Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. marz 1972. TÍMINN 92QB Vill láta banna reyk- ingar i flugvélum Dr. Seth Goldsmith, sem er aðstoðarprófessor við Tulane University School of Puplic Health and Tropical Medicine, hefur höfðað mál gegn þremur flugfélögum, þar sem hann krefst þess, að flug- félögunum verði gert skilt að hafa aðskild farrými i flugvél- um sinum fyrir þá, sem reykja, og þá, sem ekki reykja. Málið hefur verið tekið fyrir hjá dóm- stól i New Orleans. Dr. Gold- smith segist vona, að þessi Hópur vöðvamikilla karlmanna keppti fyrir nokkru um titilinn Mr. Universe. Kraftalegur Tyrki bar sigur úr bitum, en hann neitaði að taka á móti verðlaununum. t hans stað var þá kjörinn hr. Barbados, sá, sem þið sjáið hér i miöjunni Hann er sem sagt glæsilegasti karlmaður ársins. jq. málshöfðun geti vekið til um- hugsunar og aðgerða fólk, sem telji, eins og hann sjálfur, aö tóbaksreykur sé óþægilegur og geti verið skaðlegur heilsu manna. Málaferli sem þessi geti siðanorðið til þess, að flugfélög- in neyðist til þess að taka tillit til þess hóps farþga sinna, sem ekki reykir og hefur þessar skoðanir. Flugfélögin, sem hann hefur höfðað mál á hendur eru Eastern Airlines, National Air- lines og Delta Airlines. Sammy talar um eiturlyf Sammy Davis jr. var á ferð i Suður Vietnam nýlega. Þar skemmti hann hermönnum með söng, en í fylgd með honum var tuttugu manna hljómsveit, sem sá um undirleik fyrir söngvar- ann. Einnig var til þess ætlazt, að Sammy Davis ræddi við her- menn um ofneyzlu eiturlyfja. ftngmaðurinn fær hárkollu öldungadeildarþingmaðurinn William Proxmire frá Wisconsine hefur hvað eftir annað að undanförnu vakið at- hygli samlanda sinna. Fyrst gerði hann það, er hann kom með glóðarauga á báðum aug- um á þingfund i öldungadeild- inni í Washington. Aðspurður neitaði hann að segja, hvernig hann hefði orðið sér úti um glóðaraugun. Næst vakti hann athygli, er hann kom með höfuðið reifað á þingfund. Gaf hann þá skýringu, að hann væri að láta þræða á sig hárkollu, en Proxmire hefur verið nær al- sköllóttur. Hann sagði, að að- gerðin myndi taka nokkurn tima)-en að henni lokinni yrði hannekkialveg eins sköllóttur og áður, en þó siður en svo sérlega hárprúður. Proxmire er 56 ára gamall, og fulltrúi demókrata i Oldungadeildinni. óperettuhöfundur sjukrahúsi Höfundur óperettanna The Vagabond King og Rose Marie, Rudolf Friml, sem nú er 92 ára gamall hefur verið á sjúkrahúsi um nokkurt skeið i Hollywood. Friml hefur þjáðst af einhverj- um innantökum, en er nú nýút- skrifaður. Hann er sagður hinn ernasti þrátt fyrir háan aldur, en Friml er fæddur i Prag i Tékkóslóvakiu, en löngu fluttur til Bandarikjanna, þar sem hann er vel þekktur, ekki siður en annars staðar fyrir óperettur sinar. * Gat ekki leyzt gátuna Leynilögreglusöguhöfundurinn John Creasey, sem hefur látið hundruð söguhetja I bókum sin- um leysa alls kyns gátur, sem lögregluyfirvöld i sömu bókum hafa átt erfitt með að leysa lenti i vandræöum nýlega. Stolið hafði verið tveimur postulfns- ljónum úr húsi hans, sem er I Kristófer slátrari var kunnur fyrir hinar góðu pylsur sinar, en nágranni hans ,-átti kött, sem þóttu pylsurnar alveg sérstakar. Þetta kom auðvitað á stað ófriði milli slátrarans og nágrannans, sem endaði þannig, að slátrarinn tók einn daginn köttinn og drap hann. Hann fleygði hræinu á lóð nágrannans sem varð bálreiður og hugði á hefndir. Daginn eftir voru margir við- skiptavinir hjá Kristófer, þegar sonur nágrannans kom inn og slengdi kattarhræinu á borðið. —Gjörðu svo vel, Kristófer, þetta er sá tólfti og ég nenni ekki að drepa fleiri i dag. Tvær afgreiðslustúlkur voru að rifast. Þær helltu skömmumum yfir hvora aðra og að lokum öskraði önnur: —Þú ert...þú ert...já, þú ert verri en viðskipta- vinirnir. ÍF. —Maður getur ekki tekið auðæfin með sér yfir um, stendur ein- hversstaðar. Enda myndi gullið áreiðanlega bráðna hjá flestum okkar. —Þegar ég gifti mig skal það vera góðri húsmóður og fallegri stúlku. —Nei, það máttu ekki. Fjölkvæni er bannað. Mjög feitlagin kona kom inn i strætisvagn, sem vár þéttsetinn. Húnleitikringum sigeftirsæti, en sagði siðan: —Er enginn herra- maður hér, sem vildi leggja mér til sæti sitt. Þá stóð litil, horaður maður upp, hneigði sig kurteisislega og sagði. — Ég er reiðubúin að leggja fram minn hluta. Konur blátt áfram elska hina ein- földu hluti tilverunnar, til dæmis karlmenn. Salisbury i Englandi. Creasey gat ekki leyst gátuna um þjófnaðinn sjálfur, og varð nú að kalla til lögreglu, en ekki hefur þjófurinn þó fundizt enn sem komið er. Einkaritari Creasey sagði i viðtali, að reyndar mætti Creasey vel við una, þvi ljónaþjófurinn hafði skilið ef tir sig ýmislegt, sem var miklu verðmætara en postulins- ljónin. Þrátt fyrir það var John Creasey ekki ánægður, hann vildi fá þessa gátu leysta og ljónin aftur, þótt ekki væru þau sérlega verðmæt. Hefur verið uppgötvuð Hún er 19 ára, á svissneska móður og skozkan föður. Hún býr i Astraliu og heitir Nicola Austine. i nokkur ár hefur Nivola, sem er sannarlega pen á að lita, starfað sem.flugfreyja. Nú er þvi trúlega lokið, .þvi sjónvarpsstöðvar og kvik- myndaframleiðendur hafa komið auga á hæfileika hennar og skemmtilegt útlit, og brátt má vænta þess, að hægt verði að sjá hana i einhverri kvikmynd eða sjónvarpsþætti. —En sú frekja. „Sjndið okkur 300 krónur og þér fáið stórkostlegt hár" stóð i auglýsingunni. Og svo senda þeir mér eitt langt hár. DENNI DÆAAALAUSI Tvö pund! Það verður þá eitt pund fyrir mig og annað fyrir þig, en hvað á manna að fá?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.