Tíminn - 12.03.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.03.1972, Blaðsíða 16
FIMM ÞJÓÐKUNNIR MENN RÆÐA UM ÞÝÐINGU HRINGVEGSINS V_____________ ______________J Sunnudagur 12. marz 1972. >- Kystcinn Jónsson Sigurður Jóhannsson Sigurður Þórarinsson Svanbjörn Frimannsson Hannibal Valdimarsson HRINGVEGUR UM LANDIÐ VARÐAR ALLA LANDSMENN OÓ—Heykjavik. Hringvegur um landið verður opnaður þjóðhátiðarárið 1974. Á miðvikudag verður hafin sala á h a ppd ræt tissku Ida bréfu m að andvirði 10 millj. krm, og vertur það fé, sem þannig safnast, notað til vegalagningar og brúasmiða yfir sanda og vötn á Skeiðarár- sandi, sem er sá farartálmi, er kcmur I veg fyrir að hægt sé að aka umhverfis landið. Þessi 34 km leið er hvað erfiðust af nátt úrunnar hendi til vegalagningar. Það eru jökulhlaupin ein, sem hafa aftrað þvl, að ekki er búið að leggja veg yfir sandinn. En þá erfiðleika er hægt að yfirstiga. I.okið er viö aö gera fram-, kvæmdaáætlun, og verður hafizt handa um lagningu vegarins I vor. Til að gera gamlan óska- draum þjóðarinnar að veruleika, þarf talsvert fé, en þess veröur aflaö með útgáfu happdrættis- skuldabréfa, og er þess vænzt, að sem flestir leggi þessu þjóðþrifa- máli liö og kaupi bréfi, enda er allt að vinna, en engu að tapa. Bréfin verða innleyst eftir ára- tug, og fá eigendur þeirra fé sitt þá endurgreitt, og hafa þar að auki lagt sitt af mörkum til fram- kvæmda, sem koma þjóðinni allri til góða. Vcrða bréfin seld I öllum bönkum, útibúum og sparisjóð um frá 15. þ.in. Timinn haföi samband við nokkra þeirra manna, sem unnið hafa að undirbúningi fram- kvæmda við hringveg og vita manna bezt, hvað i er ráðizt og hvað þýðingu vegurinn yfir Skeiðarársand hefur fyrir þjóð- ina. Fara svör þeirra hér á eftir: Verðum öll að leggjast á eitt Eystcinn Jónsson, alþingis- maöur, var fyrstur manna til að stinga upp á, aö hringvegur um landið skyldi komast I gagniö þjóðhátiðarárið 1974. Það var árið 19G7, þegar brúin yfir Jökulsá á Brciðamcrkursandi var vigð. Um vegalagninguna yfir Skeið- arársand sagði Eysteinn: Nú veröum við öll að leggjast á eitt og hrinda þeirri ákvörðun i framkvæmd, að hringvegurinn komi 1974. Það yrði með öðru góðu, sem gera á i sambandi við timamótin 1974, veglegur minnis- varði um 1100 ára byggð þjóð- arinnar á landinu. Engin einstök framkvæmd, sem nú hillir undir, að frá skildri sjálfri útfærslu landhelginnar, getur orkað jafn- miklu til bóta i lifi þjóöarinnar en einmitt þessi, að ljúka hringveg- inum. Þetta kostar nokkuð, að visuekki nema smámuni, saman- borið við þann ávinning, sem er annars vegar. Samt þarf góð samtök til þess að afla f jár i þessu skyni, og riður nú á, aö menn taki þátt i þessu meö þvi að kaupa happdrættisskuldabréfin. Þetta er málallrarþjóðarinnar. Við finnum öll, að þessi fram- kvæmd eykur gildi landsins,hún hefur stórfellt hagnýtt gildi, og þaö veröur enn skemmtilegra en áður aö eiga heima á íslandi. Eitt stærsta verk- efni Vegagerð- arinnar Sigurður Jóhannsson, vega- málastjóri, sagði, að lagning vegarins yfir Skeiðarársand væri eitt af stærstu verkefnum, sem Vegagerð rfkisins hefði tekiö að sér. — Við lagningu þessa vegar er mikið af óvissum þáttum, miðað við það,sem við erum vanir aö eiga við. Sjálf byggingin á veg- inum og brúnum er ekkert tækni- legt vandamál, en höfuðvanda- málin eru flóðin og þaö sem af þeim leiðir. Eru það bæöi þau flóð, sem ef til vill koma meðan verið er að vinna verkið, og þau flóð, sem koma i framtiðinni. Við vitum ekki ná- kvæmlega hvernig þau verða. Ef hættan af jökulhlaupum vofði ekki yfir, væri búið að leggja þennan veg fyrir löngu. Fjárhæöin, sem lögð verður i þennan veg, er ekki svo mikil miðað við það sem vegalagning kostar yfirleitt. Hraðbrautirnar, sem viö erum að leggja, munu kosta um 800 millj. kr. Eru það vegirnir upp i Kollafjörð og austur á Selfoss. Keflavikurveg urinn, sem lagður var fyrir nokkrum árum, mundi kosta 600 millj. kr. nú. Það er ekki upphæðin, sem er ógnvekjandi við lagningu Skeiöarársandsvegarins. Van- damálið liggur i þessum sérstöku vandræðum vegna flóðanna og þar af leiðandi hvernig á að hanna mannvirkin. Við reiknum við þvi, þegar flóð verða, að umferðin þurfi ekki að truflast af flóðum af þeirri stærð, sem komiö hafa undanfarna ára tugi. En komi jökulhlaup eins og þau voru fyrir 1938, mun eitthvað af mannvirkjum verða að láta sig. Þá verður bara að taka þvi og byggja upp aftur. Er þá reiknað með þvi, að dýrustu hlutar mann- virkjanna, sem eru brýrnar og garðarnir næst þeim, standi eftir. Góð fjárfesting fyrir alla íslendinga — Það er lagahcimild til aö gefa út skuldabréf fyrir 250 þús. kr. til lagningar vcgarins yfir Skeiðarársand sagði Svanbjörn Frimannsson, bankastjóri Seðla- bankans, —en i ár er ákveðið að bjóða út 100 millj. kr. Ef vel gengur að selja þessar hundrað milljónir, verður að sjálfsögðu haldið áfram að selja happ- drættisskuldabréfin, hvort sem það verður I ár eða næsta ár. — Við gerum okkur ljóst, sagði Svanbjörn, — að þetta er tilraun til að afla fjár til þarfa fyrirtækja fyrir rikiö hjá almenningi, og um áframhaldið er ekki hægt að spá, fyrr en við vitum um árangurinn af þessari fyrstu tilraun. Þess vegna reynum við að brýna fyrir fólki, að þvi fé sem safnast sem lán, er ekki kastað á glæ, en fer til að opna hringveginn, sem gerir öllum landslýö fært aö ferðast hringum landið. Við teljum alveg skilyrðislaust að þetta sé góö fjárfesting fyrir alla Islendinga. Eftir að vegurinn verður lagður yfir Skeiöarársand, er hægt að ferðast óhindrað kringum landiö, og það er svo ótalmargt sem mælir með þvi, að þessi vegur verði lagður. Spariskirteini, sem gefin hafa verið út, hafa gengið mjög vel út. En þar hefur verið um að ræöa vaxtabréf, og til skemmri tima en nú er um að ræða. Þessi bréf, sem við gefum út núna, eru happdrættismiðar, um leið og. þau eru skoildabréf. Höfuð stóUinn er greiddur. til baka, vaxtalaus, eftir 10 ár. Þeir sem kaupa skuldabréf, hafa mögu- leika á að fá vinning á sin bréf, en annars eru þau greidd til baka undir öllum kringumstæðum með sömu fjárhæö. Bréfin eru vísitölu tryggð, og vinningar koma i stað vaxta, og eru vinningarnir skatt- frjálsir. Dregiö verður tiu sinn- um, og vinningarnir eru sjö millj. kr. hverju sinni. Eru tveir milljón kr. vinningar og aðrir lægri. En aðalatriðið i þessu er að leggja fé i þetta góða verkefni, og það er tryggt að fólk fær sitt fé til baka. Ég ætla, að þessi bréf verði góðar afmælisgjafir handa börnum. Ef eftirspurnin eftir þessum bréfum verður eitthvaö ámóta og eftir spariskirteinum, verða menn að flýta sér að tryggja sér bréfin. Treysti þvi að mannvirkin standist hlaupin Sigurður Þórariiisson, jarðfræð- ingur hefur um árabil fylgzt með hlaupum úr vötnum úr Vatnajökli og er verkfræöingum Vegagerð- arinnar til ráöuneytis um lagn- ingu vegarins yfir Skeiðarársand. Timinn spurði hann, hvað væri það hættulegasta, sem fyrir Skeiðarárveginn gæti komið. Hann sagði, að það væru náttúr- lega stórhlaup, eins og þau hefðu veriö i eina tið. En mannvirkj- unum væri ætlað að standast hlaup af þeirri stærðargráöu, sem komið hafa undanfarin ár. Að öðru leyti er ekki erfiðara að leggja þennan veg en yfir aðra sanda þarna austur frá. Ég treysti þvi, að verkfræð- ingarnir hanni veginn, varnar- Framhald á bls. 13 IStftlicfaœll Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást í Gefjun Austurstræti og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaðar um víöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæöaeftirliti. r Samband ísl. samvinnufélaga 'l INNFLUTNINGSDEILD .. A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.