Tíminn - 15.03.1972, Side 3
Miðvikudagur 15. marz 1972.
TIMINN
3
„Hefði eldurínn komið upp
eftir miðnætti, þyrftum við
ekki að kemba hærurnar"
Viðtöl við tvo fanga af Litla-Hrauni
Klp-Reykjavik.
„Ef eldurinn hefði komið
upp eftir miðnætti, en þá er
búið að loka okkur inni i
klefunum, er ég handviss um
að við hefðum ekki þurft að
kemba hærurnar.” Þetta voru
orð eins fangans frá Litla-
Hrauni, sem við heimsóttum i
gær i Hegningarhúsið á Skóla-
vörðustig, þá var hann að
undirbúa ferð sina aftur
austur, eftir rúmlega sólar
hrings dvöl i Reykjavik, vegna
brunans á Litla Hrauni i fyrri-
nótt.
,,Þá hefðum við verið lok-
aðir inni i klefunum og fanga-
verðirnir sofandi. Það er nú
nógu erfitt að vekja þá um
miðjan dag hvað þá heldur um
miðja nótt og hefðum við þá
trúlega kafnað þarna inni.
A staðnum er aðeins ein
reykgrima og þegar til kom að
nota hana, kunnu fangaverðir-
nir það ekki.
Við þurftum að hjálpa þeim
við að tengja hana, en það var
svo mikið fumið á þeim, að
þeir ætluðu að sprauta súr-
efninu, sem við hana er tengt á
eldinn. Það hefði þurft að opna
15 lása til að hleypa okkur út
og hefði ég ekki viljað sjá það
framkvæmt i þessu óðagoti,
sem varð við brunann.
Vorum ekki reknir
eins og rollur
Við vorum allir salla ró-
legir, löbbuðum sjálfir út og
hjálpuðum til við það,sem við
gátum, þar til að við vorum
beðnir um að fara út i hús og
biða þar. Við vorum ekki
reknir þangað eins og Markús
Einarsson sagði i viðtali við
eitt blaöið i gær. Þangað fór-
um við þegjandi og hljóða-
laust, sumir mjög illa klæddir,
enda ekkert hugsað um okkur
fyrst á eftir. Við erum mjög
óhressir yfir þvi, að hann
skyldi tala um okkur eins og
einhverjar rollur, sem hefðu
verið reknar út i útihús. Við
höfum haldið,að viðættumþað
ekki inni hjá honum eða öðr-
um yfirmönnum hælisins.
Annars er ég mest hissa á
þvi/ að hjallurinn skuli ekki
hafa brunnið fyrr. —-Ég óskaði
ekki eftir þvi, enda verið
þarna oft og lengi og þetta er
nokkurskonar mitt annað
heimili. En ég vildi gjarnan að
þetta yrði til þess, að eitthvað
yrði gert i málinu, eins og t.d.
að kenna fangavörðunum eld-
varnir og annað, en þær kunna
þeir ekki, það fór ekki fram
hjá neinum i þetta sinn. Við
vissum betur og vorum mikið
rólegri en þeir.
Annars er mikið betra að
vera þarna fyrir austan en
hérna. Hér er bölvað
eymdarlif þó annars sé ágæt-
lega farið með okkur”.
Inn i Hverfissteini var annar
hópur fanga frá Litla-Hrauni.
Þeir voru 18 talsins og voru
þegar okkur bar að i tveim
almenningsklefum. Annar
klefinn snéri út að götu og var
opinn gluggi hinum megin við
ganginn svo fangarnir gátu
séð út. Þeir héngu i rimlunum
og horfðu löngunaraugum út á
gangandi fólkið. Þegar ein-
hver ung og sæt pia gekk fyrir
gluggann ráku þeir upp öskur
og flaut, svo húsið titraði, og
komu þá fangaverðirnir
hlaupandi og bönnuðu þeim
þetta, annars yrði glugganum
lokað.
Ekki var að sjá að föngun-
um leiddist veran þarna,
brandararnir fuku á milli klef-
anna og hláturinn glumdi i
auðum veggjunum.
Allir rólegir
Þar fengum við að tala við
fanga, sem sat þarna sinar
siðustu stundir af 13 mánaða
inniveru á Litla Hrauni. Hann
átti að sleppa út kl. 9 daginn
eftir og beið nú eftir þvi að fá
dótið sitt að austan.
„Við vorum allir rólegir
eftir að eldurinn kom upp,
sagði hann. Við fórum allir út
og hjálpuðum til við það sem
við gátum. Sumir okkar voru
illa klæddir, eins og t.d. . ég,
en ég var aðeins á þunnri
skyrtu og buxum og berfættur
i töflum. Við fengum ekki að
fara inn til að ná i meiri föt, en
það var anzi kalt að hanga
svona úti i kuldanum.
Það var svo miki óðagotið á
öllu, að við hefðum getað farið
hvert sem við vildum fyrstu
timana á eftir, en það voru að-
eins tveir sem það gerðu .
Það er vel hugsað um okkur
hérna og allt gert fyrir okkur
sem hægt er. En það er betra
að vera á Skólavörðustignum,
þvi þar fær maður þó að fara
út og að reykja i klefunum, en
hér er það bannað. Annars er
kurr i mönnum að vera hafðir
hér. Við erum úttektarfangar
og eigum rétt á okkar hlunn-
indum, eins og t.d. göngutim-
um og að fara út undir ferskt
loft, en það er ekki hægt hér.
Það má ekki hafa fanga hér i
Hverfissteini nema sólar
hring mest, og þá verður
dómari að dæma hann i varð-
hald niður á Skólavörðustig.
Það er ekki hægt núna þvi þar
er ekkert pláss að hafa. Þetta
er þvi allt hálf snúið, en af þvi
þarf ég ekki að hafa áhyggjur,
þvi að ég er að fara út.
Sumir, sem hérna eru, hafa
haft gaman af þessu. Þeir,
sem eru lengi innilokaðir
þurfa á tilbreytingu að halda,
og hún hefur fengizt með þess-
um bruna, -þó að það hafi ekki
verið nema að fara úr einu
fangelsinu i annað. Sumir tóku
þessu létt þegar við biðum
eftir þvi að vera sóttir og tóku
lagið, og það var einnig litil-
lega gert i bilnum á leiðinni i
bæinn. Einn stakk up á þvi að
syngja „Jón er kominn heim
þegar við nálguðumst Reyk-
javik. En það var nú annars
heldur litið fjör i mönnum
enda hálf slæptir og syfjaðir,
margir hverjir.
Blaðaskák að
hefjast milli
Reykjavíkur
og Akureyrar
ÞÓ-Reykjavik.
I þessu blaði hefst blaða-
skák milli Taflfélags Akur-
eyrar og Taílfélags Reykja-
vikur. Samtals verða tefldar
fimm skákir og verður ein
skák i hverju dagblaðanna. .
Akureyri hefur hvitt i
þeirri skák, sem tefld verður
i Timanum og fyrir Akureyri
tefla Sveinbjörn Sigurðsson
og Hólmgeir Ileiðreksson.
Þeir sem tefla fyrir Reykja-
vik eru Torfi Stefa'nsson og
Kristján Guðmundsson.
Akureyringarnir leika i
fyrsta leik d 4 (Davið 4).
Svart: Reykjavik: Torfi
Stefánsson og Kristján Guð-
mundsson.
ABCDEFGH
00
o>
Ol
M
to
ABCDEFGH
Hvítt: Akureyri: Sveinbjörn
Sigurðsson og Hólmgeir
Heiðreksson.
1. leikur Akureyringa d2-d4
SORG/N FÆR 323 MILLJ.
KRÓNA LÁN ERLENDIS
KJ-Reykjavik
Geir IIallgrimsson,borgarstjóri
i Reykjavik, skýrði frá þvi á
blaðamannafundi i gær, að hann
hefði á mánudaginn undirritað
f.h. Reykjavikurborgar lána-
samning og skuldabréf að fjár-
hæð 323 milljónir isl. króna, og er
lánið tekið fyrir milligöngu
Hambrosbanka i London. Fer
lánið til Landsvirkjunar, Raf-
magnsveitunnar og Hitaveit-
unnar.
Lánið er afborgunarlaust fyrstu
tvö árin, en endurgreiðist siðan á
5 árum. Borgarstjóri sagði, að
lánið færi til framkvæmda við
veitukerfi Rafmagnsveitu Reyk-
javikur og til fyrsta áfanga bæki-
stöðvar Rafmagnsveitunnar, en
fjárfesting Rafmagnsveitu Reyk-
javikur er 170-180 milljónir i ár,
og fást 70 milljónir af þessu láni i
þessar framkvæmdir.
Miklar framkvæmdir standa nú
fyrir dyrum hjá Hitaveitunni, og
munu þær alls kosta um 280
milljónir króna. Ný leiðsla frá
Reykjum til Reykjavikur, er
mesta f járfestingin, en reiknað er
"T'ii'"
:l.l.l:."l:il:i: ffl::ft:l::l.l:l"Í.:i:
með, að hún kosti um 190
milljónir. Mjög aukið vatnsmagn
hefur fengizt á Reykjum, og til að
fullnægja aukinni þörf á heitu
vatni i Reykjavik, er nauðsynlegt
að leggja þessa leiðslu. Með til-
komu þessarar leiðslu á að vera
hægt að selja vatn til nágranna-
sveitarfélaga, og eru viðræður
yfirstandandi við Kópavog og
Hafnarfjörð um sölu á heitu vatni
þangað. Nóg vatnsmagn á að vera
hjá Hitaveitu Reykjavikur fyrir
alla byggðina i Reykjavik, Kópa-
vogi, Garðahreppi og Hafnarfirði.
Gulliver
Fyrif siðustu helgi, nánar til-
tekið á föstudag, kom hingað
maður utan úr Noregi til að lita
við i hinu nýja fyrirtæki Blaða-
prenti á leið sinni vestur um haf,
þar sem hann ætlar að lita á fleiri
blaöaprent. En blað það, sem
hann starfar fyrir, var sprengt í
loft upp á dögunum af einhverjum
vitleysingi, sem var óánægður
með kaupið sitt. Munu þess sjald-
an dæmi,aö blöð geti losnað við
gamalt drasl mcð svo hægu móti.
Eins og kunnugt er, þá er
Blaöaprent samansett af fjórum
aðilum, þeim sem standa að út-
gáfu Timans, Alþýöublaðsins,
Þjóðviljans og Visis. Öll þessi
blöð eiga það sameiginlegt að
vera minni en Morgunblaðið, sem
er hinn eiginlegi Gulliver i blaða-
útgáfunni hér. i samvinnu eins og
þeirri, sem á sér stað i Blaða-
prenti, reynir á það, að menn
hlcypi sér ekki i neinn stórkarla-
leik, cnda þröngt fyrir þau þrjú
blöð, sem þar eru prentuö núna,
og rýmkast eflaust ekki þegar
Þjóðviljinn kemur til sögunnar.
Allt er þó i góðu gengi, og hefur
komið i ljós, að cngir þeir agnúar
eru á sambúðinni, scm ekki hefur
vcrið með góðu móti hægt að
laga.
Eðlilegt var, að fulltrúi hins
norska hlaðs, sem sprengt var i
loft upp, liti inn á svona stassjón,
sem mun vera næsta cinstæð. Hitt
var nokkuö óvenjulcgra, að Visir
birti stóra frétt af þessari heim-
sókn undir fyrirsögn,sem hljóðaöi
á þá leið, að hinn norski maður
væri kominn hingaö til islands til
að leita fyrirmynda hjá Visi. Þess
er getið i einni linu i hinni löngu
frétt.að hann hafi litið inn á rit-
stjórnarskrifstofur Visis, sem er
ekki ócðlilegt, þar sem þær eru til
húsa á hæðinni fyrir ofan Blaða-
prent. En hitt er Ijóst af fréttinni,
að maðurinn átti fyrst og fremst
erindi i Blaðaprent. Nú eru heil-
brigð drýgindi og metnaður
kostur á blöðum, og þvi ber ekki
að lasta það i sjálfu sér, þótt Visir
álíti, að allir scm f Blaðaprent
koma eigi þangað erindi til að
læra af Visi. Tvö önnur hlöð ciga
nú þegar hlut að máii þar sem
Blaðaprent er. Alþýöublaðið er
byrjað fyrir nokkru í offsett og
gengur vcl. Það hcfur frikkaö
stórum við breytinguna, og
mættu Visismenn margt af þvi
læra, auk þess hóf Timinn fyrstur
prentun i offsett, þ.e. að segja
með islendingaþáttum.
Fram að þessu hefur vcrið
álitið að blöðin fjögur ættu við
samciginlcgan Gullivcr að eiga,
en miðað við þann hlut, sem Visir
ætlar sér i að uppfræða pressu,
sem hefur vcrið sprengd erlendis,
viröist kominn annar Gulliver i
spilið. Nú er bara eftir að vita
hvort þau menningarsamskipti,
sem \Tsir hefur hafið við sprungið
norskt blað, eigi eftir að hafa þau
áhrif, að Visir telji sér skylt að
springa — úr monti.
Svarthöfði
Tillaga um
stuðning í sjálf-
stæðisbaráttu
EB-Reykjavik.
Lögð hefur verið fyrir Sam-
einað Alþingi tillaga til þings-
ályktunar um,að skorað verði á
rikisstjórnina að veita þjóðum
Angola, Guinea-Bissau og
Mosambique stuðning i sjálf-
stæðisbaráttu þeirra með þvi að
bjóða fram aðstoð i formi mat-
væla, læknislyfja, kennslutækja,
eða með þvi að gefa fulltrúum
þessara þjóða kost á að kynna sér
stjórnarfar og þjóðfélagsupp-
byggingu tsiendinga. Höfð skulu
samráð og samvinna við sam-
bærilega stuðningsstarfsemi hjá
öðrum Norðurlandaþjóðum.
Flutningsmenn tillögunnar eru
úr öllumstjórnmálaflokkunum.en
þeir eru Ellert B. Schram (S),
Jón Skaftason (F), Pétur Péturs-
son (A), Bjarni Guðnason (SFV)
og Ragnar Arnalds (AB).
1972
Alþjóðlegt bókaár
UNESCO