Tíminn - 15.03.1972, Side 6

Tíminn - 15.03.1972, Side 6
6 TÍMINN Aliövikudagur 15. marz 1972. Sölustofnun niöursuðu- iðnaöarins. A fundi i efri deild s.l. mánu- dag, mælti Magnús Kjartans- son, iðnaðarráðherra, fyrir frumvarpinu um sölustofnun niðursuðuiðnaðarins, sem lagt var fyrir Alþingi i siðustu viku. Stofnlánadeild Samvinnu- bankans. Þá mælti Lúðvik Jósepsson, viðskiptamálaráðherra, á sama fundi fyrir frumvarpinu um stofnlánadeild Samvinnu- bankans. Greint hefur verið frá þessum frumvörpum hér i blað- inu. Orlof sveitafólks. Fjórir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Pálmi Jónsson, Steinþór Gestsson, Friðjón Þórðarson og Gunnar Gislason hafa lagt eftirfarandi þingsá- lyktunartillögu fyrir sameinað þing: ,,Alþingi ályktar að fela land- búnaðarráðherra að skipa nefnd til þess að semja frumvarp til laga um orlof sveitafólks og þjónustu staðgöngumanna i landbúnaði. Nefndin skal skipuð i samráði við Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag Islands. Niður- stöður skulu lagðar fyrir Sam- einaö þing, þar sem lagt er til að rikisstjórnin láti merkja allar bifreiðar öryrkja svo að þeim verði sýnd aukin tillitssemi i umferðinni. — EB Tillaga Gisla Guðmundssonar: TÆKNISKÓLINN VERÐI A EB—Iteykjavik. Gisli Guðmundsson (F) hefur lagt fyrir neðri deild Alþingis til- lögu til þingsályktunar um, að deildin lýsi yfir þeim vilja sinum, að Tækniskóli islands verði flutt- ur frá Reykjavik til Akureyrar, þó þannig, að heimilt verði, ef nauðsynlegt þykir, að starfrækja i Iteykjavik undirbúningsdeild og einstakar bekkjardeildir i tengsl- AKUREYRI um við Tækniskóla islands á Akureyri. Með þessari tillögu eru prentuð sem fylgiskjöl bréf og ályktanir um,að Tækniskólinn verði á Akur- eyri. Segir flutningsmaður i greinargerð, að rétt þyki, að á það reyni, hver áhugi er fyrir þvi á Alþingi að flytja úr höfuðborg- inni opinberar stofnanir, sem allt eins vel gætu starfað annars stað- ar. KÓPAVOGUR Gæzlukonur vantar á leikvelli bæjarins frá april n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofunum. Skilist á sama stað fyrir 20. þ.m. LEIKV ALL ANEFND. Bandalag starfsmanna rikis og bæja óskar aö ráöa starfs- mann, sem getur unniö sjálfstætt aö skýrslugerö og gagnasöfnun. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu bandalagsins Bræöraborgarstlg 9 fyrir 25. marz n.k. MFA GENFARSKOLINN Genfarskólinn, sem rekinn er á vegum verkalýös- hreyfinganna á Noröurlöndum, mun halda námskeiö árs- ins 1972 dagana 27. mai — 14. júli nk. Einn tslendingur á rétt til þátttöku i námskeiöinu, sem fram fer i Kungálv I Sviþjóð, Genf I Svisslandi og La Bréviére i Frakklandi. Þátttöku fylgir greiösla á skólagjaldi, dvöl og ferða- kostnaöi frá höfn i Danmörku eöa Noregi og þangað aftur aö námskeiöi ioknu. Námskeiðið er einkum ætlaö fólki úr verkalýðshreyfingunni. Upplýsingar á skrifstofu okkar aö Laugavegi 18, simi: 26425. MENNINGAR- OG FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝDU. ll i—B ■ ■ Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra: STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR FÁ ADILD VID FRAM- HALDSENDURSKODUNINA EB—Reykjavik. Þegar Halldór E. Sigurðsson fjármálaráðherra gerði grein fyrir tekju- og eignarskattsfrum- varpinu.er það var til l.umræðu i efri deild Alþingis s.l. mánudag, lýsti hann þvi yfir, að öllum st- jórnmálaflokkunum yrði gefinn kostur á að eiga aðild við fram- haldsendurskoðun á skattkerfinu. Fjármálaráðherra minnti enn- fremur á, að i sambandi við þá endurskoðun yrði einnig unnið að áframhaldandi endurskoðun á tryggingakerfinu, þar sem þessi tvö kerfi þyrftu að fara saman. Með meiri tima og betri vinnu tækist að ná þvi takmarki, sem nú væri stefnt að, þ.e. gera heildar- löggjöf um tekju og eignarskatt og taka aðra þætti i tekjuöflunar- kerfi rikisins til nákvæmrar skoð- unar og laga þá að þvi kerfi, sem æskilegt væri að dómi rikisstjórn- arinnar. 1600 millj. kr. tekjutap. 1 ræðu sinni vék fjármálaráð- herra m.a. að þeim breytingartil- lögum, sem Sjálfstæðismenn Hálldór E. Sigurösson fjármálaráðherra. fluttu við frumvarpið, þegar það var til 3ju umræðu i neðri deild. Sagði ráðherrann, að i þessum til- lögum fælist engin stefnumörkun né nýmæli, einkennið á þeim væri eingöngu það, að draga úr tekjum rikissjóðs. Eftir þvi sem næst yrði komizt, fælist i tillögunum tekju- tap fyrir rikissjóð, er samtals næmi rúmum 1600 millj. kr., eða meira en helmingur af álögðum tekjuskatti. Hér væri hraustlega að staðið, og yrði að segja það, að einhvern tima hefði stjórnarand- stöðunni verið brugðið um ábyrgðarleysi að standa þannig að málum. Aö vera seint á feröinni. Fjármálaraðherra sagði, að mjög hefði verjð til umræðu hve skattfrumvörpin væru seint á ferðinni. Sýndi hann fram á það með nokkrum dæmum, að hér væri ekkert nýtt á ferðinni. Rikis- stjórnir, sem á annað borð hefðu fjallað um skattamál og fengið afgreidd á Alþingi, hefðu gert sig sekar um að vera seint á ferðinni með þau, og mætti segja,að það hefði verið að breyta frá reglunni, ef svo hefði ekki einnig orðið nú. Þingsdlyktunartillaga Steingríms Hermannssonar og Alexanders Stefdnssonar: VERKFRÆÐIÞJONUSTA A VEGUM LANDSHLUTA- SAMTAKA SVEITARFÉLAGA Tveir þingmcnn Framsóknar- flokksins, þeir Steingrfmur Her- mannsson og Alexander Stefáns- son, hafa lagt fyrir efri deild Alþingis frumvarp til laga um verkfræðiþjónustu á vegum landshlutasamtaka sveitar- félaga. Frumvarpið er svo- hljóöandi: 1. grein. — Óski landshlutasam- tök sveitarfélaga að koma á fót verkfræöiþjónustu viökomandi landshluta, sbr. 2. grein, skal rikisvgldið veita aðstoö við stofn- setningu og rekstur slikrar starfsemi eins og segir i lögum þessum, enda sé viðunandi verk- fræðiþjónusta ekki fáanleg i þeim landshluta. 2. grein. — Verkfræðistofur á vegum landshlutasamtaka skulu hafa i þjónustu sinni verk- fræöinga, tæknifræðinga og annað starfslið i þvi skyni aö veita sveitarfélögunum, fyrir- tækjum og einstaklingum i lands- hlutanum þá verkfræðiþjónustu, sem fært þykir, sem og opin- berum framkvæmdaaöilum, enda er þeim skylt að leita þjónustu slikra verkfræðistofa, eins og frekast er unnt við undirbúning og eftirlit með opinberum fram- kvæmdum. Opinber fram- kvæmdaaöili, sem hefur á sinum- vegum eigin starfsmann staðsettan i landshluta, skal fá aðstööu fyrir slikan starfsmann á verkfræðistofu, sem landshluta- samtök koma á fót samkvæmt lögum þessum 3. grein. — Fyrir þá verkfræöi- þjónustu, sem veitt er, skal greiða samkvæmt viðurkenndri gjaldskrá fyrir slika starfsemi. 4. grein. — Veröi komiö á fót verkfræðiþjónustu, eins og um ræðir i þessum lögum, getur hún tekið sér áætlanagerð fyrir Framkvæmdastofnun rikisins enda greiði stofnunin þá sem svarar 3/4 hlutum af árslaunum starfsmanns, sbr. lög um Fram- kvæmdastofnun rikisins, nr. 93 frá 24. desember 1971, 31. gr. 5. grein — Rikisvaldið veitir fjárhagsaðstoð við stofnsetningu og rekstur verkfræðistofu eins og hér segir: 1. 500.000 kr. vegna stofnkost- naðar, i eitt skípti fyrir öll, hverjum þeim landshlutasam- tökum, sem koma á fót verk- fræðistofu. 2. Abyrgðist greiðslu 3/4 hlutum af hallarekstri verkfræöi- stofu, en þá aldrei meira en nemur 3/4 hlutum af launum og kostnaöi við einn verkfræðing. 6. grein. — Landshlutasamtök, sem hyggjast koma á fót verk- fræðiþjónustu samkvæmt lögum þessum, skulu gera félagsmálar- áðuneytinu grein fyrir fyrirætlun sinni og láta ráðuneytinu i té áætlun um stofn- og rekstrar- kostnað. Rekstraráætlun skal árlega senda félagsmálaráðu- neytinu ásamt endurskoðun rekstrarreikningi fyrra árs. Skal rekstrarstyrkur sá,sem um ræöir i 5. grein 2 lið, greiddur að feng- num slikum ársreikningi. Félagsmálaráðuneytið áætlar árlegan kostnað hins opinbera vegna stofnsetningar og rekstrar verkfræðiþjónustu á vegum landshlutasamtaka og fær á fjár- lögum hvers árs fjárveitingu i samræmi við það. IÐNSKOUNN I REYKJAVIK Kona vön skriftum og vélritun óskast til starfa m.a. i bókasafni skólans hálfan daginn. Eiginhandar umsóknir sendist un- dirrituðum. Skólastjóri.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.