Tíminn - 25.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.04.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 25. aprfl 1972. lifWT1 immlnlTmillinTTlJTTTiJTnTTfflllTTTlll. ■ Stjórnarfrumvarpið um jöfnun námskostnaðar til umræðu í þinginu: Samgöngur við Vestmannaeyjar: NEFND KANNI URBÆTUR Bætir úr brýnustu þörf á námsstyrkjum - sagði Magnús Torfi Óla EB-Reykjavík Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, sagðiá Al- þingi á föstudaginn, þegar hann mælti fyrir stjórnarfrumvarpinu um jöfnun á námskostnaði, sem lagt var fyrir þingið I s.l. viku, að frumvarpið, þegar aö lögum yrði, myndi bæta úr brýnustu þörf á námsstyrkjum ásamt þeim lán- um og styrkjum, sem nú væru i lögum. Sagði ráðherrann, að framkvæmd lagafrumvarpsins myndi jafna biliö milli þéttbýlis- ins og strjálbýlisins — og gerði búsetu i strjálbýli eftirsóknar- verðari en áður. Þetta frumvarp myndi stuðla að þvi,aö ungmenn- um á afskekktum stöðum yrði ekki tovelduö úr hófi fram ieiöin til þeirrar menntunar, sem þau óskuðu eftir. 1 lok ræðu sinnar lagði mennta- málaráðherra áherzlu á, að þing- nefndin, sem fengi frumvarpið til meðferðar, hraðaði svo störfum, að hægt yrði að afgreiða frum- varpið á þessu þingi. Pálmi Jónsson (S) lýsti yfir stuðningi við stefnu frumvarps- ins, en taldi ákvæði þess ekki , menntamálaráðherra Magnús Torfi ólafsson, menntamálaráðherra. nægilega skýr. Þá sagði Pálmi,að fyrrverandi rikisstjórn hefði haft forystu um að beita sér fyrir jöfnun námskostnaðar, þótt fullur árangur hefði ekki náðst i þeim efnum i tið þeirrar rikisstjórnar. Siguröur Magnússon (AB) gerði ýmsar athugasemdir við frumvarpið og lagði um leið áherzlu á, að úrbóta væri þörf á sviði verkmenntunar. Vilhjálmur Hjálmarsson (F) sagðist ekki kunna við það, að Pálmi Jónsson færi með hrein öfugmæli i þingdeildinni. bing- maðurinn hefði sagt, að fyrrver- andi rikisstjórn hefði haft forystu um að jafna námskostnað. Minnti Vilhjálmur þessu næst á baráttu fyrrverandi stjórnarandstööu fyrir þvi, að námskostnaði yrði jafnað niður. Loks hefði tekizt að kria út 10 milljónir króna til þessara mála, sem nú væri talið, að verja þyrfti til þeirra allt að 120 milljónum króna. Þá hefði þurft að ganga á milli manna til þess að fá þetta framlag hækkaö um nokkrar milljónir. Þannig hefði i fyrra verið hægt að hækka þetta fram- lag upp i 15 milljónir króna. Vilhjálmur gat þess i leiðinni, að Pálmi Jonsson hefði þá, innan þá- verandi stjórnarliðs, beitt sér fyr- ir hækkun á þgssu framlagi. Hins vegar hefði þingmaðurinn engan rétt til þess að vera með áður- nefnd öfugmæli. Er frumvarp væntanlegt um u pplýsingaskyldu stjórnvalda? EB-Reykjavik Fyrir áramótin lögöu tveir af þingmönnum Framsóknar- flokksins, þeir Þórarinn Þórarinsson og Ingvar Gislason, þingsályktunartillögu fyrir Sameinað Alþingi um upp- lýsingskyldu stjórnvalda. Alls herjarnefnd fékk þessa tillögu til meðferðar, og leggur nefndin til, að tillagan verði samþykkt svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að láta undirbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um, hver sé skylda stjórn- valda og rikisstofnana til að skýra opinberlega frá störfum sinum og ákvörðunum og hvenær beri að veita þeim, sem þess óska, aðgang að reikningum og skjölum, sem almenning varða.” - ályktun Alþingis EB7Reykjavik. Samþykkt hefur verið á Alþingi þingsályktunartillaga um, að samgönguráðherra verði falið að skipa 5 manna nefnd, er gera skuli tillögur um það, meö hverj- um hætti samgöngur við Vest- mannaeyjar vcrði bezt tryggðar. Skuli tveir nefndarmenn tilnefnd- ir af bæjarstjórn Vestmannaeyja, einn af Skipaútgerð ríkisins, einn af flugmálastjórn og einn af sam- gönguráðherra, og skal hann vera formaður nefndarinnar. Kostnað af störfum nefndarinnar á að greiða úr rikissjóði. Þessi tillaga var samþykkt i þinginu s.l. þriðjudag, eftir að fjárveitinganefnd hafði haft mál- iö til athugunar, og breytti nefndin upphaflegu þings- ályktunartillöginni litillega. Mælti Ágúst Þorvaldsson (F) fyrir áliti fjárveitinganefndar og kom fram i ræðu hans, að nefndin varð sammála um afgreiðslu til- lögunnar. Nokkrar umræður urðu um samgöngumál Vestmannaeyja áður en tillagan var samþykkt, en ekki þykir ástæða til að rekja þær umræður hér. Agúst Þorvaldsson Leiðrétting Sú meinlega prentvilla var i frétt um stjórnarfrumvarpið um veðtryggingu iðnrekstrarlána, sem birtist i blaðinu i fyrradag, að bæði i fyrirsögn fréttarinnar og i henni sjálfri, var prentað verðtrygging iðnrekstrarlána i stað veðtryggingar. Verður fálkaorðan aðeins veitt útlendingum? EB-Reykjavik. hjá meiri hluta nefndarinnar, 1 haust lögðu þingmennirnir þeim Gisla Guðmundssyni (F), Þórarinn Þórarinsson (F) og Jónasi Arnasyni (AB) Bjarna Bjarni Guðnason (SFV) tillögur Guðnasyni og Braga Sigurjóns- fyrir Alþingi um hina islenzku syni (A) að afgreiða tillögurnar á fálkaorðu. Bjarni lagöi til, að þann hátt að mæla með þvi, að fálkaorðan yrði lögð niður, en tilaga Þórarins verði samþykkt, Þórarinn lagði til,að hún yrði ein- en þeir áskilja sér þó rétt til að ungis veitt erlendum mönnum. flytja eða fylgja breytingartillög- Allsherjarnefnd Alþingis hefur um. Minni hluti vefndarinnar, haft þessar tillögur til meðferðar fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, og hefur nú orðiðað samkomulagi ætla að skila séráliti um málið. Milljörðum varið til heilbrigðismála á næstunni EB — Reykjavik. Fram kom i ræðu MágnúSar Kjartanssonar heilbrigöismála- ráðherra, er hann á Alþingi mælti fyrir frumvarpinu um breytt skipulag heilbrigöisþjón- ustunnar, sem lagt var fyrir þingið í siðustu viku, að kostna- ður vegna byggingar ITeilsu- gæzlustöðva samkvæmt frum- varpinu væri áætlaöur um 500 milljónir króna, þar af væri kost- naður vegna byggingar slikra stöðva i Reykjavik áætlaður 180 - 200 milljónir króna. Þá væri kostnaður vegna byggingar starfsmannaibúða i tengslum við heilsugæzlustöðvarnar áætlaður 200 - 250 milljónir króna. Stofn- kostnaðurinn, sem af þessu leiddi yrði þvi allt að 750 milljónir króna — og þá væri eftir að gera sér grein fyrir heildarrekstrar- kostnaðinum. Þá sagði ráðherrann að kostnaður vegna sjúkrahúsbygginga, sem byrjaö væri á eöa stæöu fyrir dyrum, væri áætlaður 1750 - 2000 mill- jónir króna. Ráöherrann gat þess enn- fremur, að stöðugt meira fé væri varið til heilbrigðismála hér á landi. 1960 hefði 3,5% af brúttó þjóöarframleiðslunni verið varið til heilbrigðismála, en gera mætti ráð fyrir að 7% af framleiöslunni færi til heilbrigðismála á þessu ári. Fram kom i ræðu heilbrigðis- ráðherra, að ekki er ætlunin að afgreiða frumvarpið um heil- brigðisþjónustu á þessu þingi, en ráðherrann kvaðst vona, aö það yrði gert snemma á næsta þingi. Stjórnarfrumvarp um getraunir: Skipting fjármagnsins verði - sagði Stefán Valgeirsson. - Hlutur Ungmennasambandsins verði bættur EB-Reykjavik. Rikisstjórnin hefur fyrir skömmu lagt fyrir Alþingi frum- varp til laga um getraunir. Er þar gerð sú breyting á skptingu ágóða á getraununum, að tþrótta- sjóöur ríkisins fái framvegis 10% af ágóðahlutanum. Hingað til hefur þessi ágóði skipzt á milli tSt sem fékk 80% og Ungmenna- félags tslands, scm fékk 20%. Ungmennafélagið hcldur sam- kvæmt frumvarpinu ágóöa sinum en hlutur ISt minnkar um 10%. Á fundi i neðri deild Alþingis s.l. þriðjudag mælti Magnús Torfi ótafsson, menntamálaráðherra fyrir frumvarpinu og gerði grein fyrir efni þess. Stefán Valgeirsson (F) sagðist hafa orðið mjög var við það, -að Ungmennasamband Islands og ýmis sambönd þess teldu, að þeirra hlutur væri ekki eðlilegur, miðað við það fjármagn, sem komið hefði til þessarar starfsemi i landinu. — Ég held, sagði Stefán, — að ég fari með rétt mál, aö Iþróttasam- band Islands hafi dálitlar tekjur af sölu vindlinga, en ég stend I þeirri meiningu — og það verður leiðrétt ef ég fer rangt með — að Ungmennafélagið hafi engan hlut af þeim tekjum, en mig minnir,að ég hafi séð það einhvers staðar, að þessar tekjur muni nema tölu- vertmikið á þriðju milljón. Ég vil minna á það, að i Ungmennasam- bandinu eru liðlega 14 þúsund meðlimir. Ég skal ekki segja hvað það eru margir meðlimir og hvernig það er talið hjá Iþrótta- sambandi Islands, en ég vil ætla að þetta hlutfall — það að Ung- mennasamband íslands fái aðeins 20% eöa 2/9 hluta af þeim hagnaði, sem getraunirnar kunna að gefa af sér og hafa gefiö af sér og hins vegar ekkert — ef það er rétt — af þvi fjármagni, sem vindlingasalan gefur af sér, sé fjarri lagi að sé réttlátt. Ég þekki það vel úr minum heimabyggðum, hvað starfsemi ungmenna- félaganna er mikils virði fyrir byggðarfélögin og ég vil þvi beina þvi mjög til menntamálanefndar, sem fær þetta frumvarp til með- ferðar, að hún skoði það mjög vel, hvort þessi skipting á fjár- magninu sé réttlát miðað við þá starfsemi sem liggur á bak við. A ð lokum kvaðst Stefán mundu áskilja sér rétt til að koma með breytingartillögu ef mennta- málanefnd sæi sér ekki fært að standa að tillögu til breytinga á þessari skiptingu. réttlátari Stefán Valgeirsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.