Tíminn - 31.05.1972, Page 9
Miövikudagur 31. mai. 1972.
TÍMINN
9
j
1
UfgefandB FranMókttarBofcku-rfrtn :-Fr-amkvaerwJa»tióri; K.rlst[án :6«nédIkf»soti, Rjtatjórart ttórarirtrt : : Þárarrnsson iáb), Aftdrés KrWíártSSOrt, Jén Hel{l«í»n,: IrtdrlSI : : G. Þorsteinssftn og Toma* Ksrlasorti: A»9lýsJnstaítjórt: Stelrt-.::
18300 — 18306. Skrif?tofvr BankastrœM 7. Afarei? 'siusimi
Askrif Augiýsingastmt 19533» Attrar skrifstofwr: sitnf targíald kr, 328,00 i mánuSr Innanlands. í ta TOSQOi- usasötri:::::
fcí\ 15.00 alntakiS. — fiiaiaprertt h.f. (OHsat)
Jöfnun á námskostnaði
framhaldsskólanemenda
Á mörgum undanförnum þingum hafa
Framsóknarmenn flutt frumvörp og tillögur
um að jafna aðstöðumun nemenda i fram-
haldsskólum, að þvi leyti sem búseta veldur
þeim misþungum fjárnagsbyrðum. Þótt ekki
væri fallizt á þessar tillögur i tið fyrrverandi
rikisstjórnar, bar þessi tillöguflutningur þó
þann árangur, að á fjárlögum 1970 voru veittar
10 millj. króna til úthlutunar i þessu skyni og i
fjárlögum 1971 15 milljónir króna. Við af-
greiðslu fjárlaganna fyrir 1972 var þetta fram-
lag hækkað i 25 millj. króna.
Þá bar tillöguflutningur Framsóknarmanna
á næstsiðasta þingi þann árangur,að skipuð var
sérstök nefnd til að semja frumvarp um að
jafna aðstöðu framhaldsnema til skólagöngu.
Nefndin hafði lokið störfum sinum um áramót-
in siðustu og lagði menntamálaráðherra frum-
varp hennar fram á Alþingi skömmu siðar.
Alþingi samþykkti þetta frumvarp með sára-
litlum breytingum.
Samkvæmt þessum nýju lögum, eiga rétt til
námsstyrkja samkvæmt þeim, þeir skóla-
nemendur, sem uppfylla eftirgreind skilyrði:
1. Hafa lokið skyldunámi.
2. Verða að vista sig utan lögheimilis sins og
fjarri fjölskyldu sinni vegna námsins.
3. Stunda reglulegt nám, sem framhaldsskóli
viðurkennir sem áfanga að réttindum eða
prófi, sem hann veitir.
Styrkur sá, sem umræddum nemendum ber
að fá, á að miðast við það, að búseta valdi ekki
misþungum fjárhagsbyrðum. Styrkurinn nær
ekki til háskólastúdenta, eða annarra þeirra,
sem fá námslán eða námsstyrki samkv.
lögum nr. 7 frá 1967. Sérstök nefnd, sem
menntamálaráðherra skipar, tekur við um-
sóknum og annast úthlutun umræddra styrkja.
Ekki er unnt að gera nákvæma áætlun um
heildarkostnað rikissjóðs vegna námsstyrkja
samkvæmt þessum nýju lögum.
£3
En samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum,
sem menntamálar. , hefur aflað, er ólik-
legt að heildarupphæðin verði undir 100-120
millj. króna á skólaárinu 1972-’73, þegar lögin
koma fyrst til framkvæmda. Framlag rikisins
mun þvi fjór- til fimmfaldast frá þvi, sem það
var á siðasta valdaári viðreisnarstjórnarinnar.
Fyrir nemendur i strjálbýli og aðstandendur
þeirra er hér um stórfellda aðstöðujöfnun að
ræða. Námskostnaður margra heimila var
orðinn óviðráðanlegur vegna aðstöðumunarins
og margt ungt fólk varð að hverfa frá námi af
þessum ástæðum.
Fyrir Framsóknarmenn er sérstök ástæða til
að fagna þvi, að þetta baráttumál þeirra hefur
loks verið borið fram til sigurs.
Forustugrein úr The Times, London:
Nokkuð hefur áunnizt
við samningana í Moskvu
Styrjöldin í Vietnam skyggir þó á árangurinn
Nixon og Breshneff
RÆTIST þær vonir, sem
bundnar eru við samninga
Nixons og Bréshneffs, munu
ýmsar aðrar þjóðir en Banda-
rikjamenn og Rússar njóta
góðs þar af. Nokkur bið verður
þó á, að um samningana berist
full vitneskja. Fleiri samning-
ar kunna að verða gerðir en
kunnir eru þegar þetta er rit-
að, og enn aðrir samningar
kunna að verða að biða frekari
umræðna, eftir að heimsókn
Nixons forseta er lokið.
Vist er, að allir munu fagna
þvi að fá nánari vitneskju um
andrúmsloft viðraéðnanna og
einkum þó, hvort leiðtogarnir
tveir hafa komið auga á
nokkra möguleika til þess að
stuðla i sameiningu að friði i
Vietnam og löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafsins. Engin
ástæða virðist til að efast um,
að þeir samningar, sem þegar
hafa verið gerðir, geti gilt
nokkra hrið.
SAMNINGARNIR voru
gerðir i samræmi við brýna og
knýjandi hagsmuni. Leið-
togarnir tveir hittust vegna
þess, að það var báðum hinum
voldugu rikjum i hag að ná
samkomulagi, — enda þótt
þau hafi att kappi hvort við
annað til skamms tima og litlu
muni, að þau eigi i beinum
vopnaviðskiptum i Vietnam
Rússar hafa sérstaka, gilda
ástæðu til að reyna að draga
úr spennu i Evrópu. Báðum er
áhugamál að draga úr geig-
vænlegum kostnaði við kjarn-
orkukapphlaupið, ekki siður
en voðanum, sem yfir kann að
vofa ef i odda skerst. Góðar
vonir vekur, að leiðtogarnir
hafa einkum snúið sér að ein-
földum, skynsamlegum samn-
ingum, en ekki sett saman
hástemmdar yfirlýsingar al-
menns eðlis. Ágreiningur um
kenningar eða tilraunir til
samningagerðar um slik mál
var látið liggja milli hluta að
þessu sinni.
SAMNINGURINN um tak-
mörkun kjarnorkuvigbúnaðar
er mikilvægari öðrum samn-
ingum, sem gerðir voru, og
hann er mannkyninu sem
heild mest fagnaðarefni, enda
hefir hann verið til umræðu
lengi og hans verið beðið með
mikilli eftirvæntingu. Vera
má, þó að mótsagnakennt
kunni að virðast, að unnt hafi
verið að ganga frá honum nú
vegna framfara Rússa, sem
hafa bætt samningsaðstöðu
þeirra.
Ástæðan er ekki sú, að Rúss-
ar hafi með auknum vigbúnaði
knúið Bandarikjamenn til
samninga. Vilji Bandarikja-
manna til samninga var
óvéfengjanlegur. Rússar hafa
hins vegar nálgast jafnræði i
vigbúnaði og talið sér af þeim
sökum hægara en áður að
ganga til samninga og
undirrita þá á jafnréttis-
grundvelli. Það er ekki tilvilj-
un, að árangur af viðræðunum
um takmörkun kjarnorkuvig-
búnaðar kemur nú fyrst i ljós,
þegar floti rússneskra kafbáta
af Y-gerð nálgast að tölunni til
kafbátaflota Bandarikja-
manna af gerðinni
Polaris/Poseidon.
HITT er eigi að siður
ljóst, að gildi hinna gerðu
samninga er takmarkað
vegna þess, að Bandarikja-
menn keppa að langdrægari
búnaði kafbáta en áður og
báðir leggja mikla áherzlu á
uppgötvanir á þessu sviði. Nýr
þáttur hefir komið til sögu og
raskað óttajafnvæginu á fjög-
urra ára fresti undangengin
tuttugu ár. Hversu langur timi
liður áður en það gerist næst?
Samkomulaginu um bann við
kjarnorkutilraunum árið 1963
var ekki aðeins fagnað sem
vörn gegn kjarnorkutilraun-
um i andrúmsloftinu, sem
reyndist raunhæf, heldur og
sem upphafinu að takmörkun
vigbúnaðar yfirleitt, hvað ekki
reyndist rétt.
Þegar glasaglaumurinn er
liðinn hjá verður litið á hina
gerðu samninga sem söguleg
skjöl, en ekki fyrst og fremst
vegna þess, sem i þeim stend-
ur, heldur vegna hins, að þeir
voru yfirleitt undirritaðir.
Gildi þeirra eins og annarra
samninga, er fyrst og fremst
bundið við þann stjórnmála-
vilja, sem leiddi til þess, að
þeir voru gerðir. (Sameiginleg
óvissa um afstöðu Kinverja og
gagnkvæm virðing hefir auð-
sjáanlega einnig átt sinn þátt i,
samningsgerðinni.)
VERÐI hinn sami stjórn-
málavilji að verki áfram eiga
stórþjóðirnar tvær um margar
leiðir að velja til þess að sýna
hann i verki. Ekki veröur til
dæmis i el'a dregið, að samn-
ingar um gagnkvæma fækkun
i herjum i Evrópu, svo og
minni venjulegan vigbúnað en
áður, yrðu mjög til að auka
friðarhorfur og bætt samskipti
rikja.
Af þessum sökum gæti sam-
komulagið um takmörkun
kjarnorkuvigbúnaðar og frek-
ari árangur á þeirri braut
valdið þvi, að leiðtogafundur-
inn i Moskvu yrði talinn enn
mikilvægari en Yalta-ráð-
stefnan, en til hennar hefir
honum verið jafnað. Sam-
komulagið um takmarkaða
samvinnu i geimrannsóknum
er auðsjáanlega ekki eins
mikilvægt og samkomulagið
um kjarnorkuvigbúnaðinn, en
eigi að siður nokkurs virði.
Geimrannsóknastofnanir
Rússa og Bandarikjamanna
hafa stuðlað að miklum fram-
förum i visindum og tækni.
Svoer að sjá, sem þessi aukna
þekking hafi haft meiri áhrif á
iðnaðinn i Bandarikjunum en
Rússlandi. Forusta Banda-
rikjanna i raftækni og tölvu-
tækni er táknræn um áhrif
þess, sem geimrannsoknirnar
hafa af mörkum lagt.
HORFUR hafa verið taldar
á þvi um nokkur ár, að
hóparnir, sem unnið hafa að
hinum mönnuðu geimferðum
Bandarikjamanna, tvistruð-
ust, þegar Appollo-áætluninni
væri lokið. Svipað virðist uppi
á tengingnum hja’ Rússum, en
ef til vill i minna mæli. Hvort
tveggja þetta bendir til nokk-
urrar vantrúar á að eyða
gifurlegum fjármunum til at-
hugana, sem óskyldar eru
nærtækum og brýnum lausn-
um á mannlegum vandamál-
um.
Þegar á þetta er litið kann
samkomulag Bandarikja-
manmog Rússa um samvinnu
við mannaðar geimferðir að
virðast litið annað en vinsam-
leg samskipti. Mannaðar
geimferðir, eins og fyrir-
hugaðar eru, virðast varla
bæta miklu við visindarann-
sóknir eða geimtækni. 1 flest-
um tilfellum verður komið við
fjarlægum búnaði til stjórnar
og eftirlits, en af þeim sökum
hlýtur maður á jörðu niðri að
eiga kostá þeim upplýsingum,
sem geimfaranum verða til-
tækar.
HVAÐ sem þessu liður
skiptir mestu máli, að Banda-
rikjamenn og Sovétmenn hafa
látið i ljós vilja til samvinnu
um athuganir, sem þeir hafa
varazt að gefa hvor öðrum
upplýsingar um. Þeir hafa
einnig látið i ljós vilja til
nokkurrar samvinnu i við-
skiptum, lækningum og við
lausn hins ægilega mengunar-
vanda. Samkomulag Banda-
rikjamanna og Rússa i þessu
efni kann að verða öðrum
þjóðum til nokkurrar örvunar,
enda þótt Austurveldin virðist
ekki ætla að taka þátt i ráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna,
sem er um það bil að hefjast i
Stokkhólmi.
Verið getur, að ljóminn um
samninga þeirra Nixons og
Breshneffs sýnist að nokkrum
mánuðum liðnum snöggtum
daufari en hann virðist nú, en
um það verður ekki deilt, að
nokkuð hefir áunnizt. Upp-
bygging valdsins i heiminum
hefir óneitanlega annan svip
en áður. Hinn nýji svipur
verður tvimælalaust ánægju-
legri og gæfulegri, ef unnt
verður að afstýra hættunni,
sem nú virðist vofa yfir i Viet-
nam og koma á friði þar.
Þ.Þ.