Tíminn - 31.05.1972, Page 1

Tíminn - 31.05.1972, Page 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 ☆"☆☆ Fleiri loka á laugar- dögum Bæði húsið og verkin forvitnileg Myndlistarhúsið á Miklatúni opnað á sunnudag Klp—Reykjavík. Þessa dagana er unnið af kappi við að leggja siðustu hönd á smiðar á tveim sölum i Myndlistarhúsinu á Miklatdni, sem sumir listamenn vilja þö licldur kalla Klambratún, þvi það hljómi betur en hitt. Auk þess er verið að ganga frá og snyrta allt ikringum húsið, og er fjöldi manns i vinnu við þetta. Þegar við litum inn i þetta furðulega hús i gær var annar myndlistasalurinn að verða tilbúinn, en það er sá, sem kendur er við Kjarval. Þangað inn voru komin listaverk og farið að undirbúa að koma þeim fyrir. í hinum salnum, sem er stærri, voru smiðirnir að ljúka við sitt verk. Jafnóðum og sópað var upp eftir þá komu listamennirnir, sem þarna voru margir, inn með verkin, — en þau voru i stöflum fram i anddyri og út við alla veggi. Þessi verk voru eftir islenzka listamenn, svo og listamenn frá öðrum Norður- löndum, en á sunnudaginn verður þarna opnuð Norræn málverka- og höggmynda- sy'ning i sambandi við Lista- hátfðina. Þessi verk, sem biðu ■ Um leið og smiðirnir hopa koma málverkin og höggmyndirnar inn i nýju salina i Myndlistarhúsinu á Mikiatúni, sem verður tekið i notkun n.k. sunnudag. (Tfmamynd G.E.) eftir þvi að verða sett á sinn stað, voru ærið misjöfn, svo ekki sé meira sagt — eða allt frá stórum og þungum högg- myndum og niður i varla lófa- stór málverk. Fram i anddyri var arkitekt hússins, Hannes Daviðsson, að ræðaviðsina menn, þegar við náðum ihann. Ilann sagði, að þctta væri allt á siðasta snúningi, en það hefðist að ljúka við þessa sali og inn- ganginn ásamt salernum og gestamóttiiku fyrir sunnu- daginn. Allt húsið ætti svo að vcrða tilbúið siðar i sumar, og stæðist það örugglega, ef allt gengi cins og það hefði gert undanfarna daga. Hannes fór mcð okkur á hraðferð um liúsið, og sýndi okkur það, sem hann taldi markvert. Og það er ekkert smáræði, enda er húsið allt hið forvitnilegasta og um leið hið furðulegasta, eins og sjálfsagt sjálf verkin, sem þarna vcrða sýnd á komandi árum. Kauphækkanir um mánaðamótin: VERKAMENN FÁ NÚ ALMENNT UM 120 KRÓNUR Á TÍMANN Hassmálið: Stúlkunni sleppt úr gæzlu Oó-Reykjavík. Saksóknari rikisins hcfur farið þess á leit við dönsku lögregluna, að tveir íslendingar, sem dvelja i Kaupmannahöfn, eftir þvi sem bezt er vitað, verði yfirheyrðir vegna hasssmyglsins til tslands. Eru þeir grunaðir um aö útvega fikniefni i Danmörku, sem síðan er smyglað hingað til lands. Heldur er rólegt yfir rannsókn hassmálsins hér. Fimm manns hafa setið i gæzluvaröhaldi i Reykjavik og Kópavogi i allt að tvær vikur, en i gær var stúlkúnni, sem handtekinn var i Kópavogi, vegna grunsemda um hasssölu, sleppt, en karl- mennirnir sitja inni enn. OÓ—Reykjavik. Veruleg kauphækkun verður hjá launþegum á morgun, 1. júni. Kaup- greiðsluvisitalan hækkar um rúm 7 stig og jafnframt hækka laun almennt um 4% sam- kvæmt siðustu kjara- samningum. Almennt munu þvi laun hækka um 11 til 12% á morgun. Samkvæmt upplýsingum Verkamannasambandsins hækka laun verkafólks um 11,2%, og jafnvel meira hjá einstaka launa- flokkum. Almennustu taxtarnir hækka sem hér segir: Fiskvinna, þeir, sem hafa unnið við slik störf i tvö ár eða lengur, en undir þann taxta heyrir einnig bygginga- vinna og vinna aðstoðarmanna i fagvinnu. Kaupið i þessum flokki verður nú kr. 119,70, en var kr. 107,60. 1 hafnarvinnu fá menn nú kr. 122,80, en var kr. 110,40. Stjórnendur þungavinnuvéla fá enn meiri prósentuhækkun, þ.e. þeir, sem búnir eru að starfa i fimm ár eða lengur, fá að auki við aðrar hækkanir 4%. Þeir voru með kr. 122,90, en fara upp i kr. 142,10. A skrifstofu Bandalags starfs- manna rikis og bæja fékk blaðið þau svör, að laun opinberra starfsmanna hækki samkvæmt samningum og að viðbættri visi- tölu, en að hinu leytinu væri ekki hægt að segja nákvæmlega um prósentuhækkun, vegna þess hve hún væri einstaklingsbundin, og fer mikið eftir þvi( hvar hver og einn er staddur i launakerfinu og hvernig flutzt hefur á milli flokka. Flestir opinberir starfsmenn munu vera i 12.til 20.1aunaflokki. Samkvæmt launatöflu rikis- starfsmanna, sem gerð er I launadeild fjármálaráðuneytis- ins, verða laun i 12,flokki eftir sex ár kr. 26,770, en i 20. flokki kr. 39.874,00. Fjölmennasti flokkur þeirra launþega, sem taka laun sam- kvæmt Iðjutaxta, sem er 1. flokk- ur hækkar úr kr. 17.749,00 á mán- uði, i kr. 19,732,00. Ennfremur kemur inn hjá Iðju- fólki aldurshækkun eftir 9 mán- uði. Verður sú aldurshækkun i 1. flokki kr. 20,522,00. 2. flokkur, fyrstu 9 mánuðirnir, sem voru kr. 17,749.00 verður kr. 20,522,00en eftir 9 mánaða starf, sem var 18,442,00, verður nú kr. 21,343,00. 3. flokkur, sem var fyrstu 9 mán- uði kr. 18,326,00 verður kr. 21,310,00 og eftir 9 mánuði kr. 19,133,00, verður kr. 22,163.00 Klæðskerar fengu eftir 9 mánaða starf kr. 22,235,00 en verður kr. 24,71^00. Hér eru tekin nokkur dæmi um kauphækkanirna^ en samningar einstakra launþegasamtaka og launaflokkar innan þeirra eru svo margvisleg, að ekki er hægt að skýra frá öllum launahækkunum, sem nú verða, en yfirleitt geta allir launþegar reiknað með að fá sem svarar rúmlega 11% kaup- hækkun um mánaðamótin. SJ — Reykjavik Rakarastofur i Reykjavik verða lokaðar á laugardögum frá 1. júni til ágústloka. Á fundi i fisksala- félaginu var einnig samþykkt að hafa fisk- búðir lokaðar í sumar frá 15. júní. Nokkrar bókabúðir hafa þegar lokað á laugardögum og i ráði er, að fleiri verzlanir i Reykjavik, e i n k u m m a t v ö r u - verzlanir hafi lokað á laugardögum. Opnunar- timi verzlana og þjónustufyrirtækja i borginni er þvi mjög á reiki um þessar mundir og er það til óþæginda fyrir fólk að vita ekki, hvaða fyrirtæki eru opin og hver ekki og hvenær. Sumar verzlanir eru lokaðar á laugardögum og aðrar ekki, sumar eru lokaðar á mánu- dagsmorgnum og aðrar ekki, nokkrar eru opnar til 7 á föstudags- kvöldum, en margar aðeins til 6. Magnús L. Sveinsson skrif- stofustjóri Verzlunamannafélags Reykjavikur sagðist vona,að lin- urnar færu að skirast i þessum málum. Óvissan væri miklu verri en þó verzlanir væru lokaðar ein- hverja ákveðna daga eða dags- hluta, ef samræmi væri i þeim venjum. í Árnessýslu rikir meira sam- ræmi um verzlunartima. Kaup- félagsverzlanir þar og flestar aðrar verzlanir eru opnar kl. 1- 5.30 á mánudögum, 9-5.30 þriðju- daga til föstudaga og 9-12. á laugardögum. 1. okt. verður sú breyting á, að lokað verður á laugardögum, en opið á mánu- dagsmorgnum. A Akureyri og við Eyjafjörð eru verzlanir yfirleitt opnar kl. 9-6 fimm daga vikunnar en 9-12 á laugardögum. Sumar þessara verzlana voru um skeið lokaðar á mánudagsmorgnum, en það mæltist illa fyrir og var breytt til fyrri verzlunarmáta á ný. Verzlanir i kaupstöðum og bæjum á Austurlandi eru flestar opnar kl. 9-6 fjóra daga vikunnar, kl. 10-7á föstudögum og lokaðar á laugardögum. 15. júni til 15. september i sumar verða verzlanirnar þó opnar á laugar- dagsmorgnum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.