Tíminn - 15.03.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.03.1972, Blaðsíða 16
EBE viðræðurnar í Brussel: FISKVEIÐIRETTINDI OG F/SK- SÖLURÉTTINDI ERU ÓSKYLD MÁL SB-Reykjavfk íslenzka sendinefndin, sem átt hefur viðræöur viö fulltrúa EBE i Brússel undanfarna daga, lagOi enn i gær áherzlu á, aO fiskveiöiréttindi og fisk- söluréttindi eru tvö óskyld mál. Á fundinum voru rædd öll atriði væntanlegs viOskipta- samnings og gengið úr skugga um, að enginn verulegur á- greiningur er um flest almenn ákvæöi. Samkomulag varð um aðlögunartíma til niöur- fellingar tolla og hafta, en mikill ágreiningur er enn um til hvaða islenzkra út- flutningsvara samningurinn eigi að ná. Efnahagsbandalagið gerir ráö fyrir, að viðskipta- samningar við EFTA-löndin sex, sem ekki verða aðilar að bandalaginu, nái fyrst og fremst til iðnaðarvara, en slikur samningur hefur tak- markaða þýðingu fyrir Islend- inga. Hefur þvi af Islands hálfu verið lögð áherzla á, að sjávarafuröir og lambakjöt verði aðnjótandi tollfriðinda i hinu stækkaða Efnahags- bandalagi. A þetta sjónarmið hefur Efnahagsbandalagið ekki viljað fallast. Tilboð þess um 50 prósent lækkun á tollum á isfiski og freðfiksi er háð þvi skilyröi, að islenzk fiskveiði- lögsaga verði óbreytt frá þvi sem nú er. tslenzka sam- ninganefndin taldi óeðlilegt að tengja saman fiskveiðiréttindi og fisksöluréttindi og visaði til ákvörðunar rikisstjórnarinnar og Alþingis um stækkun fisk- veiðilögsögunnar. Fulltrúar framkvæmda- stjórnar Efnahagsbandalags- ins munu semja skýrslu um viðræðurnar fyrir ráðherra- ráð bandalagsins. Ráðið mun væntanlega i aprillok eöa mai- byrjun taka afstöðu til endur- skoðaðs tilboös við Island og önnur þau EFTA-lönd, sem munu ekki gerast aðilar að Efnahagsbandalaginu. Aður verða þó fundir haldnir milli samninganefnda bandalags- ins og Islands hinn 28. og 29.marz. og Rússar neita Nixon NTB-Washington. Bandariski utanrikisráð- herrann, William Rogers, upplýsti á þriðjudag, að Nixon hefði árangurslaust un- danfarið reynt að fá Kinverja og Rússa til að takmarka að- stoð sina við N-Vietnam. Nixon muni reyna að ræða málið frekar i Moskvu i mai, er hann fer þangað. Kveiktu í sprengjunum á síð- ustu vopnahlésmínútunum NTB-BeUast., Fáum minutum eftir aö vopna- hlé irska lýðveldishersins gekk úr gildi á miönætti i fyrrinótt, upp- hófust skothvellir og sprengju drunur á ný. Vopnahléð stóð yfir i 72 klukkustundir og upplifðu þá N-írar einar friðsælustu nætur i marga mánuði. Jack Lynch, for- sætisráðherra irlands, sagði á mánudagskvöldið, að mikil hætta væri á að raunveruleg borgara- styrjöld skylli á i landinu, ef brezka stjórnin reyndi ekki að leysa deiluna hið fyrsta. Næstum um leið og þriggja sólarhringa vopnahlé IRA gekk úr gildi á miðnætti á mánudags- kvöld, sprungu margar sprengjur hér og þar á N-trlandi. Nokkrum Brezkur liðsforingi fékk 21 ár fyrir njósnir NTB-London Hernaðaryfirvöld í Bretlandi og nokkrum öðrum Nato-löndum þurfa nú að breyta hernaöará- ætlunum sinum neðansjávar, sem gerðar eru með styrjöld fýrir augum, vegna þess, að liðsforingi i brezka flotanum hefur oröið uppvis að njósnum fyrir Rússa. Liösforinginn, David Bingham að nafni, var handtekinn i ágúst i fyrra og játaði strax sök sina. Yfirvöld gripu þegar til ráðstaf ana til að skaðinn yröi sem minnstur,' Bingham var á mánudaginn dæmdur :i. 21 árs fangelsi fyrir að hafa selt Rússum teikningar af kafbátaáætlunum og fleiri leyndarmál þarna var ekki aöeins um varnir Breta að ræða, heldur einnig annarra Nato-rikja, gegn sove'zkum kafbátum, ef til sytj- aldar kemur. Sovétrikin eiga stærsta kafbátaflota heims, 400 stykki. Bingham var tundurskeyta- sérfræðingur og hafði aðgang að mörgum dýrmætum leyndarmál- um. Við réttarhöldin yfir honum, kom fram, að hann hefur selt Rússum upplýsingar um m.a. tæki til árása á kafbáta úr flug- vélum og skipum sameiginlega, ný tæki til kafbátaleitar og fleira. klukkustundum siðar féllu tveir ungir menn i skotbardaga við brezka hermenn i Londonderry. Versta sprengingin varð i bæn- um Lisburn, um 16 km frá Bel fast. Þar sáu brezkir hermenn leiðslur standa út úr kyrrstæðri bifreiö, en áður en þeir náðu að gera hana óvirka, sprakk hún. Þrir hermenn og lögreglumaður slösuðust, og verzlanir i nágrenn- inu skemmdust talsvert. Hugh Bass, bæjarstjóri sagði, að sprengjan hefði gert verzlunar- hverfið að eyðimörk. I skotbardaganum i London- derry særðust þrir hermenn, tveir þeirra alvarlega. 1 bænum Strabane var vinnu- miðlunarskrifstofa sprengd i loft upp, eftir að tveir grimuklæddir menn höfðu beðið skrifstofu- stúlkurnar að yfirgefa húsið. Þær fengu til þess tvær minútur, en fimm minútur liðu, áður en sprengjan sprakk. Þá sprakk sprengja i sýningarglugga raf- tækja i útjaðri Belfast. Nokkrum minútum áður en vopnahléð rann út, skutu tveir menn á 19 ára gamlan kaþólskan ungling, fyrir utan heimili hans i Belfast. Bernadetta rekin frá Frakklandi NTB-Bordenaux Frönsk yfirvöld meinuöu i gær n-irsku þingkonunni Bernadettu Devlin að koma inn I Frakkland. Ilún álti að halda ræðu á fundi I Bordeaux i gærkvöldi, en var þar á flugvellinum sctt um borð i flugvél sem var á leið til London aftur. Frönsk yfirvöld höfðu áður til- kynnt, að Bernadetta fengi ekki inngöngu i landið, ef hún kæmi,og hafði lögreglan mikinn viðbúnað á flugvellinum, til að bæla niður óeirðir, ef einhverjar yrðu, en að- eins fáir stuðningsmenn Berna- de(,u létu sjá sig. ^.ernadetta kom með Air- France-flugvél frá London og þegar vélin lenti i Bordeaux, var öllum farþegum skipað að yfir- gefa vélina, nema Bernadettu. Vélin átti siðan að halda áfram til Toulouse með fólkið. Þegar allir voru farnir út, nema Bernadetta, fór fulltrúi yfirvalda inn i vélina og sótti Bernadettu, og leiddi hana um borð i marokkanska flugvél, sem var á leið til London Þá fengu farþegar Air France vélarinnar að fara um borð aftur Akveðið hafði verið, að Berna detta héldi blaðamannafund eftii fundinn i Bordeaux i gærkvöldi ■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■ Kínverjar Vopnahléð á N-írlandi var ekki fyrr runnið út, en sprengjur tóku aö springa hér og hvar. 1 Lisburn voru verzlanir sprengdar I loft upp og hafa rústirnar litið einhvernveginn svona út, ef að líkum lætur, en þessi mynd var tekin i Belfast fyrir nokkru, er verzlun var sprengd. '----- Miðvikudagur 15. marz 1972. - r Islendingur í Danmörku: Olli dauða 12 óra skólastúlku KJ-Reykjavik. Fyrir helgina var kveðinn upp dómur við Eystri-Landsrétt i Nyköbing i Danmörku, yfir 38 ára gömlum islenzkum ökumanni, og hann fundinn sekur um að hafa með gáleysislegum akstri og van- búinni bifreið, valdiðdauða 12 ára gamallar stúlku við Maribo. Bifreiðin,sem islenzki ökumað- urinn ók, var með 2 slitin dekk. Var maðurinn dæmdur til að greiða 7.200 króna (isl.) sekt, og komi 20 daga varðhald i stað sektarinnar, og einnig var mað- urinn sviptur ökuréttindum i sex mánuði. 9 fórust í tveimur slysum NTB-Paris og Madrid Fjórir menn fórust, er tvær bandariskar orrustuþotur af Phantom gerð rákust á fjall á Norður-Spáni á þriðjudaginn. Þá fórust fimm manns og 30 slösuð- ust, er járnbrautarlest fór út af sporinu skammt vestan við Paris á þriðjudagsmorgun. Samkvæmt fyrstu fréttum um flugslysið á Spáni, höfðu vélarnar rekist saman, en við rannsókn kom i ljós, að um 40 metrar voru á milli þeirra, er þær rákust á fjallið. Allt gekk að óskum, nema hvað ferðatazka fararstjórans týndist! — Sjá íþróttasíðu bls. 11. P"............. Þúsundir Berlínar- búa vilja austur fyrir um páskana NTB-Berlin. Þúsundir Austur-Bcrlinar búa streymdu á mánudaginn til iögreglustöðva i borginni til að sækja um fcrðalcyfi handa ættingjum sinum vestan megin, sem ætla að skreppa i heimsókn austur fyrir um páskana og hvita- sunnuna. Er þetta i fyrsta sinn siðan 1966 aö slik ferða- leyfi eru gefin út. Um 600 þúsund Austur- Berlinbúar eiga ættingja .vestan múrsins. Hægt er 'einnig að sækja um ferða- leyfin vestan megin, en talið er, að afgreiðslan muni ganga greiðar austan megin. Einnig er u gefin út ferða- leyfi fyrir fólk, sem enga ættingja á austan megin, en vill bara heimsækja austur- hlutann af einhverjum á- stæðum. kmmm—mmmmmmm*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.