Tíminn - 04.05.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.05.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. mai 1972. TÍMINN 9 /----------------------------------------------------------------------- l Útgífandi; Framióknarttok'kurinn Framkv^mdaatióri; Krlítfán Ödnadtktasúrt, Rjtfitjöraf!. Þórarinn ::: Þárarinsson : táþ);: Andfés Krtefíánssört, ión HrttsatörV: thdrtðf::::: G. Þorstcinssoti og Tómas Ksri&son, Auglýstnsfastjóri: Stetn- grtntur tjisiason. Riistiómarstcrtfs+ofur -6ddy)»ú*inu, sftnar :. 18300 — 183Q5, Skrifstofur Bapkastræfi 7. — Afgr?t5siuswi 143Í3. Augtýsíngasimi 19523> ASrar skrifstofur slmi T8300, ÁskríftarBfald kr. 32S,ðQ á mánuSt Innanlamts. í lausasólu kr. IS.ÖO álntaktS. — ÖtiSaprent h.f. tfXitatl Þetta hefur áunnizt 1. mai sýndi þjóðin einhuga og órofa sam- stöðu um kröfu dagsins: útfærslu islenzkrar fiskveiðilögsögu i 50 milur 1. september n.k. Þessi samstaða kom fram landið um kring i al- mennri þátttöku i kröfugöngum og hátiða- höldum dagsins. í Reykjavik var gengin fjölmennasta kröfuganga i sögu verkalýðs- hreyfingarinnar. En jafnframt þvi að leggja áherzlu á land- helgismálið minntu margir ræðumanna dagsins á þá sigra, sem launþegar hafa unnið siðan 1. mai i fyrra og þeirrar staðreyndar, að sezt er i valdastóla rikisstjórn, sem vill stjórna landinu i samráði og þágu launastéttanna. Það var minnt á þær kröfur, sem verkalýðs- hreyfingin setti fram 1. mai i fyrra. Þær voru þessar helztar: jf Fiskveiðilögsagan i 50 milur 1972. Fullar vísitölubætur á laun. vikna orlof. 4- 40 stunda vinnuvika. Afnám visitölubindingar á húsnæðislán. A- Stórhækkun elli- og örorkubóta. 20 þúsund króna lágmarksmánaðarlaun. Siðan stjórnarskiptin urðu á sl. sumri, á að- eins rúmlega 9 mánaða valdatima núverandi rikisstjórnar, hafa öll þessi stóru mál ýmist náð fram að fullu eða þegar verið teknar ákvarðanir um(að þau skuli ná fram að ganga á næstunni. )f Rikisstjórn og Alþingi hafa ákveðið að færa fiskveiðilögsögu íslands i 50 milur 1. sept. n.k. )f í des. voru með samningum tryggðar fullar visitölubætur á laun og kaupmáttur samningsbundinna launa tryggður, þrátt fyrir þær verðhækkanir, sem óhjákvæmi- lega hafa orðið og fyrirsjáanlegar voru vegna verðstöðvunarvandans, sem hlaðizt hafði upp og beið úrlausnar. Rikisstjórnin beitti sér fyrir setningu laga um 40 stunda vinnuviku. )f Rikisstjórnin beitti sér fyrir setningu laga um 4 vikna orlof allra launþega. * Rikisstjórnin beitti sér fyrir setningu laga um stórhækkun elli- og örorkubóta og tryggingu lágmarkslauna lifeyrisþega, jafnframt var um leið útrýmt margskonar misrétti úr tryggingalöggjöfinni. Rikisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp til laga um afnám visitölubindingar á húsnæðisstjórnarlánum. v Leíðarahöfundur Alþýðublaðsins eys hins vegar þá verkalýðsforingja auri, sem leyfðu sér að minnast þessara staðreynda i ræðum sinum 1. mai. —TK. Murray Seeger, Los Angeles Times: Rússum gengur illa að efla landbúnaðinn Enn mun þurfa að auka innflutning landbúnaðarvara FRÉTTIN barst eins og eld- ur i sinu um nágrennið og hús- mæður og matreiðslumenn hlupu af stað með innkaupa- töskur sinar og rúblur: „Það er nýtt spinast á markaðs- torginu”. Enginn spurði um verð, enda er gert ráð fyrir háu verði á markaðstorginu i Moskvu. Nýtt grænmeti siðari hluta vetrar var fágæti. Hús- móðir ein greiddi 230 krónur fvrir fiögur búnt af spinati. Rikisverzlanir, sem flestir Moskvubúar verzla við, höfðu ekíci upp á neitt slikt að bjóða, né heldur Beriozka-marvöru- verzlunin, sem útlendingar og sérréttindafólk skiptir við. NÚVERANDI leiðtogar Sovétrikjanna geta með réttu haldið fram, að þeir hafi unnið bug á erfiðustu annmörkunum á þvi að útvega þjóðinni mat, enda eru sjö ár siðan þeir hófu umbætur sinar á landbúnað- inum. Enn eru þó Sóvétmenn meira á eftir öðrúm þjóðum i mataræði en flestu öðru. Breshneff gekkst fyrir stefnubreytingu i marz árið 1965 og hann hefir greinilega bundið endi á ástandið, sem rikti meðan leiðtogarnir voru að gera tilraunir með land- búnaðarmálin á undangengn- um áratugum og matar- skortur og ofgnótt skiptust á. Nú er á enda mjög erfiður vetur i Rússlandi, en af sliku leiðir ekki kornþrot i landinu eins og áður var. En öðrum þjóðum þætti þó almennur matur i Rússlandi bæði ólyst- ugur og óhollur, einkum vegna fábreytni og litilla gæða. LEIÐTOGAR Sovétmanna geta séð þjóðinni fyrir nægi- legu brauði með þvi að flytja inn hveiti, en hitt verður þeim erfiðara viðfangs að standa við gefin loforð um bætt mataræði. Þeir þurfa á rúgi, höfrum og byggi að halda til þess að ala þann aukna fjölda gripa, sem settur hefir verið á til þess að geta framleitt meira og betra kjöt en áður. Þeir þurfa aukin gróðurhús og matjurtagarða til þess að auka framleiðslu garðávaxta og bætt flutningakerfi til þess að koma nýjum vörum á markaðinn. Þá þurfa þeir einnig frystihús og vinnslu- stöðvar til þess að geyma matvæli til vetrarmánaðanna, svo og aukinn áburð og auknar vélar. Forustumenn Sovétrikjanna hafa rembzt við það án árangurs siðan i byltingunni 1917, að skipuleggja landbún- aðarframleiðsluna samkvæmt kenningum kommúnis mans og leysa á þann hátt þarfir beggja, bæði neytenda og framleiðenda. Stalin knúði fram iðnvæðinguna með ærnum kostnaði og lét einnig flýta myndun samyrkjubúa. En þegar skriður komst á myndun þeirra upp úr 1930 minnkaði landbúnaðarfram- leiðslan um fjórðung. RÚSSAR höfðu áður selt korn úr landi, en eftir að sam- yrkjubúin komust á, skall á hungursneyð, sem lagði 5 milljónir manna að velli. Tiu milljónir landeigenda eða „kúlaka” voru auk þess ýmist drepnar eða fluttar i útlegð og i þeim hópi voru beztu bænd- urnir. Nikita Krustjeff reyndi að bæta landbúnaðinn en tókst miður vel. Hann lét stækka búin og fól stjórnendum þeirra að fara með stjórnmálavaldið. Dirfskufyllsta úrræði hans var þó tilraunin til kornyrkju i „auðninni i austri”, fyrst og fremst á sléttunum i Kazahkstan. Þar voru sett á Breshneff stofn risastór rikisbú á land- flæmi, sem var jafn viðáttu- mikið og samanlíLgt ræktar- land Spánverja, Frakka og Breta, og þangað voru fluttir 500 þúsund landnemar frá Ukrainu, Rússlandi og Hvita- Rússlandi. Arangurinn varð næsta litill og þurrkarnir árið 1963 breyttu þessu landsvæði i rjúkandi flag að nýju. Krustjeff missti völdin árið eftir að nýræktin þarna eystra fór út um þúfur. LEONID Breshneff hefir náð betri árangri, enda farið gætilegar en fyrirrennari hans. Meginumbót hans er i þvi fólgin að láta landbúnað- inn njóta styrkja i stað þess að styrkja iðnaðinn með land- búnaðarframleiðslunni. Fjár- festing i landbúnaði var ná- lega tvöfölduð i fimm ára áætluninni 1966-70 og landbún- aðarframleiðslan jókst um 21 af hundraði. Kornframleiðslan jókst verulega og alidýrum fjölgaði. Framleiðsla mjólkurbúanna jókst um 24 af hundraði. Arið 1970 var nýtt met sett i korn- framleiðslu og nam hún þá 186,4 milljónum smálesta. Ræktun baðmullar á áveitu- landi á gresjunum i Mið-Asiu hefir þó sýnt meiri og betri árangur en önnur umbótavið- leitni i landbúnaðinum. Laun landbúnaðarverka- manna hækkuðu um 42% og þeir voru látnir njóta sömu trygginga og verkamenn i borgum. Leiðtogarnir heimiluðu bændum einnig stærra land til einkaafnota en áður, og framleiðsluna af þvi selja þeir á markaðstorginu i Moskvu og öðrum slikum stöðum. NÝJASTA viðleitni Sovét- manna til umbóta i landbún- aðinum beinist að þvi að bæta fæðið með þvi að auka kjötið, grænmetið og ávextina. Sér- fræðingar, sem hæla sov ézkum leiðtogum fyrir góðan árangur i viðleitninni til aukningar kornframleiðsl- unnar, efast þó um, að þeir nái jafn góðum árangri i þessari siðari tilraun sinni. Richard T. Davis aðstbðarutanrikisráð- herra Bandafikjanna sagði i fyrra, að Rússar noti „niu sinnum meira vinnuafl en Bandarikjamenn til þess að framleiða sem næst þrem fjórðu af framleiðslu Banda- rikjanna”. Rússnesk landbúnaðar- framleiðsla er auðug af sterkju en snauð af eggja- hvitu. Opinberar skýrslur svna. að hver maður i Sovét- rikjunum át að meðaltali árið 1970 48 kg. af kjöti og feitmeti, 126 kg. af kartöflum og 149 kg. af kornmeti. „Brauð er afar pólitisk vara i Rússlandi”, er haft eftir vestrænum landbúnaðarsér- fræðingi. „Rússar eta brauð þrisvar á dag og leiðtogunum er ljóst, að það verður að vera gott.” UM 30 af hundraði af vetrar- hveitiræktinni fór út um þúfur i ár vegna of mikilla snjóa á hinum suðlægari ræktarsvæð- um en of litillar úrkomu i vestur-héruðunum. Stjórn Sovétrikjanna hefir þvi samið um mjög mikil hveitikaup i Kanada og á afhending að hefjast i júli i sumar. Kátbroslegast er, að mikið af hinu kanadiska hveiti kemur frá vesturhéruðum landsins, en þar eru ræktunar- skilyrðin mjög svipuð og á þeim svæðum, þar sem Rússar eiga i erfiðleikum að láta kornrækt bera sig. BRESHNEFF og félagar hans höfðu náð góðum árangri við framkvæmd áætlunar sinnar árin 1966-70. Þeir voru byi biartsvnir oe settu sér það mark, að auka landbúnaðar- framleiðsluna um 22% á næstu fimm árum. Leiðtogarnir urðu fyrir miklum vonbrigðum með þessa áætlun i upphafi, þar sem landbúnaðarframleiðslan jókst alls ekki árið 1971 og verður þvi erfiðara en ella að ná þvi marki, sem keppt er að 1975. Nú hefir veturinn reynzt þungur i skauti og verulegur hluti vetrarhveitiræktunar- innar farið út um þúfur. Leið- togarnir sjá þvi fram á, að uppskeran verði rýr annað árið i röð. RÚSSNESK blöð hafa hvatt bústjóra og landbúnaðar- verkamenn til að leggja nótt við dag, endursá og reyna þannig að auka kornupp- s keruna. Búið er að heita þjóðinni aukinni eggjahvitu og er þvi sennilegt, að Rússar verði að kaupa rúg og bygg eða hafra erlendis frá, engu siður en hveiti. Af þeim kaupum getur leitt, að gera þurfi viðtækar breyt- ingar á efnahagsáætluninni. Hörðum gjaldeyri, sem eytt er til kornkaupa, verður ekki einnig varið til að borga tölvur, nýtizku vélar og annan búnað, sem Sovétmenn þurfa á að halda til þess að auka afkastagetu iðnaðarins. RÚSSAR hafa leitað eftir aðstoð hjá grönnum sinum og samherjum i Austur-Evrópu. Þeir fá beztu niðursuðuvörur- nar frá Búlgariu, eplin frá Ungverjalandi og egg frá Pol- landi. Aðrar Evrópuþjóðir lita þessa ásælni Sovétmanna miður vinsamlegum augum og sumar þeirra grunar, að verið sé að reyna að láta þær halda áfram að vera land- búnaðarþjóðir meðan rúss- neska móðurrikið eflist sem iðnveldi. Sovétmenn verða þvi að leita fyrir sér á heimsmark- aðinum og kaupa þar þær vörúr, sem þeir geta ekki framleitt sjálfir og grannþjóð- irnar vilja ekki leggja fram. I landbúnaðarlöndunum, sem geta látið Rússum i té þær vörur, sem þeir þarfnast, er ef til vill að finna markað fyrir rússneskar iðnaðarvörur, sem þróaðri þjóðir vilja ekki kaupa. Þarna kann að vera að leita skýringanna á sumum stjórnmálaviðbrögðum Sovét- manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.