Tíminn - 25.04.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.04.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 25. april 1972. Hagstjórn tíðarfarsins Ingólfur Jónsson hclt þvi fram, að ekki þyrfti að búa til neinn hemil á islenzka land- búnaðarframleiðslu. Tiðar- farið hcfði þar alltaf verið nægur hemill og svo væri enn. Sé þetta rétt, liggur það i augum uppi, að aldrei mun til þess koma, að lögboðnar útflutningsuppbætur dugi ekki til.að verðbæta landbúnaðar- vörur, sem út þarf að flytja. Þá þarf aldrei aö gripa til neinna neyöarráöstafana, og þar af leiðandi er engin hætta samfara þvi að hafa i lögum cinhver heimildarákvæði um þær. Agreiningurinn er þvi i fyrsta lagi um þaö, hvort ástæða sé til þeirrar fyrirhyggju. Ingólfur Jónsson segir, að það þurfi ekkert um það að hugsa. Tiðarfarið sé nógur hemill. öðrum viröist, aö fengin reynsla bendi þó til þess, aö ekki sé öruggt, að nógur markaður finnist alltaf fyrir fra mleiðsluna alla. Þeim finnst jafnvei, að fyrrverandi landbúnaöarráðherra ætti að muna þá tima, sem vera mættu til áminningar I þessu sambandi. Stórbúskapur Ingólfs En hvernig vill Ingólfur Jónsson mæta þvi, ef útflutningsuppbætur duga ekki? Ætlast hann til,að þær verði nú ótakmarkaöar? Eöa er öll hans ráödeild og ráð- snilld sú, að vilja alls ekki leiða hugann aö þvl? Neita bara, að til sliks geti komið? En það leiö ekki löng stund frá þvi, aö Ingólfur Jónsson talaöi um óbrigöulan hemil tiðarfarsins og þar til hann ræddi um það, að við gætum innan skamms flutt út afurðir af 1200 þúsund ám og hagnazt vel á þvi. Ef það er satt, þá þarf ekki að gripa til neinna ráðstafana til að verðbæta þann útlfutning og þá dytti heldur cngum i hug að grípa til neinna heimilda, þó að I lögum væru. Nú vona allir bjartsýnir menn i sveitum þessa lands, að okkur takist smám saman að verða óháöari tiðarfarinu. Við kunnum nú þegar ráð til aö mæta óþurrkunum áfalla- litið. Og við erum margt að læra i sambandi við kalið og kuldann. En hvort sem full- yrðing Ingólfs um hemil veðurfarsins er rétt, eða hin fullyrðingin á sér einhverja stoð, að við getum innan skamms búið meö 2 milljónir fjár og flutt út með hagnaöi afurðir af 1200 þúsund ám, er vandséð, að það sé mikill glæpur að leiða hugann að þvi, hvernig bregðast ætti við, ef markað brysti fyrir islenzka landbúnaðarframleiðslu. Ingólfur Jónsson getur kallað það tilefnislausa svart- sýni og hugsyki að gera ráð fyrir sliku. En það eru til aðrir menn , sem kalla það ábyrgðarleysi að hugsa ekkert um þá hlið málsins, og sumir þeirra eiga persónulega meira undir afkomu iandbúnaðarins en Ingólfur Jónsson. Ómagaorð gleymast Það er hægt að hafa stór orð um það, að þjóðfélagið hafi skyldur við bændur. Hitt ætti þó Ingólfur Jónsson að skiija, að þar kunna enn að vera tak- mörk. Það ættu lika að vera tak- mörk fyrir, hve langt honum sjálfum finnst hægt að ná umfram það sem var, þegar Verzlun með | IpM k'arn,6ður ttii 'H' Svör við spurningum Agnar Guðnason hefur sýnt Landfara þá vinsemd að svara spurningum, sem bréfritari lagði fram til hans. Það er allt of fátitt, að menn, sem beðnir eru um slikt af kurteisi i lesendaþáttum sem Landfara, verði fúslega við slikum tilmælum. Slik greiðvikni við bréfr. eykur mjög gildi slikra þátta, og þvi þakkar Landfari Agnari viðbragðið. Hins vegar vill Landfari lýsa yfir, að bréf- ritari er raunverulegur og rang- æskur bóndi og sendi nafn sitt með bréfinu, en hann vildi spyrja i nafni stéttar sinnar um þetta almenna mál, þótt hann sé vafalaust fús að birta nafn sitt, ef eftir væri gengið. „tTimanum 15. april, i þætti Landfara, voru lagðar 3 spurn- ingar fyrir umsjónarmenn útvarpsþáttarins „Spjallað við bændur”. Vitnað var i þátt, sem fluttur var 24. marz. Þar'sem ég flutti umrætt spjall, er það mér sérstakt ánægjuefni að fá tækifæri til að svara spurn- ingunum. Tilgangurinn 1. spurning. Hver er tilgangur hugleiðinga á borð við þær, sem fram komu i þessum útvarps- þætti? Svar: Með lokaorðum þáttarins taldi ég skýrt hefði komið fram hver tilgangur var með spjallinu, en þau voru á þessa leið: „Þegar ég hefi þessa dagana hlýtt á góð erindi og uppbyggi- legar umræður á ráðstefnu Bún- aðarfélags íslands um naut- griparækt, byggingar og bú- tækni, þá hefur það hvarflað að mér, að kynbætur og aukin tækni dygðu skammt til að tryggja bændum betri afkomu, ef ekki væri jafnframt stuðlað að þvi, að helztu rekstrarvörur landbún- aðarins væru seldar hér á sem hagstæðustu verði.” Þetta var ábending til bænda um að vera stöðugt vakandi gagnvart verzluninni, og með hæfilegu aöhaldi gætu bændur haft nokkur áhrif á verðlag helztu rekstrarvara landbúnaðarins. Verð fóðurmjöls 2. spurning. Er það ekki margt samverkandi, sem þarna spilar inn i um verð fóðurmjöls, annað en frjáls innflutningur, svo meiri heimsframleiðsla og þar af leiðandi lækkað markaðsverð. Einnig stærri innkaup, hagkvæm- ari flutningur o.m.fl. ? Svar: Fyrst er að geta verðs á kolvetnafóðri eins og það hefur verið skráð á helzta framleiðslu- svæði heims undanfarin ár, en heimsmarkaðsverðið hefur að sjálfsögðu verið byggt a þeirri verðskráningu. Verð á mais I Chicago á árun- um 1966-1970. Verðið er i islenzkum krónum miðað við nú- verandi gengi dönsku krónunnar kr. 1250.50. hann fór sjálfur með yfir- stjórn landbúnaöarmálanna, Menn standa jafnréttir eftir, þó að kastað sé að þeim köpuryrðum og marklausu niði. Það skaðar ekki bænda- samtökin i landinu eða þá menn. sem voru fulltrúar. þeirra við að semja þetta frumvarp, þó að geðvondir þingmenn lasti þá og verk þeirra, Stóryrði Ingólfs og Gylfa þjóta sem vindur um eyru og gleymast. Bænda- samtökin munu ekki bogna fyrir þeim sleggjudómum, að þau kunni ekki að undirbúa löggjöf um þýðingarmestu mál sfettar sinnar. Þau orð eru verst fyrir þann, sem mælir. Mánuður — Ar Verð i isl. kr. á tonn. 15. júli 1966 4.770,00 23. marz 1967 4.802,00 22.marz 1968 4.495,00 21. marz 1969 4.277,00 20. marz 1970 4.527,00 19.marzl971 5.502,00 17. marz 1972 4.152,00 ( Heimild: Landbrugsrádets meddelelser ) Árið 1966, þann 24. júli, var grunnverð á fóðurbyggi i Dan- mörku kr. isl. 6.628, i júni á siðastliðnu ári var nákvæmlega sama verð á byggi. Ef verðið væri miðað við gengi krónunnar eins og það var 10. april 1968, þá kost- aði 1. tonn af mais kr. 2.754,00. en af fóðurbyggi kr. 4.213.00. Hugtakið „frjáls samkeppni” Samkvæmt ofanskráðu virðist ekki vera mjög mikill mismunur á verði á kjarnfóðri erlendis á þessum árum. Verðsaman- burður, sem gerður var i þætt- inum, var eingöngu miðaður við innfluttar, sekkjaðar fóðurbl- öndur. Laust fóður er yfirleitt um 600 kr ódýrara hvert tonn. Greinilega skilur „bóndinn” ekki hugtakið frjáls samkeppni. Frjáls innflutningur á fóðri stuðlaði að aukinni samkeppni. Innflytjendur hafa þar af leiðandi reynt að lækka flutningskostnaðinn með semhagstæðustumflutningum og innflutningi beint á hafnir úti á landsbyggóinni, en ekki um- skipað hér i Reykjavik, eins og algengast var áður. En hvaða skýringu gæti nú „bóndinn” gefið á þvi, að verð á kúaíóðurblöndu lækkaði um 40% frá árinu 1966 til 1968. A ýmsum stöðum á landinu lækkaði verð á kúafóðurblöndu úr kr. 8.000 tonnið niður i 5.000 kr. á þessum fyrstu árum. Hræddur er ég um, að „bóndinn” hafi annað hvort verið hættur að búa árið 1967 eða þá ekki þurft á kjarn- fóðri að halda i sinum búskap, þvi að þessi þáttur i verzluninni virðist hafa farið fram hjá honum. Tengsl við innflytjendur 3. spurning: Er ekki fyrir- lesarinn alltengdur einu fóður- vöruinnflutningsfyrirtæki (kannski meðeigandi)? Ef svo er, er hann þá heppilegur til að ræða þessi mál, og getur hann það hlutlaust? Svar: Ég hef af ýmsum verið talinn meðeigandi i tveim fyrir- tækjum, en af mörgum meðeig- andi i einu, en það virðist vefjast fyrirýmsum, hvaða fyrirtæki það sé. Annars var umrætt spjall al- gjörlega hlutlaust mat á fóður- bætisverðinu i dag og fyrir 5 árum. Þar blandast ekkert fyrir- tæki inn i þann samanburð. Ég tel, að allir fóðurvöruinnflyt- jendur hafi reynt á undanförnum árum að halda niðri verði á fóður- blöndum, enda er verðmismunur á svipuðum fóðurblöndum sára- litill i dag. Ég get upplýst, að mágur minn rekur og á einn fyrirtæki, sem verzlar m.a. með fóðurblöndur, en ég hefi aldrei átt i þvi fyrir- tæki, né haft nokkurra hagsmuna að gæta gagnvart þvi. Þessu fyrirtæki hefi ég veitt upplýsingar varðandi ýTisa þætti búskaparins, eins og forráðamönnum allra annarra fyrirtækja, er verzla við bændur , sem leítað hafa til min. Ég reikna varla með þvi, að spyrjandinn ætlist til þess, að ég neiti einum aðila um upplýs- ingar, aðeins af þvi að viðkom- andi er mágur minn, en sé reiðubúinn að aðstoða alla aðra eftir föngum. Þetta eru einu tengsl min við fóðurvöruinnflyt- jendur og það gert i þeirri von, að geta þjónað hagsmunum bænda, fyrst og fremst. Ég sé ekki ástæðu til að hafa þetta svar lengra, þvi að „bónd- inn” er sennilega litið gefinn fyrir lestur. Að minnsta kosti virðist flest það, sem ritað hefur veriðum verzlun með kjarnfóður á undanförnum árum, hafa farið framhjá honum. t svari minu hef ég nefnt spyrjanda þvi starfs- heiti, sem hann sjálfur hefur gefið sér, en trúlega er hér um gervibónda að ræða, þvi að bændur hafa ekki fram að þessu skammast sin fyrir nafn sitt né starf, og hafa ekki þurft að skýla sér bak við dulnefni Bifreiða- viðgerðir — Fljótt og vel af hendi leyst. — Reynið viðskiptin. — BIFREIÐASTLLINGIN Síðumúla 23. Sími 81330. Apton kerfið sterkt, auðvelt, fallegt 3 0DEXIDN Lands smiðjan Hugmyndaflug okkar nægir ekki til að benda á alla þá möguleika, sem Apton-kerfið veitir. Allir geta t. d. búið til borðgrind eða skáp á auðveldan og ódýran hátt. Eina verkfærið sem þarf við sam- setningu er hamar. Apton uppfyilir kröfur tímans, er nýtízkulegt og hentugt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.