Tíminn - 31.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.05.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 31. mai. 1972. Norilsk stórborgin norðan heimsskautsbaug Nikkelverksmiðjan i Norilsk Rússneski jarðfræðingurinn Nikolaj Urvantséf reisti sér á árinu 1920 lítinn kofa úr grann- vöxnum lerkitrjám á 69. baug norðlægrar breiddar, langt innan þess svæðis, þar sem jörðin losn- ar aidrei úrklakaböndum Á þess- um stað er nú risin blómieg borg, Norilsk. Þá voru engir vegir á þessum slóðum og einu sjáanlegu troðningarnir voru sporin sem hreindýr, úlfar og tófur skildu eft- ir sig i snjónum. 1 dag liggja vegir og járnbrautateinar um freö- mýrarnar, gasleiösla og há- spennulina, i lofti heyrast drun- um í flugvélum. Fljótið mikla, Jenísej, er einhelztasamgönguæð- in cn mcð hreindýrasleðum, sem komast að kalla hvert sem er, er fluttur allskyns varningur til þeirra byggðafsem risið hafa upp þarna á auðugum námusvæðum. Geysistór svartur steinn, al- settur gullnum rákum eða æðum, stendur upp úr blómabreiðu á aðaltorginu i Norilsk. Bjargið var flutt þangað frá nálægu fjalllendi og er að efnasamsetningu sams- konar og þaö málmgrýti, sem borgin á tilveru sina og frægð aö þakka. I grjótinu er að fihna 35 tegundir málma eða málmblend- is og eru 14 þeirra unnar til nytja. Nikel, kopar og kóbalt, það eru hinir þrir stóru sem lögðu grunn- inn að þessum merkilega bæ, langtnorðan viðheimsskautsbaug þar sem túndran botnfrýs að vetrarlagi en er forarfen á sumr- in og ákjósanlegur samastaður moskitóflugunnar. Málmnám og iðjuver Norilsk, eins og verksmiðjusamstæðurnar nefnast, er aðalframleiðandi nikkels, eirs og kóbats i Sovét- rikjunum. Vegna margvislegra nota af málmgrýtinu er vinnsla þess mjög hagkvæm fjárhags- lega, svo að hagnaður af rekstri iöjuveranna skiptir á ári hverju hundruðum milljóna rúblna — og það þótt staðurinn sé mjög af- skekktur og þrátt fyrir harðbýli heimsskautalandsins. Norilsk er eins og vin i miðri freðmýrinni. Næsta höfn er við skipgenga á og er borgin tengd henni með 122 km langri járn- braut, einhverri hinni hlykkjótt- ustu í heimi, en brautin er sveigð og beygð fyrir og meðfram og milli ótal vatna og dýja. Flughöfn er i nágrenni Norilsk, þyrluvöllur og aðstaða fyrir sjóflugvélar. Að öllum jafnaði leiðum við sjaldan hugann að þvi, hve lang- an veg, marga kilómetra, varan sem við kaupum i verzluninni á að baki áður en hún er komin inn á heimili okkar: hálsbindið, is- skápurinn eða bara sendiferða- bifreiðin sem varninginn flutti. 1 Norilsk gat ég eiginlega aldrei hætt að hugsa um það, að allt, sem i kringum mig var þarna, hafði orðiö að flytja þúsundir kilómetra á sjó og eftir fljótum: hús, verksmiðjur, járnbrautar- teina, fortjaldiö i leikhúsinu, tómatsafa, skyrtuhnappa, matar- diska, húsgögn, með öðrum orö- um: allt sem tií nauðsynleg ustu hluta má telja á heimili, vinnu- stað eða i leikhúsi þarf að flytja þennan langa veg til Norilsk meö ærnum kostnaði — fyrir rikissjóð auðvitað. Nýlega las ég grein i I.iteratúrnaja Gazéta, þar sem segir, að árlega sé varið af al- mannafé 473 rúblum meira til jafnaðar á hvern ibúa i Norilsk en á hvern ibúa Krasnojarsk við Jenisej, einnar af gömlu borgun- um i Siberiu. Höfundur greinar- innar er yfirmaður við hagfræði- stofnun eina, sem vinnur að áætlanageröum, og var hann að reyna að gera sér grein fyrir þvi, hver væri æskilegasti fjöldi ibúa i byggð þarna á nyrztu norðurslóð- um. Fyrirsögn greinarinnar var reyndar: „Hve mörgum Norð- lendingum þurfum við á að halda?” „Nyrztu byggðir Sovétrikjanna eru ákaflega dýrar”, sagði greinarhöfundur. „Allt — hús- næði, almannaþjónusta, heil- brigðismál, menntun, skemmtan- ir — allt kostar þetta þrisvar sinnum meira en annarsstaðar. Þar að auki má nefna stórbætt lifskjör ibúanna þarna nyrðra á tiltölulega skömmum tima, en sú staðreynd merkir,að til jafnaðar kostar hver ibúi i Norilsk rikið 106 rúblum meira á ári hverju en fyr- ir áratug.” Höfundur greinarinnar ber hag rikissjóðs að vonum fyrir brjósti, en hann leiðir hugann jafnframt að þeim einstæðu lifsskilyrðum og kjörum, sem ibúarnir i norðri verða að búa við. Hann er hlynnt- ur kerfi, sem byggist á þvi að fólk sinni,,virkri þjónustu, eins og þaö hefur verið orðað, á „útkjálka- stöðum” ákveðin timabil i senn, en á milli komi timaskeið, þegar fjölskyldurnar dveljast i borgum sunnar i landinu, þar sem veður- far er mildara. Hugsanlega mætti beita þessu kerfi með árangri i þeim norður- héruðum, þar sem þróun byggða- mála og atvinnu er skammt á veg komin og þar sem menn verða að búa við hin frumstæðustu kjör, en kerfið hentarekki ibúum Norilsk, sem er i sjálfu sér einskonar mið- stöö landnáms eða nýlendu verkamanna, sem vinna að lagn- ingu jarðgasleiðslu i auðnum freðmýranna um 240 kilómetra i burtu. Þegar verkamennirnir, sem þarna starfa, hafa lokið tveggja vikna „virkri þjónustu” eiga þeirréttá að fara til Norilsk, þar sem tækifæri og aðstaða er til hverskonar tómstundaiðju og gamans: félagsheimili, skemmti- staðir, veitingahús, iþróttasalir, sundhöll og bókasöfn með alls um 2.500.000 bindum bóka. Jean Chrétien, sá ráðherra i rikisstjórn Kanada,sem fer með málefni er varða frumbyggja landsins og norðurhéruð, heim- sótti fyrir nokkru Norilsk og sagði eftir á^að hann hefði hrifizt sér- staklega af þeirri alúð, sem lögð væri við að sjá borgarbúum fyrir sem beztri aðstöðu til tómstunda- iðkana. Jú, vissulega má taka undir þau orð: meðan sumir borgarbú- ar vinna viö námugröft eða bræðslu málmgrýtisins, stjórna járnbrautarlestum eða aka stór- um flutningabilum, þá eru aðrir jafn önnum kafnir við þjónustu- störf vegna tómstunda þeirra. Verksmiðjurnar og verkalýðs- félögin verja árlega 900 þúsund rúblum til heilsugæzlumiðstöðvar i gróðurlendinu skammt frá borg- inni, en þar fá 3500 verkamenn læknismeðferð á ári hverju. Hverskonar heilsugæzlustarf hér er unnið,má marka m.a. af þvi, að 24 daga vist með læknisþjónustu og öllu öðru sem tilheyrir, kostar 250 rúblur. Verkafólkið sjálft greiðir aðeins 17 rúblur af þessari upphæð, en fimmti hver dvalar- gestur hlýtur ókeypis vist sem verðlaun fyrir mikil og góð vinnu- afköst. Þá hafa verka- mennirnir yfir heilsuhæli i Sotsi við Svartahaf að ráða og þar geta dvalizt árlega 12.000 manns. I Norilsk er að heita má allur rekstur kostaður af rikisfé — iþróttahöllin, heilsuverndar- stöðvar, tónlistarskólar, iþrótta- leikvangur, kvöldskóli i tækni- fræðum og iðngreinum, sjúkra- hús, heilsugæzlumiðstöðvar og Ungherjahöllin. Margir verka- menn fá ókeypis máltiðir, mjólk og kaffi i námunum og verk- smiðjunum. Áður var á það minnzt,að vistir og varningur er að langmestu leytifluttur til Norilsk eftir fljóta- leiðum á þeim árstima, sem árnar eru skipgengar. Þessir flutningar eru afar kostnaðar- samir, en rikissjóður stendur undir öllum kostnaði. Verð á mat- vöru og öðrum neyzluvarningi og gjald fyrir almenna þjónustu og samgöngur er hið sama og i aðal- hluta rússneska sambandslýð- veldisins. Á hinn bóginn eru laun tvisvar til tvisvar og hálfu sinni hærri en i veðursælli héruðum. En stendur þá sá eir, nikkel, kó- balt, platinum, selenium, telluri- um og allir þeir málmar aðrir, sem unnir eru úr jörðu á þessum slóðum,undir öllum þessum mikla kostnaðarauka? Já, ef á heildina er litið. Nú standa yfir athuganir á þvi, hvernig auka megi fram- leiðsluna en draga jafnframt úr framleiðslukostnaðinum. Við fyrstu sýn kann sitthvað i þvi.sem hér er sagtiað virðast þversagnakennt. Fjöldi þeirra, sem búa og starfa i Norilsk eykst hröðum skrefum, vegna þess m.a.,að upp er risinn nýr 12 þús- und manna bær, Snezhnogorsk (Snjóborg) i 150 km fjarlægö frá Norilsk, svo og nokkur önnur sveitarfélög annarsstaðar, en til þess að sjá þessum byggðum öll- um fyrir nauðsynlegum vistum og varningi þarf hundruð báts- ferða til viðbótar. Hagfræðingar hafa reiknað það út, að ef verksmiðjurnar i Nor- ilsk, raf- og varmastöðvar, opin- berar stofnanir, ibúðarhús og skemmtistaðir hyrfu frá kolaupp- hituninni, en fengju i hennar stað hitagjafa úr jarðgasi, sem nýlega hefur fundizt i verulegu magni við Messojakha-ána i 240 km fjarlægð frá borginni, þá myndu sparast 40 milljónir rúblna árlega i eld- sneytiskostnaði. Aðrir kostir, sem hagnýting jarögassins hefði i för með sér yrði aukið framleiðslu- magn i málmvinnslunni, meiri gæði, aukin framleiðni og minni mengun andrúmsloftsins á borgarsvæðinu. En þar sem hér var um að ræða fyrstu tilraun, sem gerð hefur verið i Sovétrikjunum til að leggja gasleiðslu á þessu svæði, þar sem freri fer aldrei úr jörðu, voru uppi efasemdir um það, hvort framkvæmdirnar myndu heppnast. Menn veltu þvi lengi fyrir sér, hvernig bezt væri að ganga frá undirstöðu pipanna. Oll þessi vandamál tókst þó að leysa farsællega: leiðslan var lögð á rúmu ári, pipurnar festar á sérstakar uppistöður. Koparverksmiðjan hefur, er þetta er ritað, þegar hætt kola- brennslu en notar jarðgasið i staðinn — og tveir risastórir reykháfar varma- og raforkuvers nr. 1 eru hættir að spúa kola- reyknum út i andrúmsloftið. 1 bæjarblaðinu Zapolyarnaja Pravda mátti lesa eftirfarandi klausu hinn 31. júli sl.: „I gær var siðasti kolavagninn dreginn upp á yfirborðið i stærstu námunni. A 28 liðnum árum hafa 19.000.000 lest- ir kola verið unnar i námu þess- ari”. Margir námuverkamenn hafa flutzt til Talnakh, þar sem þeir vinna i nýjum námum um 20 km frá borginni. Hráefnið^sem þar fæst er sagt mun auðugra — málminnihaldið hlutfallslega meira — en f þeim námum, sem áður hafa verið nýttar. Þannig er framtið verksmiðj- anna og borgarinnar tryggð næstu aldirnar. 1 núgildandi fimm ára áætlun er gert ráð fyrir verulegri stækkun verksmiðj- anna i Norilsk. Hafnar eru fram- kvæmdir við byggingu nýrrar nikkel-verksmiðju, sem á að vera stærri og fullkomnari en sú/Sem fyrir er. Sú viðbótar raforka, sem nauðsynleg er vegna þessa, verð- ur fengin frá nýrri vatnsaflstöð, sem er að risa við Khantaika- fljótiö, eina af þveránum sem f alla i Jenisej. Fyrstu rafalarnir eru nú þegar farnir að framleiða rafmagn og margir verkamann- anna, sem við smiði raforkuvers- ins störfuðu vinna nú við bygg- ingu nýju nekkelverksmiðjunnar. Borgin Snezhnogorsk, sem þarna hefur risið, á að verða vel búin miðstöð landbúnaðar i allstórum stil á þessum slóðum og verður áherzla lögð á búfjárrækt og hænsna, svo og loðdýrarækt. Þeg- ar þessi áform hafa verið fram- kvæmd verður Norilsk ekki leng- ur jafn háð flutningi nauðsynleg- ustu matvæla óravegu frá öðrum landshlutum og áður. Khantaika-orkuverið og gas- leiðslan frá Messojakha áttu sinn rika þátt i þvi/að unnt var að stiga mikilvægt skref fram á leið þróunar Norilsk-iðnaðarhéraðs- ins. Forsætisráðherra Kanada, Pierre Elliott Trudeau, lét svo um mælt eftir heimsókn sina til Nor- ilsk i maimánuði á liðnu vori, að sá árangur sem borgarbúar heföu náð þarna i harðbýlu héraði við hinar erfiðustu landfræðilegu og veðurfræðilegu aðstæður væri eitt af undrum heims á vorum dög- um, fordæmi sem allar þjóðir gætu fylgt við landnám á norður- slóðum. I. TsyganovtAPN) r Staðreyndir i fáum orðum: + Illaut borgarréttindi árið 1953 + íbúafjöldi: 155.000, þar af 45.000 börn + Meðalaldur borgarbúa: 31 ár + Meðalhúsaleiga 3 manna fjölskyldu á ári: 44 rúblur og 55 kópekar + Verzlanir: 92 með 1043 söludcildum + Uppbituð gróðurhús: 12.100 fermetrar + Grænmetisframleiösla: 520 lestir á ári + Dagleg vatnsnotkun: 330 litrar á hvert mannsbarn + Lengd gatna: 30.917 metrar + Lengd hitaveitulciöslna: 85,7 km + Strætisvagnar: 196 + Leigubilar: 61 + llver borgarbúi fer til jafnaðar 26 sinnum i leikhús og kvik- myndabús á ári hverju

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.