Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 12
Þeim hefur ekki verið sérlega veltil vina forsetanum og forsætis- ráðherranum í gegnum árin. Þegar þeir sátu báðir á Alþingi gneistaði gjarnan á milli þeirra og ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar að Davíð Oddsson hefði „skítlegt eðli“ eru meðal þeirra hörðustu sem þar hafa fallið um langa hríð; þótt formaður Vinstri grænna hafi gert harða at- lögu að sérstöðu þeirra í þingræðu fyrir helgi. Ummæli Ólafs Ragnars féllu í umræðum um auglýsinga- samninga fjármálaráðuneytisins í ráðherradómi Ólafs Ragnars en sjálfstæðismenn héldu því fram að hann hefði hyglað ákveðnum fyrir- tækjum á kostnað annarra í krafti embættis síns; nánar tiltekið að aug- lýsingastofan Hvíta húsið hefði ver- ið í umfangsmiklum verkefnum bæði fyrir Alþýðubandalagið og fjármálaráðuneytið. Forsteinn fluttur Þegar Ólafur Ragnar var kjörinn forseti Íslands árið 1996 vakti það atygli að umsvifalaust var ákveðið að flytja skrifstofu forsetans úr Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu þar sem forsætisráðuneytið er enn til húsa. Í nýlegri úttekt Árna Þórar- inssonar í tímariti Morgunblaðsins kemur fram að sú breyting hafi staðið til áður en Ólafur Ragnar var kjörinn en framkvæmdum hefði verið flýtt þegar í ljós kom hver tæki við embættinu. Ljóst er að Davíð Oddsson var ekki einn af þeim sem fagnaði sigri Ólafs Ragn- ars. Sauð upp úr í febrúar Á hundrað ára afmæli heima- stjórnarinnar sauð verulega upp úr eins og þjóðinni er í fersku minni. Ríkisráðsfundur var boðaður án þess að forsetaskrifstofan fengi upplýsingar þar um en forsetinn ákvað að vera í fríi frá embættis- störfum á meðan hátíðarhöldin fóru fram enda hafði honum ekki verið ætlað nokkuð hlutverk í hátíðinni. Nú virðist steininn hafa tekið úr. Forseti Íslands afboðaði komu sína í konunglegt brúðkaup í Kaupmanna- höfn og tjáði blaðamönnum í kjölfar þess að ástæða heimkomunnar væri sú að forsetinn hefði „skyldum að gegna“. Hann hefur ekki enn svarað því beint hvort ákvörðunin tengist afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins á þingi en vafalítið var ófriðarástand- ið í íslenskum stjórnmálum hin raunverulega ástæða þess að Ólafur Ragnar fór ekki í brúðkaupið. Undrandi á forsetanum Forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra lýstu báðir yfir undrun og óánægju með ákvörðun forsetans um að mæta ekki í brúðkaupið. Í viðtali við Ríkisútvarpið síðasta föstudag sagði Davíð Oddsson að heimkoma Ólafs væri „stórundar- leg“ og ef ástæðan væri fjölmiðla- frumvarpið þá væri það undarlegt því málið yrði ekki afgreitt fyrr en eftir nokkrar vikur. Í gær kom hins vegar í ljós að þriðja umræða um frumvarpið hefst á Alþingi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins innan Framsóknarflokksins kom það framsóknarmönnum í opna skjöldu að þriðja umræðan hafi ver- ið sett á dagskrá án þess að málið færi aftur í nefnd en þó er það í samræmi við venjubundna máls- meðferð í þinginu að til þriðju um- ræðu er boðað um leið og atkvæða- greiðslu eftir aðra umræðu lýkur. Dregur til tíðinda Það verður því að teljast mjög líklegt að fjölmiðlamálið verði út- kljáð í þinginu á allra næstu dögum og ef þau verða samþykkt má búast við að snerran á milli forseta og for- sætisráðherra um undirritun lag- anna komist í nýtt hámæli. Forset- inn hefur sjálfur ekkert viljað segja um það hvort til greina komi að hann neiti að undirrita lögin og láti þar með reyna á 26. grein stjórnar- skrárinnar sem segir að ef forseti skrifar ekki undir lög frá Alþingi þá taki þau gildi en málið verði borið undir þjóðaratkvæði sem skera muni úr um endanlega gildistöku laganna. Óvissa um stjórnarskrána Hart er deilt um hvort hinn svo- kallaði málskotsréttur forsetans hafi í raun gildi. Flestir lögfræðing- ar eru þó á þeirri skoðun að réttur forsetans sé tiltölulega skýr sam- 12 17. maí 2004 MÁNUDAGUR Fjármálaráðherra á ráðherrafundi OECD: Varaði við samræmingu fyrirtækjaskatta í Evrópu EFNAHAGSMÁL Á árlegum ráðherra- fundi Efnahagssamvinnu- og þró- unarstofnunarinnar (OECD), sem lauk í París á föstudaginn, varaði Geir H. Haarde fjármálaráðherra við hugmyndum um samræmingu fyrirtækjaskatta í Evrópu. „Á undanförnum árum hafa ís- lensk stjórnvöld markvisst dregið úr skattlagningu á fyrirtæki og þær aðgerðir hafa reynst mjög já- kvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hugmyndir um samræmingu fyr- irtækjaskatta eru því mjög var- hugaverðar,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið. Lífeyrismál voru til sérstakrar umfjöllunar á fundinum, enda blasa miklir erfiðleikar við OECD-ríkjunum í þeim efnum þar sem aldursamsetning íbúa í þess- um ríkjum verður sífellt óhag- stæðari; stöðugt hærra hlutfall er á ellilífeyri og byrðar á hvern vin- nandi mann aukast sökum þessa. Geir hafði framsögu um fram- tíðarhorfur í lífeyrismálum og gerði þar grein fyrir því hvernig Íslendingar hafa skipulagt lífeyr- ismálin og hvað önnur lönd gætu hugsanlega lært af reynslunni hér á landi. ■ Áralöng togstreita æðstu valdhafanna Engum dylst að forsetinn og forsætisráðherrann eru ekki með símann hjá hver öðrum á hraðvali. Deilur þeirra hafa tekið á sig ýmsa mynd á síðustu árum en ná nú líklega hámarki í fjölmiðlamálinu. ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING TOGSTREITA ÆÐSTU VALDAMANNA LANDSINS Segist ekki hafa fengið krónu frá Jóni Ólafs – hefur þú séð DV í dag? Stálvaskar Stálvaskar FRÁ RÁÐHERRAFUNDI OECD Geir H. Haarde fjármálaráðherra var varaforseti á ráðherrafundi OECD-ríkjanna í París. Hér er hann ásamt Luis Ernesto Derbez Bautista utanríkisráðherra Mexíkó sem var í forsæti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /O EC D ÓLAFUR RAGNAR RÆÐIR VIÐ FRÉTTAMENN Við heimkomuna frá Mexíkó sagðist Ólafur Ragnar hafa skyldum að gegna á Íslandi. Forystumenn ríkisstjórnarinnar voru ekki eins sannfærðir og sögðust ekki skilja af hverju hann fór ekki í brúðkaupið í Kaupmannahöfn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.