Tíminn - 31.05.1972, Page 10
10
TÍMINN
Miðvikudagur 31. mai. 1972.
Nýtt frá Stanley Gibbons
„Collect Channel Islands
Stamps”, heitir nýútkominn
bæklingur á vegum Stanley
Gibbons i London og kostar
aðeins 25 ný penný.
Þetta ei* bæklingur i hand-
hægu broti, sem ekki aðeins
skráir öll frimerki, sem
Jersey og Guernsey hafa gefið
út, heldur og stimpla og
póstsögu eyjanna. Allar
myndir af frímerkjum og
stimplum eru i lit og eykur það
ekki svo litið á gildi bæklings-
ins.
Þá er einnig grein helguð
„Boite Mobile” færanlegu
boxunum, sem notuö eru á
ferjunum yfir Ermasund, og
einnig eru skráðir skipspóst-
stimplar notaðir i landi á póst
þann,er berst að með skipum.
Þessar eyjar eru báðar ný-
lega farnar að gefa út fri-
merki, og eiga sér ekki ólika
forsögu og Færeyjar, sem allir
biöa i ofvæni eftir að hefji fri-
merkjaútgáfu.
Þarna eru skráðar út-
gáfurnar frá striðsárunum,
þegar Þjóðverjar réðu lögum
og lofum á eyjunum, yfir-
prentanir þeirra og sjálfstæðu
útgáfurnar. Taldar eru upp
upplýsingar um: teiknara,
prentun, plötu og cylender
númer, arkarstærð, hve mörg
UMFERÐARLOGIN
0G ÁFENGIÐ
Hver var það sem
skilgreindi velferðarriki
þannig, að það væri samfélag,
þar sem þegnarnir væru
komnir á það menningarstig
að keyra fullir?
1 umferðarlögunum stendur
skrifaö: Enginn má neyta
áfengis við akstur vélknúins
ökutækis, (t.d. bifreiðar,
bifhjóls) eða aka eöa reyna að
aka þvi, ef hann vegna
áfengisneyzlu, verður eigi
talinn geta stjórnað þvi
örugglega. Ef vinanda-magn i
blóði manns er 0,50 (yoo (af
þúsund») til 1,20 0/00 eða hann
er undir áhrifum áfengis, þótt
vinandamagn i blóði hans sé
minna, telst hann ekki geta
stjórnað ökutæki örugglega.
Ef vinandamagn i blóði öku-
manns nemur 1,20 0/00 eða
meira telst hann 'ohæfur til að
stjórna vélknúnu ökutæki.
Ekki leysir það undan sök,
þótt maður haldi að vinanda-
magn i blóði hans sé minna.
Enginn má heldur stjórna eða
reyna að stjórna hestvagni
eða reiðhjóli (en þessum
farartækjum fer nú sennilega
að fjölga, ef menn hlýða
honum Jóhannesi Nordal), ef
hann er með svo miklum
áfengisáhrifum, að hann geti
ekki með fullu öryggi stjórnað
þessum tækjum. Sömuleiðis,
er bannað að fela manni, sem
er i þvi ástandi, sem að
framan er getið, stjórn
framangreindra tækja. Ef
ökumaður hefur neytt áfengis
við akstur eða fyrir hann svo
að vinandamagn i blóði,
hækkar eftir að akstri lauk,
skal lita svo á, að hið aukna
vinandamagn hafi verið i blóði
hans við aksturinn.
En ekki nóg með þetta. Hafi
maður neytt áfengis á opin-
berum veitingastað og
veitingamaður eða þjónar
hans vita, eða hafa einhverja
ástæðu til að ætla, að hann
muni fara á bilnum sinum
heim (eða hvert sem hann nú
ætlar), ber þeim að gera það<
sém unnt er til að híndra það,
þar á meöal að gera lögregl-
unni viðvart. Þá er og bannað
að selja eða afhenda öku-
manni eldsneyti eða annað,
sem þarf til aksturs, ef hann
er meö áhrifum áfengis.
Ef ástæða er til að ætla, að
maður hafi brotið framan
greindar reglur, getur lög-
reglan fært hann til læknis og
rannsóknar, þ.á.m. blóð- og
þvagrannsóknar og er honum
þá skylt að hlita þeirri
meðferð, sem læknirinn telur
nauðsynlega vegna
rannsóknarinnar.
Og þa fer málið að vandast.
Maðurinn, sem timdi ekki að
kaupa sér leigubilfar, getur nú
átt yfir höfði sér þunga
refsingu auk ökuréttinda-
sviptingar en um hana verður
rætt i næsta þætti.
B.Þ.G.
merki voru seld, hvenær þau
voru innkölluö o.s. frv.
Verð hefir verið endurskoð-
að, og verðskráð eru einstök
merki, samstæður, fyrsta
dags bréf og gjafapakkar.
Þá er sérstök skrá yfir póst-
stimpla notaða á hinum eyjun-
um Aldernéy, Sark og Herm.
Skrá yfir frimerkjabækur úr
sjálfsölum og merki fyrir van-
borguð bréf.
Það eru gullvæg tækifæri,
sem gefast til þess að hefja ný
söfnunarsvið, þegar svona
lönd koma fram á sjónarsvið-
ið, með frimerkjaútgáfu. En
hver er sá, sem ætlar sér að ná
langt i söfnun þess konar
svæða, þarf að ná sér einnig i
forsöguna, ef við tökum Fær-
eyjar sem dæmi, þá eru þegar
útgefnar þar yfirprentanir og
svo vitanlega öll póstsagan,
með mismunandi stimplum
frá mismunandi timabilum.
Allt þetta sama á við um
Ermasundseyjarnar, nema
hvað hver er að verða siðast-
ur, að þvi er varðar að hefja
söfnun svona svæða.
Þessi frimerkja- og póst-
söguskrá er þvi kærkomin fyr-
ir hvern þann, sem vill hefja
söfnun nýs svæðis, sem tryggt
er að verður eitt hinna
„heiðarlegu” frimerkjalanda.
Sigurður H. Þorsteinsson
Hraðfrystihús Grindavlkur.
„FRIÐA ÞARI
IN ÞAR SEA/
V/Ð/Ð ELST
/r
— segir Þórarinn Olafsson skipsi
Grindavik i viðtali við Timann
Sjómenn i Grindavik voru sem
óðast að búa báta sina til humar-
veiða eða á fiskitroll á dögunum,
enda vetrarvertið lokið fyrir
nokkru.
Grindavik er stöðugí vaxandi
útg.staður. í vetur voru gerðir
út þaðan einir 60 bátar, en auk
heimabáta landa þar að jafnaði
margir aðkomubátar. A nýliðinni
vertið lönduðu að staðaldri 70-100
bátar afla sinum i Grindavik.
Margir sjómenn telja, að vertiðin
hafi verið ein sú erfiðasta til sjó-
sóknar, sem komið hefur um ára-
bil. Stöðugar ógæftir framan af og
mun minni fiskgengd á miðin
fyrir SuJjvesturlandi. En þó að
afli Grindavikurbáta hafi orðið
nokkru minni nú, en undanfarnar
vertiðir, er þó ekki hægt að segja,
að vertiðin hafi brugðizt. Sam-
kvæmt upplýsingum fengnum á
Hafnarvigtinni i Grindavik, var
heildaraflinn 15. mai, samtals
28.530 lestir og var það jafnframt
mesti afli, sem borizt hafði á land
i einni verstöð á vertiðinni. Af
þessu aflamagni fóru um 20 þús.
lestir til vinnslu i Grindavik.
Fimm aflahæstu bátarnir voru
allir með yfir 900 lestir hver, en 20
bátar aðrir höfðu milli 500 og 900
lestir hver bátur.
Aflakóngur Grindvikinga að
þessu sinni varð Þórarinn Ólafs-
son, skipstjóri á Albert. Þórarinn
er löngu landskunnur aflamaður,
og það var þvi ekki úr vegi, að
hitta hann að máli i vertiðar-
lokin:
„Þórarinn, var þessi vertíð að
einhverju leyti frábrugðin undan-
fðrnum vertiðum að þinu áliti?”
„Ja, tiðarfarið var stirðara
framan af og fiskurinn minni.
Við vorum á útilegu með linu i
janúar og fram i miðjan febrúar.
Þá þurftum við að sækja langt.
Við vorum út af Látrabjargi,
sunnan við Vikur ál og fyrir norð-
an Vikurál út af Vestfjörðunum.”
„Er þetta ekki nokkuð langsótt
frá Grindavik?” j
„Það má segja það. Þetta er
auðvitað ekki hægt, nema vera á
útilegu og beita um borð, isa
fiskinn og gera að honum.”
„Og þetta er ekki hægt nema á
þessum stærri skipum?”
„Nei, það þurfa að vera stór
skip. Það útheimtir góð skip að
vera á útilegu og auðvitað fyrsta
flokks mannskap, sem kann vel
til verka, sérstaklega til beit-
ingarinnar. Þá er alveg „lúxus”
að vera á útilegu, miklu betra en
stunda landróðra. Ég vil meina
það.”
„Og fiskurinn ef til vill betri?”
„Já, hann er það. Til dæmis
fiskurinn, sem fæst þarna fyrir
vestan, það er meiri parturinn af
honum góður þorskur.”
„Hvar lönduðuð þið þessum
fiski?”
„Við fórum með aflann til
Grindavikur?”
„Þetta er ekki i fyrsta skipti,
sem þú ert aflakóngur i Grinda-
Þórarinn Ólafsson