Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.05.2004, Blaðsíða 22
22 17. maí 2004 MÁNUDAGUR BENFICA BIKARMEISTARI Moreira, markvörður Benfica, fagnar 24. bikarmeistaratitli félagsins. Benfica sigraði Porto 2-1 í úrslitaleiknum á þjóðar- leikvangnum í Lissabon. FÓTBOLTI Nýliðarnir úr Reykjanesbæ byrja Íslandsmótið vel að vanda: Keflavík kom til baka eftir hlé FÓTBOLTI Nýliðar Keflavíkur byrja vel í Landsbankadeild karla í knattspyrnu en þeir sóttu þrjú stig til KA-manna á Akureyri í gær og unnu 1–2. KA byrjaði leikinn betur en hið unga lið Keflavíkur kom sterkt inn í seinni hálfleik og tryggði sér sigur með mörkum Jónasar Sævarssonar og Hólmars Rúnarssonar. „Það gekk erfiðlega hjá okkur í byrjun en það kom ekki á óvart enda var þetta í fyrsta skipti sem við spilum á grasi síðan í fyrra. Við höfðum engar áhyggjur af þessum byrjunarerfiðleikum. Mér líst vel á sumarið,“ sagði Ólafur Gottskálksson eftir leikinn en hann lék sinn fyrsta leik með Keflavík í sjö ár á Akureyrarvelli í gær. Hreinn Hringsson kom KA yfir á 20. mínú- tu leiksins eftir undirbúning Jóhanns Þórhallssonar og Dean Martin en eftir markið slökuðu heimamenn á og hleyptu gestunum inn í leikinn. Jónas Sævarsson átti frábæran leik á miðju- nni en þessi 21 árs vinnusami miðjumaður var út um allt og kóró- naði síðan góðan leik sinn með því að koma Keflavíkurliðinu á blað eftir stungusendingu fyrirliðans Zoran Daníels Ljubicic. Sigurmarkið skoraði síðan annar ungur strákur, Hólmar Örn Rúnarsson eftir að hafa fengið boltann frá Magnúsi Þorsteinssyni inn í vítateig KA-manna. Keflvíkingar höfðu tapað fjórum leikjum í röð gegn KA í efstu deild fyrir þennan leik og höfðu ekki unnið norðanmenn í 22 ár, þar af í 26 ár á Akureyri. ■ Marcina bjargaði stigi fyrir Skagann Kanadamaðurinn knái skoraði jöfnunarmarkið á elleftu stundu gegn Fylkismönnum á Akranesi í gær. FÓTBOLTI Það var boðið upp á sókn- arleik og dramatík á Akranesi í gær er ÍA tók á móti Fylki í 1. um- ferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu. Það voru Skagamenn sem byrj- uðu leikinn betur, en Fylkismenn fengu færin og það besta kom á 5. mínútu er Finnur Kolbeinsson skaut í stöngina á Skagamarkinu. Skagamenn fengu fín færi í kjöl- farið en nýliðinn Bjarni Þórður Halldórsson varði vel í marki Fylkis. Á 28. mínútu urðu Kára Steini Reynissyni á slæm mistök er hann ætlaði að hreinsa frá Skagamarkinu. Boltinn fór beint til Sævars Þórs Gíslasonar sem var einn á auðum sjó og skoraði auðveldlega fram hjá Þórði Þórð- arsyni, markverði ÍA. Fylkismenn réðu ferðinni það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, fengu fín færi sem þeir náðu ekki að nýta. Skagamenn mættu gríðarlega vel stemmdir í seinni hálfleikinn og sóttu grimmt gegn varkárum Fylkismönnum sem bökkuðu allt of mikið. Þeim gekk samt bölvan- lega að skora og það var ekki fyrr en rúmar fjórar mínútur voru liðnar af venjulegum leiktíma sem Alen Marcina kom til bjargar og potaði boltanum inn fyrir lín- una hjá Fylki. Lokatölur 1-1 sem voru sanngjörn úrslit. „Við vorum slakir í fyrri hálf- leik en það var allt annað að sjá okkur í seinni hálfleik. Þá sýndum við karakterinn sem býr í okkur og af hverju við munum berjast um titilinn í sumar,“ sagði marka- skorarinn Marcina sem var að leika sinn fyrsta leik fyrir ÍA. „Það var fínt að skora í fyrsta leik og létta þar með pressunni af sér. Ég var nokkuð sáttur við minn leik en ég á mikið inni.“ Bökkuðum of mikið Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis, var pínulítið svekktur í leikslok. „Auðvitað er maður mjög svekktur en þegar á allt er litið er ekki hægt að segja annað en að jafntefli hafi verið sann- gjörn úrslit. Ég var mjög sáttur við fyrri hálfleikinn hjá okkur en við bökkuðum alltof mikið í seinni hálfleik.“ Landsbankadeild karla: Glæsimark Grétars FÓTBOLTI Grétar Hjartarson tryggði Grindavík eitt stig gegn Eyjamönnum í gær í sínum fyrsta deildarleik eftir meiðsli sem héldu honum frá öllu síðasta tíma- bili. Mark Grétars var af glæsi- legri gerðinni með langskoti eftir aukaspyrnu fyrir utan teig og kom 20 mínútum fyrir leikslok og úrslitin voru því 1–1. Eyjamenn voru annars að gera góða hluti í Grindavík í gær og í raun óheppni að fara ekki til baka með öll þrjú stigin Magnús Már Lúðvíksson kom þeim yfir eftir langa sendingu frá Tryggva Bjarnasyni sem var besti maður vallarins í gær. „Það hefur oft verið vandamál fyrir Eyjaliðið að hefja mót vegna þess að liðið hefur æft í tvennu lagi en miðað við þessa frammi- stöðu þá er engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, sem lofar góðu í sumar. ■ Landsbankadeild karla: Grétar Rafn ekki sáttur FÓTBOLTI Skagamaðurinn snjalli Grétar Rafn Steinsson er ekki sáttur við forráðamenn ÍA sem hann segir standa í vegi fyrir að hann komist í atvinnumennsku en hann er með tilboð frá tveimur liðum, svissneska liðinu Young Boys og hollenska liðinu Waalwijk. Hvorugt liðanna vill borga ÍA fyrir Grétar Rafn og hefur það mikil áhrif að hann er að stíga upp úr erfiðum meiðslum og því er of áhættusamt fyrir þessi lið að eyða pening í að fá hann til liðs við sig. Grétar hefur eytt miklum fjár- munum og tíma í endurhæfingu eftir slæm hnémeiðsli sem hann varð fyrir á miðju tímabili í fyrra og hefur alltaf stefnt á að komast út í atvinnumennsku. ■            ! "!  #!$%&' '(              ) *  + *         !      #   $%& "   ,( & *((*(-'(!. ///!$%&' '( ÍA–FYLKIR 1–1 (0–1) 0–1 Sævar Þór Gíslason 28. 1–1 Alan Marcina 90. DÓMARI Magnús Þórisson Góður BESTUR Á VELLINUM Bjarni Þórður Halldórsson Fylki TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 23–14 (12–9) Horn 5–1 Aukaspyrnur 20–19 Rangstæður 3–1 Spjöld (rauð) 0–3 (0–0) FRÁBÆRIR Enginn MJÖG GÓÐIR Bjarni Þórður Halldórsson Fylki Valur Fannar Gíslason Fylki GÓÐIR Reynir Leósson ÍA Julian Johnson ÍA Björgólfur Takefúsa Fylki Sævar Þór Gíslason Fylki Finnur Kolbeinsson Fylki Guðni Rúnar Helgason Fylki Þórhallur Dan Jóhannsson Fylki ■ Það sem skipti máli GRINDAVÍK–ÍBV 1–1 (0–0) 0–1 Magnús Már Lúðvíksson 56. 1–1 Grétar Hjartarson 71. DÓMARI Garðar Örn Hinriksson Í meðallagi BESTUR Á VELLINUM Tryggvi Bjarnason ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–18 (3–9) Horn 6–10 Aukaspyrnur 12–19 Rangstæður 2–2 Spjöld (rauð) 2–2 (0–0) MJÖG GÓÐIR Tryggvi Bjarnason ÍBV GÓÐIR Óðinn Árnason Grindavík Sinisa Kekic Grindavík Einar Hlöðver Sigurðssn ÍBV Tryggvi Bjarnason ÍBV Matt Garner ÍBV Atli Jóhannsson ÍBV ■ Það sem skipti máli KA–KEFLAVÍK 1–2 (0–1) 1–0 Hreinn Hringsson 28. 1–1 Jónas Sævarsson 90. 1–2 Hólmar Örn Rúnarsson 28. DÓMARI Magnús Þórisson Góður BESTUR Á VELLINUM Jónas Sævarsson Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–8 (3–4) Horn 3–1 Aukaspyrnur 8–18 Rangstæður 3–2 Spjöld (rauð) 0–0 (0–0) MJÖG GÓÐIR Jónas Sævarsson Keflavík GÓÐIR Pálmi Rafn Pálmas KA Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Guðjón Antoníusson Keflavík ■ Það sem skipti máli HETJAN Hinn 23 ára Hólmar Örn Rúnarsson tryggði Keflavík þrjú stig á Akureyri í gær. GLÆSILEGT JÖFNUNARMARK Grétar Hjartarson tryggði Grindavík jafntefli með glæsilegu langskoti. MARKAKÓNGURINN Í NÝJUM BÚNINGI Björgólfur Takefúsa lék sinn fyrsta deildarleik með Fylkismönnum gegn Skagamönnum á Akranesi í gær en hann var markakóngurinn Landsbankadeildarinnar í fyrra þegar að hann lék með Þrótti. Hér berst Björgólfur við þá Pálma Haraldsson og Kára Stein Reynisson. KEMST GRÉTAR RAFN EKKI ÚT? Grétar Rafn Steinsson segir Skagamenn standa í vegi fyrir að hann komist út en tvö lið eru á eftir honum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.