Nielsson. Vinna á saumastofu Handlagin stúlka 18-40 ára óskast strax til starfa á saumastofunni. Upplýsingar i verksmiðjunni kl. 2-4 á mánudag. Fataverksmiðjan GEFJUN Snorrabraut 56. B Y GGIN GAFULLTRÚINN AKRANESI Tilboð óskast i að reisa og fullgera Iþróttahús Kennaraskóla íslands. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik, gegn 10.000.00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 5. april kl. 11.00 f.h. Verk þetta hefur verið auglýst áður með öðrum skilafresti. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTUNI 7 SIMI 26844 • • Vegna sérstakrar fyrirgreiðslu KEMPER VERKSMIÐJANNA verða verð á KEMPER-heyhleðsluvögnum sem hér segir i mánuðunum Blsf im 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 01 Tegund STÆRÐ VEIU) KR. m/SSK. DIAMANT 16 m ’ 134 Púsund SPECIAL K22 20 m 1 174 Þúsund IDEAL 25 24 m '* 170 Púsund NORMALG „NÝR” 28 m :1 106 Þúsund Kaupfélögin & BÆNDUR - KAUPFELOG | 10 10 10 LO 10 10 10 10 10 10 10 10 10 LO LO LO LO 10 10 LO Timanleg. pöntun tryggir þvi hagkvæmt verð og 10 möguleika á afgreiðslu fraktfritt á nærliggjandi 10 skipaafgreiðslu. 10 * Lhj stærstu hjólbörðum með JO LO 10 im HAGKVÆM GKEIÐSLUKJOR LO .________________________________ 10 10 LO LO LO LO 10 Allir KEMPER koma á hámarksöxulbreidd og stillanlegu beizli. Samband isl. %amvinnufelaga Véladeild Ármúla 3, Rvtli. simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.