Tíminn - 15.03.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.03.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. marz 1972. TÍMINN 9 Kina islenzka diakonissan, Unnur Halldórsdóttir vigð i nóvember 1965. iafa sameiginlegt starfs- r og samstofna við orðið iir nánast þjónn. Diakon- um á vegum safnaða og flest eru stúlkur á ýmsum aldri, en þó helzt ungar stúlkur, koma frá-lægum stöðum, jafnvel öðrum löndum. Sumar koma frá upp- tökuheimilum, aðrar úr fangels- um, margar frá heimilum þar sem heimilislifið hefur verið kalt og auðn likast. Systir Signe tekur móðurlega á móti þeim, breiðir dúk á borð sitt og framreiðir kaffisopa og matarbita. Flestir eru gestirnir svangir eða þyrstir og allt gengur léttara með ofur- litlum veitingum. Og ekki er ætl- azt til greiðslu fyrir gestrisnina, enda fáir aflögufærir, sem inn koma. Gestir Signe tala flestir hljóðlega, nærri hvislandi og hik- andi i fyrstu. En þeim vex smám- saman kjarkur. Húsfreyjan er lika hljóðlát og nóttin, — flestir koma seint að kvöldi eða að næturlagi — er lika hljóð. En hægt og hægt hverfur beiskjan, óttinn og þrjózkan, sem fyllt hafði hug- ann, þegar inn var komið. Það er likt og vorblær með yl og þiðu hafi öll tök þarna inni. Blaðamaður, sem eftir mikla eftirgangsmuni gat fengið viðtal við systur Signe, gat fengið hana til að segja svolitið um sjálfa sig, starf sitt og aðstöðu. Hún er annars ákaflega fáorð um eigin hag og öll sin málefni. — ,,En geti það aukið samúð og skilning og orðið öðrum til hvatningar eða hjálpar”, segir hún, ,,þá er sjálf- sagt að segja eitthvað um þetta”. Og einmitt vegna þess, að þetta gæti orðið öðrum hvatning og fag- urt fordæmi, skal hér vikið að efni þessa samtals við systur Signe. Það eru nær 20 ár, sem systir Signe Brönnum hefur unnið að safnaðarhjúkrun eða umsjá með einstæðum i Alaborg. Ein auk safnaðarstarfsins kemur hún oft i fangelsin og sinnir þar föngum og hjálpar þeim, sem fá reynslu- lausn eða frelsi og hún hefur ritað bók um þessi störf, sem nefnist „Konur i fangaklefa”. Þar lýsir hún á fingerðan og skilningsrikan hátt hugsunum og tilfinningum þeirra kvenna, sem hafnað hafa innan múranna, seg- ir frá sök og refsingu — en gleym- ir þó ekki erfiðleikum þeim, sem frelsinu fylgja, þegar bölvun for- dæmingar, ástriðna og auðnu- leysir tekur þær við hönd við þröskuldinn, þegar dyr dýfliss- unnar oþnast að lokum, af því að þar vantaði hlýja hönd og heitt hjarta þess, sem hefði þrótt til að styðja og styrkja. „Fordómar fjöldans og nepja samfélagsins getur eyðilagt á stuttri stund allt, sem byrjað var að gróa i betrun- arhúsinu,” segir systir Signe. Lærði hárgreiðslu varð diakonissa Signe Brönnum hefur ekki alltaf ætlað að verða diakonissa. „Upphaflega lærði ég og starfaði sem hárgreiðsludama”, segir hún, en ég hafði samt áhuga á hjúkrun. „Smámsaman fannst mér þreytandi að sinna eingöngu hé- gómaskap og smámunasemi kvenna,og dag nokkurn, þegar ég var eitthvað óánægð með við- skiptavinina, spurði pabbi mig, hvort ég vildi ekki heldur verða diakonissa. Ég hló og sagði: „Gætirðu hugsað þér að sjá mig dag eftir dag i hvitum kyrtli og siðum svörtum kjól og einhvern hátiðasvip? Nei, það gæti ég ekki hugsað mér fyrir öll heimsins auðæfi,” bætti ég við. En hugmynd föður mins ásótti mig og lét mig ekki i friði. Svo lagði ég af stað og lærði hjúkrun við Diakonissustofnunina í Kaup- mannahöfn. t fyrstunni hugsaði ég eingöngu um það, hvaða hagnaðar ég gæti vænzt af starfi minu. En þetta breyttist smátt og smátt og ég fór að hugsa um, hvers gæti starf mitt vænzt af mér? Svo kom mér i hug öll sú ástúð og allt það öryggi, sem ég hafði notið á æsku- heimili minu. Og mér fannst ég skulda þeim heima eitthvað af þessu handa þeim, sem einskis höfðu notið. Skjólstæðingar systur Signe, stúlkurnar, sem hún kallar „vini” sina, eru af þeirri manngerð, sem við venjulegir borgarar teljum okkur litt til geðs og umgengi. Hún prédikar aldrei. Við lesum bara um þess háttar fólk i blööunum, þar sem slikar dömur eru nefndar með litilsvirð- ingu, sjálfsagt að vonum og kenndar við þjófnað, eiturlyfja- neyslu, falsanir, flakk og vændi og hafa komizt i kast við lög og lögreglu. Við æjum og óum, þegar við lesum fréttir af þessháttar fólki, prisum okkur sæl að vera ekki á þess vegum og eiga engan i þess hópi og svo er fréttin fyrnd og gleymd. Þegar systir Signe kemur i fangelsi eða fær heim- sókn „þessara vina” sinna er ávarpþeirraoftá þessa leið: „Ég vildi nú gjarna tala við yður nokkur orð, systir, bara að þér farið nú ekki að predika, þvi að það þoli ég ekki.” Þá brosir Signe sinu bliðasta brosi. Nei, hún predikar aidrei, kann það ekki, segir hún, getur ekki lært það. Og innan stundar hefur einarðleg og háttvís framkoma hennar ásamt hlýju og glettni bægt öllum þunga og skuggum fangaklefans á braut. Og oft fær hún ýmislegt að heyra, sem „löggan” og „dómar- inn” voru „snuðaðir” um. En það er vel geymt hjá henni og á engar útgöngudyr. „Allir geta treyst henni, — hún er okkar,” segja „vinirnir” um Signe. Og það er orð að sönnu. En oft vaknar þó eitthvað i vitund fangans, sem kallað er samvizka. Og venjulega liður ekki á löngu áður en óskað er eftir nýju sam- tali við „lögguna” eða „dómar- ann”, og þá kemur fram i dags- ljósið það sem „snuðað” var um siðast. Systir Signe Brönnum er grannvaxin og fremur smá vexti, röskleg i hreyfingum og brosmild og svip. liún trúir á hið góðai hverri sál og uppáhalds orðtak hennar er : Aldrei of seint. Flestar stúlknanna, sem ég kalla „vini” eru veilar að skap- gerð, viljalitlar og auðsveipar að eðlisfari, þrátt fyrir áunna þrjózku. Smávegis ósannindi, blekkingar og óheiðarleiki hefur komið þeim fyrstu sporin út á ógæfu brautina. Oftast hafa unn- ustar þeirra eða félagar „platað” þær til aöstoðar við sig á einhvern hátt. Flestar þeirra eru frá brotn- um heimilum og börn fráskilinna foreldra, sem þýðir oftast, að þær eiga ekkert heimili eða eru i and- stöðu við sína nánustu tilfinninga- lega. Vinátta hefur úrslitaþýðingu. Fyrir viljalitið og niðurbrotið fólk getur vinátta haft úrslitaþýð- ingu til gæfu eða ógæfu eftir at- vikum og aðstæðum. „Eitt litið dæmi getur útskýrt þetta nánar,” segir Signe. Það var stúlka, sem unnustinn neyddi til skjalaföslunar. „Ef þú gerir þetta ekki yfirgef ég þig”, sagði hann. Ef þú ekki gerir þetta, þá sýnir þú, að þú elskar mig ekki, þú getur engu fórnað. Ég lét undan, sagði stúlkan. En þegar hann hafði fengið óskir sin- ar uppfylltar, hvarf hann mér og ég var ein eftir i myrkri örvænis og eymdar.” „Umhverfið og einkarlega bernskuheimjlið hefur úrslita- þýðingu og setur mark sitt á okk- ur öll”, segir systir Signe. „Það kemur alltaf siðar i ljós. Barn, sem elzt upp við skammir og rif- rildi foreldra sinna, barn, sem venst óheiðarleika og óvöndun eins og daglegu brauði, verður aö hafa framúrskarandi skapgerð til að skemmast ekki og spillast. Margir ógæfumenn og konur koma frá heimilum þar sem þeim var hrósað fyrir að „bjarga ýmsu i búið”, i stað þess að lita á þess háttar framtak sem þjófnað, þá var brosaö og dáðst að „sniðug- heitunum”. Seinna situr svo barnið i klefanum, sem for- eldrarnir hefðu átt skilið frem- ur”. Þegar systir Signe kemur til sk- jólstæðings eða fær heimsókn, spyr hún i fyrstu sem minnst um fortiðina, heldur segir, þegar hún hefur hlustað um stund: „Ættum við nú ekki heldur að ráðgast um hvað gera skal? Ættum við ekki að athuga framtiðina?” Þetta leiðir samtalið oftá nýjar brautir. „En þvi miður,” segir þessi góða kona, þá fær sú manneskja, sem i fangelsi hefur verið, oftast óaf- máanlegan stimpil á sig, Stund- um mætti segja, að hin eiginlega refsing hefjist fyrst við brottför- ina úr „Steininum”. Enginn veit, hve illt þeir gjöra með þvi að hvisla og slúðra: „Sjáðu þessi var nú bak við lás og slá”, eða þegar börn hia á þessa eða þennan og æpa: „Greyið var i „Stein- inum”. Fátt er erfiðara en litils- virðing samborgara. Og þess er vart að vænta, að samfélag, sem umgengst sina smæstu á þennan hátt, geti borið góða ávöxtu. Eng- inn getur verið án þess að biöja: „Faðir fyrirgef oss vorar skuld- ir”. „Auðvitað eru vonbrigðin mörg”, heidur systirin áfram. Oft er horfið aftur i svaðið. Mörg eru vixlsporin. En einmitt þess vegna er enn meiri nauðsyn að hafa at- hvarf, þar sem hægt er að koma og finna sig velkominn, þótt ekki sé nema andartak”. „Við ættum að hafa hús með mörgum herbergjum,” segir ein af skjólstæðingum systur Signe. Hún er raunar heimilislaus drykkjusjúklingur — en hún á þann draum að safna peningum fyrir gistiheimili, og svo söfnum viö þeim saman, sem sofa á tröppum og i undirgöngum og dubbum þær upp til að sofa i góöu rúmi,” bætir hún við. Rsðir ekki trúmál af fyrra bragði. Hvaðan færöu peninga tii þess- ara starfa? spyr blaðamaöurinn. Ekki dugá diakonissulaunin þin mikið til að sinna þessu öllu? Hún var einmitt að lauma aurum i lófa eins af „vinunum,” sem hafði lit- ið inn meðan samtalið fór fram. „Gott fólk rettir oft hjálpar- hönd”, segir systir Signe. Sumar af „gömlu vinunum”, sem komn- ar eru á „græna grein”, styrkja starfsemina. Þær eru minnugar á fortiðina. Stundum kemur ávísun frá fjarlægum stöðum og óþekkt- um gefendum, sem vilja sýna hug sinn til þess, sem hér er gert. Það er margt gótt fólk til i veröld- inni”. „Ræðirðu trúmál mikið við vin- ina?”, er siðasta spurning blaða- mannsins til diakonissunnar i safnaðarheimilinu i Alaborg. „Nei, aldrei að fyrra bragði”, svarar þessi elskulega kona. Upphaf og endir allra trúar- bragða, sem eru nokkurs virði eru elska og ástúð til samferða- fólksins á lifsleiðinni og trúin á sigurhinsgóða i öllum og öllum”. „Þetta er svo undur einfalt”, segir systir Signe að lokum og brosirsinu hlýja brosi, sem hefur orðið svo mörgum leiðarljós. Allir, sem hafa kynnzt henni geta auöveldlega svarað spurn- ingunni, sem er fyrirsögn þessar- ar blaðagreinar: „Hvað er diakonissa?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.