Tíminn - 27.05.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.05.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN l.augardagur 27. mai 1972. Ég hefði getað grátið af reiði og vonbrigðum. En allt kom fyrir ekki. Mildred Blaney gekk alltaf fyrir, þar sem börn hennar voru annars vegar. 8. kapítuli. Ég sá ekki Maeve i nokkra daga. Ég hringdi til hennar á skrifstofuna næsta dag, en fékk að vita að hún væri þar ekki. Móðir hennar var sjúk var mér sagt. Ég sagöi til min og óskaði þess að hún hringdi mig upp strax og hún kæmi á skrifstofuna. Ég vildi alls ekki hringja til Fair- field. Ef frú Blaney var veik, sem ég efaðist mjög um, þá var það að minnsta kosti taugaæsingur og nægði til þess,að Maeve var aö stumra yfir henni. Ég var reglu- lega sár fyrir hönd Maeve, en ég var ekki lengi i óvissu um það hvað gengi á á Fairfield. Ég rakst nefnilega á Jónatan þegar ég gekk út úr snyrtistofunni minni. Ilann lézt vera undrandi, en ég hafði hann grunaðan um að hafa setið fyrir mér. Hann vissi,að ég hafði fastan tima á snyrlistofunni hvern mánudag l'yrir hádegi. Ég fékk smásting i hjartað þeg- ar ég sá hann. Hann var berhöfð- aður i sólskininu, og hið drengja lega andlit hans bar vott um öryggisleysi og ótta út af þvi hvernig ég mundi taka þvi að hilta hann. Hjarta mitt mun ætið finna til með Jónatan, þvi einu sinni þótti mér verulega vænt um hann. — Kay. Það var gaman að rek- ast á þig. . . þú litur ljómandi vel út. . . . og svo falleg. bakka þér fyrir, Jónatan. Sama get ég sagl um þig. - Fallegur? — Ég hló, og hið vandræðalega augnablik var liðið hjá. — Eigum við heldur að segja frisklegur og karlmannlegur? bakka, meira get ég ekki heimtað. Hann leit á armbands- úrið sitt. Ilefurðu lima til að fá þér neðan i glasi með mér? — Allt i lagi. Við töluðum svona um hitt og þetta á leiðinni gegnum umferð- ina. bað var fyrst þegar við sát- um með sherry-glösin fyrir fram- an okkur, að við gálum farið að tala um Maeve og frú Blaney. — Mér þótti leiðinlegt að eyði- leggja samkvæmið þitt i gær- kveldi ■— en ég var svo áhyggju- fullur útaf mömmu. Hún var alveg utan viðsig og ekkert okkar fékk að hjálpa henni. Eina mann- eskjan sem hún vildi sjá var Maeve. — Já, það var mjög leiðinlegt og eyðilagði alveg kvöldið fyrir okkur, sagði ég kuldalega. Jónatan horfði rannsakandi á mig. — Vissirðu,að það var afmælisdagur Iionnies þegar þú bauðst til veizlunnar, Kay? — Nei, en ég getekki séö.að það komi þvi nokkurn skapaðan hlut við. Mér finnst það næstum ósæmilegt að binda Maeve þannig við hið liðna. Hún er enn nógu ung til þess að eiga sina framtið. Hún þarf að gleyma fortiðinni en ekki grafa sig inn i hana. Hann varð dálitið vandræða- legur, en eigi að siður reyndi hann að verja móður sina. — Ég held þú skiljir ekki vel — það hefur svo mikla þýðingu fyrir mömmu að Maeve minnist þessa dags. Henni finnst það hreint virðingarleysi ef hún gerir þaðekki. Ég held,að það sé ákaflega erfitt fyrir þig að skilja tilfinningar hennar. — Ét held, aö ég skilji hana mjög vel, Jónatan. Hún vill að þessir minningar-dagar séu i heiðri hafðir — þeir eru margir, endurtaka sig, ekki satt? — til þess að binda Maeve fastar við fjölskylduhringinn — og sjálfa sig. Hann roðnaði. — Ég get ekki leyft. að þú talir þannig um mömmu. Ég tók veskið mitt og hanzk- ana. — Það er vandalaust að losa þig við það. Ég verð að segja það, sem mér finnst rétt, Jónatan. Vertu sæll og takk fyrir drykkinn. Hann greip i handlegginn á mér. — Kay, ekki fara frá mér á þennan hátt, við skulum ekki fara að þræta. Ég viðurkenni, að i aug- um framandi er mamma kannski eigingjörn i framkomu við okkur. Þú getur ekki liðið hana, eða er ekki svo? Nei, það var ekki ástæðan. Ef ég hefði elskað Jónatan, hefði ég reynt að kyngja frú Blaney. En ég elskaði hann ekki nógu heitt — ekki eins og ég var farin að elska Chris. Ég þráði Chris alveg óskaplega á þessari stundu, og ég slóð á gólfinu aflvana og skjálf- andi. Jónatan misskildi þetta og snerti hönd mina. — Kay, gætum við ekki reynt aftur — við gætum samið — við þurfum ekki að búa á Fairfield, og ég skal ekki heimta,að þú farir með mér i hvert sinn, sem ég heimsæki mömmu. Kay. . . . ? Ég hristi höfuðið. — Það mundi ekki ganga, kæri, ég veit að það mundi aldrei ganga. — Meinarðu — að mamma sé ekki einasta ástæðan? — Hún er yfirleitt ekki nokkur ástæða. Mér þykir vænt um þig, en ekki nógu mikið til þess að gift- ast þér. — Ætlarðu þá að giftast ein- hverjum öðrum? — Nei, ég mun e ngum giftast. Það birti augljóslega yfir hon- um. — Það er þá einhver von fyrir mig? — Það er vonlaust, Jónatan. Gleymdu mér með öllu. — Þú getur ekki bannað mér að vona. . . Hann lýsti þvi vonglaður yfir, að hann mundi fljótlega hringja mig upp. Þegar ég kom heim i ibúðina mina eftir að ég hitti Jónatan, fann ég, að, aldrei á minni ævi ég verið jafn ein og yfirgefin, sem nú. Þrá min eftir Chris var svo sterk,að ég kastaði mér ofan á rúmið, algjörlega á valdi minna örvingluðu hugsana. Ég var þó nokkra stund að átta mig á þvi.að siminn hringdi aftur og aftur. Til þess að byrja með var það ætlun min að svara ekki, en þegar þess- ar stöðugu hringingar voru farn- ar að fara i taugarnar á mér, lyfti ég hendinni og tók simann. Að heyra rödd Drake Mervers var kannski það bezta, sem ég gat hugsað mér á þessu augnabliki. — Halló, Kay? Hvernig hefur uppáhalds-stúlkan min það? Ég var einmitt að koma með flugvél frá Ameriku rétt i þessu. — Halló, Drake. Ég átti ekki von á þér fyrr en um jól. — Jæja, svo þú hefur þá saknað min ofurlitið? Ég hef saknað þin, Kay. Þess vegna setti ég upp öll segl til þess að komast til þin eins fljótt og mögulegt væri. Ég ætla að sjá leikinn þinn i kvöld, og svo verður að fara i skástu leppana þina, þvi þú ert boðin út i stórum stil á eftir. — Meinarðu i kvöld, Drake? spurði ég. — Auðvitað. — Allt i lagi. . . . Drake var einmitt rétti maðurinn fyrir mig eins og mér var innanbrjósts nú. 1115. Lárétt 1) Blómið.- 6) Hamingjusöm,- 8) Gruna,- 10) Dauði.- 12) Lita,-13) Guð,-14) Hærra.-16) Efni,- 17) Siða til,- 19) Málmi,- Lóörétt 2) Reykja.-3) Úthaf.- 4) Vond.- 5) Frampartur,- 7) Bikar.-9) Umferð.- 11) Púka.- 15) Fálm,- 16) Mál - 18) Lita,- X Ráðning á gátu nr. 1114 Lárétt 1) Partý,- 6) Par.- 8) Ýki,- 10) Úrg,- 12) Kú,- 13) EE,- 14) Urr,- 16) Ofn,- 17) Yls,- 19) Skass.- Hann var betur til þess fallinn en nokkur annar, að draga mig útúr þessari sjálfsmeðaumkvunar- kennd, sem ég hafði grafið mig i. Ég áliLað hann hafi verið orð- inn eitthvað skemmdur af eftir læti og konum, en hann var glæsilegur ungum maður, áhuga- verður og skemmtilegur. Að minnsta kosti var hann einmitt það læknisráðið, sem ég þurfti með — enginn gat verið dapur ná- lægt honum — og eg var mikið með honum næstu vikurnar, svo mikið, að slúðurdálkar blaðanna voru farnir að nefna okkur saman. Kvikmynda-timaritin skrifuðu stöðugt um okkur — eins og: „Munu brúðkaupsklukkurnar hringja bráðlega fyrir Drake og Kay?” Mig langaði til þess að neita þessum dylgjum, en fékk það ekki fyrir Max. Hann sagði að þetta væri ágæt auglýsing, og ég þorði ekkert að gera. Þetta var hlýtt og indælt haust. Þegar ég hafði fri ók Drake mér jafnan á einhvern veitingastað utan borgarinnar. Hann var mjög hrifinn af þessum gömlu veit- ingastöðum, og þekkti óendan- lega marga. Við áttum að leika saman i kvikmynd með vorinu. Það var mjög stórt verk og við Drake áttum að leika aðalhlut- verkin Max var harðánægður með þetta, en hinsvegar varð hann fyrir vonbrigðum með mig. Ég hafði fengi itrekuð tilboð frá sjónvarpinu, en jafnan neitað. Ég treysti mér ekki til að vinna við hliðina á Chris. Að sjálfsögðu frétti ég af honum við og við. Maeve nefndi hann stundum, og það, sem henni hraut um hann, geymdi ég sem dýr- gripi. En ég treysti mér ekki til að Lóðrétt 2) Api,- 3) Ra.- 4) Trú,- 5) Lýk- ur,- 7) Ageng.- 9) Kúr,- 11) Ref,- 15) Ryk,- 16) Oss,- 18) La,- iiyyiiii. ■ LAUGARDAGUR 27.maí 7,00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 15.00 Fréttir. 15.15 Stanz.Jón Gauti Jónssonr og Arni ólafur Lárusson stjórna þætti um umferðar- mál og kynna létt lög. 15.55 Þættir úr lífi barns < K i nd cr s z e ne n ) eftir Schumann. Ingrid Ha“bler leikur á pianó. 16.15 Veðurfregnir A nótum æskunnar. 17.00 Fréttir. Ljóð um ástina og hafiö eftir Chausson. RCA-Victor sinfóniuhljóm- sveitin leikur, Pierre Monteux stj. 17.30 úr Ferðabók Þorvalds Thoroddsens. Kristján Árnason les. (4) 18.00 F"réttir á ensku. 18.10 Söngvar i léttum dúr. Otis Redding syngur. 18.30 Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 „Ileimsókn til Bakkabræöra”, leikþáttur cftir Sigurð ó. Pálsson. 19.55 Hljómplöturabb. 20.40 Smásaga vikunnar: „Fariseamir” eftir Guð- bcrg Bergsson. Erlingur Gislason les kafla úr • „Ástum samlyndra hjóna” 21.10 Sitthvað i hjali og hljómum. Þáttur um tónskáldið Victor Herbert i umsjá Knúts R. Magnússonar. 21.45 Ljóð eftir JarosÞ Seifert og Miroslav Holub. Þorgeir Þorgeirsson les eigin þýðingar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur27. maí. 17-00 Slim John Ensku- kennsla i sjónvarpi. 26. þátt- ur. 17.30 Brezka knattspyrnan Landsleikur milli Wales- búa og Englendinga. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Hve glöð er vor æska Brezkur gamanmyndaflokk- ur. Sundgarpurinn.Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.50 Nýjasta tækni og visindi Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.15 Vitið þér enn? Spurningaþáttur i umsjá Barða Friðrikssonar. Keppendur Ólafur Haukur Árnason, fyrrverandi skóla- stjóri, og Guðrún Pálina Helgadóttir, skólastjóri. 21.50 Timi hefndarinnar (Behold a Pale Horse) Banda- risk biómynd frá árinu 1964, byggð á skáldsögu eftir Emeric Pressburger. Leik- stjóri Fred Zinnemann. Að- alhlutverk Gregory Peck, Anthony Quinn, Omar Shariff og Marietto Engelotti. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Myndin gerist á Spáni tveimur áratugum eftir lok borgarastyrjaldar- innar. Skæruliðaforinginn Manuel héfur allan þann tima verið i útlegð eða farið huldu höfði hundeltur af Vinolas lögregluforingja. Nú fréttir hann af aldraðri móður sinni, að hún liggi fyrir dauðanum, og ákveður að halda til fundar við hana, þrátt fyrir hættuna, sem þvi er samfara. 23.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.