Tíminn - 15.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.03.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. marz 1972 TÍMINN 5 Ber og blóm Höfuðskraut sumarsins eru alls konar húfur og hattar með berjaklösum og blómum, lauf- blöðum og öðru tilheyrandi. Þessi fallega sýningarstúlka heitir Rosemary-Ann Mason og er frá London. Hér er hún með svokallaðan „hauskúpuhatt” á höfðinu, og er hann prýddur rauðum kirsuberjum og Árekstur á hestbaki Lögreglan i Adelaide i Astraliu leitar nú reiðmanns, sem kom á harðaspretti á hesti sinum og nellikkum. Hatturinn er frá Marida i London, og var sýndur á vor- og sumar-hattasýningu nú nýlega. kollreið hest, sem varð á vegi hans. A hestinum sat ung stúlka, Margaret Morgan, 19 ára gömul. Hún datt að sjálf- sögðu af baki., og fótbrotnaði. Er nú mikilvægt að náist i mann- inn, til þess að hægt sé að höfða skaðabótamál á hendur honum fyrir áreksturinn. V Leitar nýrra vina Domonio Elliot virðist i fljótu bragði heldur hversdagslegur maður, að minnsta kosti ef dæmt er eftir þessari mynd. En hann Elliot er ekki neinn venju- legur maður fyrir það. Hann er mjög umtalaður um þessar mundir, þvi hann er sá, sem Margrét Englandsprinsessa skemmtir sér með og huggar sig við þessa stundina. Elisabeth drottning er mjög æst og reið, og eins og venjulega er systir hennar aðalastæðan, já, og svo auðvitað maður hennar hann Snowdon lávarður. Hann er hirðinni og konungsfjöl- skyldunni til skammar. Astæðan er sú, að frétzt hefur, * Börn út i geiminn Eldflaugar, sem fljúga upp af geimskotspöllum, bilar af ýms- um gerðum, talandi vélmenni, likön af járnbrautum — allt var þetta sýnt á Samsovézkri sýn- ingu yfir tæknilegt sköpunar- verk barna 1971. Meira að segja útlærðir hönnuðir og verk- fræðingar hlutu að undrast stundum hugvit hinna ungu heila og svo það, hve flóknir ýmsir gripir þeirra voru. Meira en 12 þúsund börn á aldrinum 8-15 ára tóku þátt i keppni ungra uppfinningamanna um rétt til að komast i úrslit, sem fram fór i Moskvu. Þau voru flest þátttakendur iáhugahópum um tækni,sem starfa i sambandi við ungherjahallir borganna og marga skóla. að Tony sé á nýjan leik farinn að taka nektarmyndir af hinum og þessum stúlkum, og selja þær svo enskum blöðum. Márgréti prinsessu er nokk sama, þótt Snowdon taki þessar nektar- myndir. Hún eyðir öllum stundum með vini sinum Dominio Elliot, en hann er sonur enska lávarðsins Minto. Þau hafa sézt hvað eftir annað saman á næturklúbbum i Lundúnum. Þar haldast þau i hendur og eru mjög vinsamleg hvort við annað, svo ekki sé meira sagt. Fyrir niu mánuðum skildi Dominio við konu sina, greifynjuna Bunny Esterhazy. Vinir og kunningjar þeirra Mar- grétar og Snowdons fullyrða, að þau beri engar sérstakar tilfinn- ingar i brjósti hvort til annars lengur, og standi þeim þvi algjörlega á sama hvað hinn aðilinn gerir, og leggja ekkert upp úr þvi, að reyna að sýnast ástfangin hjón. —Ætlarðu ekki að slátra kjúklingnum i tilefni af 30 ára brúðkaupsafmælinu okkar, Guð- mundur? —Hvers vegna skyldi hann liða fyrir 30 ára gamla vitleysu úr sjálfum mér. Gott uppeldi felst i að dylja, hvað við hugsum mikið um sjálf okkur og litið um aðra. Sá, sem heldur því fram, að ekki sé til heiðarlegt fólk, hlýtur að hafa reynsluna frá sjálfum sér. Svo var það stúlkan, sem var svo óskaplega mögur, að þegar hún einu sinni i hanastélsveizlu gleypti óvart berið i glasinu, yfirgáfu þrir beztu vinir hennar bæinn i snarhasti. — Gjörið svo vel, yðar náð! Baðið er tilbúið. — Hvað ertu að vera inni i þessu dýrðarveðri? Komdu heldur út og þvoðu gluggana. DENNI DÆAAALAUSI Við Wilson ætlum að gera smátil- raun. Ég ætla ekki að heimsækja hann i heila viku, og hann ætlar að athuga, hvorthann saknar min ekki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.