Tíminn - 27.04.1972, Síða 5

Tíminn - 27.04.1972, Síða 5
Miðvikudagur 26. april 1972 TÍMINN 5 m NH Giftist barón. Það er ekki á hverjum degi, sem islenzkar ungmeyjar giftast barónum. Það gerðist þó ný- lega, þegar Hijdur Lárusdóttir giftist Peter von Schilling baron frá Arósum. Hjóna- vigslan fór fram i Helligands- kirkju I Kaupmannahöfn, og þar var brilðurin klædd islenzkum skautbúning, og vakti mjög mikla athygli. Dönsk vikublöð birtu myndir af bráðhjónunum, og hér sjáið þið þau. Hildur er sögð stunda nám við verzlunarskóla i Kaup- mannahöfn, en maðurinn hennar er við verkfræðinám. Þau hyggjast setjast að i Kaup- mannahöfn. Hildur er dóttir Lárusar LUðvigssonar en afi brúðgumans, var siðasti ræðis- maður rússneska keisarans i Kaupmannahöfn Fjaliið skreið hálfan annan kilómetra. Eitthvert furðulegasta land- skrið,sem sögur fara af átti áér stað i Daghestan, einu af sóvézku sjálfstjórnarlýð- veldunum I Kákasus, á sl. ári, er heilt fjall færðist 1 1/2 kiló- metra á einni viku. Þegar þessr ferð fjallsins var lokið hafði það stiflað fjallaá og nýtt stööuvatn myndazt, en yfirborð fjallsins tók engum breytingum á ferða- laginu — tré stóðu eftir sem áður og jafnvel hirðingjakofi, óskemmdur. Jaröfræðingar telja aö stór- felldar rigningar hafi valdið þessu ferðalagi fjallsins, vatn- sæðar neöanjarðar hafi bólgnað svo að þær urðu að lokum eins og „smurningur” milli jarðlaga i undirstöðu fjallsins íbúðir handa milljónum. —A timabili fimm ára áætlunarinnar i Sovétrikjunum 1971-1975 á að reisa Ibúöarhús- næði samtals að grunnfleti 580 millj. fermetra (nettó), en það er 12 af hundraði meira en byggt var á timabili slðustu fimm ára áætlunarinnar. Þessar byggingaframkvæmdir jafngilda sex nýjum borgum á stærð við Moskvu! A siðustu 10 árum hefur framkvæmdahraöinn I sovézkum Ibúðabyggingaiönaði tvöfaldazt. Hinar stóru verk- smiðjur, sem framleiða einingarhluta húsa, ljúka nú við smiði 9000 nýrra ibúða á degi hverjum, og gæði framleið- slunnar batna dag frá degi. Sovézkir byggingasérfræð- ingar hafa hannaö liðlega 6000 nýjar gerðir ibúðahúsa af ýmsum stæröum. Meö þvi aö beita nýjustu byggingaað- ferðum hefur tekizt að bæta mjög verulega hljóð- og hita- einangrun I þessum verk- smiðjuframleiddu húsum. Vill ekki fara heim Hver hefði á móti þvi, að láta þessa stúlku gefa sér skipanir og hver mundi ekki hlýða henni umyrðalaust? Hún er þó ekki hermaður, þrátt fyrir borðana á handleggnum, þa áetti hún bara á peysuna sina til skemmtunar. Stúlkan heitir Nalini og er frá Guyana. Hún kom til London til þess að keppa þar um titilinn Ungfrú Heimur, en komst ekki nema ifjórðasæti. Henni likar hins vegar svo vel við Lundúna- borg, að hún vill ekki fara heim aftur, og ætlar sér að freista gæfunnar I London. Nalini er tvitug, og nú er hun byrjuð að vinna sem ljósmyndafyrirsæta og er talin mjög efnileg. Fjórða konan Amin, forseti Uganda, kvæntist nú nýlega fjórðu konu sinni, en samkvæmt lögum múhameðs trúarmanna geta menn átt margar konur. Nýjasta kona Amins heitir Madina Majjemba. Fimmta konan hefur verið nefnd I sambandi við Amin, og með henni átti hann tvibura I fyrra. Hún heitir Sauda,en ekkerthefur afhenni spurzt siðan uppreisnin var gerö fyrir 15mánuðum, þegar Amin komst til valda I Uganda. Tölvuþjónusta við sjúkraflutninga Moskvu — A vegum sovézka heilbrigðismálaráöuneytisins hefur verið komið upp sjál- fvirku kerfi tölvumiðstööva i sambandi við neyðarhjálp lækna og sjúkraliöa, lyfjadreif- ingu um landið, sjúkraflutninga og slysahjálp. Upplýsingar eru sendar frá sjúkrabilum til tölvumiðstoðvarinnar i borginni um hin einstöku slysatilfelli og á svipstundu segir tölvan til um það, hvað nauðsynlegt er að flytja á slysstað eða dvalár- stað sjúkliiigsins, hverskonar sérfræöingur eigi að fara með sjúkrabilnum á vettvang, til hvaða sjúkrahúss eða slysa- varðstofu heppilegast sé og fljótlegast að fara o.s. frv. Fer þetta allt eftir aðstæðum hverju sinni og mati tölvunnar. Fær tilboð frá Las Vegas. Norska poppsöngkonan Wnche Myhre, sem gift er dönskum manni, hefur notið mikilla vin- sælda á Norðurlöndunum, og nú hafa dyr heimsins opnazt fyrir henni, þvi hún hefur fengið at- vinnutilboð frá Las Vegas. Til- boðið barst henni eftir að hún hafði slegið I gegn i Þýzkalandi. Wenche reiknar meo ao ta eKKi minna en 300 þúsund króna kaup á viku, ef hún tekur tilboðinu frá Las Vegas, og þar við bætist, að hún telur, að frá Las Vegas liggi leiðir til enn meiri frægðar. Þau ræða þetta þvi töluvert þessa stundina, tannlæknishjónin i Osló, en Wenche er gift tann- lækni, og þau búa um þessar mundir i Osló. — Hvað á ég að segja það oft? Alltaf frá vinstri. Presturinn komst að raun um, að einn drengurinn i hópi spurn- ingabarna hans sat og fyllti út getrauna* seðil i stað þess að fylgjast meö i Bibliunni. Prestur þreif af honum seðilinn og sagði reiðilega: Ekki nóg með, að þú eyðir bæði þinum tima og minum og peningum i svo synd- samlegan hlut sem f járhættuspil, heldur hefurðu ofan á allt saman sett jafntefli hjá Liverpool og Huddersfield. DENNI DÆMALAUSI ' — Já, ég get séð kúluna. Viltu vita eitíhvað fleira.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.