Tíminn - 15.03.1972, Side 8
8
TÍMINN
Mi&vikudagur 15. marz 1972.
SUNGIÐ í LJÓSVETNINGA-
BUÐ OG HEILSAZT
MEÐ HANDABANDI
Ætið hlýtur það að vera mikið
matsatriði', hvað talið er til tið-
inda á hverjum tima. Fyrir alls-
kömmu var frá þvi sagt i fjölmið-
lum, að leiðtogar tveggja stærstu
og voldugustu þjóða heimsins
hefðu „heilsazt með handabandi
og talað saman i alvöru”.
Á þeim slóðum,hvar ég þekki til
hefur það aldrei þótt tiðindum
sæta, þótt menn heilsuðust með
handabandi og ekki heldur hitt,
að menn töluðu saman i alvöru.
En lifið er duttlungafullt og si-
breytilegt. Það sem fyrir
skemmstu þóttu engin tiðindi er
orðinn heimssögulegur viðburður
i dag. Frægð þessarar heilsunar
leiðtoga stórþjóðanna og samtal
þeirra i alvöru, er i einu tákn
þess, hve yfirborð mannlifsins á
jörðinni er óhugnalegt og um leið
vottur vonar um betra mannlif.
Þess vegna gleðjast menn viða
um heim yfir þvi, að leiðtogarnir
heilsuðust svona látlaust og fall-
ega.
Svo er hamingjunni fyrir að
þakka, aö á hinum lægri þrepum
manniifsins gerasteinnig gleðileg
tiðindi, þótt þau valdi ekki
straumhvörfum i heimsmálum.
Hins vegar eru þau súrdeig hins
daglega brauðs og frjóvga jarð-
veg þjóðlifsins.
Ein af mörgum slikum tiðind-
um, sem alltaf eru að gerast um
landið, átti sér stað norður i Ljós-
vetningabúð laugardagskvöldið
hinn 26. febrúar sl.
Þarefndi samband kirkjukóra i
Suður-Þingeyjarsýslu til lokaðs
söngmóts og samsætis. Þátttak-
endúr að þessu sinni voru kirkju-
kórarnirá svæðinu frá Vaðlaheiði
að vestan, til sýslumarka aö aust-
an, ails 10.
Veður var hið fegursta, létt-
skýað, stjörnubjart og tunglsljós.
Vegir eins og um sumardag.
f sinu fagra félagsheimili sáu
Kinnungar um veitingar fyrir
kórana og gesti þeirra. Var lagt á
borð fyrir n.l. 350 manns og hvert
sæti skipað. Borð voru, auk
rausnarlegra kaffiveitinga,
skreytt kertaljósum.
Verði á veitingum var mjög
stillt i hóf og greiddi hver þátttak-
andi fyrir sig.
Samband kirkjukóranna i sýsl-
unni var stofnað fyrir rúmlega 20
árum, fyrir atbeina þáverandi
söngmálastjóra þjóökirkjunnar,
Sigurðar Birkis og fulltrúa hans i
héraðinu, Jónasar Helgasonar
organista á Grænavatni. Siðan
hefur sambandið haldið nokkur
opinber söngmót og fáeinar lok-
aðar samkomur að sama hætti og
nú var gert.
Fyrsti formaöur sambandsins
var Páll H. Jónsson, söngkennari
á Laugum um tiu ára skeiö. Þá
tók við formennsku Þráinn Þóris-
son, skólastjóri á Skútustöðum og
er það enn. Stjórnaði hann sam-
komunni. Heiðursgestir mótsins
voru hins vegar Pál! H. Jónsson
og kona hans, Fanney Sigtryggs-
dóttir.
Til undirbúnings þessarar sam-
komu haföi verið varið miklum
tima og erfiöi. Söngur var fluttur
meö tvennum hætti. Undir borð-
um sungu 6 kórar sérstaklega, en
aö borðhaldi loknu sungu svo allir
kórarnir sameiginlega 5 lög, sitt
undir stjórn hvers söngstjóra.
Höfðu söngstjórarnir farið á
æfingar til kóranna og ekki legið á
liöi sinu en engin sameiginleg
æfing verið haldin. Heima fyrir
höfðu organistar kennt raddir.
Má það til tiðinda teljast, að einn
þeirra, Friðrik Jónsson organisti
hafði kennt raddir og æft að m.k.
5 kóra og variö til þess ærnu erfiði
og fyrirhöfn. Að áhuga og erfiði
söngfólksins sjálfs þarf ekki að
eyða orðum. Það þekkja a.m.k.
allir, sem einhver kynni hafa af
söngmálum og starfsemi kóra.
Þá má það til tiðinda teljast, að
á þessu móti stjórnuðu söng tveir
organistar og söngstjórar, sem
ekki hafa áður komið fram á
söngmótum sambandsins, þeir
Steingrimur Sigfússon, tónskáld,
sem nú er organisti og skólastjóri
Tólistarskólans á Húsavik, og Jón
Arni Sigfússon/organisti, Reykja-
hliöarkirkju.
Eins og fyrr er sagt hófst hinn
Hér verður getið nokkurra
helztu breytinga, sem frum-
varp til laga um stofnun og
slit hjúskapar felur i sér á
núgildandi löggjöf.
Lagaákvæöi um festar
(trúlofun i daglegu máli) erú
felld niður, en þau fjölluðu
um bætur fyrir festaSLIT.
Dómsmál af þvi tilefni hafa
veriö mjög fágæt, og þyk-
ja ákvæðin þvi ekki þjóna
raunhæfum tilgangi lengur.
Miklar breytingar eru á
ákvæðum um skilyrði hjóna-
vigslu (eða þau atriði, sem
meina mönnum að ganga i
hjúskap). Lagt er til að
hjónavigslualdur beggja
kynja verði hinn sami, 18 ár,
eins og i Sviþjóð og Noregi.
Nú er geðveikum mönnum
og hálfvitum bannaður hjú-
skapur, en i frv. er lagt til, að
dómsmálaráðuneytið geti
veitt undanþágu til þessa
hjúskapar, svo sem er á hin-
um Noröurlöndunum. Bann
við hjónaviglslu þeirra, sem
haldnir eru holdsveiki,
sóttnæmum kynsjúkdómum,
smitandi berklaveiki og
flogaveiki, er fellt niöur i
samræmi við það, sem tið-
kast viöast hvar á hinum
Noröurlöndunum, Bann viö
hjónavigslu manns og af-
kvæmis bróður hans eða
systur er fellt niður. Nú er
fortakslaust bann við hjóna-
vigslu tengdra manna i bein-
an legg.en i frv. er lagt til, að
dómsmálaráðuneytið geti
veitt undanþágu til sliks hjú-
skapar (menn geta þvi t.d.
sótt um leyfi til aö giftast
tengdamóður sinni). Konu,
sem gift hefurverið áður, er
nú bannað að ganga i hjú-
skap að nýju fyrr en liðnir
eru 10 mánuðir frá hjú-
skaparslitum. Með frv. er
það bann fellt niður með öllu.
Núverandi ákvæði um
lýsingu með hjónaefnum eru
felld niður með frv., enda
hafa þau nánast ekkert gildi
lengur.
t frv. er lagt til, aö
skilnaðarskilyrðum verði
breytt nokkuð. Nú geta hjón
fengið fullan skilnað (lög-
skilnaö) eftir eitt ár frá skil-
naði að borði og sæng, ef þau
eru um þaö sammála, svo og
um skilnaðarkjör, en eftir
tvö ár ef ágreiningur er. t
frv. er lagt til, að þessi timi
verði atltaf eitt ár. Nú getur
annað hjóna fengiö lögskiln-
að strax vegna hjúskapar-
brots hins, en i frv. er sú
breyting, að heimilt er að
veita aðeins leyfi til skiln-
aðar að borði og sæng, ef til-
litið til barna og aðrar veiga-
miklar ástæður mæla með
þvi (en ekki lögskilnað).
Loks skal getið mikilvægs
nýmælis. t frv. eru settar
reglur um svonefndan um-
gengnisrétt, þ.e. um rétt
þess foreldris, sem fær ekki
forræði barns við skilnað, til
að umgangast barnið. Segir
þar, að ef foreldrar eru ásátt
um umgengnisréttinn, skuli
dómsmálaráöuneytið stað-
festa þá skipan, nema það
komi i bága við þarfir barns-
ins. Ef ágreiningur er,
kveður dómsmálaráðuneytið
svo á, eftir ósk þess for-
eldris, sem ekki fær forræði
barns, að þaö skuli eiga rétt
til umgengni við barn, nema
sérstök atvik mæli gegn þvi.
Mælir ráðuneytið nánar fyrir
um inntak þess réttar og
hversu honum verði beitt.
Leita skal umsagnar barna-
verndarnefndar, þegar sér-
stök ástæða þykir til. Ef það
hjóna, sem hefur forræði
barns, torveldar hinu um-
gang viö barnið, er hægt að
knýja það til að láta af þeim
tálmúnum, aö viölögbum 50-
500 króna dagsektum.
.. .. B.ÞiG.
mi
íg
m
sameiginlegi söngur, þegar borð,
höfðu verið rudd og rýmt til i
salnum. Húsvörður og
aðstoðarmenn hans höfðu vandað
með einstakri prýði til allrar að-
stöðu fyrir hinn stóra kór, svo að
söngur hans nyti sin bezt. Alls
voru i kórnum 250 konur og karl-
ar. Vakti það óblandna undrun og
aðdáun allra, sem á hlýddu,hve
söngur þessa stóra og litt æfða
kórs var lýta litill og á köflum að-
dáanlega fagur. Voru þó sum
hinna sameiginlegu laga engin
smásmiði og hreint ekki vanda-
laus.
Að söngnum loknum var stiginn
dans af mikilli gleði.
Þetta litla greinarkorn er ekki
skrifað til þess að vera dómur um
frammistöðu og söng hinna ýmsu
kóra, og var þar þó sannarlega
margt athyglisvert og
umræöuvert. Nöfn söngstjóra og
annarra þeirra, er við sögu komu,
eru heldur ekki nefnd, nema af
sérstöku tilefni. Það er meira að
segja matsatriði, hvort söngurinn
sjálfur á þessari glæsilegu sam-
komu, sætti mestum tiðindum.
Það sem merkilegast er og frétt-
næmast er það, að þetta skuli
yfirleitt vera gert og vera hægt i
hinum dreifðu byggðum landsins.
Að þarna skuli mætast á vetrar
kvöldi fólksfjöldi, jafnt úr hinum
fámennustu og dreifðustu byggð-
um héraðsins og þéttbýlinu á
Húsavik, eins og bræður og syst-
ur. Til einskis var að vinna ann-
ars en þess, að gleðjast saman,
heilsast með „handabandi”, rifja
upp forna vináttu og efna til
nýrrar, og kveikjan og orkugjaf-
inn til þessa alls i þessu tilfelli var
svo söngurinn. Sá máttur er.visu
voldugur og stendur djúpum rót-
um i eðli meginhluta alls man-
nkyns. í þessu tilfelli var sú orka
virkjuð með sameinuðu stórátaki
i þjónustu hins góða, friðsama og
óeigingjarna.
Og söngmótið i Ljósvetninga-
búð, og sams konar og hliðstæðir
viðburðir viðs vegar um hinar
dreifðu byggðir landsins, gerast i
Framhald á bls. 15
gss
í mörgum söfnuðum hérlendis starfa konur, sem Y
heiti diakonissur. En það er úr frummáli kristninnai
djákni, sem einnig hefur borizt inn í islenzkuna og þýl
issa er kona, sem starfar að liknar- og þjónustustörf
kirkju.
Ein kona hefur svo ég viti vigzt
til diakonissustarfa hér á landi.
Hún starfaði um árabil i Hall-
grimssöfnuöi i Reykjavik og heit-
ir Unnur Halldórsdóttir. Ein af
þekktustu diakonissum i Dan-
mörku heitir Signe Brönnum og
hefur aðsetur i safnaðarheimili i
Alaborg. Frasögn af starfi hennar
gefur góða hugmynd um hlutverk
og starfsemi diakonissa, sem
hafa verið nefndar safnaðar-
systur á islenzku.
Þaö er mikils vert starf og mjög
auðsynlegt, einkum i stórum
söfnuðum. Prestar hér i borginni
vinna þessi störf að ýmsu leyti.
En varla gætu þeir sinnt þeim
algjörlega. Væri þvi full
þörf á að ráða safnaðarsystur til
starfa i söfnuðum hér i Reykja-
vik. En hinar sifelldu kirkjubygg-
ingar og fjársafnanir til þeirra
allt viðvikjandi hinni eiginlegu
safnaðarstarfsemi til liknar og
fræðslu. Það er þvi ekki hægt um
vik með laun til safnaðarsystra
og ekki siður erfitt um starfsað-
stöðu þar sem kirkjur eða heimili
eru ekki fyrir hendi. Vonandi á
þetta þó eftir að breytast og
gömlu söfnuðirnir hér i borginni,
sem komizt hafa úr skuldum eftir
kirkjubyggingar, ættu sannar-
lega að athuga með ráðningu og
hlutverk fyrir diakonissur. ()g vel
gætu söfnuðir gert samtök eins og
Bindindisráð kristinna safnaða
þess umkomin að launa slik störf,
ef þeir leggðu nokkra fjárhæð ár-
lega allir saman til þessarar hei-
lögu þjónustu.
Starf B.K.S. er, ef rétt er að
staðið, ákaflega mikilsvert, ef
það gæti vaxið fyrir skilning og
framlög safnaðanna til starfa.
Hlutverk þess er bæði svo heilagt
og fjölbreytt til fræðslu og liknar,
að segja má að þvi sé ekkert
mannlegt óviðkomandi.
Þótt ekki væri nema ein saf-
naðarsystir að starfi við góð skil-
yrði á vegum þess, væri mikið
unnið til bóta I ekki stærri borg.
Hvert er hlutverk
safnaðarsystur.
En vikjum nú að starfi systur
Signe Brönnum, svo að unnt sé að
gera sér ljósari grein fyrir hlut-
verki safnaðarsystra. Það ber
margt við i litlu viðtalsstofunni
hennar Signe i safnaðarheimil-
inu. Siminn hringir oft og ákaft,
og oft er einnig bankað á hurðina,
stundum hljóðlega og óákveðið,
en oftar fast og æsingslega.
En hvort sem hringt er eða
dyra knúð á nóttu eða degi er
þessi smávaxna, ljóslitaða kona
viðbúin til svars og hjálpar. Bros
hennar milt og bjart ljómar i
kapp við fannhvita táhreina
kuflinn, sem hún klæðist. Enginn
kann betur að hlusta en hún.
„Systur Signe er allt hægt að
segja. Hún hefur hlustað á þús-
undir skriftamála,” segja skjól-
stæðingar hennar. Það er lika
næstum hægt að finna það um leið
og komið er inn i stofuna, —
andrúmsloftið, umhverfið allt svo
mill og hlýtt. Hingað hefur marg-
ur þreyttur pilagrimur af eyði-
merkurgöngu örlaganna komið
og hlotið frið og huggun. Hér er
allt skriftað, öll vandamál lögð
fram i einlægni, þvi hér er kona
sem skilur allt og dæmir engan.
Flestar gestanna
eru ungar stúlkur
Margar af gestum Signe, sem
-
-&•-> - -47 '.i
Systir Signe I heimsókn á sjúkrahúsi.
wmwmmmÉmmMmM.