Tíminn - 04.05.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.05.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 * # \i Það var rigning á Keflavikurflugvellýþegar Rogers yfirgaf tsland, og þvf var regnhlffum brugðið upp. (Timamynd G.E.) „Hef átt einlægar og opinskáar viðræður við íslenzka ráðherra” sagði Rogers að loknum viðræðum sfnum við Ólaf Jóhannesson og Einar Ágústsson KJ-OÓ—Reykjavík. — Ég hef átt mjög gagnleg- ar og einlægar viðræður við ólaf Jóhannesson forsætisráð- herra og Einar Agústsson ut- anrikisráöherra, sagði Rogers að afloknum viðræðufundin- um I Ráðherrabústaðnum i gærmorgun. — Auk alþjóða- mála, fyrirhugaðrar heim- sóknar Nixons til Moskvu og Kinaferðar forsetans, höfum við rætt um mál, sem sérstak- lega varða island, svo sem út- færslu fiskveiðilandhelginnar og varnarliðið á Keflavik- urflugvelli, sagði Rogers enn- fremur. Varðandi útfærslu fisk- veiðilandhelginnar sagði Rogers, að islenzku ráðherr- arnir hefðu skýrt sjónarmið tslands i þvi máli rækilega út fyrir sér, og Bandarikjastjórn myndi með ánægju eiga frek- ari viðræður við tslandinga um það mál, — Þá ræddum við einnig um varnarliðið, en utanrikisráð- herrann ykkar hefur tjáð mér, að landhelgismáliö gangi fyrir öðrum málum, og þvi hefur ekkert verið ákveðið um form- legar viöræður um varnarlið- ið. Að lokum sagði Rogers, að samband tslands og Banda- rikjanna væri mjög gott, og heimsóknin hingað hefði veriö ánægjuleg. Ólafur Jóhannesson for- sætisráðherra og Einar Ágústsson utanrikisráðherra sögðu að loknum viðræðunum, að mest áherzla hefði veriö lögð á landhelgismálið af þeirra hálfu i viðræðunum, og hefði komið fram, að Banda- rikjamenn eru fullir samúðar með málstað okkar i land- helgismálinu, en engin ákveö- in yfirlýsing hefði verið gefin út um þetta efni, enda ekki til þess ætlazt. Þá var rætt um samninga tslendinga við Efnahagsbandalag Evrópu, þótt Bandarikjamenn séu þar ekki beinir aðilar að, en þeir hafa mikilla hagsmuna að gæta i þvi sambandi. i þjóðminjasafninu Að loknum viöræðunum i Ráðherrabústaðnum var haldið i Þjóðminjasafniö, þar sem bandarisku og islenzku utanrikisráðherrahjónin skoð- uðu safnið ásamt fylgdarliði, undir leiðsögn Þórs Magnús- sonar þjóðminjavarðar. Að safnferðinni lokinni átti að skoða handrit i Arnagarði, en af þeirri skoðunarferð varð ekki, eins og skýrt er frá á öðr- um stað i blaðinu. Frúrnar skoðuðu Laugardalslaugina og heimsóttu Heyrn- leysingjaskólann A meðan ráðherrarnir ræddustviði morgun, skoðuðu ráðherrafrúrnar og fleiri frúr sundlaugina i Laugardal og Heyrnleysingjaskólann. Eins og mörgum öðrum gestum, sem koma að skoða laugina, Framhald á bls. 19 Skarðsvík er komin með rúm 1400 tonn A.m.k. 10 bótar komnir yfir 870 tonn ÞÓ—Reykjavik. Nú liður senn að ver- tiðarlokum, og sú vertíð, sem nú lýkur, hefur ekki verið neitt sérstak- lega gjöful, en þó ekki verri en oft áður. Samt er hætt við þvi að ef fiskverðið hefði ekki verið jafn hátt og raun ber vitni, hefði verið verra hljóð i sjó- mönnum. Mjög margir bátanna eru þessa dagana að taka upp netin, og við gerðum okkur það til gamans að hringja i verstöðvar- nar. Kom i ljós, eins og við mátti búast, að bátar við Breiðafjörð voru með langbeztan meðalafla, og þar voru lika hæstu bátarnir. Aflahæsti báturinn á þessari vertið er Skarðsvik frá Hellis- sandimeð 1408 tonn, siðan kemur Þórsnes, Stykkishólmi, með 1020 og Sólfari, Sandgerði, með 1004 tonn.Fjórði er Lárus Sveinsson, Ólafsvik, með 973 tonn, 5. og 6. eru Albert, Grindavik, og Jökull, Ólafsvik, með 915 tonn, 7. Sax- hamar, Grundarfirði, með 900 tonn, 8. Bjartur NK með 897 tonn, 9. Hvanney Hornafirði með 890 tonn og 10. Matthildur ólafsvik með 873. T^64 ■'I c 6483 umferðarslys 1971: 98 manns hafa látizt í um- ferðinni sl. 6 ár Atján ára ökumenn eiga hlut að flestum umferðarslysum KJ—Reykjavik. 1 nýútkominni skýrslu Um- ferðarráðs um umferðarslys á árinu 1971, kemur i ljós að alls hafa verið skráð 6.483 umferðarslys það ár, og er það 794 slysum fleira en árið þar á undan. Alls slösuðust 1.068 manns i þessum um- ferðarslysum, og 21 lézt. Skráningu slysanna var þannig háttað, að safnað var saman öllum lögreglu- skýrslum á landinu, en verk- fræðistofan Hagverk vann siðanúr lögregluskýrslunum. Ariö 1966 voru skráð 5.132 um- ferðarsl. Arið 1967 voru þau 5.056 1968 voru þau 4.821, áriö 1969 4.883, árið 1970 5.689 og svo i fyrra 6.483. A þessum sex árum hafa alls látizt 98 manns af völdum umferðar- slysa.og 4.661 hefur slasazt. 1 fyrra slösuðust i fyrgta skipti Framhald á bls. 19 Rogers og frú skoða Reykjavík — sjá myndir í opnu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.