Tíminn - 12.03.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1972, Blaðsíða 1
* . BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA wmm SeWIBILASTOÐIN Hf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR N Sá dökkblái stakk af geimfari um borð í Biarna heiði fær EB-Reykjavik. Ingimundur Hjálmarsson á Seyðisfirði sagði i viðtali við blaðið, að aldrei áður, frá þvi vegurinn um Fjarðarheiði hefði verið gerður, hefði sá vegur verið eins vel fær að vetrarlagi og nú i vetur. Þetta er algjört einsdæmi, sagði Ingimundur. Hann sagði,að sárasjaldan i vetur hefði þurft að nota snjóbil til að fara yfir heiðina. Að visu tepptist heiðin um siðast liðna helgi. Var þá farið með snjóblásara á heiðina og á mánudaginn var hún aftur orðin vel fær venjulegum bifreiðum. Japan og Kína rífast um eyjar f hafbotnsnefndinni NTB-New York Talsverðar orðahnippingar áttu sér stað i hafsbotnsnefnd SÞ á föstudaginn, eftir að An Chih- Yuan, fulltrúi Kina i nefndinni, lagði þar fram kröfur Kina til Nauðsynlegt að koma á gæðamati söluheys AK-Keykjavik. Búnaðarþing samþykkti rétt fyrir slitin eftirfarandi ályktun um crindi Búnaðar- sambands Strandamanna um mat á heyi. Framsögumaður búf járræktarnefndar var Hjalti Gestsson: „Búnaðarþing felur stjórn B.l. að kanna hugsanlegar leiðir til þess að gefa þeim, sem verzla með hey, tækifæri til þess að fá hey metið i gæða- flokka samkvæmt reglum, er settar yrðu”. Eins og kunnugt er hefur verzlun með hey og flutningar, jafnvel milli landsfjórðunga, færzt i vöxt og um leið fjölgað þeim bændum, sem framleiða hey beinlinis til sölu. Kaup- endur eiga óhægt um vik að gera sér grein fyrir gæðum vörunnar og seljendur að verðleggja hana rétt i sam- ræmi við þau. Hafa stundum orðið eftirmál af þessum sökum. Væri þvi mjög æski- legt að finna ráð til þess að gæðameta hey, og mundi það greiða fyrir réttsýni i þessum viðskiptum. ýmissa sniáeyja umhverfis For- mósu og margra smáeyjaklasa, sem Japanir ráða. Meðal þeirra eru Senkanku-eyjar, en þar er mikil olia. Það var eftir að fastafulltrúi Kina, Huang Hua, hafði i bréfi til nýlenduniðurlagningarnefndar SÞ, gert kröfur til brezku ný- lendunnar Hong Kong og Port- úgölsku nýlendunnar Macao, að An Chih-Yuan setti fram kröfur- nar um eyjarnar i hafsbotns- nefndinni. Þegar An var að mæla fyrir kröfunum, greip japanski am- bassadorinn fram i og sagði, að þessar kröfur Kinverja heyrðu ekki undir hafsbotnsnefndina, en An hélt ótrauöur áfram lestrinum, sem breyttist nú i ásakanir i garð Japana. An sagði, að Japanir vildu ekki aðeins eiga fjölmargar kin- verskar eyjar, heldur blönduðu þeir sér i Formósu-máliö lika, þótt það væri algjört innanrikis- mál Kina. Ef Japan væri ekki enn búið að læra af ósigri sinum og héldi áfram útþenslustefnu sinni, leiddi það til ills eins. Hann hélt þvi fram, að Japanskur hernaður fengi nú „upplifgun” frá banda- risku stjórninni og frekja Japana væri orðin full mikil á Kyrrahafs- svæðinu. Hann talaði um hinar óteljandi hörmungar, sem Japanir hefðu áður fyrr leitt yfir Kinverja og kvaðst þess fullviss, að Kinverjum væru þær enn i fersku minni. Að lokum sagði An, að það „Drottinvald” sem Japanir væru að reyna að öðlast, mætti nú æ meiri andstöðu rikja i Asiu, Afriku og S-Ameriku, ámt smárikjum viðar um heim. 86 flugvélar á Islandi OÓ-Reykjavik. 86 flugvélar voru skráðar hér á landi um siðustu áramót. Flestar flugvélanna eru eins hreyfils, eða 52 talsins. Tveggja hreyfla véiar er 23, 2 eru þriggja hreyfla og 9 fjögurra hreyfla. Samanlagður sætafjöldi fyrir far þega I öllum þessum flugvélum er 1251 sæti. Hefur farþegasætum i islenzkum flugvélum heldur fækkað siðustu árin. Flest voru þau 1968, 2071 alls. Helztu breytingar á flugflot- anum eru, að Flugfélagi íslands fékk nýja farþegaþotu. Loftleiðir fengu tvær nýjar flugvélar af gerðinni DC-8. Ein fjögurra hreyfla flugvél var seld úr landi. Var það landhelgisgæzluflugvélin Sif. Þótt þrjár stórar þotur bættust i flugflotann á árinu fækkaði far- þegasætum um fimm. Er það vegna þess,að farþegaflugvélum var breytt i vöruflutningavélar. McCloskey blankur NTB-Washington. Paul McCloskey hefur hætt við að reyna að ná útnefningu sem forsetaefni repúblikana i kosn- ingunum i haust, en hann er talinn sá eini, sem gæti komið til greina sem keppinautur Nixons. McCloskey segist hafa hætt vegna peningaleysis og vegna þess, að hann þarf að berjast til að halda þingsæti sinu. Fyrir for- kosningarnar i New Hampshire sagði hann, að ef hann næði ekki 20% atkvæða, myndi hann hætta. Hann fékk raunar 20,3% en þótti þó ekki vænlegt að halda áfram i baráttunni. Líkast EB-Reykjavik. Dökkblár Mercedes Benz ók á stúlku við Silfurtunglið i fyrrinótt og stakk af. Ekki er talið að stúlkan hafi slasazt mikið. Rannsóknarlögreglan leitaði i gær að eiganda bifreiðarinnar og var hann ekki fundinn, þegar blaðið hafði samband við lög- regluna. Sjónarvottar að slysinu eru beðnir að gefa lögreglunni upplýsingar. Fjarðar- t fyrri viku, fór einn af blaðamönnum Timans, Þorleifur ólafsson, i stuttan leiðangur með rann- sóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, og var aðaltil- gangur ferðarinnar að reyna endurbætt veiðarfæri.t þessum leiðangri voru lika um borð nemendur úr Sjómannaskólanum. t opnu blaðsins i dag, segir frá þessum leiðangri Bjarna Sæmundssonar, en hér að ofan er mynd úr herbergi, sem þakið er rannsókna- tækjum frá gólfi og upp i loft. Við fyrstu sýn, virðist sem hér sé um að ræða mælaborð i geimfari, en svo er nú ekki. (Tímamynd Þó)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.