Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.03.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. marz 1972. TÍMINN Útgefandi; Fram*6knarf)bkkurfnn Fr«mkva?mda5.tiori; Kristfan Ben*d)kfsSÉ>ti, ftitstjótart Þórarirttt Þárarmsson (álj), Andrés Krtsfíánsson, Jón H«)9a»n, tndrfól 0. Pprstcinsson og TMima* Kartsson. Auo.týsing:aítjó»: Steln- jjrifmir Gislason. RUsfíórnarskrifstofur¦:¦:<: EddubgVmU, slifitr XS200- —: 18306. Skrifstofur BankastræH ?. ~ Afgreföslusími Ixjiöiilfoxiftii^.....ik;rifstöf«r:x:simji:x:T83P<Jr:: Áskriftar^jald kr. '525,00 á mánuSi Innanlantís. í taO£ast>1ií:: kK MJ» ílnUkKS. — BíaSaprent h.f. (ÖfUatl *£& Réttarbætur sjómanna Rikisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frum- varp, er felur i sér verðtryggingu á lifeyris- greiðslum úr Lifeyrissjóði sjómanna. Ennfremur er ráðgert að lögfesta heimild til að hefja töku ellilifeyris sjómanna fyrir 65 ára aldur, þó ekki fyrr en frá 60 ár ára aldri. Sú regla hefur gilt um lifeyrisgreiðslur til sjómanna, að miðað hefur verið við meðallaun sjóðsfélaga siðustu 10 starfsár hans. í frum- varpinu er gert ráð fyrir umreikningi iðgjalda hvers árs i stig i þvi skyni, að áunnin réttindi fari eftir verðgildi iðgjaldanna, eins og þau voru þegar þau voru innt af hendi. Alít eru þetta mjög mikilsverðar réttar- bætur. Mikilvægust er þó verðtrygging lif- eyrisins. Lifeyrissjóður sjómanna er nú svo öflugur, að hann getur um sinn tekið að sér verðtryggingu lifeyris án sérstakra ráðstaf- ana. Er gert ráð fyrir verðtryggingu fram til ár ins 1975, en þá verði teknar ákvarðanir um áframhaldandi hækkanir fyrir 5 ára timabil i senn með hliðsjón af afkomu sjóðsins. Sem dæmi um þær miklu réttarbætur til handa sjómónnum, sem i þessu frumvarpi fel- ast má benda á, að ellilifeyrisþegi, sem aðild á að Lifeyrissjóði sjómanna og hóf töku lifeyris árið 1970 mun skv. frumvarpinu fá hækkun úr 38 þúsund krónur á ári i 81 þúsund. Hjá ekkju sjómanns, sem hóf töku lifeyris árið 1969, hækkar lifeyrir úr 23 þúsund krónum á ári i 61 þúsund krónur. Af þessum dæmum sést hve stórkostleg breyting verður hér á lifeyris- réttindum islenzkra sjómanna. Þeim ferst Mbl. og Alþýðublaðið fjalla i ritstjórnagrein- um sinum i gær um verðhækkanirnar, sem orðið hafa að undanförnu. Hneykslast bæði blöðin hér ósköp yfir þvi, að verðlag skuli fara hækkandi og deila fast á rikisstjórnina. Þeim ferst þessum herrum! Aldrei hefur verðlag hækkað jafn mikið á Islandi og þau þrjú kjör- timabil, sem Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur fóru með stjórn landsins. Þeir slógu öll met. Sannleikurinn er sá, að þær verðhækkanir, sem orðið hafa, eru óhjákvæmilegar. Rikis- stjórnin beitir nú öllu afli sinu til að hamla gegn verðhækkunum, og daglega er kröfum um hækkanir synjað. En verðstöðvunin safnaði saman miklum óleystum vanda i verðlags málum og sumar þær hækkanir, sem orðið hafa, eru lögbundnar, eins og t.d. hækkun búvörunnar i kjölfar kjarasamninganna. Rikisstjórnin hefur nú við mikinn vanda að glima vegna þess arfs, sem hún hefur tekið við af fyrrverandi rikisstjórn i verðlagsmálum. Rikisstjórnin er staðráðin i að leysa þann vanda á þann veg, að halda verðhækkunum i algjöru lágmarki. —TK Walter Schwarz: Tekst Makaríosi að halda velli á Kýpur? Kýpurbúar eru fíesfir andsnúnir sfjórn Grikklands HIN árlega appelsinuhátið var haldin i fögru veðri, þjóð- dansar dansaðir og hljóm- sveitir léku. Ekkert benti til ótryggs ástands annað en það, að Makarios kom ekki fram og erlendir blaðamenn voru komnir á vettvang, ef eitthvað skyldi „koma fyrir'. Meðan þessu fór fram biðu öfgasinnar uppi í hæðunum undir stjórn Grivasar hers- höfðingja. Þeir sögðu griskum blaðamanni, að þeir væru reiðubúnir og með þeim væru 30 foringjar, sem stjórnin á Kýpur vildi ná á sitt vald. Þeir kváðust hafa „nægilega mikið af vélbyssum, skotfærum og sprengiefni". ÞESSAR andstæður eru hluti daglegs lifs á Kýpur. Fögur miðaldaborg er um- kringd múrvegg og i hliðinu stendur tyrkneskur lögreglu- þjónn, sem stöðvar vegfar- andann til þess að sannfæra sig um, að hann sé ekki Grikki. Lögregluþjónninn sinnir sinu verki, að þvi er virðist fremur af vana en áhuga, og sýnist feginn þvi, að nú eru viðsjárnar milli Grikk- ja innbyrðis. Ef til vill er góðs viti, að öfgasinnar skuli láta skina i tennurnar: Það sýnir, að menn Grivasar halda, að Makariosi hafi enn einu sinni tekizt að halda velli. Ef svo er kemur háreystin ein i hlut þeirra. Harold Macmillan var eitt sinn umhugað um að leysa Kýpurdeiluna i snatri. Hann sagði þá, að þetta væri likast leik barna, þar sem ætti að láta margar litlar kúlur velta i holur, en einhver þeirra hoppaði ævinlega upp úr aftur. 1 þetta sinn tókst hers- höfðingjunum i Aþenu að koma valdhöfunum i Ankara, tyrkneskum Kýpurbúum, biskupunum og Grivasi i holur sinar, en Makarios lék lausum hala. ERKIBISKUPINN lét sér hægt og beið færis. Tækist honum að kyrra valdhafana i Aþenu án þess að þurfa aö gefast upp væri öllu borgið. Hann beið nægilega lengi til þess að fjöldinn fagnaði honum og sannfærði bæði hann sjálfan og hershöfð- ingjana um, að það vekti meiri vanda en þaö leysti að koma honum fýrirkattarnéf. Makarios afhendir l'ulj- trúum Sameinuðu þjóðanna tékknesku vopnin, sem deilt er um, en ekki öll i senn. Þeim verðu fyrst leyft að skoða þau og siðar að taka þau i sina vörzlu, ef allt fer að óskum. En vopnin skipta ekki meginmáli, ef Makariosi tekst að kyrra hershöfðingjana i Aþenu. Grikkir hafa fullt vald yfir þeim byssum, sem máli skipta. Þær eru I höndum griska hersins á Kýpur og Þjóðvarnarliðsins, sem grískir herforingjar stjórna. MAKARIOS mun einnig bjóðast til að veita fleiri öflum aðild að rikisstjórninni, en veit mætavel, að það verður hvergi nærri eins auðvelt og griska stjórnin heldur. Hvernig á hann að bjóða stjórnarand- stæðingum, sem eru harð- sviraðir Encsissinnar, sæti i rikisstjórninni samtimis og hann heldur áfram samkomu- lagsumleitunum við Tyrki? Samtimis verður ekki barizt fyrir Encsis og sjálfstæði. Helztu ráðgjafar forsetans vona, að ástandið batni ef þetta verður ofan á. Þeir hafa lengi hvatt hartn til að veita Tyrkjum eitthvað af þeirri sjálfstjórn, sem' þeir berjast fyrir. Tyrkir hljóta að tapa að lokum hvort sem er. Þeir eru siminnkandi minnihluti, aðeins 18 af hundraði, og dug- mestu einstaklingarnir meðal þeirra flytjast ávallt burt. Þessi framvinda gæti stuðlað að samningum. Vita- skuld hlýtur Tyrki að gruna gildru bak við hvern runna, ef valdhafarnir i Aþenu og Nicosiu verða á sama máli. En þeir eru samt sem áður neyddir til að reyna að semja, þar sem þráteflið er þeim dýrara en Grikkjum, og þeir neyðast að lokum til að fallast á samninga. DEILAN hlýtur að hafa varanleg áhrif, jafnvel þó að endirinn verði eins og hér var lýst. Makarios er kirkjunnar maður, hvað sem liður orðstir hans á alþjóðavettvangi. Biskuparnir létu undan af- turhaldsfor'dómum þegar þeir snérust gegn honum, þar sem þeir óttuðust, að Kýpur yrði að annarri KUbu, en engu að siður eru þeir einlægir og engin handbendi valdhafanna i Aþenu. Komið er i ljós, að þeir hafa um tveggja ára skeið verið að reyna að fá Makarios til að segja af sér, eða siöan i febrúar 1970 að reynt var að myrða hann. Forsetanum nægir ekki aö svara áskoruninni með þvi einu, að hann hafi borið em- bættistáknin tvö i tólf ár, eins og fyrirrennarar hans hafi gert öldum saman. Sú kann að verða niðurstaðan, að hann verði að vikja, og forsetakosn- ingarnar að ári gefa tækifæri til þess. Á þvi er meiri áhugi en ætla mætti, að Makarios láti af embætti sem forseti. Grikkir, sem styðja hann i sambúðar- málinu á eynni og standa með honum sem einn maður gegn afskiptum valdhafanna i Aþenu, játa, að hann sé enginn afburða forseti. ,,Hin harða Eoka-barátta leiddi ekki til annars en blóðsOthellinga l'yrir það, sem öðrum er fært á silfurfati", sagði einn þessara manna. Margir Grikkir telja Makarios einnig eiga meiri sök á borgarastyrjöldinni 19(>:s en þeir hafa játað upphátt. KÝPURBÚAR eru nútima- fólk, en miðaldakeimur er af Makariosi. „Almenningur er farinn að gera sér ljóst, að stjórn eins manns er ekki góð stjórn", sagði einn af embæt- tismönnum forsetans. ,,Við getum ekki ieyst sambúðar- vandann fyrri en að Makarios er horfinn frá völdum", sagði Denktash leiðtogi Tyrkja um daginn. Sennilega snýst þetta þó við og Makarios hverl'ur ekki frá völdum i'yrri en að búið er að leysa sambúðar- vandann. Brezkur stjórnmála- erindreki hefir verið að striða griskum kunningjum sinum að undanförnu. „Þið gripið hvert tækifæri til að tala um sameiningu við föðurlandið, en farið undir eins að æpa, ef valdhafarnir i Aþenu ætia að fara að koma til móts við ykkur". En þarna er raunar komið að verri skyssu hers- hófðingjanna i Aþenu en van- mati þeirra á Makariosi. Þeir vildu ólmir leysa Kýpur- deiluna og héldu, að Grikkir hlytu að hlýða stjórninni i Aþenu, úr þvi að Tyrkir hlýddu stjórninni i Ankara. Þessi ályktun var röng. Tyrkir eiga allt sitt undir Tyrklandi, en Grikkir á Kýpur búa við betri lifskjör en almenningur á Grikklandi, og hafa auk þess flestir andúð á núverandi stjórn þar. ERLENDIR menn furða sig á deilunni á Kýpur, en báöir aðilar keppa i einlægni að sinu marki. Hershöfðingjarnir i . Aþenu vildu koma á sam- komulagi við Tyrki og töldu , þvermóðsku Makariosar rétti- lega erfiðasta þröskuldinn. Biskuparnir töldu kirkjuna i hættu, ekki einungis vegna i 11- vigar þrætu, heldur og vegna vinstrihneigðar. Grivas er þrátt fyrir allt annar en hann sýnist. Ovinir hans játa jafnvel, að hann sé hófsamur, einlægur og laus við framagirni. Hánn hefir sennilega farið til Kýpur af sjálfsdáðun til þess að vera þar á verði gegn svikum, og hershöfðingjarnir í Aþenu sáu enga ástæðu til að leggja stein i götu hans. Og raunar segja þeir, að honum hafi tekizt það, sem hann ætlaði sér. Ef skynsamleg rök mega sín nokkurn tíma nokkurs á Kýpur hlýtur að koma í ljós, að enga þarf að svfkja. Sé sýnt fram á, að Enosis sé I raun og veru aðeins andlegt markmið I augum griskra Kýpurbúa, eins og rétt er, mælir ekkert gegn þvi, að Tyrkir fái að stjórna sínum bæjarfélögum sjálfir og sé veitt trygging . gegn þvf, að þurfa að vakna við það einhvern morguninn, i að vera orðnir ibúar grisks héraðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.