Tíminn - 15.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.03.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. marz 1972. TÍMINN 7 Ulgafwdi; Fra«i*6ktt»rflo<tkurfrtn Wírarijisson !élj)r Attdtés Kffstján-ssott, Jón Haigaíon, tndrJSf : : C.: :t>orst€:insH>n : :og: :Tómas. . K8H»S0n>: :A«9lýsJnjtaítjóri:: :St«Jn-: : : . ■:■ 0 rírrtur Gíslason. RJlsfíórrtarskrJfstotur J ftddtlJjÚSÍttO, SfflM-r léaóo — 18306. 5kri#5tofvr ftonkastraefj 7. Af&rdSsiosfnji 11323. AugiýsJngasimí 19SÍ3, ASrar skrjfstofvr simj T8300, Ásfcrtftargjald lct, Hifto 4 mánuSi innantapds. í bUsasoW fcr. liJb(y «JnUkt& — fitaéaþrant h.f, (6ffs*t): Efling niðursuðu- iðnaðarins Iðnaðarráðherra hefur nú a Alþingi mælt fyrir stjórnarfrumvarpi um sölustofnun niður- suðuiðnaðarins. I áratugi hefur verið bent á niðursuðuiðnað sem eðlilega leið til að fullvinna og margfalda verðmæti sjávaraflans. En þrátt fyrir marg- faldar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnar um áhuga hennar á eflingu niðursuðuiðnaðar, gerði hún fátt eitt til að styðja að þvi að svo yrði. Fyrrverandi rikisstjórn kórónaði svo stefnu sina á þessu sviði i lok stjórnarferils sins með þvi að flytja stjórnarfrumvarp um að selja Niðurlagningarverksmiðjuna á Siglufirði úr eigu ríkisins. Við eigum nægt og gott hráefni til niðursuðu. En fyrirtækin hafa verið mörg og smá og skipulagsleysi rikjandi. Sú hlið, er snýr að sölu framleiðsluvaranna á erlendum mörkuðum, hefur þó verið veikust. Með frumvarpinu um sölustofnun niðursuðu- iðnaðarins hyggst rikisstjórnin gera stórátak á þessu sviði. Stofnunin á að annast sölu og reifingu á niðursoðnum sjávarafurðum, skipu- leggja markaðsöflun, samræma framleiðslu og vörugæði verksmiðjanna, kynna eitt vöru- merki fyrir þær allar, skipuleggja og greiða fyrir hráefnisöflun og annast margvislega þjónustu við framleiðsluaðilana. Það er löngu ljóst, að það átak, sem gera þarf i markaðsmálum niðursuðuiðnaðarins, fer langt fram úr f járhagsgetu hinna einstöku verksmiðja. Hér þarf skipulegt og samræmt átak og verulegan stuðning frá rikisvaldinu. Gerir frumvarpið ráð fyrir,að rikissjóður leggi fram óendurkræft framlag, samtals 100 milljónir króna, fyrstu fimm árin og ábyrgist fyrir stofnunina lántöku allt að 100 milljónum króna. Þá er lagt til, að næstu fimm ár skuli öll útflutningsgjöld af niðursoðnum og niðurlögð- um sjávarafurðum, söltuðum grásleppuhrogn- um, söltuðum ufsaflökum, hraðfrystum og sykursöltuðum þorskhrognum og salt- og kryddsild renna i sérstakan sjóð til eflingar niðursuðu- og niðurlagningariðnaðinum, en hér er um þær helztu vörur að ræða, sem við flytj- um út litt eða hálf unnar en aðrar þjóðir kaupa af okkur og fullvinna með margvislegum hætti, og margfalda þannig verðmæti þessa islenzka hráefnis. Sem dæmi um þetta má nefna, að 1970 framleiddum við 1400 tonn af söltuðum ufsaflökum, en notuðum sjálfir til sjólaxfram leiðslu aðeins 191 tpnn. Sama ár voru söltuð hér 1300 tonn af grásleppuhrognum, en notuð að- eins 73 tonn i kaviarframleiðslu. Hitt varð hrá- efni handa öðrum. Hér á landi féllu þá til 10.000 tonn af þorsklifur, en aðeins 80 tonn voru niður- soðin. —TK Charles W. Yost: Tregt gengur að efla einingu Vestur-Evrópu Stjórnmálaforingjar ala á óánægju sér til framdráttar SAMTtMIS og Nixon forseti er að opna Bandarikja- mönnum dyrnar að Kina, sem lengi hafa verið luktar, getur hæglega svo farið, að aftur skelli dyrnar að öryggi Evrópu, en hurðin að þeim var tekin að þokast frá stöfum. Leiðtogar brezka Verka- mannaflokksins og Kristilegra demokrata i Vestur-Þýzka- landi virðast þess albúnir að láta risandi öldu þjóð- rembings og tilfinningasemi bera sig upp i valdastólana að nýju, án alls tillits til þess, hversu dýrt þetta verði bæði heimalandinu og Evrópu allri. Framsýnir menn i Norður- Ameriku og Evrópu hafa séð og skilið, siðan siðari heims- styrjöldinni lauk, að Vestur- Evrópa getur þvi aðeins staðið jafnfætis risaveldunum tveimur og notfært sér til fulls tækifæri nútimatækni, að hún búi við miklu meiri einingu en hún hefur til þessa gert. Um er að velja annars vegar eitt fyrsta flokks riki og hins vegar tuttugu annars eða þriðja flokks riki. Harold Wilson form. Verka- Franz Jósoph Strauss mannaflokksins i Bretlandi. EFNAHAGSBANDALAG sex Evrópurikja hafði þreifað fyrir sér um ýmislegt og gert margar skyssur i tuttugu ár. Með inngöngu Breta, Ira, Dana og Norðmanna i banda- lagið yrðu aðildarrikin tiu, og nægilegur skriður átti að geta komizt á eflingu einingar- innar. Samningaviðræðum sexveldanna og rikjanna fjögurra lauk giftusamlega á árinu sem leið, og brezka þingið lýsti yfir samþykki sinu með rúmlega 100 atkvæða meirihluta. Dimman skugga dró hins vegar yfir hinar björtu vonir um daginn, þegar minnstu munaði að brezka þingið felldi lagabreytingar, sem nauðsynlegar voru vegna aðildarinnar. Við sjálft lá, að sameinuð Evrópa biði lægri hlut og Bretar yrðu að ganga til kosninga þegar verst gegndi. Ástæðan er vitanlega rikj- andi þröngsýni hjá miklum hluta brezks almennings, en hitter þó miklu verra, að einn- ig kemur til ábyrgðarleysi manna, sem ættu að vita betur og hafa vitað betur. Hér er átt við Harold Wilson og aðra leiðtoga Verkamahna- flokksins, sem samþykktu aðild að Efnahagsbandalaginu meðan þeir voru við völd, en snúast nú gegn henni til þess að reyna að komast aftur til valda með þeim hætti. HLIÐSTÆÐU eða dæmi um jafn ábyrgðarlausa flokks- hyggju er einna helzt að finna hjá þeim fámenna hópi manna, sem tókst 1920 að koma i veg fyrir, að Banda- rikin gengju i Þjóðbandalagið, og áttu þar með sinn drjúga þátt i að siðari heimsstyrjöld- in skall á. Þegar litið er til Þýzkalands kemur i ljós, að leiðtogar Kristilegra demokrata, Franz Joseph Strauss og Rainer Barzel, berjast með hnúum og hnefum gegn staðfestingu sáttmálanna við Sovétrikin og Pólland. Staðfesting þeirra gæti þó orðið upphaf að nýju timabili raunsæis og friðar i Mið-Evrópu, og auk þess Rainer Barzil form. Kristi- legra demokrata i Vestur- Þýzkalandi. tryggt Berlinarbúum miklu meira öryggi en þeir hafa búið við undangenginn aldar- fjórðung. Þeir Strauss og Barzel nota sér einnig tilfinningasemi almennings, sem ekki getur sætt sig við að afsala sér til- kalli til landsvæðanna, sem Hitler lagði undir i spili sinu og tapaði. Höfuðtilgangur leiðtoganna er þó aö koma i veg fyrir, að Willy Brandt kanslari og Walter Scheel utanrikisráðherra fari með sigur af hólmi, sem gæti orðið þeim til framdráttar i kosn- ingunum að ári. Nágrannar Vestur-Þjóð- verja i austri eru ekki einir um að fylgja samningunum, sem leitað er staðfestingar á. Það gera einnig allir vestrænir bandamenn Vestur-Þjóðverja, þar á meðal Bandarikjamenn. En hverjar verða afleið- ingarnar fyrir Vestur-Þjóð- verja, ef þeim Strauss og Barzel tekst að koma i veg fyrir staðfestingu samn- inganna? MINNA má á enn einn myrkan skugga yfir Evrópu nú i ársbyrjun 1972. ítalia hefur verið stjórnlaus i nokkr- ar vikur, og þar hefur ekki setið að völdum sterk stjórn árum saman. Af þessu hefur leitt stöðvun á „efnahags- undri” Itala, og rödd þeirra er hljóðnuð á hinum sameigin- legu þingum Evrópumanna. Enginn italskur stjórnmála- flokkur virðist hafa á að skipa nægilega viðsýnum og hug- rökkum leitoga til þess að meta meira hag Italiu og Evrópu en eigin sigurhorfur i næstu kosningum. Sorglegast er, að Evrópu- menn hafa verið sjálfum sér verstir undangengin sextiu ár. Þar eiga þó þær þjóðir heima, sem búa yfir beztum gáfum, mestri iðjusemi og mestri stjórnmálareynslu (ef til vill að undanskildum Kinverjum), og árið 1914 áttu þær hálfan heiminn og voru fyrirmynd ibúanna i hinum hlutanum, sem þær ekki áttu. Þessu hafa þær öllu varpað á glæ á þrjátiu árum, með hverri tilgangs- lausu borgarastyrjöldinni af annarri. SIÐAN að siðari heims- styrjöldinni lauk, hafa Evrópumenn náð sér ótrúlega vel á strik undir forustu við- sýnna og hugrakkra leitoga eins og Schuman, Bevin, Adenauer, de Gasperi, Monn- et, Spaak, Brandt og Heath. Batinn er þó ótrúlega tvisýnn og ótryggur. Hann gæti glatazt á einni nóttu, og aðvifandi öfl gætu náð valdi á Evrópu, þrátt fyrir glæisleika hennar og auð. Vona ber i einlægni, að vel- viljaðir og framsýnir fylgis- menn komi i veg fyrir að Wilson, Strauss og Barzel, og varasamir italskir flokks- leiðtogar hrindi rikjum sinum og samfélagi fram af hengi- fluginu að þarflausu. Og vist væri til ómetanlegs gagns, að rikisstjórn Bandarikjanna gæfi sér tóm til þess, frá tinda- tildrinu, að lita til Evrópu og stuðla að heillavænlegri fram- vindu þar með áhrifamætti sinum, sem enn er drjúg- þungur á metunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.