Tíminn - 04.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.05.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. mai 1972. TÍMINN Varðskip elti drukkna | sjómenn á stolnum báti Vadsögutt i Reykjavikurhöfn i gær. Stálvík h.f. leggur kjölinn að samskonar skipi í þessari viku. ( Timamynd GE) Stálvík leggur kjölinn að fyrsta skuttogaranum Samskonar norskur togari til sýnis i Reykjavikurhöfn bó—Reykjavik. Norski skuttogarinn Vadsögutt frá Vadsð kom til Reykjavikur i gærmorgun á vegum Stálvikur h.f., á leið sinni til Grænlands. Stálvik fékk togarann til sýn- ingar á vegum Storviks Mek- aniske verkstede i Noregi, en þar er hann hannaður og smiðaður, og verða þeir togarar, sem stál- vik er nú að byrja smiði á, eins að flestu leyti. Nú hafa verið smiðaðir 15 skuttogarar af þess- ari gerð, sem eru i eigu Norð- manna. Islendingar eiga 8 skip i pöntun i Noregi, og Stálvik er að byrja smiði á 3. Vadsögutt er tveggja ára gam- alt skip, og hefur það að mestu verið við veiðar við Noregs- strendur og i Barentshafi. í sum- ar verður skipið hins vegar á veiðum við Grænland til loka september en útgerðarfélag skipsins á frystihús i Færeyinga- höfn. Nú i þessari viku mun Stálvik leggja kjölinn að systurskipi Vadsögutt, en það skip er smiðað fyrir Þormóð ramma á Siglufirði. Sá togari, sem verður eins að allri gerð, verður 46.45 m langur, 9.0 m breiður, og dýpt að efra dekki er 6.5 metrar. 1 skipinu verður 1750 ha. Wickmann dieselvél með skiptiskrúfu og skrúfuspyrnu. Áætlaður ganghraði er 13 sjómil- ur og togkraftur rúm 20 tonn. I skipinu verður 32 tonna raf- magnstogvinda frá Brussele og 4 hjálparvindur að auki til að létta mönnum störfin um borð. Ljósa- vélar verða tvær Caterpiilar 280 ha. Þegar Vadsögutt lagðist við bryggju i Reykjavik i gærmorgun fögnuðu iðnaðarmenn Stálvíkur, Nökkva og Rafboða skipinu, en þessi þrjú fyrirtæki, auk annarra, skapa samstarf um smiði framannefndra skipa, og skoðuðu starfsmennirnir vel fyrirmynd- ina. A meðan Vadsögutt lá f Reykja- vikurhöfn i gærdag, skoðuðu margir framámenn i skipasmfð- um og sjávarútvegi skipið. Jón Sveinsson, forstjóri Stál- Frá 15.marz njóta friðunar skarfar og gæsir. Frá l.apríl, lómur, fýll, súla, allar endur, svo og skúmur, rita, hvitmáfur.bjart- máfur og hettumáfur, en allir svartfuglar frá 19.mai. Stöndum vörð um fuglalif Islands. Vörumst að kveikja eld á ber- svæði. Allt árið er ólöglegt að brenna sinu við eða i þéttbýli. Utan þéttbýlis er ákvæði laga það, að bannað er að brenna sinu eftir l.mai. Stöndum vörð um fuglalif Is- lands. Látum eigi liðast, að farfuglum sé veitt móttaka með skotum og sinueldum. Þegar dýr eru deydd, ber að gæta þess, að deyðing fari fram með jafnhröðum og sársauka- litlum hætti og frekast er völ á. Þeir, sem i vor ætla að deyða sel- kópa, eru þvi hvattir til þess að beita skotvopnum við veiðarnar, en hvorki bareflum né netum. Dýraverndunarsambandið. vfkur, sagði i gær, að um þessar mundir væri verið aö taka ýmsa tækni i notkun hjá Stálvik, svo sem i plötuskurði, rafsuðu og til- færslu á efni. Rekstur skipa- smiðastöðvarinnar hefur gengið vel að undanförnu, og rikir nú bjartsýni meðal þeirra, er við stöðina vinna. OÓ—Reykjavik. Að morgni 1. mai sigldu þrir drukknir sjómenn vélbátnum Guðrúnu úr Stykkishólmshöfn og ætluðu til Reykjavikur. En svo langt komust þeir ekki, þvi að þeir sneru inn til ólafsvikur og lögðu þar að bryggju. Enginn mannanna var skipverji á Guðrúnu, og tóku þeir bátinn traustataki. Var varöskip beðið að sigla þá uppi, og kom það rétt a eftir þeim inn á Ólafsvikurhöfn. Bátsræningjarnir voru handteknir og sendir til Stykkis- hólms, þar sem þeir voru yfir- heyrðir i gær. Mennirnir þrir eru skipsverjar á tveim bátum, sem lágu við bryggju i Stykkishólmi. Fyrst leystu þeir festar á Gylli, en tveir þeirra voru hásetar á honum, og sigldu milli bryggja, en þótti hann þungur i vöfum og brugðu sér um borð i Guðrúnu, sem er um 7 tonn að stærð. gamlir. |iiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiii I JAKOB THORARENSEN KVADDUR S Þjóðhaginn mikli á ljóð og laust mál, eitt sérkennilegasta = skáld vort fyrr og siðar, þú rammi Islendingur og tryggðatröll S einn af stofnendum félags vors og mikil máttarstoð um langa = hrið, heiðursfélagi þess og holli vinur, hafðu þökk fyrir sam- §j fylgdina og allt sem vér höfum af þér lært. Megi þin ágætu verk = lifa með þjóð vorri fram i aldir, blása krafti og karlmennsku i j§ brjóst hennar og bera rikulegan ávöxt i bliðu jafnt sem strfðu. g Eftirlifandi ástvinum þinum biðjum vér allrar blessunar. j§ Félag islenzkra rithöfunda. Ílllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllll!llllllllllllllLIIIIIIIIII!llllllllllllllllllll!lllllllllllllllll|||||||||||||||||||| Sáu Hólmarar á eftir bátnum út úr höfninni. Var bátur sendur á eftir honum, en eftirförinni vai brátt hætt. Var varðskip, sem var á Breiðafirði, látið vita, og ætluðu varðskipsmenn að klófesta sjóræningjana. Þegar Guðrún var komin á móts við Ólafsvik, snérist mönnunum þar um borð, hugur, og héldu þeir þar til hafnar, Kom varðskipið upp að hlið Guðrúnar, þegar báturinn átti nokkur hundruð metra ófarna að bryggjunni. Segja mennirnir sem stálu bátnum, að þeir hafi aldrei orðið varir við eftirför og tekið upp hjá sjálfum sér að'hætta við Reykjavlkurförina og leggja að I Ólafsvik. Þar beið lögreglan á bryggjunni og tók mennina fasta og sendi til Stykkishólms. Guðrún var sótt til Ólafsvíkur I gær. Ekki er vitað um neinar skemmdir á bátnum. Mennirnir eru 19. 20 og 28 ára Jakob Thorarensen skáld Vilja banna nagla- dekk að sumarlagi OÓ—Reykjavik. Gatnamálastjórinn hefur undanfarna daga sent bila- eigendum i Reykjavik orðsendingu þess efnis, að þeir fari nú að taka nagladekkin undan bilum sinum og setji sumardekk i staðinn. 1 undir- búningi er að fá notkun nagla- dekkja bannaða að sumarlagi. Borgarstjórn sendi dóms- málaráðuneytinu beiðni um það fyrir rúmu ári. Dómsmálaráðuneytið fól um- ferðalaganefnd að fjalla um málið. Gatnamálastjóri og vegamálastjóri sendu nefnd- inni umsagnir og óskuðu eftir, að nagladekkin verði bönnuð að sumarlagi, en málið liggur enn hjá umferðalaganefnd. Mikil nauðsyn er, að nagla- dekkin verði bönnuð, þvi að bilstjórar aka á þeim löngu eftir að von er á nokkrum snjónum, og þau fara mjög illa með göturnar. Nagladekkin skemma auðar götur mun meira en keðjur, og þess er einnig að gæta, að öku- menn taka keðjurnar undan þegar snjó leysir, en eru mun kærulausari með nagladekkin, og aka á þeim stöðugt allan veturinn og fram á mitt sum- ar. Gatnamálastjóri sagði, að mikið slit væri nú á götunum, sérstaklega á þeim, sem um- ferðin mæðir mest á. Verða lögð ný slitlög á t.d. Miklu- braut og Hringbraut og hring- torgin. Jakob Thorarensen, skáld, verður jarðsettur i dag. Jakob fæddist á Fossi i Hrútafirði 18. mai 1886 og var þvi nær 86 ára að aldri. Foreldrar Jakobs skálds voru Jakob Thorarensen úrsmið- ur á Fossi, siðar vitavörður á Gjögri i Strandasýslu, og Vil- helmina Gisladóttir. Jakob skáld gekk i iðnskólann i Reykjavik um tvitugsaldur og lauk sveinsprófi i trésmiðaiðn 1910. Siðan stundaði hann húsasmiðar I Reykjavik og viðar. Jakob Thorarensen byrjaði all- snemma að yrkja og skáldhneigð sagði til sin á ýmsan hátt. Fyrsta ljóðabók hans, Snæljós, sem kom út 1914, vakti þegar allmikla at hygli, og menn töldu þar athyglis- vert skáld á ferð. Einkum vakti hin rika skapgerðarkrafa, túlkun Islendingseðlisins, sterkan hljómgrunn hjá fólki, svo og al- þýðlegt en safamikið tungutak, augljós skáldatök. Sprettir komu út 1919, og þá var þjóðin byrjuð að læra kvæði þessa nýja skálds sins og hafa þau um hönd sér til styrktar. Kyljur komu 1922 og Stillur 1927, og þá var Jakob Thorarensen orðinn óumdeilan- legt skáld, á bekk hið næsta þjóð- skáldum i vitund manna og dáður af alþýðu allri. Enn átti Jakob þó margt ókveðið og óskrifað, en i vitund þjóðarinnar hafði hann þá náð hæst, en þeim sessi hélt hann allt til loka. Bækur hans, er siðar komu, voru Fleygar stundir 1929, Heiðvindar 1933, Sæld og syndir 1937, Svalt og bjart 1939, Haust- snjóar 1942, Hraðkveðlingar og hugdettur 1943, ritsafn undir nafninu Svalt og bjart 1946, Fólk á stjái 1954, og timamót 1956. Tiu smásögur komu út 1956, Aftankul 1957, Grýttar götur 1961. Jakob var kvæntur Borghildi Benediktsdóttur frá Smáhömrum i Strandasýslu. Þótt Jakob Thorarensen væri fyrst og fremst snjallt og sérstætt ljóðskáld i huga þjóðarinnar, var hann einnig ágætur smásagna- höfundur, og má segja að sumar smásögur hans séu perlur, heil- steyptar og skýrar myndir, efnið sótt til þess kjarnafólks, sem hörð náttúra, grimm lifsbarátta og einsemdin mótar. Af sliku fólki, lifsviðhorfum þess og viðbrögð- um i átökum lifsins eru dregnar upp svo skýrar og drátthreinar myndir, að fátt eitt i islenzkum Jakob Thorarensen skáld bókmenntum er þar til samjafn- aðar. Það siðgæði, sem islenzkar að- stæður hafa sorfið og mótað, einkum i hinum harðbýlustu og afskekktustu héruðum landsins, var Jakob jafnan mikið að- dáunarefni, og túlkun hans á þessu náttúrusiðgæði og lifsvið- horfum þess fann góðan hljóm- grunn hjá þjóðinni við áslátt hans. Kvæði hans, sterk að formi og oftast hefðbundin, töluðu til til- finninga og hjarta, og þjóðin lærði þau mörg, einkum þau sem voru um fornar og nýjar hetjur i hörð- um kjörum eða óréttlæti heims- ins. Mér hefur jafnan fundizt, að Jakob væri öðrum fremur skáld Strandamanna, eða hinna sterku stofna, sem boðið hafa harðræð- um annesja og útskaga birginn. Þar er að minnsta kosti það skap- gerðarmót, sem fólk Jakobs er mótað i, og Jakob er fyrst og fremst skapgerðarskáld, kröfu- hart og aðdáunarrikt um þá mannkosti. Hann ris jafnan hæst i skáldlegum tilþrifum, þegar slik- ar mannlýsingar eru kvæðisefnið. Um þessa hlið á skáldskap Jakobs segir Kristján Karlsson, bókmenntafræðingur, i formáls- orðum að bókinni Timamót: „Jafnvel náttúruljóð hans eru oftast annað tveggja: náttúran persónugerð ellegar gædd ein- hverjum mannlegum eiginleika. Jökulsá á Sólheimasandi er grá- glettin, slóttug fordæða. Ægir og björgin tveir manngerðir féndur, talast á i Svörtuloftum, og svo mætti lengi telja. Þar á ofan er Jakob ádeilduskáld og verður stundum miskunnarlaus, af þvi að honum ófbýður litilmennska og innræti náungans, og háð- skáld, og verður stundum kald- ranalegur, af þvi að hann tekur þá á sig krók til þess að forðast tilfinningasemi. Og hann yrkir vantrúarkvæði, af þvi að honum vex i augum trúarhræsni, en einkum liklega af þvi, að hann fyrirlitur hræðslutrú..” Og að siðustu segir Kristján um Jakob i þessum formála: „Yfir verki Jakobs hvilir svipur varanlegs kveðskapar, af þvi að viðfangsefni hans er i raun og veru alltaf siðferðilegt vandamál mannsins. Og lifsskoðun hans verður ekki með nokkru móti sniðgengin I islenzkri ljóðagerð, af þvi að hún á sér óv^fengjan- lega rætur i sterkri og fast mót- aðri skapgerð. 1 þeim skilningi má Jakob einnig að réttu kallast skapgerðarskáld eins og amt- maðurinn frændi hans og Grim- ur”. Þetta er nærfærin skilgreining á sterkustu skáldskapareinkenn- um Jakobs Thorarensens. En hann manngerði ekki aðeins nátt- úruna heldur náttúrugerði mann- inn einnig. Hann var einn þeirra sterku, islenzku listamanna, sem gerði ekki skil milli landsins, náttúru þess og mannsins. Vafalitið verður Jakob að nokkru skipað á bekk sem arftaka Bjarna og Grims, og þangað hefur hann lika sótt sér ferðanesti. En hann lét þá aldrei halda i hönd sér, heldur er og verður sterkt, per- sónulegt og sjálfstætt skáld I Is- lenzkum bókmenntum, og þjóðin mun vafalaust lengi sækja sér hug, siðgæðisstyrk og skap- gerðardjörfung i kvæði hans, en lengst munu menn una við mann- gerðarmyndir hans og hljómrikt mál. —AK IITlll!!lllllllllllllllll!lllllll|!ll|l|||||[lllllllllllllllll!l|l||

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.