Tíminn - 04.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.05.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 4. mai 1972. Umsjón Samband ungra framsóknarmanna FJÖLMENN RAÐSTEFNA FUF I REYKJAVfK TEKUR UNDIR ALYKTUN SUF, SUJ OG UNGRA MANNA í FLOKKSSTJÓRN SFV: Meginverkefni næstu mán- aða í sameiningarmálinu VERÐI ÍTARLEG KÚNNUN VIÐRÆÐUNEFNDA FLOKKANNA A MALEFNALEGRI SAMSTÖÐU OG HUGSJÖNAGRUNDVELLI Á ráðstefnu, sem FUF I Reykjavik hélt um siðastliðna helgi, og fjallaði um Framsóknar- flokkinn i nútíðog framtið, var samþykkt ályktun, sem borin var fram af ólafi Ragnari Grimssyni. í ályktuninni er fagnað samþykki miðstjórnar Framsóknarflokksins við ákvörðun framkvæmda- stjórnar flokksins um aðild að nefnd fjögurra flokka, sem geri tillögur um, á hvern hátt verði bezt mótað sameiginlegt stjórnmálaafl allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis. t ályktuninni er einnig lögó áherzla á grundvallarstefnu Framsóknarflokksins, eins og hún var mótuð á siðasta flokks- þingi. Háðstefnan um Framsóknar- l'lokkinn i nútið og framtið var haldin i Kristalsalnum á Hótel Loftleiðum s.l. laugardag og sunnudag var fjölmenn, sérstak- lega þó á sunnudaginn. Þorsteinn Geirsson, formaður FUF i Reykjavik, setti ráðstefn- una kl. 14 laugardag, en fundar- stjóriá ráðstefnunni var Friðjón Guðröðarson, lögfræðingur. Að setningu lokinni flutti Olafur Jóhannesson, forsætisráð- herra, ávarp. Þvi næst flutti Eysteinn Jónsson, forseti sam alþingis, itarlegt erindi um sögu P’ramsóknarflokksins frá stofnun hans. Að framsöguerindi hans loknu voru fyrirspurnir, sem hann og Þórarinn Þórarinsson, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, svöruðu. Annað framsöguerindi ráð- stefnunnar flutti Hannes Jóns- son, blaðafulltrúi rikisstjórnar- innar, og fjallaði það um Fram- sóknarf lokkinn og langtimamarkmið i stjórn- málum. Að þvi erindi loknu var ráðstefnunni frestað til kl. 2 á sunnudag, en þá hófst hún að nýju með fyrirspurnum um ofan- greint efni, sem Hannes, Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, Sigurður Gizurar- son hdl og Tómas Karlsson, rit- stjóri, svöruðu. Voru þær um- ræður hinar fjörugustu. Siðasta framsöguerindið flutti Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfulltrúi, og fjallaði það um skipulag og starfshætti Fram- sóknarflokksins, en á eftir sat Guðmundur fyrir svörum um það efni ásamt Þorsteini Geirs- syni, Ómari Kristjánssyni, Jónasi Jónassyni, ráðunaut, Jóni A. Ólafssyni, formanni Fram- sóknarfélags Reykjavikur, og Þráni Valdimarssyni, fram- kvæmdastjóra flokksins. Þvi næst eða upp úr kl. 18, hófust almennar umræður um öll erindinogum tillögu, sem Ólafur Ragnar Grimsson hafði lagt fram. Þeim umræðum lauk um kl. 19, og var þá tillaga ólafs samþykkt. Ályktunin fer hér á eftir. Ráðstefna FUF i Reykjavik, haldin 29. og 30 april, um Fram- sóknarflokkinn i nútið og framtið fagnar þvi, að flokkurinn hefur nú tekið við forystu um stjórn landsins, og fagnar samþykkt nýafstaðins aðalfundar mið- stjórnar flokksins við ákvörðun framkvæmdastjórnar ,,um að gerast aðili að stofnun nefndar fjögurra flokka, sem hafi það hlutverk að kanna og gera til- lögur um á hvern hátt verði bezt mótað sameiginlegt stjórnmála- afl allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis”. Ráðstefnan treystir þvi,að störf nefndarinnar verði til að treysta grundvöll núverandi stjórnarsamstarfs. Ráðstefna FUF i Reykjavik haldin 29. og 30.april, um Fram- sóknarflokkinn i nútið og fram- tið fagnar samþykki nýafstaðins aðalfundar miðstjórnar flokk- sins við ákvörðun framkvæmda- stjórnar ,,um að gerast aðili að stofnun nefndar fjögurra flokka, sem hafi það hlutverk að kanna og gera tillögur á hvern hátt verði bezt mótað sameiginlegt stjórnmálaafl allra þeirra,sem Frá hinni fjölsóttu ráðstefnu. Tímamynd Róbert. aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis.” Jafnframt telur ráðstefnan nauðsynlegt, að i viðræðum um mótun þessa sameiginlega stjórnmálaafls verði lögð áherzla á grundvallarstefnu Fram- sóknarflokksins eins 6g hún var mótuð af siðasta flokksþingi. í þeirri grundvallarstefnu er lögð höfuðáherzla á verndun og eflingu menningarlegs, efnalegs og stjórnarfarsiegs sjálfstæðis þjóðarinnar og lýst yfir eftirfar- andi stefnugildum: „jafnrétti og jafnræði allra þegna þjóðfélagsins, — félagslegri samstöðu um lausn þjóðfélagsvandamála, — skipulegri uppbyggingu efnahagslifsins og nýtingu islenzkra auðlinda, — jafnri aðstöðu til menntunar, — framför landsins alls, —• auknum almannatrygg- ingum, — óskertum yfirráðarétti landsmanna yfir atvinnutækjum, — viðnámi gegn yfirdrottnun fjármagns og óeðlilegum af- skiptum rikisvalds, — útrýmingu misréttis milli stetta og kynja og milli þegn- anna eftir búsetu.” Ennfremur var i grundvallar- stefnu flokksþingsins talið nauð- synlegt að,, fara nýjar leiðir til að gera lýðræðið virkara i fram- kvæmd og tryggja áhrif þegn- anna, ekki aðeins i kosningum til löggjafarþings og sveitarstjórna, heldur og i skólum, hagsmuna- samtökum, fyrirtækjum og rikis- stofnunum.” Að lokum tekur ráðstefnan undir með ályktun miðstjórnar SUF, þings SUF og ungra manna i flokksstjórn SFV, að kjarni við- ræðnanna um mótun hins sam- eiginlega stjórnmálaafls verði á næstu mánuðum „itarleg könnun á málefnalegri samstöðu og hug- sjónagrundvelli.” Jafnframt skorar ráðstefnan á alla Framsóknarmenn og aðra velunnara flokksins, að efla Framsóknarflokkinn sem mest, þvi efling hans er besta trygg- ingin fyrir þvi, að landinu verði stjórnað i framtiðinni i anda félagshyggju. Að lokinni ráð- stefnu Eins og einn framsögu- manna á ráðstefnu þeirri um Framsóknarflokkinn i nútið og framtið sem Félag ungra framsóknarmanna i Reykja- vik efndi til á Hótel Loftleið- um um siðustu helgi, sagði réttilega, þá eiga stjórnmála- flokkar við og við að gera úttekt á stefnu sinni og hug- sjónum, igrunda stefnu sina og stöðu i samtimanum og skoða hvert þeir ætla sér að halda i framtiðinni. Stjórn- málaflokkum er nauðsynlegt að gera úttekt á sögu sinni, stöðu sinni i samtimanum og stefnu sinni á framtiðar- brautinni. Þetta er ekki sizt nauðsynlegt á okkar timum, þegar þróunin er mjög ör og samtiminn i dag allúr annar en hann var i gær, þegar það stjórnmálaástand, sem al- menningur sætti sig möglunarlitið við i gær, er talið óþolandi i dag. Við höfum að undanförnu séð eitt einkennandi merki um þessa öru þróun i is- lenzkum stjórnmálum sam- timans. Það er tiltölulega skammt siðan vinstri menn sættusig möglunarlitið við þá óeðlilegu sundrung, sem rikt hefur meðal vinstri manna á tslandi: þeir töldu að visu þá sundrung óeðlilega og óheppi- lega, en gerðu litið til þess að reyna að breyta ástandinu. A siðastliðnu ári varð hins vegar breyting á. Þá reis upp mikil umræða um stöðu vinstri manna á tslandi — um þann fjölda flokka, sem vinstri menn skiptast i, og um stefnumálog markmið vinstri manna i islenzkum stjórn- málum, þar sem samkomulag virtist vera á milli þeirra i öllum meginatriðum. Jafn- framt þessari umræðu kom fram skýr ósk hinna almennu vinstri manna i landinu um, að sundrungin mætti ekki i framtiðinni hindra það, að stjórn landsins yrði grund- völluð á vinstri stefnu. Þessi ósk varð brátt að kröfu, og hún fékk mikinn byr með myndun vinstri stjórn- arinnar og skipun viðræðu- efna vinstri flokkanna til þess að kanna möguleikana á myndun sameiginlegs stjórnmálaafls allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.