Tíminn - 04.05.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.05.1972, Blaðsíða 20
NORÐURHER HEFUR HUE i SKOTMALI r ■ NTB—Saigon Norður-Vietnamhcrmenn ráku i dag slðustu mennina úr varnarsveitum S—Vietnama I Quang Tri á flótta og héldu siðan áfram suður eftir og austur, þar til þeir voru komnir í skotmál við Hue. Thie forseti S—Vietnams hefur vikiö úr störfum sinum tveimur æðstu mönnum hersins i norðurhluta landsins. Kommúnistaherinn hélt suður eftir þjóðvegi 1, eftir að hafa unnið á siðustu varnar- linum sunnanmanna og tekið mikilvæga herstöð við Binh Dinh. Seinnipartinn i gær höfðu hersveitirnar stað- næmzt um 30 km norðan við Hue. Aðrar hersveitir norðan- manna komu úr vestri, og námu þær staðar um 19 km frá borginni. Um 2500 sunnanher- menn flýðu úr stórskotastöð- inni English og var bjargað um borð i skip, meðan banda- riskar flugvélar héldu norðan- mönnum i skefjum. Strand- ræman, sem þetta fór fram á, var i gær siðasti staöurinn i þremur nyrztu héruðum landsins, sem enn voru á valdi sunnanmanna, en fyrr i gær höfðu þeir yfirgefið stórskota- stöðina Nancy við Quang Tri. Með tapi Nancy og English hafa yfir 40 herstöðvar sunnanmanna fallið i hendur N—Vietnama á rúmum mánuði. Minni bjartsýni i USA Opinberir talsmenn Nixonstjórnarinnar eru sagðir hafa verið minna bjartsynir undanfarna daga, er þeir hafa rætt um striðið i Vietnam. Margir þeirra hafa meira að segja viöurkennt að hafa van- metið styrk norðanhersins, og ofmetið varnir sunnanmanna, er sóknin hófst, þann 30. marz sl. Þá var trú þeirra á sunnan- herinn sterk og talið, að ásamt bandarisku flugvélunum yrði honum leikur einn að brjóta sóknina á bak aftur. Nú, fimm vikum siðar, eftir að hafa hlustað á daglega frettir af sigrum norðanmannanna, eru talsmennirnir farnir aö velta fyrir sér, hvort tákmark norðanmannanna sé aö eyði- leggja baráttuvilja sunnan- hersins. I utanrikisráðuneytinu, er nú sagt, að alltaf hafi veriö reiknaö með, að norðan- mönnum tækist aö ná nokkrum minni borgum. Tals- maður varnarmálaráðu- neytissins endurtók þetta i gær, en bætti við, að ástandið væri „mjög alvarlegt” og „engin gæti sagt, hver endirinn yrði.” Þetta er S-Vietnamskur hermaður, sem þarna er á ferö og ber byssu sina og reiðhjól yfir ársprænu, á leið sinni til Qui Nhon-borgar. Her- stöð ein, skammt norðan borgarinnar, hefur veriö á valdi norðan- manna siðan 25. fyrra mánaðar, og ailar venjulegar leiðir til borgar- innar eru lokaöar. . Fimmtudagur 4. maí 1972. !j!1111' M',11;1' |II;'' | 1141 'i i Íl i Svart: Keykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. ABCDEF6H ABCDEFGB Hvitt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðsson og, Hólmgrimur Heiðreksson. • 15. leikur Reykvlkinga: d6-d5 Sprenging skýjakljúf NTB—New York Að minnsta kost 7 manns létu lifið i gær, cr sprengja sprakk i 38 liæða skýjakljúf i Ncw York. Talið cr. að sprengingin hafi orðið vegna leka I gufuröri. 12 aðrir slösuðust i sprenging- unni. Margir veggirnir inni i byggingunni þeyttust burt. 75 námumenn innilokaðir í brennandi silfurnámu NTB-Kellogg, Idaho Eldur kom upp i stærstu silfurnámu Banda- rikjanna i Idaho á þriðjudaginn. 75 menn eru enn innilokaöir i námunni, en 7 lík hafa fundizt. Björg- unnarsveitir vinna enn i námunni, sem er fullaf reyk, og er talin von um, að eitthvað af mönnunum finnist á lifi. hafa fundizt, eru sagðir hafa látizt af völdum reykjarins. Talsmenn námueigendanna sögðu i gær, að eldurinn væri nú slökktur, en reykurinn leitaði enn niður i námugöngin. bá mót- mæltu talsmennirnir fyrri fréttum.umað 24 lik hefðu fund- izt og enn væri 58 manna saknað.. Mútuþægni í New York- lögreglunni NTB-New York Mikið hneyksli, sem sifellt verður umfangsmeira, er nú koinið upp innan lögregl- unnar I New York. i fyrra- dag var 24 lögreglumönnum stefnt fyrir rétt, ákærðum um að hafa þegið að minnsta kosti milljón dollara I mútur frá ólöglegu spilaviti. Einn yfirmaöur I lögregl- unni var einnig grunaður um að hafa þegið mútur, en hann framdi sjálfsmorð, áður honum var stefnt. Allir þeir 24, sem áöur eru nefndir, tilheyra lögreglunni i Brooklyn. Þeir lýstu sig allir saklausa og voru látnir lausir gegn 100 dollara tryggingu hver. Hefðu þeir verið sekir fundnir, áttu þeir á hættu allt að 21 árs fangelsi. Eldurinn kom upp i timbur- klæðningu i aðalnámugöngunum við vaktaskipti á þriðjudaginn. Göngin lokuðust þegar af eld- hafinu, en önnur útgönguleið fyrirfinnst ekki. Náman er 1650 metra djúp, en eldurinn kom upp á lOOOmetra dýpi. Um 100 manns voru ofan við eldinn og tókst strax að komast út, en þeir sem fyrir neðan voru lokuöust inni. Björgunarstarfið er mjög erfitt, þar sem náman er full af reyk. Mennirnir 7, sem létust og Spassky og Fischer fá frest fram á laugardag Marshall lögfræöingur Fischers kemur til landsins ÞÖ—Reykjavik. Fischer og Boris Spassky hefðu Dr. Max Euwe, forseti Alþjóða- fengið frest fram tik kl. 10 á skáksambandsins, tilkynnti i laugardagsmorgun til þess að gærmorgun, að þeir Robert ákveða, hvort þeir samþykktu að Verðir skufu mann sýndi S-Afrikanskt vegabréf. Siðan beið hann i tvo tima, áður en kona nokkur kom og talaði við hann skamma stund. Er hann ætlaði að snúa til baka, hófu tékknesku verðirnir skothrið, og maðurinn féll til jarðar um 20 metrum innan við linuna Austur- rikismegin. bá komu tékknesku verðirnir og drógu hann yfir til sin. Austurriska utanrikisráðu- neytið hefur mótmælt atburð- inum harðlega og krefst þess að manninum verði skilað. NTB—Vin Austurriki krafðist þess i gær, að Tékkósló vakia framseldi mann, sem á þriðjudaginn var skotinn niður og tékkneskir landamæraverðir fluttu burt með sér. Þetta gerðist við landa- mæravarðstöð um 60 km norðan við Vinarborg. Maðurinn kom akandi að stöð- inni, lagði bil sinum og skýrði landamæravörðum frá, að hann ætlaði að hitta konu sina hinum megin við landamærin. Hann tefla einvigið sin á milli i Reykja- vik. Fastlega er búizt við þvi, að Spassky samþykki það, þar sem Rússar höfðu áður gert það að kröfu sinni, að einvigið allt færi fram i Reykjavik. Er þá aðeins beðið eftir svari frá Fischer. Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambands tslands, sagði i viðtali við blaðið i gær, að sér hefði borizt skeyti um þetta frá dr. Euwe. Ennfremur sagði Guðmundur, að sér hefði borizt annað skeyti frá Euwe, og i þvi biður Euwe Guðmund um að taka á móti hinum nýja lögfræðingi Fischers, Paul Marshall, og ræða við hann um nokkur atriði varð- andi einvigið. Ekki vissi Guð- mundur hvenær Marshall kæmi til landsins, en hann hlýtur að koma mjög fljótlega, þar sem fresturinn nær aðeins fram á laugardag. GARÐYRKJUBÆNDUR Nú getum við útvegað yður plast gróður- hús frá MUOYIHUONE i Finnlandi. I.ægri stofnkostnaður Fljótleg uppsetning Breidd 6,5 og 7,5 m, hæð 2,9 og 2,5 m Lengd ótakmörkuö Ileiisárshús og sumarhús Ilringið, skrifiö eða komiö og viö munurn gefa nánari upp- lýsingar. H.G. GUÐJONSSON Stigahlið 45-7, Suöurveri, Reykjavik, simi 37637.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.